Morgunblaðið - 23.05.1978, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
Hann Sigurjón á heima í þessu
húsi, sagði telpan, sem ég
spurði til vegar á Engjaselinu
á fimmtudagskvöld. Og sem
ég horfi eftir fingri hennar
til hússins, leit hún á mig og
sagði: „Þú ert ekki í sjónvarpinu." Svo bætti
hún við. „En það er ekkert sjónvarp í kvöld
svo kannski er Sigurjón heima." „Því er ekki
að leyna, að fljótlega eftir að ég fór að lesa
fréttirnar í sjónvarpinu, varð ég var við það
á götu að andlitið sagði til sín. Það voru ef
til vill mest krakkar, sem stöldruðu við og
sögðu: Þarna er fréttakarlinn. En einnig
varð ég þess greinilega var, að fólk, sem ég
var viss um að þekkti mig ekki, heilsaði mér.
Þetta hefur aldrei farið í taugarnar á mér.
Ég kinka bara kolli á móti og held svo mínu
striki," segir Sigurjón Á. Fjeldsted, þegar
starf hans hjá sjónvarpinu ber á góma í
samtali okkar. Og hann verð’ir ekkert
uppnæmur yfir spurningu minni um það,
hvaða þátt þetta starf eigi í því að hann
skipar nú 9. sætið á borgarstjórnarlista
Sjálfstæðisflokksins.
„Þetta framboð mitt til prófkjörsins kom
nú nokkuð snöggt," segir hann. „Það var
nákvæmlega hálfum mánuði fyrir prófkjör-
ið, að ég var að vinna hér upp undir þakinu
á húsinu mínu, þegar konan kallaði á mig
í símann. Þar var þá Gunnar Helgason og
sagðist hafa verið á fundi í kjörnefnd
Sjálfstæðisflokksins og erindið væri að óska
eftir því að ég gæfi kost á mér í prófkjör
flokksins til borgarstjórnarkosninga. Og
hann bað einfaldlega um já eða nei.
Ég var nú satt að segja þá ekkert búinn
að hugsa mér til hreyfings með svo virka
•þátttöku í stjórnmálum svo ég hummaði það
fram af mér að svara þarna á stundinni. Ég
ræddi svo málið við konu mína og þegar
Gunnar hringdi aftur síðar um daginn sagði
ég já. Auðvitað vaknaði með mér sú
spurning, hvers vegna hringt væri í mig
öðrum fremur. Og ég fer ekki í neinar
grafgötur með það, að sjónvarpið hefur átt
einhvern þátt í því. Það er ótvíræður kostur
fyrir fóik, sem tekur þátt í prófkjöri að það
sé þekkt á einhverjum vettvangi, nafnið,
andlitið, nú eða röddin. En hins vegar hef
ég ekki trú á því að þetta geri útslagið. Þessi
atriði hjálpa alltaf en það er einstaklingur-
inn sjálfur, verk hans og vilji, sem skera úr
um það, hvort menn ná árangri á einhverju
sviði. Og þá jafnt í stjórnmálum sem öðru.“
— Hefur sú gagnrýni á prófkjörin, að þau
fæli frá hæfa menn og skili, ja, hvað eigum
við að segja, öðrum lakari til starfa í
stjórnmálum, haft áhrif á þig?
„Mér vinnst ekki að nokkur maður geti
ætlað sér einhvern sérstakan rétt til áhrifa,
hvorki í stjórnmálum né öðru. Slíkur réttur
fæst ekki öðru vísi en með vinnu. Sumir
vinna sér þennan rétt á stjórnmálasviðinu
með löngu og farsælu starfi innan flokka.
Aðrir ávinna sér traust á einhverjum öðrum
vettvangi og njóta þess, þegar þeir gefa kost
á sér til þátttöku í stjórnmálum. Og
prófkjör finnst mér mun lýðræðislegri leið
en val fámennrar nefndar. Ég held, að svo
framarlega sem kjósandinn hafi úr nógu að
velja, þá sé prófkjörið í sjálfu sér engin
hætta fyrir stjórnmálin, heldur þvert á
móti.
Hitt er svo aftur annað mál, hvort
undirbúningurinn fyrir prófkjörið sjálft
getur farið út á hættulegar brautir. Það er
ef til vili mál, sem við þrufum að velta fyrir
okkur."
— En hvers vegna sagðir þú já?
„Hugur minn hefur alltaf staðið til þess
að hafa áhrif á gang mála umhverfis mig.
Allir höfðum við okkar skoðanir á hlutunum
og mér finnst bara eðlilegt að menn sitji
ekki af sér tækifæri sem bjóðast til að koma
þeim á framfæri, að ég nú ekki tala um í
framkvæmd."
— Hvernig varð þér við úrslit prófkjörs-
ins?
