Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978__________15 Hverfafundir borgarstjóra... Hverfafundir borgarstjóra Sagðist hann samt vilja spyrja hvort ekki væri hægt að selja kalda vatnið samkvæmt mæli eins og gert væri með heita vatnið, en ekki samkvæmt rúmmáli húsa eins og nú væri gert í Reykjavík. í öðru lagði sagðist Hjörtur vilja spyrja hvort ekki væri heppilegra að allir skattborgarar Reykjavíkur borguðu ákveðinn skatt til slökkviliðsins því allir þyrftu á brunavörnum að halda en sam- kvæmt því sem hann bezt vissi þá væru það Húsatryggingar Reykja- vikur sem greiddu kostnaðinn við slökkviliðið að mestu leyti, sem þýddi aftur að það væru húseigendur sem borguðu kostnað við það. Borgarstjóri sagði að vissulega væri það mögulegt að selja kaida vatnið samkvæmt mæli en ekki eftiir rúmmáli eins og nú væri en hann vissi ekki hvort það teldist heppilegt. Hann sagðist vilja koma því að hér, að vatnsveitan ætti við stóran vanda að etja í eldri hverfum borgarinnar en það væri hið mikla vatnstap þar. Leiðslur virtust vera farnar að gefa sig sums staðar og læki hreint ótrúlega mikið vatn út úr þeim. T.d. væri vitað að mjög mikill leki væri í leiðslu sem lægi undir Snorrabraut en ekki hefði tekizt að finna lekann og staðsetja með þeim nútímatækj- um, sem nú væru til, eða geislavirk- um efnum. Því væri ákveðið að rífa upp þessa æð í sumar í því skyni að koma í veg fyrir lekann en þetta vandamál væri víða til staðar. Rekstur Slökkviliðsins kostar 210 m. kr. á þessu ári Um kostnað við rekstur slökkvi- liðsins sagði borgarstjóri að Húsa- tryggingar Reykjavíkur greiddu ákveðinn hluta af rekstri þess. Á þessu ári væri áætlað að kostnaður við rekstur Slökkviliðsins væri 210 millj. kr. og af þessari upphæð greiddu Húsatryggingar Rvíkur 84,5 millj. kr. Þannig að ekki væri hægt að segja að húseigendur einir greiddu kostnað við reksturinn, það sem væri umfram 84,5 millj. kr. væri tekið af útsvörum Reykvíkinga. Lauíásvegur Jón Elíasson og Bótólfur Sveins- son spurðu hvort ekki væri hægt að malbika gamla Laufásveginn þ.e. frá Alaska að Reykjanesbraut. Borgar- stjóri sagði í svari sínu, að gamli Laufásvegurinn væri mjög slæmur á þessu svæði. Astæðan fyrir því að hann hefði ekki enn verið malbikað- ur væri að Hringbrautin ætti að færast niður fyrir þetta svæði og reyndar niður fyrir Umferðarmið- stöðina. Hefði þetta verið ákveðið með samningum við ríkisvaldið á sínum tíma til að meira rými skapaðist fyrir hús Landspítalans í framtíðinni. „Ríkið á að kosta framkvæmdina við færslu Hringbrautarinnar en það hefur dregist. Ef þessi framkvæmd dregst verulega enn, þá mun borgin láta malbika umræddan vegarspotta en það er því miður ekki á fjárhags- áætlun þessa árs. Ég verð að játa að ýmislegt bendir til þess að enn líði nokkur ár þar til ríkið stendur við samninginn um að færa Hringbraut- ina,“ sagði borgarstjóri. borgarbókasafnið Runólfur Eleníusson sagðist vilja benda á að bókabílar Borgarbóka- safnsis hefðu frá upphafi aldrei haft húsaskjól. Því sagðist hann vilja spyrja hvort ekki væri hægt að byggja aðstöðu yfir þá um leið og bygging Borgarbókasafnsins hæfist. I svari borgarstjóra kom það fram að fyrirhugað er að hefja byggingu fyrsta hluta Borgarbókasafns í Kringlumýrinni á þessu ári. í fyrsta áfanga á að ljúka við kjallara safnsins og þar er gert ráð fyrir aðstöðu handa bókabílunum. Eru 90 millj. kr. áætlaðar til framkvæmda á þessu ári. Jóhann Sigurðsson spurði hvað liði uppsetningu gufubaðs í Sundhöll Reykjavíkur. Gufubað „Gufubað í Sundhöllinni hefur verið á dagskrá í nokkurn tíma og verður það væntanlega sett upp samhliða mikilli viðgerð sem þarf að gera á sundhöllinni. T.d. eru raflagn- ir í höllinni illa farnar og verður væntanlega að loka henni meðan viðgerð fer fram. Reiknað er með að gufubað verði í þeim hluta hallarihn- ar, sem þvottahúsið hafði til aifnota hér áður. Ekki er þó ráð fyrir gert að ráðist verði í viðgerð á sundhöll- inni á þessu ári,“ sagði borgarstjóri. Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir sagði að hún væri í félagasamtökum sem talsvert sæktu út í Viðey. Nú hefði Hafsteinn Sveinsson, sem fram til þessa hefði séð um flutning á fólki úti á eyna, tilkynnt að aðstaðan sem hann hefði haft í Sundahöfn hefði verið tekin af honum þannig að það væri ólíklegt að hann gæti flutt fólk út í eyju í sumar. Borgarstjóri sagði í svari sínu að Gufubað verður sett upp í Sundhöllinni í fyrirhugaðri smábátahöfn í Elliða- vogi yrði aöstaða til fólksflutninga sem þessara, en þar sem höfnin væri ekki komin upp enn væri sjálfsagt að kanna hvort ekki væri hægt að láta Hafstein hafa einhverja aðstöðu í Sundahöfn í sumar. Samstarf þingmanna og borgarfulltrúa Sverrir Þórðarson spurði hvernig samstarf þingmanna Reykjavíkur og borgarfulltrúa væri. Ennfremur spurði hann hve mikið af hafnafé ríkisins kæmi í hlut Reykjavíkur- hafnar og í þriðja lagi spurði hann hvort ekki væri óeðlilegt að strætis- vagnar Reykjavíkur borguðu millj- ónir á ári í hið almenna vegakerfi landsmanna í formi þungaskatts. 1 fjórða lagi spurði Sverrir hvað fátækrahjálp borgarinnar væri nú stór liður á fjárlögum. I svari borgarstjóra kom það fram, að sérstakar samstarfsreglur eru í gildi milli borgarfulltrúa og þing- manna Reýkjavíkur og í þeim segir að þessir hópar skuli hittast þrisvar á ári hverju. Sagði borgarstjóri að það yrði aö viðurkenna að stundum væri misþréstur á að þessir aðilar hittust eins og til stæði, en á fundum hefðu veríð kosnar sérstakar nefnd- ir, sem ættu að starfa á milli funda. Sagði borgarstjóri að eins og gengi og gerðist störfuðu þessar nefndir misjafnlega vel og rétt væri að geta þess, að þingmennirnir gætu ekki orðið við öllum óskum borgarfulltrú- anna. Þegar borgarstjóri svaraði annarri spurningu Sverris sagði hann, að staðreyndin væri sú, að Reykjavíkur- höfn fengi ekkert af hafnafé ríkisins og væri eina höfnin á landinu sem ekkert fengi þaðan. Ástæðan væri að í einhverjum lögum segði að þær hafnir, sem gætu staðið undir sér, ættu ekki að fá neitt af hafnafé. „Hins vegar vil ég segja að það er mitt álit að það ætti að haga verðlagningu hafnarinnar á þann veg að hún gæti staðið undir sér og lagt til hliðar til framkvæmda en til þess að svo megi verða þarf betri skilning verðlagsyfirvalda á hverjum tíma. Þá er það líka athugunarvert hvernig aðrir staðir hér í kring geta byggt upp hafnir með fé ríkisins, sem dæmi má nefna Hafnarfjörð sem fær 75% af hafnarframkvæmd- um greitt úr ríkissjóði og getur síðan boðið alls kyns fyrirtækjum gull og græna skóga, meðal annars athafna- svæði á hafnarbakka. Þetta atriði þarf endurskoðunar með og hefur raunar verið til endurskoðunar," sagði borgarstjóri. Þá sagði borgarstjóri, að Strætis- vagnar Reykjavíkur greiddu allmikl- ar fjárhæðir á hverju ári í þunga- skatt sem færi í hið almenna vegakerfi, vissulega þyrfti einnig að endurskoða þetta atriði. Um fjórðu spurningu Sverris sagði hann, að ekki væri lengur talað um fátækrahjálp heldur Félagsmála- stofnun Reykjavíkur. Á þessu ári væri gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun að 275.3 millj. kr. eða 9,2% af heildarútgjöldum Félagsmálastofn- unarinnar færu til stuðnings við fjólskyldur. Þessi upphæð færi hlutfallslega minnkandi með hverju árinu