Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978 Sjálfstæðisflokkurinn: Bláa bókin komin út REYKJAVÍK - borgin okkar nefnist rit er Sjálfstæðisflokk- urinn hefur gefið út vegna borgarstjórnarkosninganna á sunnudag og verður henni dreift á öll heimili í borginni. Bókinni er ætlað að kynna Reykvíkingum í máli og mynd- um ýmsa þætti í störfum borgarstjórnar, og jafnframt er í henni skýrt frá stefnu Sjálfstæðisflokksins í borgar- málum í ýmsum mikilvægum málaflokkum. Þá fylgir bókinni einnig kynning á frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins við borg- arstjórnarkosningarnar í Reykjavík 28. maí n.k. Fyrirlestur um varnarmál JACK Mendelsohn, sem er starfsmaður sendinefndar Bandaríkjanna við aðal- stöðvar NATO í Brussel mun halda f.vrirlestur á miðvikudag í Menningar- stofnun Bandaríkjanna um „Nato, varnir Vesturlanda og SALT“. Mendelsohn hefur tekið þátt í samningaviðrseðum í Vín um gagn- kvæma fækkun herja í Evrópu. Kolmunnaveiðar við Færeyjar: „ÞETTA hefur gengið þokkalega vel og áfallalítið," sagði Viðar Karlsson skipstjóri á Víkingi AK 100 er Mbl. ræddi við hann á Akranesi í gær um kolmunna- veiðar íslenzkra skipa við Fær- eyjar, en Víkingar kom þó með um 1300 tonn til Akraness. Þetta er önnur löndun Víkings, en í fyrra skiptið kom hann með 800 tonn. Sagði Viðar, að Börkur og Bjarni Ólafsson væru komnir með svipaðan afla og Víkingur, en nýkomnir á miðin við Fær- eyjar eru Jón Kjartansson og Sigurður, sem kom úr vélarvið- gerð í Svíþjóð. Víkingur heldur aftur á Færeyjarmið í dag og er ;;.v\ * v.j Viðar Karlsson skipstjóri á Akranesi og í baksýn löndun úr Víkingi. Ljósm.i Mbl. Júlíus. Haf a gengið þokka- lega vel og áfallalítið - segir Vidar Karlsson skipstjóri á Víkingi AK ÍOO Guðjón Bergþórsson skipstjóri í þeirri ferð. Viðar sagði að mikið væri af kolmunna á Færeyjamiðum, en veiðarnar væru að því leytinu frábrugðnar kolmunnaveiðum við ísland „að fiskurinn er tekinn á miklu meira dýpi og því þarf mikla aðgæzlu til að ná honum upp án þess að sprengja". Viöar sagði að þeir hefðu fengið þessi 1300 tonn í 10 hölum. „í fyrstu ferðinni gáðum við ekki alveg að okkur og fengum tvisvar sinnum of mikið, þannig að við misstum pokann frá okkur. Við náðum honum þó aftur, en þá rifnum.“ Sagði Viðar, að Börkur hefði alveg sloppið við veiðarfæratjón og Bjarni Ólafsson mikið til líka. Aðalkolmunnamiðin eru um 60 mílur suður af Færeyjum, en fiskurinn gengur norður með eyjunum Islandsmegin og þá veiddur allt að 20 mílum frá landi. Miklir erfiðleikar hafa verið á löndun kolmunnans og sagði Viðar þá stafa af því að fiskurinn væri svo horaður, að hann héngi saman á beinum í bakuggunum. Tilraunir með að Framhald á bls. 30. Borgarmála- umræður í útvarpi Stjórnmálaumræður um borgar- málefni Reykjavíkur verða í út- varpinu í kvöld og hefjast klukkan 20.30. Ræðutími hvers framboðslista er 32 mínútur, sem skiptist í þrjár umferðir. 15,10 og 7 mínútur fyrir hvern lista. Fiokkarnir eru: Al- þýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæð- isflokkur. Umræðum stýrir Hjört- ur Pálsson dagskrárstjóri. Hvalveiðar hefjast 28. maí „HVALVEIÐARNAR byrja 28. maí, ef allt stendur stikk,“ sagði Kristján Loftsson hjá Hval hf. í samtali við Mbl. í gær. Þegar Mbl. spurði Kristján um viðbrögð Hvals hf. við fyrirhuguð- um aðgerðum Greenpeace-samtak- anna gegn hvalveiðum íslenzku hvalveiðibátanna, sagði hann: „Við leyfum þeim að birtast hér fyrst. Við bíðum bara átekta og sjáum til.