Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 21 Ásgeir Bjarnason, forseti sameinaðs þings: „Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér” Sérstakar kvedjur til Jóhanns Hafsteins og Magnúsar Kjartanssonar, sem fjarverandi vóru þinglausnir EFTIR að hafa flutt yfirlit um störf 99. löggjafarþings þjóðarinnar, sem rakið er í frétt hér á þingsíðu Mbl., flutti forseti sameinaðs þings, Ásgeir Bjarnason, sem nú lætur af þingmennsku eftir 28 þingár, eftirfarandi þinglausna- ræðu. Fleiri mál en oftast áður Yfirlit þetta ber það mér, að mál þau, sem lögð hafa verið fyrir Alþingi, eru fleiri en oftast áður. Allflest hafa þau komið til umræðu, en mörg stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fram til kynningar og eru þar með komin á umræðustig. Þessi háttur á kynningu mála er gamal- þekktur á Alþingi og hefur oft leitt til þess að lagasetning hefur orðið haldbetri en annars, þar sem ýmsir þeir sem til þeirra mála þekkja kynna sér þau og gefa vissar ábendingar. Á þingi þessu hafa verið samþykkt lög um margvísleg málefni, m.a. lög um þjóðleikhús, hlutafélög, vá- tryggingarstarfsemi, búnaðar- menntun, heilbrigðisþjónustu, al- mannatryggingar, Rannsóknarlög- reglu, verðlag, samkeppnishömlur og viðskiptahætti og' iðnaðarlög með meiru. Þá hafa verið samþykkt ný skatta- lög, sem hafa hlotið langan og góðan undirbúning og auk þess verið mikið rædd hér í þingsölum á undanförn- um árum. Ég hef áður sagt það og endurtek það, að skattheimtan og framkvæmd hennar er hyrningarsteinn vel- ferðarþjóðfélags og það varðar alla þegna landsins hvernig þar til tekst. Sameiginlegar þarfir þjóðarinnar eru miklar og rúmum helmingi ríkisútgjalda er með ýmsu móti varið til þess að bæta lífskjör þeirra sem erfiðara eiga. Stofnun lýðveldis og útfærsia fiskveiðilögsögu Efnahagsmálin hafa tekið mikinn tíma á þessu þingi, oft komið til umræðu í sambandi við önnur mál utan dagskrár og ekki síst í sam- bandi við lagasetningu þar að lútandi. Ein mesta höfuðnauðsyn til þess að geta búið í haginn fyrir framtíðina er að draga úr verðbólgu, skapa meira jafnvægi í efnahgas- málum, auka sparifé og búa sem mest á flestum sviðum að því sem innlent er og á þann hátt að spara gjaldeyri og draga úr erlendum lántökum. — íslenska þjóðin býr við góð lífskjör á flestum sviðum. Atvinna hefur verið mikil og fram- farir stórstígar á undanförnum árum og áratugum. Sex áratugir eru senn liðnir síðan íslendingar öðluð- ust sjálfstæði og segja má, að hver sigurinn á fætur öðrum hafi unnist síðan, ég minni á í því sambandi stofnun lýðveldis 1944 og útfærslu fiskveiðilögsögu íslands í áföngum á aldarfjórðungi úr 3 mílum í 200 mílur. í kjölfar þessa hefur þjóðlífið breyst. Óskir hafa ræst og vonir Síðasti þingdagurinn; Merk löggjöf á mörgum svidum Ný stjórnarskrárnefnd Tillaga um íslenzka stafsetningu (z) kom ekki til atkvæða Tólf frumvörp hlutu samþykki sem lög frá Alþingi á síðasta starfsdegi Alþingis, sl. laugardag. • 1) Ný skattaliig (um tekju- og eignaskatt). • 2) Lög um heilbrigðisþjónustu. • 3) Lög um br. á almannatryggingalögum. • 4) Lög um hcyrnleysingjaskóla. • 5) Iðnaðarlög. • 6) Lög um Iðntæknistofnun íslands. • 7) Lög um jöfnunargjald (m.a. til stuðnings iðnþróun). • 8) Bann við fjárhagsiegum stuðningi við ísl. stjórnmálaflokka (m.br. sem fjallað verður um á þings. Mbl). • 9) Lög um br. á tollskrá. • 10 og 11) Lög til brcytinga á umferðaiögum, v. akstursíþróttir o.fl. • 12) Sala eyðijarðarinnar Kollsvíkur í Rauðasandshrcppi. Eftirtaldar