Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 94. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Leitin að Moro er enn efld Róm, 8. maí. aP. Reutar. LEITIN að Aldo Moro og ræn- ingjum hans var enn aukin í dag, leit fór fram í Róm og Genúa og tveir unjíir mcnn og ein kona voru handtekin. En ekkert heyrð- ist frá mannræningjunum þriðja daginn í röð og yfirvöldum hefur enn ekki tekizt að komast á slóð þeirra þrátt fyrir aðgerðirnar í dag. Lögreglumenn reistu götuvígi skammt frá Vatikaninu, aðaljarn- brautastóðinni og í fornu miðborg; inni og leituðu hús úr húsi. I hafnarborginni Genúa tóku rúm- lega 500 lögreglumenn þátt í leit sem þar var gerð og leiddi til þess að þrír meintir vinstriöfgamenn til viðbótar voru handteknir, þannig að alls hafa 29 verið teknir fastir síðan Rauðu herdeildirnar tilkynntu að dauðadómnum gegn Moro yrði framfylgt. Þau sem voru tekin höndum voru 28 ára gamall félagsfræði- stúdent og tveir læknanemar, sem eru grunuð um að vera félagar í Framhald á bls. 29. Mestiósigur Callaghans Eleonora kona Aldos Moros í bifreið sinni í gærmorgun á leið til kirkju þar sem hún bað fyrir lífi manns síns sem blað segir að hafi sent henni kveðjubréf þar sem hann segi að hann verði tekinn af lífi innan skamms. London. 8. maí. AP. Reuter. STJÓRN Verkamannaflokksins í Bretlandi beið ósigur í mikil- vægri atkva'ðagreiðslu um stefnu hennar í skattamálum í Neðri málstofunni í kvöld en ekki er gert ráð fyrir því að James Callaghan forsætisráðherra rjúfi þing og efni til nýrra kosninga. Stjórnin beið ósigur með 312 atkvæðum gegn 304 þar sem allir brczku smáflokkarnir tóku hiind um saman með Ihaldsflokknum og greiddu atkvæði gegn stjórn Callaghans. Ósigurinn verður til þess að stjórnin verður að gera meiriháttar breytingar á fjár lagaírumvarpi sínu. Atkvæðagreiðslan var ekki um traust eöa vantraust á stjórnina en var mesti ósigur stjórnarinnar síðan hún kom til valda í október 1974. Þess var krafizt þegar í stað að Callaghan forsætisráðherra segði af sér og efndi til almennra þingkosninga, en stjórnin tók Framhald á bls. 28. Kissinger vill auka þotusölu Samningaviðræður um Namibiu rofna New York, 8. maí. Reuter. VIÐRÆÐUM vesturvcldanna og blökkumannaleiðtoga frá Nami- bíu (Suðvestur-Afríku) var slitið í dag vegna innrásar Suð- ur-Afríkumanna í Angóla í síð- asta mánuði. Sam Nujoma, forscti SWAPO (Alþýðusamtaka Suðvest- ur-Afríku), og aðrir fulltrúar í sendincfnd hans sneru aftur til aðalstöðva sinna í Lusaka. í samhljóða bréfum til fulltrúa Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk- lands, Kanada og Vestur-Þýzka- lands í Öryggisráðinu sagði Stúdenta- ókyrrd í Teheran Teheran, 8. maí. Reuter. SEX stúdentar stungu forseta listadeildar Teheran-háskóla með rýtinxi í dag í kjölfar tilrauna til aö kynda undir ólgu í háskólanum og hann liggur þungt haldinn í sjúkrahúsi að sögn embættis- manna. Iranska fréttastofan segir að menn dulbúnir sem stúdentar hafi reynt árangurslaust að undan- förnu að koma í ve({ fyrir að stúdentar og kennarar sæktu tíma. Talsvert hefur verið um ofbeldis- verk negn stjórninni að undan- förnu. Talsmaður stjórnarinnar segir að mótmælin í háskólanum béinist bæði gegn stjórnínni og skipulagi menntamála. Blöð söjiðu frá því í dag að Framhald á bls. 29. Nujoma að SWAPO gæti ekki tekið þátt í viðræðum að svo stöddu. En hann ítrekaði áhuga samtakanna á samningum um lausn deilunnar um Namibíu sem Suður-Afríka stjórnar í trássi við vilja SÞ. Vestrænu fulltrúarnir fögnuðu þessu í yfirlýsingu og kváðust mundu halda tilraunum sínum áfram, en sumir þeirra sögðu í einkaviðræðum að þeir sæju fram á langa sjálfheldu í samningavið- ræðunum og að sennilega mundu átök magnast í Namibíu og nágrannalöndunum. Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri SÞ, kvaöst harma það sem gerzt hafði og kallaði á sinn fund fulltrúa SWAPO hjá SÞ að ræða málið. Suður-Afríkustjórn samþykkti 15. apríl tillögur vesturveldanna um vopnahlé, brottflutning herliðs og kosningar undir eftirliti SÞ í Hundrað slasast íMadrid Madrid, 8. maí. