Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978 3 Dagskrá Listahátíðar fullmót- uð og veigameiri en oft áður Hljómleikar, leiksýningar og myndlistarsýn- ingarhvemdag í hálfan mánuð frá 3. júní FRAMKVÆMDASTJORN Listahátíðar 1978 boðaði blaða- menn á fund í gær, mánudag, og greindi frá dagskrá hátíðarinn- ar sem liggur nú fyrir í öllum atriðum. Hátíðin hefst hinn 3. júní og stendur til og með 16. júní. Meðal þess sem á boðstól- um verður má nefna sellóleik Mstlislav Rostropovich með Sin- fóníuhijómsveit íslands í Laug- ardalshöll 6. júní; þremur dög- um síðar verða Itzhak Perlman og Lynn Harell einleikarar með hljómsveitinni og í bæði skiptin stjórnar Vladimir Ashkenazy leik hennar. Þá er vert að geta um þriðju meiriháttar tónleika Sinfóníi- hljómsveitarinnar sem verða hinn 15. júní og syngur þá hin fræga „hetjusópranakona og valkyrja" eins og Kristinn Hallsson orðaði það Birgit Nilsson undir stjórn Gabriels Chmura. Formaður Listahátíðar Davíð Oddsson sagði að reynt hefði verið að gera hátíðina sem fjölbreytilegasta úr garði þann- ig að allir fengju eitthvað við sitt hæfi. Fram kom að þarna væru bæði stórstjörnur erlendar og einnig boðið upp á það sem bezt gerðist af því sem íslenzkir listamenn hefðu fram að færa. Davíð sagðist álíta að þessi listahátíð væri einna viðamest slíkra hátíða ef undanskilið væri árið 1974, þjóðhátíðarárið. Listahátíðarnefndarmenn töldu að þáttur tónlistar væri allmik- 111 í hátíðinni, og kannski stærri en áður, en hins bæri að geta að ákaflega stórt svið væri spannað í tónlistinni á þessari hátíð, þar væri þjóðlagaflutningur hinna frægu snillinga „Dubliners", poptónleikar „Smokie", kamm- ermúsík, norrænt barnakóra- mót, auk þess sem áðúr var minnzt á og er þó ekki allt talið. Listahátíð fer fram á allmörg- um stöðum. I norræna húsinu verða listsýningar - frá 3. júní eftir Helle Vibeke Erichsen og Seppo Mattinen og eins og áður hefur komið fram verður Erro-sýning á Kjarvalsstöðum. Þá verður sýning á verkum Kristjáns Davíðssonar í FIM-salnum á Laugarnesvegi 112 og í Listasafni íslands verður sýningin Amerískar teikningar 1927 — 1977. í bogasalnum verður sýning á frönskum myndvefnaði og lista- verkum og í bókasafni Norræna hússins mun Vigdís Kristjáns- dóttir sýna „íslenzkar jurtir og blóm“. Opnun hátíðarinnar verður á Kjarvalsstöðum hinn 3. júní og mun þá borgarstjóri, Birgir ísl. Gunnarsson, setja hátíðina, Lúðrasveit Reykjavíkur leikur og Jóhann G. Jóhannsson flytur Ragtime á píanó. Þann sama dag verður í Laugardalshöll einn af meiriháttar tónlistarvið- a Listahátíð í Reykjavík 3.-16. júní 1978 Auglýsingaveggspjald Listahátíðar 1978, unnið af Friðriku og Leifi. burðum hátíðarinnar, þ.e. Oscar Petersen með tríó sitt en í því eru Joe Pass og Niels Henning Örsted. Framlag Þjóðleikhússins til Listahátíðar er sem kunnugt er síðasta verk Jökuls Jakobssonar „Sonur skóarans og dóttir bak- arans" og verður forsýning þess hinn 13. júní. Leikstjóri er Helgi Skúlason og leikmynd gerir Magnús Tómasson. Leikarar eru milli tuttugu og þrjátíu talsins og er verkið sagt viðamesta verk sem Jökull samdi. Þá má geta þess að í Þjóðleikhúsinu mun Islenzki dansflokkurinn - og hljóðfæraleikarar flytja ballett tvisvar á listahátíð 4. og 5. júní. Auk þess kemur flokkur Freies Theater í Múnchen, tíu, tuttugu manns og flytur væntanlega útileiksýningu, sem leikin er á stultum. Verða þær sýningar auglýstar með tilliti til veður- fars að sögn forsvarsmanna Listahátíðar. Leikflokkur þessi er mjög kunnur og hefur farið víða um lö d, hann flytur aðallega látragðsleik með tón- list að undirspili. Meðal þess sem enn er óupp- talið er að í Háskólabíó verða tónleikar 14. júní þar sem hin fræga ljóðasöngkona Elizabeth Söderström syngur við undirleik Ashkenazys, og 16. júní eru þar píanóhljómleikar France Clidat. Ógetið er og um tónlistarflutn- ing þeirra Halldórs Haraldsson- ar og Gísla Magnússonar í Þjóðleikhúsinu hinn 4. júní og í Norræna húsinu koma fram Strokkvartett Kaupmannahafn- ar og Grieg duo með nokkra hljómleika. Kammersveit Reykjavíkur verður með hljóm- leika í Iðnó 11. júní og daginn eftir verða flaututónleikar Manuelu Wiesler og Julian Dawson-Lyell í