Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.05.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1978 33 Guðni Stefánsson: Örfá orð um próf- kjör í Kópavogi 4. og 5. mars s.l. var sjálfstæð- isfólk í Kópavogi hvatt til að taka þátt í prófkjöri vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Til þess að auðvelda ungu fólki að taka þátt í prófkjörinu var því boðið að hringja og láta skrá sig í fél. ungra sjálfstæðis- manna, TÝ, eða koma við á skrifstofunni og láta skrá sig á leiðinni inn í kjörklefann. Þetta unga fólk og aðrir sem þátt tóku í prófkjörinu vssi ekki annað en það yrði í heiðri haft. Þátttakendur í prófkjörinu urðu 857 og þar með marktækt. Svo kemur „lýðræðið þeirra" þegar uppstillingarnefnd féllu ekki úrslit prófkjörsins í geð, samþykkti hún að leggja til við fulltrúaráðið að hafa prófkjörið að engu, og 10 af 18 nefndar- mönnum röðuðu sér á listann. (í Reykjavík þótti ekki hæfa að eiginkona eins frambjóðandans væri í uppstillingarnefnd). Á fulltrúaráðsfundi sem á voru mættir 53 af 120 fulltrúum var niðurstöðu prófkjörsins hafnað, en uppröðun uppstilling- arnefndarinnar var samþykkt með 29—40 atkvæðum. Tveir frambjóðendur D-Iistans í Kópa- vogi, sem heldur vildu raða sjálfir á listann, en að fara eftir prófkjörinu, hafa nú ráðist fram á ritvöllinn og eru nú fuliir lýðræðisáhuga að þeir segja. En sjálfstæðisfólk í Kópavogi sem fylgjandi er lýðræðishug- sjón Sjálfstæðisflokksins í raun, og ekki bara í orði, kýs S-listann, lista sjálfstæðisfólks í Kópavogi. Guðni Stefánsson • Ilin árlega fjáröflunarsamkoma Kristnihoðsflokks KFUK verður í kvöld. þriðjudagskvöld 9. mai' kl. 20:30 í husi félagsins við Amtmannsstíg 2 h. Katrín Guðlaugsdóttir kristniboði flytur frásögu. hlandaður kór syngur. sr. Jón Dalbú Hróbjartsson talar og eru allir velkomnir á samkonuna. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al (ÍLYSINGA SÍMINN KR: 22480 Leiðrétting I Mbl. 3. maí sl. kom fram að fulltrúi Þjóðfrelsishreyfinga Eritrea, Berhanu Kifle, hefði haldið ræðu á úti- og innifundum Einingarsamtaka kommúnista (m-1) 1. maí. Þetta er ekki rétt, því umræddir fundir voru hluti af aðgerðum „SAMFYLKINGAR 1. MAÍ“ í tilefni dagsins. „Samfylking 1. maí“ var samtök einstaklinga. innan og utan ýmissa samtaka, sem stofnað var til sérstaklega fyrir baráttuaðgerðir 1. maí. Berhanu Kifle kom til landsins í boði EIKAR (m-1), en þau samtök buðu „Samfylkingu 1. maí“ að Kifle ávarpaði fundi hennar. Hitt er svo rétt að sérstakur fundur um Eritreu. haldinn 4. mai' sl., var á vegum EIKAR (m-1) og Verkalýðsblaðsins. Þessi athugascmd leiðréttir vonandi misskiling Mbl. og svipað ranghermi dagblaðsins Tímans 3. maí — í annars skilmerkum greinum beggja blaðanna. F. h. EIKAR (m l) og Vorkalýðshlaðsins Ari T. (luðmundsson. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU M GI.YSIV, \ SIMINN KK: 22480 Þcer smella frá Brittanía •w Við höfum hafið innflutning frá einu stærsta og þekktasta fyrirtæki heims, sem framleiðir gallabuxur og annan tísku- fatnað undir gæðamerkinu Brittania. Um allan heim sækist ungt fólk á öllum aldri eftir buxum frá Brittania. Smellið ykkur í Brittania. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.