“ Engar viðræður hafa farið fram miili Hvals hf. og yfirstjórnar Landhelgisgæzlunnar vegna hval- veiðanna í sumar að sögn Krist- jáns. Jónína Guðmundsdóttir látin Kosningahappdrættið: Vélhjóla- sendla vantar NÚ ERU aðeins 4 dagar þar til dregið verður í kosningahapp- drætti Sjálfstæðisflokksins. Happ- drættið hefur gengið mjög vel, en nú er svo komið, að sendlar þess anna ekki lengur innheimtustarf- inu. Það eru því tilmæli frá skrifstofu happdrættisins, að sendlar á vélhjólum, sem unnið gætu hluta úr degi eða að kvöldi, og vildu taka þátt í lokaátakinu, hefðu samband við skrifstofuna — sími 82900. hennar frá 1957. Hún var meðal stofnenda Húsmæðrafélags Reykjavíkur og ávallt í stjórn þess og formaður í 30 ár. í stjórn Bandalags kvenna, Kvenfélaga- sambands Islands, í sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt og í ýmsum nefndum á vegum þeirra félaga og gegndi trúnaðarstörfum í ýmsum fleiri stofnunum og félögum. JÓNÍNA Guðmundsdóttir lést í fyrrinótt á heimili srnu, Sólvalla- götu 45, 75( ára að aldri. Jónína vann áratugum saman af mikilli atorku að félagsstörfum hér í borg, eða allt frá 1925. Hún sat í bæjarstjórn Reykjavíkur eitt kjörtímabil og var þá í fram- færslunefnd. Og í barnaverndar- nefnd samfleytt í 20 ár. í Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur var Jónína frá 1938 og formaður Kosningapési Framsóknar- ekki Bláa bókin UM helgina var dreift um hluta Reykjavíkur bæklingi, sem bar heitið Borgin okkar og var forsíða ritsins prýdd yfirlits- mynd af Reykjavík og sló bláum lit á forsíðuna. Margir tóku að glugga í efni bæklings- ins og héldu við fyrstu sýn að hér væri á ferðinni Bláa bók Sjálfstæðisflokksins. Við nán- ari athugun kom hins vegar í ljós, að hér var um kosninga- pésa B-listans að ræða. Skoðanakannanir síðdegisblaða: Rúmlega 12% mun- ur á niðurstöðum VERULEGUR munur er á nið- urstöðum skoðanakannana sem Vísir og Dagblaðið birtu í gær um úrslit borgarstjórnarkosn- inga í Reykjavík. Vísir spurði 401 kjósanda, valinn af handa- hófi en þess er þó gætt að skipting þeirra sé í samræmi í kynjaskiptingu og aldurs í Reykjavík og Dagblaðið spurði 300 kjósendur valda úr símaskrá af handahófi. Samkvæmt upp- iýsingum sem Mbl. hefur aflað sér þarf að spyrja nokkuð á annað þúsund kjósendur sem sérstaklega eru valdir til þess að niðurstöður skoðanakönnunar geti talizt marktæk við okkar aðstæður. I skoðanakönnunum Vísis og Dagblaðsins munar allt að 12—13% á niðurstöðum. Af þeini sem svöruðu Dagbiaðinu ætiuðu tii dæmis 23% að kjósa Alþýðubandalagið, en 10,6% samkvæmt skoðanakönnun Vís- is. Hjá Vísi hlaut Alþýðuflokkur 9,2% en 15% hjá Dagblaðinu. Framsóknarflokkurinn fékk hjá Vísi 4,3% en 10% hjá Dagblað- inu. Samkvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins fékk Sjálfstæðis- flokkurinn 52% en hjá Vísi 47,5%. Undir fyrirsögninni: Takið niðurstöðuna ekki bókstaflega varar ritstjóri Dagblaðsins við því að of mikið mark sé tekið á skoðanakönnun Dagblaðsins. Og í Vísi er bent á að „allar kannanir séu eðli sínu sam- kvæmt ónákvæmar" og enn- fremur: „... Niðurstöður könn- unarinnar eru ekki tæmandi og litlar líkur eru á því að úrslit kosninganna verði í fullu sam- ræmi við þessar niðurstöður." Innritun í heilsugæzlu- stöðinni í Breiðholti INNRITUN sjúklinga í heilsu- gæzlustöðinni í Breiðholti hófst í gær, en læknar stöðvarinnar munu taka til starfa 1. júní n.k. Stöðin á að þjóna Fella- og Hólahverfi í Breiðholti III, en hún er til húsa að Asparfelli 12. Fyrstu þrjá dagana verða eingöngu skráðir þeir íbúar hverfisins sem ekki hafa heimilislækni. Kristján tók þessa mynd i gær af innritun í nýju heilsugæzlustöðinni. Fóthrotn- aði á báð- um fótum TUTTUGU og sex ára Stokkseyr- ingur, Baldur Birgisson, Eyjaseli 7, fótbrotnaði á báðum fótum og skaddaðist á hrygg og hálsi er hann varð fyrir bíl á móts við húsið Tjarnarlund á Stokkseyri um sexleytið á sunnudagsmoreun. Baldur var fluttur í Borgarspítalans og upplýsingum, sem Mbl. gærkvöldi á legudeild slysadeilda var líðan Baldurs sögð „þolanle en ekkert meir“. Að sögn lögreglunnar á Selfoss var í gærkvöldi ekki fullljóst me hverjum hætti slysið varð, ei grunur leikur á að um ölvun’haí verið að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.