Iðnó. Gerð verður grein fyrir dag- skrá hátíðarinnar frá degi til dags mjög bráðlega til að gefa fólki heildarmynd af hátíðinni. Brýnt að hraða uppbyggingu þjónustustofnana í Breiðholtí — segir Magnús L. Sveinsson Á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið unnið að margvís- legum framkvæmdum í Breið- holtshverfum og framundan eru ýmis verkefni á sviði þjónustu við borgarbúa. Mbl. ræddi við Magnús L. Sveinsson, horgarfulltrúa, sem er búsettur í Breiðholtshverfi og hefur látið málefni hverfa mjög til sín taka, og bað hann að greina frá því helzta sem væri á döfinni í Breiðholtshverfunumt — Brýnustu verkefnin eru að mínu áliti uppbygging skólahús- næðis, dagvistunarstofnana, heilsugæzlustöðvar í Mjóddinni, menningarmiðstöðvar, einnig i Mjóddinni er hýsa skal m.a. bókasafn og uppbygging íþrótta- svæða og ekki sízt bættar samgöngur við hverfin m.a. með byggingu brúar yfir Elliðaárdal- inn. Magnús lýsti nánar hverjum þætti fyrir sig og sagði að unnið hefði verið að sumum þessara þátta að undanförnu, hluti af þjónustustofnunum væri kom- inn nú þegar, en margt væri enn ógert og brýnt að sinna. — Mikið átak hefur verið gert í skólamálum, sagði Magnús, en nú er knýjandi að flýta bygg- ingu annars áfanga Hóla- brekkuskóla og skóla í Selja- hverfi þar sem nú þegar búa nokkur þúsund manns. Þá þarf að hraða byggingu dagvistunar- stofnana en það er sérlega brýnt þar sem svo barnmargt er í Magnús L. Sveinsson. Breiðholtshverfum, en að því hefur verið unnið og eru í sjónmáli á þessu ári lok barna- heimilis við Suðurhóla. Þá var verið að samþykkja tilboð í byggingu skóladagheimilis við Völvufell. Um heilsugæzlustöðina sagði Magnús, að í Mjóddinni væri ráðgert að reisa hana og lögð hefði verið áherzla á að fá hana inná fjárlög og var veitt til hennar þremur milljónum á þessu ári. — Það er ekki heimilt að hefja byggingu heilsugæzlu- stöðvar fyrr en samþykkt hefur verið fjárveiting á fjárlögum, en nú hefur verið gefið grænt ljós og hönnun er hafin. Þessi heilsugæzlustöð í Mjóddinni á að þjóna þeim 12 þúsund íbúum sem nú eru í Breiðholti I og II, en með þennan íbúafjölda er nauðsynlegt að stutt sé að ná til lækna. Um þessar mundir er að taka til starfa heilsugæzlustöð í Breiðholti III, en þar var tekið á leigu húsnæði til að flýta því að hún tæki til starfa. — Nú er unnið að skipulagi íþróttasvæðis í syðri Mjóddinni þar sem vera á stórt og mikið íþróttasvæði. Gert er ráð fyrir að ÍR njóti þar aðstöðu og hefur félagið verið með í ráðum varðandi skipulagningu. íþróttafélagið Leiknir hefur nokkra aðstöðu á íþróttavellin- um á skólasvæðinu í Breiðholti III, en þar vantar þó búningsað- stöðu og væri æskilegast að fá hana um leið og útisundlaug sem þar er í byggingu kemst í gagnið. — Eg geri mér vonir um að bygging brúar yfir Elliðaárdal- inn geti hafist á næsta ári, sagði Magnús L. Sveinsson, nú er ekki nema ein leið inní hverfið og með þessari tengingu kemst á betra samband við slökkvibíla sem nú eru staðsettir í Árbæjar- hverfi. Menningarmiðstöðina sem minnst var á sagði Magnús tilkomna vegna þess, að Fram- kvæmdanefnd byggingaáætlun- ar hefði átt nokkurt fé afgangs að loknum síðustu framkvæmd- um sínum og hefði nefndin ákveðið að verja þvi til bygging- ar menningarmiðstöðvar er Reykjavíkurborg myndi ljúka og reka síðan. I henni er ráðgert að hafa bókasafn, sýningarsal, samkomusal or bíósal og hægt yrði að veita öldruðum þar ýmsa þjónustu, — Að öllum þessum fram- kvændum er nú unnið, þær misjafnlega langt á veg komnar, en fullur vilji borgarstjórnar er til að hraða þeim eftir megni. Breiðholtshverfin hafa byggst upp af undraverðum hraða og er það ekki sízt að þakka dugnaði þeirra sem þar búa. Því er ekki að neita að þótt brýnt sé að koma til móts við fólk með byggingu þjónustustofnana, þá gerir verðbólgan erfitt fyrir um framkvæmdahraða eins og fólk- ið veit sjálft sem stendur í byggingum, en ég minni á að borgarstjórn gerir það sem hún getur mögulega gert til að flýta fyrir um hvaðeina er verða má til bættrar þjónustu íbúa Breið- holtshverfa, sagði Magnús L. Sveinsson að lokum. Úr Breiðholti IIL Séð norður eftir Vesturbergi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.