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 100 manns slösuðust, tvcir þcirra alvarlcga, þegar tvær ncðanjarðarjárn- brautarlestir rákust á í Madrid í kvöld. Önnur lestin hafði numið stað- ar milli tvcggja stöðva. Farþcgi í Framhald á bls. 29. Namibíu. SWAPO mótmælti mik- ilvægum ákvæðum áætlunarinnar og fór fram á nánari viðræður við fulltrúa vesturveldanna og þær áttu að hefjast í dag. Eftir árás suður-afrískra her- sveita frá Namibíu á stöðvar swapo í Suður-Angóla sagði Nujoma að enn væri áhugi á viðræðum. En þegar hann hefði fengið nánari upplýsingar um árásina sagði hann vestrænu fulltrúunum að hann og félagar hans hefðu fengið fyrirmæli frá miðstjórn sinni um að snúa aftur Framhald á bls. 29. Washington, 8. maí. Reuter. HENRY Kissinger fyrrverandi utanríkisráðherra lýsti í dag yfir stuðningi við fyrirhugaða sölu F-15 herflugvéla til Saudi-Arabíu en sagði að fara ætti fram á að stjórn Carters forseta seldi fleiri fullkomnar orrustuþotur til ísra- els. Hann sagði þetta í vitnalciðsl- um í utanríkisnefnd öldunga- dcildarinnar og tillaga hans fckk víðtækan stuðning í nefndinni scm fjallar um fyrirhugaða sölu herflugvéla að verðmæti^ fimm milljarðar dollarar til Israels, Saudi Arabíu og Egyptalands. Afstaða utanríkisnefndarinnar er sú að stjórnin eigi að selja Saudi-Arabíu 60 F15S herflugvél- ar eins og stjórnin leggur til, að trygging fáist fyrir því að þær verði aðeins notaðar til landvarna og að ísraelsmenn eignist eins margar F15S þotur og Saudi-Ar- abar munu ráða yfir. Carter forseti hefur lagt til að 60 F-15 orrustuþotur verði seldar til Saudi-Arabíu, 50 F5E orrustu- þotur til Egyptalands og 15 F-15S og '75 F-16S orrustuþotur til ísraels. ísraelsmenn eiga 25 F-15S þotur og Kissinger vill að þeir fái 20 til viðbótar þeim 15 sem stjórnin vill selja þeim svo þeir ráði yfir eins mörgum þotum af þessari gerð og Saudi-Arabar. Kissinger vill líka selja ísraels- mönnum fleiri F-16S þotiir. Stjórnin hefur tjáð sig fúsa til sveigjanleika í afstöðu sinni til fjölda þeirra flugvéla sem skulu seldar. Salan á þotunum til Egypta vekur ekki deilur. Carter forseti hefur sagt að ef sala á herþotum Framhald á bls. 28- Hreinsunarherferð hafin í Afghanistan Kabul, 8. maí. Reuter. NÝJA vinstristjórnin í Afghan- istan hefur hafið miklar hreins- anir í ráðuncytum og ætt- flokknum sem hefur ráðið lögum og lofum í landinu í rúma ó'ld samkvæmt áreiðan- lcgum hcimildum í dag. Um 60 starfsmenn utanríkis- ráðuneytisins hafa verið reknir og flcstir scndihcrrar landsins hafa verið beðnir að segja af scr. Hreinsanirnar ná einnig til innanríkisráðuneytisins og hcraflans. Allir fylkisstjórar hafa vcrið reknir og herfor ingjar skipaðir í þeirra stað. Miklar mannabreytingar hafa líka átt sér stað í upplýsinga- ráðuneytinu, fréttastofu lands- ins, útvarpinu og blöðunum Anis og Kabul Times sem stjórnin á. Diplómatar í Kabul staðfesta að embættismenn sem þeir venjulega skipta við í utanríkis- ráðuneytinu séu horfnir. Fréttir herma að allt að 4.000 manns hafi týnt lífi í stjórnarbylting- unni 27. apríl þótt hinn nýi forseti, Nur Mohammed Tar- akki, segði á -Waðamannafundi um helgina að aðeins 72 eða 73 hefðu beðið bana. En diplómatar segja að sú tala nái aðeins til helztu meðlima fjölskyldu Mo- hammed Daouds heitins forseta og ráðherra hans. Hreinsanirnar beinast gegn Mohammedzai-ættflokknum sem hefur ráðið lögum og lofum í Afghanistan í 130 ár sam- kvæmt heimildunum. Óvildar hefur gætt í garð ættflokksins á síðari árum í kjölfar aukinnar menntunar þar sem meðlimir hans hafa fengið beztu embætti. Nýja stjórnin hefur. boðað róttækan sósíalisma í mcnnta- niálum og telur nauðsynlegt að Framhald á bls. 2«.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.