Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 11
MQRGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978 11 Páll V. Daníelsson skrifar: 81 metri áári I síðustu grein lýsti ég nokkuð fjárhagslegum viðskilnaði meiri- hluta Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags árið 1962. E.t.v. finnst fólki ekki ástæða til þess að rifja þessi mál upp nú 16 árum síðar. En það er einfaldlega gert bæði vegna okkar, sem til þekkjum svo og þeirra, sem ekki þekkja til af eigin raun en verða eigi að síður að þekkja söguna til þess að koma í veg fyrir að byggðarlagið brenni sig á sama soðinu á meðan vítin sem varast þarf eru enn í fersku minni núlifandi fólks. Ég bendi í fyrstu á að síðasta kjörtímabil Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags var aðeins úthlut- að lóðum undir 218 íbúðir, en þrátt fyrir það að ekkert svæði var tilbúið til lóðaúthlutunar 1962 tókst að úthluta lóðum undir 451 íbúð árin 1962—1966 og 36 iðnað- arlóðum á móti 11 kjörtímabilið 1958-62. Ef við tökum gatnagerðarmálin, þá stóðu þau þannig að í byrjun kjörtímabils 1962 hafði varanlegt slitlag verið sett á 1620 metra alls. Allar aðrar götur voru óundir- byggðar malargötur. Byrjað var að setja varanlegt slitlag á götur 1942 svo að þessir 1620 metrar voru 20 ára afrek Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags eða 81 metri að meðal- tali á ári. En á kjörtímabilinu 1962—1966 tókst þrátt fyrir fjár- hagsstöðuna að setja varanlegt slitlag á 2.2 km. Auk þess var ráðist í að kaupa upp húseignir við Reykjavíkurveginn og Lækjargöt- una til þess að opna þær sam- gönguæðar og Fjarðargatan var lögð. í skólamálum var ástandið þannig að á árunum 1950 til loka kjörtímabils 1962 eða á 12 árum höfðu verið byggðar 4 kennslustof- ur eða sem svara ein á hverjum þremur árum en á kjörtímabilinú 1962—1966 voru byggðar 12 kennslustofur. Jafnframt þessu var miklu meira gert í íþrótta-, félags- og menningarmálum en áður. Þá var samið um byggingu Álversins í Straumsvík og tekjur af því fyrirtæki og svo'það sem er e.t.v. mest um vert að höfnin í Straumsvík verður eign bæjarins á 25 árum án þess að hann leggi nokkurt fé til byggingar hennar og að þeim tíma liðnum þarf Álverið að fara að greiða fyrir afnot hafnarinnar samkvæmt samningi, sem gerður var miðað við gengi dollars. Hér er aðeins fátt eitt talið en það sýnir svo að ekki verður um villst að forysta sjálfstæðismanna í bæjarmálum hefur orðið til þess að brjóta blað í framfarasögu bæjarins. En svo skulum við gera okkur ljóst að tímabil stöðnunar og hnignunar getur aftur haldið innreið sína í Hafnarfjörð nái vinstri öflin tökum á málefnum bæjarins á ný. Þetta þurfum við hvert og eitt að hafa í huga, læra af reynslu liðinna áratuga og haga okkur samkvæmt því, sem sannast hefur reynst og þá tekst okkur að tryggja áfram trausta forystu sjálfstæðismanna í málefnum kaupstaðarins. Þannig mun okkur bezt vegna. X-D. Páll V. Daníelsson Fáir vilja læra bakara- iðn vegna lélegra launa NORRÆNT hakaraþing var hald- ið að Hótel Sögu dagana 26.-27. apríl s.1. Þingið sóttu fulltrúar frá landssamtökum hakarameist- ara í Noregi. Finnlandi. Dan- mörku. Svíjóð og íslandi. segir í frétt frá Landssamhandi bakara- meistara. Formaður Landssamhands bak- arameistara á íslandi. Kristinn Albertsson. setti þingið. en til umræðu voru ýmis sameiginleg hagsmunamál bakarameistara á Norðurlöndum. Var m.a. fjallað um mikilvægi þess að upplýsa almenning um hollustu brauða og einnig hversu ódýr fæða þau væru. segir cnnfremur. Þá kom það fram hjá fulltrúa Svía að þeir hafa fengið heilbrigð- isyfirvöld þar í landi til liðs við sig í þessu skyni. Einnig var rætt um hvernig mætti laða ungt fólk að bakaraiðninni en fram kom að aðalástæðan fyrir því hversu fáir læra bakaraiðn, væri hversu óheppilegur vinnutíminn væri og launin lág miðað viö það sem gerðist í öðrum iðngreinum. Á þinginu var ákveðið að stofna samnorræna nefnd, sem hafi það verkefni að koma með tillögur um sameiginlega auglýsingastarfsemi bakarameistara á Norðurlöndum. í tengslum við þingið kom hingað til lands um 120 manna hópur bakarameistara og makar