Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvœmdaatjóri Haraidur Sveinason. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla ‘Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Minnihluta- flokkarnir Kosningabaráttan vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík á sunnudaginn kemur er líklega hin rólegasta, sem háð hefur verið í höfuðborginni um iangt árabil. Ástæðan fyrir því er augljós. Meirhluti borgarstjórnar hefur haldið svo vel á málum borgarbúa, að þau gagnrýnisefni eru fá og smá, sem minnihlutaflokkarnir hafa getað fundið til þess að fetta fingur út í. Þótt leitað sé með logandi ljósi í ræðum frambjóðenda minnihlutaflokka á fundum og í sjónvarpi eða á síðum málgagna þeirra er lítið sem ekkert hægt að finna af gagnrýni, sem einhver veigur er í. Þess vegna er hin rólega kosningabarátta annars vegar til marks um góða og sterka stjórn höfuðborgarinnar og hins vegar um málefnafátækt minnihlutaflokk- anna. Þeir hafa einfaldlega ekkert fram að færa í þessari kosningabaráttu, hvorki jákvætt framlag til málefna höfuðborgar- innar né til gagnrýni á stjórn meirihluta sjálfstæðismanna. Þessi málefnafátækt minnihlutaflokkanna er ein af ástæðunum fyrir því, að reykvískir kjósendur eiga ekki að veita þeim atfylgi sitt á sunnudaginn kemur. En fleira kemur til. Alþýðubandalagið hefur gert tilkall til forystu í nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Talsmenn Alþýðubandalagsins hafa jafnframt tekið afar skýrt fram, að þeir hyggist koma á sósíalisma í höfuðborginni enda þótt þeir hafi við orð að „slátra ekki allri einkastarfsemi" a.m.k. ekki þegar í stað. Ef sjálfstæðismenn missa meirihluta sinn í borgarstjórn Reykjavíkur þýðir það um leið vinstri stjórn í höfuðborginni undir sósíalískri forystu Alþýðubandalagsins. Þá kunna einhverjir í hópi kjósenda að segja sem svo, að fleiri minnihlutaflokkar séu til en Alþýðubandalagið. Og það er rétt. En lítum á þá valkosti. Alþýðuflokkurinn hefur ekki haft af miklu að státa undanfarin ár. Saga hans sýnir, að honum er mjög hætt í samstarfi við kommúnista, svo að ekki sé meira sagt. í raun og veru er ekki hægt að nefna nokkur dæmi þess síðustu fjóra áratugi, að Alþýðuflokkurinn hafi haldið sínum hlut í samstarfi við Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið. Fyrstu faðmlög þessara tveggja flokka enduðu með klofningi Alþýðuflokksins fyrir stríð. Tæpum tuttugu árum seinna klofnaði Alþýðuflokkurinn enn á ný og hluti hans gekk til samstarfs við Sósíalistaflokkinn í Alþýðubandalaginu. Nýjasta dæmið um það hvernig fer fyrir Alþýðuflokknum í samstarfi við kommúnista er hlutur flokksins í verkalýðshreyfingunni. Á síðasta þingi ASÍ rufu Alþýðuflokksmenn í verkalýðshreyfingunni samstarf við aðra lýðræðissinna og gengu til samstarfs við kommúnista. Nú undanfarna mánuði hafa þeir verið að súpa seyðið af þeirri ráðstöfun. I því umróti, sem undanfarna mánuði hefur verið innan verkalýðshreyfingarinnar hafa forystumenn Alþýðuflokksins í launþegasamtökunum haft lítið sem ekkert að segja. Kommúnistar hafa ósköp einfaldlega hundsað þá. Þótt Alþýðuflokksmenn á Suðurnesjum og Vestfjörðum hafi á yfirborðinu reynt að fara eigin leiðir hafa þeir hrakizt undan þrýstingi kommúnista og þar með sýnt, að þeir hafa ekki þrek til að standa við sannfæringu sína. Atkvæði greitt Alþýðuflokknum í kosningunum á sunnudaginn kemur er því atkvæði, sem að.lokum getur lent í höndum Alþýðubandalagsins. Enn má spyrja: hvað um Framsóknarflokkinn? Því er til að svara, því miður, að margt er ofarlegar í huga framsóknarmanna en hagsmunir Reykjavíkur. Að vísu mótmæla framsóknarmenn því harðlega en engu að síður er það staðreynd t.d. að framsóknarmenn mega ekki heyra nefnt, að ástæða sé til að rétta hlut atvinnulífsins í Reykjavík við þá miklu dreifingu fjármagns til atvinnufyrirtækja út um land, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Reykvískir kjósendur hafa áreiðanlega ekki nema allt gott um það að segja, að hluti af skattgreiðslu þeirra gangi til þess að efla atvinnulífið í öðru landshlutum. En reykvískir kjósendur gera kröfu til þess, að atvinnufyrirtæki í höfuðborginni sitji við sama borð og atvinnufyrirtæki annars staðar. Framsóknarflokkurinn er ekki reiðubúinn til þess að taka þátt í að tryggja það. Reynslan af þátttöku Framsóknar