þingsályktanir voru og samþykktar sl. Iaugardag> • 1) Tillaga Guðmundar H. Garðarssonar o.fl. um atvinnumögu- leika ungs fólks. • 2) Tillaga þingmanna Reykncsinga um varnir gegn ágangi sjávar við sunnanverðan Faxaflóa. • 3) Tillaga Odds ólafssonar um atvinnulega og félagslega aðstöðu byggðarlaga í nágrenni Keflavfkurflugvallar. • 4) Tillaga Steingríms Hermannssonar o.fl. um uppbyggingu strandferðarþjónustu. •5) Og sfðast en ekki sfzt tillaga formanna fimm stjórnmálaflokka um nýja ncfndarskipan til að gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá o.fl. Tveimur tillögum til þingsályktunar var vfsað til rfkisstjórnarinn- ar. Tillögu Ingibergs J. Hannessonar og Friðjóns Þórarinssonar um iðnað á Vcsturlandi og tillögu Stefáns Jónssonar og Ragnars Arnalds um rannsókn á djúprækjumiðum fyrir Norðurlandi. Þá vakti sérstaka athygli að tillaga Sverris Hcrmannssonar (S), Gylfa Þ. Gíslasonar (A), Gunnlaugs Finnssonar (F), Steingríms Ilermannssonar (F), Jónasar Árnasonar (Abl), Þórarins Þórarins- sonar (F), Helga F. Seljans (Abl), Lárusar Jónssonar (S), Jóns Á. Héðinssonar (A), Pálma Jónssonar (S) og Ellerts B. Schram (S) um fslenzka stafsetningu ailsherjarnefndar s.þ. hafði mælt að samþykkt yrði, varð ekki útrædd og kom ekki til atkvæða. orðið að veruleika. Fátæktin, sem flestir bjuggu við áður fyrr, smækk- aði ekki íslensku þjóðina, en hvatti hana til drengskapar og dáða. Þessa er vert að minnast um leið og ég minni á það, að ekki er minni vandi að gæta fengins fjár en afla og þess skulum við einnig minnast og hafa í huga, að sameinaðir stöndum vér og sundraðir föllum vér. Húsakynni og starfsaðstaða Þá vil ég geta þess, að á borð þingmanna hefur verið lögð bók sem ber nafnið Alþingi — það er um húsakost Alþingis og væntanlegar byggingar yfir alþingi í framtíðinni. Um leið og ég þakka húsameistara ríkisins og starfsmönnum hans fyrir mikilvæg störf í þágu þessa, þá vona ég að störf þeirra auðveldi alþingis- mönnum að átta sig á því, hvernig best og hagkvæmast verður að haga framkvæmdum um byggingar yfir þingheim í framtíðinni. Ég vil líka geta þess, að alþingis- mannatalið, sem nær til ársloka 1975, er komið í prentun og verður vonandi tilbúið í næsta mánuði. Ástæða væri fyrir mig að gefa nánari skýrslu um ýmislegt sem snertir Alþingi, en ég læt þetta nægja. Tíu þingmenn láta af störfum Störfum Alþingis á þessu 99. starfsári frá endurreisn Alþingis er að Ijúka og þetta er síðasta þing þessa kjörtímabils. Þess vegna veit maður ekki hverjir eiga afturkvæmt Ásgeir Bjarnason hingað á þingbekki að kosningum loknum. Þó er það vitað, að eftir- taldir alþingismenn og fyrrverandi ráðherrar verða ekki í kjöri við þær alþingiskosningar, sem í hönd fara: 1. Ingólfu Jónsson, sem átt hefur sæti á Alþingi í 36 ár og verið ráherra í nær 15 ár. 2. Gylfi Þ. Gíslason, sem átt hefur sæti á Alþingi í 32 ár og verið samfleytt ráðherra í 15 ár. 3. Jóhann Hafstein, sem átt hefur Framhald á bls. 31 Nýju skattalögin samþykkt Staðgreiðslufrumvarpið bíður haustþings Meðal frumvarpa, sem samþykkt vóru á síðasta starfsdegi þingsins, var frv. að nýjum skattalögum, er vakið hefur verulega athygli. Mesta athygli mun vekja ákvæði hinna nýju laga um sérsköttun hjóna, sem kemur í staðinn fyrir svokallaða helmingaskiptareglu í fyrra frv. Annar veigamikill þáttur eru ákvæði um frádráttarreglur. Frádráttar- reglum gildandi skattalaga er að mestu haldið en hins vegar er framteljendum gefinn sá valkostur, ef kemur þeim betur, að