sem liði og mætti þar þakka varnarstarfi Félagsmálastofnunar- innar. Turninn úr Austurstræti Magnús Sigurjónsson spurði hvort ekki væri hægt að fjarlægja turninn margnefnda úr Austurstræti. Þessari spurningu svaraði borgar- stjóri á þá leið að reynt hefði verið að koma turninum fyrir sem næst upprunalegum stað sem væri mitt Lækjartorg. Ef hann hefði verið settur niður þar, hefði torgið verið eyðilagt sem fundarstaður. „En það er vissulega smekksatriði hvað turninn á að standa," sagði hann. Jóhanna Guðjónsdóttir og Þórður Guðjónsson spurðu hvað væri að frétta af lagfæringu hitaveitu í Grettisgötu. Hitaveita á Grettisgötu Borgarstjóri sagði að hann hefði ekki heyrt talað um erfiðleika hitaveitunnar á þessum stað en vissi að vissir erfiðleikar væru á stöku stað í gamla bænum og Hitaveita Reykjavíkur væri stöðugt að betrumbæta leiðslur í því skyni að geta veitt íbúum betri þjónustu og kvaðst hann skyldu ræða þetta mál við hitaveitustjóra. Marta Guðbrandsdóttir spurði um stuðning borgarinnar við byggingu Hallgrímskirkju í svari sínu sagði borgarstjóri að borgin greiddi 28 m.kr. á þessu ári í kirkjubyggingar- sjóð, en um úthlutun úr sjóðnum sæju fulltrúar safnaðanna. Hvað mest rynni til Hallgrímskirkju á þessu ári eða 7.5 millj. kr. Lýsing á Miklatún Ásgrímur Lúðvíksson kvartaði undan sandburði á leikvelli við Stakkahlíð og spurði ennfremur hvenær fólk gæti átt von á lýsingu á Miklatúni. Borgarstjóri sagði að það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir sandburðinn frá leikvellinum enda væri um að ræða óhreinindi fyrir næsta nágrenni. Þá sagði hann, að lýsing á Miklatúni væri í bígerð. Þetta yrði alldýr framkvæmd og væri ekki komin á dagskrá ennþá. Eiríkur Stefánsson spurði hvenær hafizt yrði handa við að lengja Bústaðaveg yfir Kringlumýrarbraut á brú og yfir á gamla Hafnarfjarðar- veginn í Öskjuhlíð og síðan yfir á Hringbraut-Snorrabraut. „Þessi framkvæmd er ekki enn á dagskrá og ég reikna satt að segja ekki með að svo verði alveg á næstunni. Næsti stóráfangi í svo- nefndum stofnbrautum innan borgarinnar er vegur milli Breið- holts og Árbæjarhverfis sem kemur á brú yfir Elliðaár skammt fyrir ofan stífluna og er það feikimikil framkvæmd," sagði borgarstjóri. Brynja Kristjánsdóttir spurði hvað gera ætti við hús, sem stæði á horni Hverfisgötu og Frakkastígs og skagaði út í götuna. Kvað hún húsið vera orðið allryðgað og til lýta. Sagðist hún hafa heyrt að Slátur- félag Suðurlands ætti húsið en það fyrirtæki hugsaði annars vel um sínar eignir. Borgarstjóri sagði að borgin hefði óskað eftir að kaupa húsið og lóðina sem væri eignarlóð og væru viðræð- ur um kaup þegar hafnar við SS. Hundahaldið Guðmundur Kristjánsson og Jón Sigurðsson spurðust fyrir um hunda- hald í Reykjavík og hvers vegna reglugerð um bann við hundahaldi væri ekki hlítt. „Borgarstjórn hefur rætt hunda- málið a.m.k. einu sinni á hverju kjörtímabili að undanförnu. Hins vegar hefur framkvæmd við banni ekki verið eins og reglugerð segir til um, en re.vndar skiptast borgarbúar í tvo hópa í þessu máli með og á móti en það er ótækt að þegar reglugerðir eru í gildi að þeim skuli ekki framfylgt. Það er lögreglunnar að fylgja þessari reglugerð eftir, en.hún telur sig ekki hafa nægilegar lagaheimild- ir fyrir því að taka hunda með valdi. Höfðað hefur verið prófmál fyrir Sakadómi vegna hundamáls og kom þetta þá í ljós og virðist því sem einhverja lagabreytingu þurfi til að hægt sé að framfylgja þessari reglugerð," sagði borgarstjóri. Mikið kalda- vatnstap í gömlu hverfunum ammála um að lítil öfninni í Elliðavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.