„Hvað sjálfan mig varðar komu þau mér
svo sannarlega á óvart. En auðvitað hafði
ég vonað að mér gengi vel fyrst ég á annað
borð tók þátt í prófkjörinu.
Við höfðum svona rætt um það hjónin að
15. sætið væri ekki ýkja fjarlægur draumur,
en satt að segja fékk ég augastað á því
tólfta, þegar ég fann viðbrögðin við
framboði mínu. Ég hafði að vísu ekki mikínn
tíma til að sinna framboðinu. En ég hafði
það af að láta gera kynningarspjald á því
og dreifa því og mér telst til að ég haft eytt
urn 10.000 krónum vegna framboðsins. Hitt
er svo aftur að sjálfur setti ég meira traust
á starfsferil minn að kennslumálum og
jafnvel einnig á lítifjörleg afskipti mín af
stjórnmálum til að afla mér fylgis heldur en
framkomu mína í sjónvarpinu."
— Og þá erum við komnir að Sigurjóni
Á. Fjeldsted skólastjóra.
„Þú hefur nú svo sem verið að tala við
þann mann!“
— Úrslit prófkjörsins hafa engu breytt
þar um?
„Ég held ekki. Ég hef ekki orðið þess var
að fólk liti mig öðrum augum eftir en áður.
Alls ekki í skólanum að minnsta kosti. Eina
breytingin sem ég merki er að það er
óneitanlega anzi mikið að gera þessa
dagana.
Satt að segja hefur það komið mér á óvart
í hversu mörg horn frambjóðendur þurfa að
líta.“
— Fannst þér sjálfum gaman í skóla?
„Já. Það var gaman í skóla. Það er ekki
þar með sagt að námið sjálft hafi verið'svo
skemmtilegt. Mér er ofar í huga núna
félagsskapurinn og samheldnin sem ríkti í
mínum bekk. Mér er næst að haida að annar
eins bekkur og 12 ára E hafi hvorki fyrr né
síðar verið í Melaskólanum. Við vorum
kölluð Ægissíðuklíkan."
— Sem gerði hvað sér til ágætis?
„Við stofnuðum íþróttafélag og leikfélag,
og höfðum leiksýningar á heimilunum. Ég
man meira að segja, að einu sinni sýndum
við leikgerð að Gullna hliðinu, sem
Þorsteinn Gylfason gerði. Og svo vorum við
með tombólur og bíó, allt til ágóða fyrir
kanttspyrnufélagið okkar, Völsung. Við
stofnuðum líka menningarsamtök íslenzrar
æsku, sém hafði að aðalbaráttumáli „Hand-
ritin heim“. Við söfnuðum undirskriftum í
bók og afhentum danska sendiherranum.
Síðan lá leiðin í gagnfræðaskólann við
Hringbraut, sem var í Jóns Loftssonarhús-
inu. Og alltaf stóð Ægissíðuklíkan saman.
Við fórum flest í landspróf og þaðan lá
leiðin í M.R. En svo uppgötvaði ég allt í einu
Rætt við Sigurjón
Á. Fjeldsted sem
skipar 9. sætið á
lista Sjálfstæðis-
flokksins við
borgar-
stjórnar-
kosningarnar
aiiri
líður"
að mig langaði ekkert til að vera i
menntaskóla. Og jafnskyndilega uppgötvaði
ég að mig langaði til að verða kennari. Ég
get ekki nefnt neitt sérstakt sem ástæðu
fyrir þessum sinnaskiptum. Þetta bara var
svona og eftir jólaprófin í MR hætti ég og
fór í kennaraskólann. Eftir því hef ég aldrei
séð og þegar Freysteinn Gunnarsson,
skólastjóri, lét mig velja milli skólans og
trommanna, þá var ekkert hik á mér við að
sjá mína framtíð í kennslu fremur en
trommuslætti."
— Segðu mér eitthvað af hljómsveitar-
ferli þínum?
„ Þetta byrjaði allt saman á því að ég var
í sveit hjá frændum minum á Snæfellsnesi,
þeim Sigvalda og Lárusi Fjeldsted að
Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi. Annar
spilaði á hamóniku og hinn á trommur og
þeir voru aðalbandiö í sveitinni. Ég fékk svo
að taka í hljóðfærin hjá þeim og svo hélt
þetta fikt áfram í gagnfræðaskólanum við
Hringbraut, þar til að við vorum allt í einu
orðnir að hljómsveit og lékum á skólaböll-
um. Og þá var Berti Möller með.
Svo varð hljómsveitin Falcon og þegar
Berti Möller kom aftur, þá hétum við
hljómsveit Berta Möller og vorum stærsti
sextett á landinu, því við vorum sjö talsins.