draga 10% af heildartekjum í stað núg. frádráttarliða. Þetta. Þetta er nýjung, sem jafnar skattalega aðstöðu þeirra, er mikið skulda og hafa háan vaxtafrádrátt annars vegar og hinna, er lítið skulda. Meðal annarra nýjunga má nefna hærri barnabætur með börnum undir skólaskyldualdri, barnabætur til einstæðra foreldra verða 40% hærri en til annarra og að tekjur barna má skattleggja sérstaklega. Enn má nefna nýjar fyrningarreglur atvinnurekstrar, sem stuðla eiga að eiginfjármyndun í fyrirtækjum, og ákvæði um skattlagningu sölu- hagnaðar. Að því er eignaskatt varðar hækka skattfrelsismörk verulega en á móti hækkar endurmat eigna, þ.e. eignarskattstofn. — Lög þessi koma ekki til framkvæmda nú, heldur taka þau gildi varðandi tekjur ársins 1979. Formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins flutti frávísunartillögu á hina nýju skatta- löggjöf í efri deild Alþingis, sem var felld með miklum meirihluta. F'rumvarpið um staðgreiðslu skatta fékk ekki fullnaðarafgreiðslu, og bíður væntarilega afgreiðslu komandi haustþings. Skv. frv. átti staðgreiðslan að ná til 15 mismun- andi gjalda, þ. á m. tekjuskatts, útsvars, launaskatts, aðstöðugjalds, landsútsvara, orlofsfjár og skyldu- sparnaðar. Dömkirkjan og Alþingishúsið. Þinglausnir 99. löggjafarþings: Samþykkt 108 lög og 15 þingsályktanir 8 rádherraskýrslur - 310 mál til meðferðar niwnci Þinglausnir fóru fram kl. 5 síðdeg- is sl. laugardag, eftir að fundir höfðu staðið frá því kl. 2 miðdegis daginn áður til kl. rúmlega fjögur aðfarar- nótt laugardags — og síðan aftur nær stanzlaust frá kl. 10 árdegis á laugardag unz þinglausnir fóru fram. Ásgeir Bjarnason, forseti sameinaðs þings, sem nú lætur af þingmennsku eftir 28 þingár, gaf yfirlit um störf 99. löggjafarþings þjóðarinnar og þakkaði þingmönnum og starfsliði Alþingis mikil og vel unnin störf. Ragnar Arnalds (Abl) þakkaði forseta réttláta fundar- stjórn og hlýhug og velvilja í garð þingmanna. Þingdeildir héldu og síðustu fundi sína sl. laugardag. Forsetar þingdeilda Ragnhildur Helgadóttir (neðri deild) og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (efri deild) þökkuðu þingdeildarmönnum störf og sam- veru á liðnum vetri. Karvcl Pálma- son (SFV) og Eggert G. Þorsteins- son (A), sem nú lætur af þing- mennsku eftir 22 þingár, þökkuðu forsetum röggsama og góða fundar- stjórn. 99. löggjafarþing þjóðarinnar stóð yfir frá 10. október til 21. desember 1977 og frá 23. janúar ti! 6. maí 1978 — alls 177 daga. Þingfundir vóru 103 í neðri deild, 105 í efri deild, 77 í sameinuðu þingi — eða alls 285 þingfundir. 115 stjórnarfrumvörp vóru lögð fram: 47 í neðri deild, 65 í efri deild og 3 í sameinuðu þingi. 76 þing- mannafrumvörp vóru lögð fram: 55 í neðri deild og 23 í efri deild. Samtals vóru því 191 frv. lögð fram. Þar af vóru afgreidd sem lög frá Alþingi 93 stjórnarfrumvörp og 15 þingmannafrv. — eða samtals 108 lög. Eitt þingmannsfrv. var fellt, annað afgreitt með rökstuddri dag- skrá, 53 þingmannafrv. urðu ekki útrædd og 22 stjórnarfrumvörp. 71 tillaga til þingsályktunar var lögð fram: 65 í sameinuðu þingi, 4 í neðri deild og 2 í efri deild. Þar af vóru 15 afgreiddar sem ályktanir Alþingis, 3 vísað til ríkisstjórnar, 3 afgreiddar með rökstuddri dagskrá og 50 urðu ekki útræddar. 96 fyrirspurnir vóru lagðar fram. Vóru þær allar ræddar utan 13. Alls komu 310 mál til meðferðar þingsins. Skýrslur ráðherra vóru 8 samtals. Tala prentaðra þingskjala er 966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.