þeirra til að kynnast landi og þjóð. Voru skipulagðar í því sambandi hópferðir um nágrenni Reykjavík- ur og til Vestmannaeyja. Að lokum var ákveðið að halda næsta þing bakarameistara á Norðurlöndum í Finnlandi vorið 1980. FASTEIGN ER FRAMTÍO 2-88-88 Til sölu m.a. Við Grettisgötu 4ra herb. íbúðir Viö Æsufell 4ra herb. íbúð. Við Ýrabakka 4ra herb. íbúð. Viö Ljósheima 4ra herb. íbúö. Við Bragagötu 3ja herb. íbúö. Við Skipasund 2ja herb. íbúö. Við Ægissíðu hæö og ris. Við Skipholt skrifstofu og iönaöarhúsnæöi. Á Álftanesi Fokhelt einbýlishús. í Hafnarfirði Einbýlishús í gamla bænum. í Mosfellssveit Einbýlishús. Góö fjárjörð á Austurlandi. Sumarbústaðir í Miöfellslandi og Haganesvík. Erum með fasteignir víða um land á söluskrá. Vantar fasteignir af ýmsum stærðum og gerðum til sölu- meðferðar. AOALFASTEIGNASALAN Vesturgötu 17, 3. hæð, Birgir Ásgeirsson. lögm. Karaldur Gislason, heimas. 51119. Hverfisskrif- stofa sjálf- stæðismanna í Háaleiti heimsótt „YFIRLEITT er mjög mikið um að vera hér á skrifstofunni og starf á svona kosningaskrif- stofu er bæði fjörugt og mikil tilbreyting í þvr sagði María Arnar starfsmaður á hverfis- skrifstofu sjáffstæðismanna fyrir Háaleitishverfi í Valhöli, er Mbl. ræddi við hana fyrir stuttu. „Við erum mætt hér á daginn klukkan tvö og höfum opið til klukkan 10 á kvöldin alla daga vikunnar og á þeim tíma er fólki frjálst að koma og leita upplýs- inga hjá okkur um hin mörgu málefni kosninganna. Aðalstarf okkar er annars að hafa sam- María Arnar Hins vegar væri almenningur ekki enn farinn að nýta sér upplýsingaþjónustuna varðandi kosningarnar. Það kæmi hins vegar þegar nær drægi kjördegi, það hefði verið venjan í undan- förnum kosningum. Væri jafnan mikið um að fólk kæmi í upplýsingaleit síðustu dagana fyrir kosningar og þá ekki sízt á kjördaginn sjálfan. Sá háttur sem hafður hefur verið á, að borgarfulltrúar hafi viðtalstíma fyrir íbúa hverfis- ins, hefur gefist mjög vel að sögn Maríu. Þá ræddi Mbl. stuttlega við Guðna Jónsson, formann hverfisfélags sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi, um starf skrifstofunnar og félagið al- mennt. — Guðni sagði eins og María að aðalverkefni skrifstof- unnar væri að virkja félaga og stuðningsmenn fyrir kosning- arnar. — „Betri undirbúningur og skipulag, gerir allt auðveld- ara á kjördag." Um félagið sjálft sagði Guðni að starfsemi þess hefði verið „Mikil tilbreyting og fjörugt starf” band við hina svokölluðu um- dæmisfulltrúa félagsins. Félag- inu er skipt niður í mörg umdæmi með umdæmisstjórum sem síðan hafa samband við einstaka félags- og stuðnings- menn til að reyna að fá þá til starfa við kosningarnar. Einnig er lögð áherzla á að minna fólk, sem ekki verður í bænum á kjördag, á að kjósa í utankjör- staðaratkvæðagreiðslunni. María kvað starfsemi skrif- stofunnar ganga nokkuð vel og þakkaði það m.a. því hversu hverfið væri löngu byggt, þann- ig að fremur lítið væri um flutninga fólks til og frá, eins og í hinum nýju hverfum borgar- innar. Ennfremur kom fram hjá Maríu að algengt væri að félagsmenn kæmu á skrifstof- una til að sýna sig og sjá aðra. með ágætum í vetur, stjórn félagsins væri mjög samhent og hefði verið nær sama fólkið í henni frá stofnun félagsins fyrir fimm árum. Að síðustu sagði Guðni Jóns- son það skoðun sína, að starf- semi hverfafélaganna hefði átt ríkari þátt í hinum mikla og góða sigri sjálfstæðismanna við síðustu borgarstjórnarkosning- ar 1974. RAFRITVÉLIN MONICA Þetta er nýja rafdrifna ritvélin frá Olympia sem sökum nýrrar tækni er nú fáanleg ótrúlega fyrirferðalítil, ódýr og í þremur mismunandi litum. Hálft stafabil, 44 lyklar, 3 blek- bandsstillingar o.fl. sem áðeins er á stærri gerðum ritvéla. Fullkomin viógerða- og varahlutaþjónusta. o Ofympia Intemationai m&immjm KJARAIM HF skrifstofuvélar & verkstæöi — Tryggvagötu 8, sími 24140 Starfsmannafélög—einkaaöilar Þetta sumarhús er til sölu 3 svefnherbergi, salerni, eldhús og stofa. Húsgögn, dínur, eldavél, vatnshitari o.fl. fylgir. 220 v. raflögn er í húsinu. Nánari upplýsingar í síma 52257 eftir kl. 7 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.