Það var heilmikið að gera i spilamennskunni
og einn góðan veðurdag kom Freysteinn
Gunnarsson skólastjóri að máli við mig og
sagði að nú gengi þetta ekki lengur, ég yrði
að velja í milli skólans og hljómsveitarinn-
ar. Þetta urðu engin átök. Freysteinn kom
fram af sinni elsku og rólegheitum í þessu
máli sem öðru og eins og alltaf kom hann
vitinu fyrir aðra. Ég hafði aldrei orðið þess
var að hann fylgdist nokkuð með þessari
spilamennsku minni, en sennilega hefur
hann fundið að ég var í daufara lagi í tímum
morgnana eftir böllin“.
— Hvað gerðir þú á sumrin með kennsl-
unni?
„Það var nú ýmislegt. Eitt sumar var ég
þjónn og annaö hótelstjóri og það á ekki
ómerkari stað en Valhöll."
— Hvenær var það?
„Það voru sumurin 1964 og 65. Kunningja
minum bauðst þjónsstarfið fyrra sumarið,
en gat ekki sinnt því og benti mér á
möguleikann. Ég dreif mig í viðtal og fékk
starfið. Ég man ennþá eftir fyrstu veizlunni.
Ég hafði þá aldrei borið mig til við
framreiðslu, en fékk skynditilsögn í faginu
og var svo ýtt inn í sal með bakkann og sagt
að skammta bara hóflega á diskana. Mikið
ósköp fannst mér borðið langt og diskarnir
margir. En þetta gekk slysalaust og ég
kunni vel við mig sem þjónn og sem
hótelstjóri síðara sumarið. Ég kynntist vel
fólki í gegnum þessi störf, ekki persónulega
heldur ýmsum viðbrögðum þess. Það var
góður lærdómur.
Og svo kom Filipus prins þarna einn
morguninn og drakk te hjá okkur!"
— Þú minntist áðan á „lítilfjörleg
afskipti þín af stjórnmálum". Varðstu
snemma pólitískur?
„Það var heilmikil pólitík í gagnfræða-
skólanum við Hringbraut. Líka í Kennara-
skólanum. Og ég var í Heimdalli í gamla
daga.
En að skólapólitíkinni slepptri kom langt
hlé hjá mér, þar til á Egilsstöðum. — Þar
átti ég minn þátt í að endurlífga Sjálf-
stæðisfélag Fljótsdalshéraðs. Þráinn Jóns-
son hafði forystuna, en okkur fannst
einfaldlega vera svo mikið af framsóknar-
mönnum þarna að það yrði að hleypa fjöri
í stjórnmálalífið!"
— Hvað dreif ykkur hjónin suður aftur?
„Þegar við vorum búin að vera á
Egilsstöðum í 5 ár var ekki um annað að
ræða en fara. Að öðrum kosti hefðum við
sennilega setzt þarna að fyrir fullt og allt,
en það var aldrei ætlunin.
Ég varð svo yfirkennari Fellaskóla
haustið 1972. Skólastjórinn, Arngrímur
Jónsson, féll frá í ársbyrjun 1973. Sumarið
eftir var gosið í Heimaey, en þá var
Fellahellir miðstöð fyrir Vestmannaeyinga
og í mörgu að snúast. Ég sótti svo um
skólastjórastöðuna en fékk ekki, en þegar
Hólabrekkuskóli var auglýstur reyndist ekki
vera við neinn annan að glíma svo ég fékk
skólastjórastöðuna þar!
Við byrjuðum 1974, fengum stofur í
Fellaskóla fyrir yngri börnin og í Réttar-
holtsskóla fyrir eldri börnin. Það var
geysimikil reynsla að vera skólalaus
skólastjóri. Og það er ekki síður heillandi
verkefni að byggja upp nýjan skóla frá
grunni."
Það er orðið áliðið kvölds, þegar Sigurjón
fylgir mér að útidyrunum. Ég tek eftir því
að hann gáir vísindalega til veðurs og spyr,
hvort hann sé að meta einhverja pólitíska
vinda. „Nei, nei. Við höfum það fyrir fastan
sið nokkrir kunningjar að fara á skak einu
sinni á ári, og nú á að fara, þegar gefur á
góðan tíma. Því á skak fer ég, hvað sem allri
pólitík líður."
- fj-
„Við kynntumst á Samvinnuskólaballi, þegar ég var I Kennaraskólanum og hún í Verzló“,
sagði Sigurjón Á. Fjeldsted um fyrsta fund hans og konu hans, Ragnheiðar ó. Fjeldsted.
Hún er fæddur ísfirðingur, en fiutti 7 ára til Reykjávíkur. Eftir Verzlunarskólann fór
hún í Kennaraskólann og kennir nú í Hólabrekkuskóla hjá manni sínum. Þau eiga työ
börni Ragnhildi, sem er 10 ára og Júlíus þriggja ára. Ljósm.: Þórir h. óskarsson
/