í vinstra samstarfi sýnir einnig, að sá flokkur stenzt ekki kröfur Alþýðubandalagsins. Afleiðingin hefur verið ngþveiti í fjármálum og efnahagsmálum eins og landsmenn þekkja. Þegar höfð er í huga stjórn meirihluta sjálfstæðismanna í teykjavík, reynsla borgarbúa af henni, farsæl forysta Birgis ísl. junnarssonar í málefnum borgarbúa og þessi viðhorf gagnvart ninnihlutaflokkunum í borgarstjórn, er valið á sunnudaginn kemur íkki erfitt. En hafa ber í huga, að meirihluti sjálfstæðismanna er ekki tryggður. Og hann vinnst ekki nema stórir hópar kjósenda í Reykjavík sem styðja aðra flokka í landsmálum komi til stuðnings við sjálfstæðismenn í þessum kosningum til þess fyrst og fremst að tryggja Reykjavík örugga og samhenta stjórn eins flokks og koma þar með í veg fyrir þann glundroða og öngþveiti í borgarmálum sem menn þekkja af biturri reynslu í landsmálum. DAGHEIMILI við Suðurhóla — Nú er unnið að byggingu nýs daghcimilis við Suðurhóla í Breiðholti. Heimilið verður tekið í notkun á þessu ári en þar verður rými fyrir um 70 börn. Ljósm. Mbl. Kristján. Dagvistunarstofnanir í Breiðholti: Dagheimili í Hólahverfi fyrir 70 börn í notkun í ár — Skóladagheimili við Völvufell í notkun um áramót Framkvæmdir hafnar í ár við tvær dagvistunarstofnanir fyrir 194 börn Ntl eru í Breiðholtshverfum tvö dagheimili með rými fyrir 117 börn. Þar eru einnig fjórir leikskólar með rými fyrir 394 börn. Á þessu ári verður tekið í notkun nýtt dagheimili við Suður- hóla og verða í því fjórar deildir en þar af er ætlunin að ein verði nýtt með skóladagheimili fyrir börn á aidrinum 6 til 10 ára. Alls verður í þessu nýja dagheimili rými fyrir um 70 börn. Um næstu áramót verður tilbúið skóladag- heimili við Völvufell fyrir 20 börn og á þessu ári verða hafnar framkvæmdir við tvær dagvistun- arstofnanir, við Iðufell og Arnar- bakka, sem verða sambland af dagheimili og Ieikskóla en rými verður fyrir 97 börn á hvorum stað. Þá hefur Félagsmálaráð Reykjavíkurborgar samþykkt að næst á eftir fyrrnefndum fram- kvæmdum verði byggðar tvær dagvistunarstofnanir í Selja- hverfi. Þau dagheimili, sem nú eru í Breiðholti eru Bakkaborg fyrir 69 börn og Völvuborg fyrir 48 börn. Leikskólarnir eru Arnarborg með 114 rýmum, Seljaborg með 110, Fellaborg og Hólaborg með 114 hvort auk þess sem Reykjavíkur- borg hefur nýverið tekið við rekstri leikskólans Leikfells við Æsufell af húsféiagi, sem rak hann áður. Sem fyrr sagði er nú unnið að byggingu dagheimilis við Suðurhóla, sem tekið verður í notkun síðar á þessu ári. Fljótlega verða hafnar framkvæmdir við nýtt skóladagheimili við Völvufell og á það að rúma 20 börn. Verður framkvæmdum við það hraðað og er ætlunin að heimilið verði tilbúið um næstu áramót. I ár verða hafnar framkvæmdir við tvær aðrar dagvistunar- stofnanir í Breiðholtshverfum. Verða þær við Iðufell og Arnar- bakka. Er ætlunin að heimilin verði byggð sem sambland af dagheimili og leikskóla en alls verður á hvoru heimili rými fyrir 97 börn. Þessi heimili verða tekin í notkun á næsta ári. Á þeirri framkvæmdaáætlun, sem Félagsmálaráð Reykjavíkur hefur samþykkt er gert ráð fyrir að næst á eftir þeim framkvæmd- um, sem getið hefur verið um hér að framan, verði tvær af þeim fjórum dagvistunarstofnunum, sem áætlunin gerir ráð fyrir, byggðar í Breiðholtshverfum, báð- ar í Seljahverfi. Önnur dag- vistunarstofnunin verður bæði dagheimili og skóladagheimili, sem rísa á við hlið leikskólans við Tungusel, en hin er einnig blönduð stofnun, leikskóli og dagheimili, sem byggð verður ofar í Selja- hverfinu. Snjóbíllinn náðist upp úr jökulöldunni Höfn Hornafirði, 22. maí. SEINNIPARTINN í gær tókst að ná upp úr jökulöldu við Breiðamerkurjökul snjóbíl sem jökullinn gleypti sumarið 1976. Var bilinn furðulítið skemmdur þegar hann náðist upp. Það var sumarið 1976 að Björn Ólafsson hélt uppi útsýn- isferðum á Vatnajökul og notaði hann til ferðanna Bombard- ier-snjóbíl. Farið var á jökulinn austan Breiðárlóns og upp með svokallaðri Mávabyggðarönd. Milli ferða var bifreiðin geymd á jökulsporðinum skammt frá jökulröndinni. Síðast var bif- reiðin notuð 15. september þetta ár en þá gerði töluverðar rigningar. Björn kom svo á ný á jökulinn 25. september og var þá sýnilegt Þannig leit bfllinn út er hann var kominn upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.