Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
Prýðisgóð ferð með
ilegu fðlki
— sögðu aldraðir
Reykvíkingar
um sólarlanda-
ferð sína
Farþegar stíí?a frá borði eftir sólarlandaferð. Fremst er sr. Jón Þorvarðarson og frú.
Beðið eftir töskunum.
hótel fyrir okkur og veðrið var
að mestu ágætt, örlítið vinda-
samt, en um það er ekki við aðra
að sakast en forsjónina.
— Mér finnst ágætt að geta
verið um kyrrt á sama stað,
sagði Elías, ég er nú orðinn
gamall maður og þykir ágætt að
liggja í sól og sumri í rólegheit-
um á sama stað.
Geirþrúður Hildur Bernhöft,
ellimálafulltrúi, var einn af
fararstjórum og sagði hún að
farnar hefðu verið svona ferðir
áður, ein s.l. haust og önnur nú
fyrr á þessu ári. Væru þær sem
fyrr segir einkum ætlaðar elli-
lífeyrisþegum, þ.e. fólki 67 ára
og eldra og nægði að annað
hjóna hefði náð þeim aldri.
Næsta ferð hefði verið ákveðin
og yrði hún farin einhvern tíma
í haust. Sagði hún að samið
hefði verið við ferðaskrifstofuna
Úrval og hefði verið hægt að
bjóða uppá mjög ódýra ferð
fyrir gamla fólkið. Aðrir farar-
stjórar voru Anna Þrúður
Þorkelsdóttir, Lára Sigur-
björnsdóttir og Björg Helga-
dóttir og væri séð fyrir öllu fyrir
fólkið, fararstjórn, hjúkrunar-
aðstoð ef með þyrfti o.þ.h.
Að lokum var spjallað við þau
Georg Vilhjálmsson og Guð-
björgu Meyvantsdóttur:
— Þetta var alveg dásamlegt,
og ekki hægt að hafa það betra,
sögðu þau, við nutum veðurs,
sólar og sjávar á ströndinni og
höfðum það svo gott að við erum
ákveðin í að fara svona ferð
einhvern tíma aftur. Við höfðum
aldrei farið til sólarlanda fyrr
og var þetta því skemmtilegt að
reyna. Við viljum fá að koma á
framfæri þakklæti til þeirra
sem skipulögðu ferðina og sáu
um framkvæmd hennar, það var
í ROKI OG rigningu á fimmtudagskvöldið
komu hingað til lands allmargir ferðalangar
frá Mallorka. Var þetta 82 manna hópur eldri
borgarbúa í Reykjavík, sem hefur dvalið ytra
í nokkrar vikur sér til hvfldar og hressingar.
Mbl. tók nokkra farþeganna tali meðan beðið
var teftir farangrinum og spurði þá hvernig
þeim hefði þótt ferðin«
— Mér líkaði mjög yel í
ferðinni, sagði Arnbjörg Árna-
dóttir, við erum búin að vera í
þrjár vikur á Mallorka núna og
var ferðin í heild alveg ágæt.
En hvernig er þá að koma
heim í rokið og rigninguan?
— Það er alltaf gott að koma
í hreina loftið hér heima og mér
finnst ekkert of kalt eða of
mikið rok. Þetta eru nokkur
viðbrigði en það er allt í lagi
samt sem áður.
Hefurðu verið áður í ferð sem
þessari?
Já, ég fór út síðasta haust og
þá vorum við einnig í nokkrar
vikur í mjóg góðri ferð.
Elísabet Helgadóttir varð
næst fyrir svörum:
— Þetta var eins dásamleg
ferð og hugsazt getur, farar-
stjórar og hjúkrunarkonan
prýði-sgott fóik. Við fórum
margar ferðir til ýmissa staða
þarna í.kring og var þetta því
mjög skemmtileg ferð í alla
staði.
Dýrfinna Tómasdóttir var
einnig afskaplega ánægð:
— Við förum áreiðanlega aft-
ur í svona ferð. Þessar ferðir
hafa verið farnar nokkrum
sinnum áður, þær eru ætlaðar
ellilífeyrisþegum og reynt er að
gera þær eins ódýrar og hægt er
fyrir okkur.
Þær stöllur voru einnig spurð-
ar hvort þær hefðu viljað vera
lengur ytra.
— Það er alltaf gott að koma
heim, því þótt ferðin hafi í alla
staði verið hin bezta er þó alltaf
bezt heima.
Var einhver sérstök dagskrá
annað en skoðunarferðir?
— Það var ýmislegt gert á
kvöldin, sögðu Dýrfinna og
Elísabet, haldnar voru kvöld-
vökur og skemmtanir og messað
var á hvítasunnu en með í
ferðinni var sr. Jón Þorvarðar-
son. Yfirleitt var allt gert fyrir
okkur sem hægt var að gera til
að dvölin yrði sem ánægjuleg-
ust.
Elías Halldórsson var einn
hinna ánægðu farþega, hann
Arnbjörg Árnadóttir
Elías Halldórsson.
Georg Vilhjálmsson og Guðbjörg Meyvantsdóttir.
—*
Elísabct Halldórsdóttir (t.v.)
og Dýrfinna Tómasdóttir.
sagðist reyndar vera með hellu
fyrir eyrum eftir flugið, en hún
færi sjálfsagt fljótlega:
— Allt fólkið hér er hvert
öðru ánægðara, fararstjórn öll
og umhyggja fyrir okkur farþeg-
um var með ágætum og tel ég að
vel hafi tekizt til með að velja
fyrir öllu séð, allt greitt hér
heima, fæði, gisting og allt,
þanníg að við þurftum engar
áhyggjur að hafa af neinu slíku.