Morgunblaðið - 23.05.1978, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAI 1978
• Fyrsta mark Matthíasar á móti Blikunum. Matthías bætti síðan tveimur við, skoraði þrennu í leiknum. Það eru þeir Kristinn Björnsson og Jón Alfreðsson sem fagna
Matthíasi. en Blikarnir eru hálf sneyptir.
Þrenna
SKAGAMENN kafsigldu Blikana úr Kópavogi í leik liðanna, sem
fram fór á Akranesi á laugardag, með því að skora 4 mörk án þess
að Biikunum tækist að svara fyrir sig. Eftir gangi leiksins gat sigur
þeirra orðið stærri og í síðari hálfleik var engu líkara en eitt lið væri
á vellinum.
Matthías, sem ekki hefur átt góða leiki í vor, gerði sér lítið fyrir
og skoraði 3 mörk án mikillar fyrirhafnar.
Matthíasi
Þjálfari Blikanna hefur greini-
lega ekki verið ánægður með lið
sitt í leiknum við KA á dögunum,
því hann gerði á því einar 5
breytingar og setti a.m.k. 4 nýliða,
sem allir léku sinn fyrsta leik í 1.
deild. Það voru þeir unglinga-
landsliðsmennirnir Hákon
Gunnarsson, Benedikt Guðmunds-
son og Sigurður V. Halldórsson.
Þá var nýr markvörður, Ægir
Guðmundsson, sem að sögn lagði
skóna á hilluna er hann lék með
yngri flokkunum fyrir einum 5—6
árum, en hefur mætt á 3 æfingar
að undanförnu og fer beint inn í
liðið.
Hann sýndi enga snilldartakta
en ekki verður hann með réttu
sakaður um mörkin.
Skagamenn tefldu fram svo til
sama liði og í undanförnum
leikjum og þeir byrjuðu leikinn
ekki sannfærandi.
Fyrri hálfleikur var lengst af
fremur þófkenndur og leiðinlegur
á að horfa. Hvorugu liðinu tókst að
skápa sér umtalsverð marktæki-
færi, heldur gekk knötturinn
vítateiganna á millí, án þess að
nokkuð gerðist.
Undantekning frá þessu var þó
á 13. mín. er Matthías skoraði
fyrsta mark leiksins. Skagamenn
höfðu náð nokkurri sóknarlotu og
fengu dæmdar einar þrjár horn-
spyrnur með stuttu millibili.
Eftir þá síðustu hrökk knöttur-
inn út í vítateiginn til Jóns
Gunnlaugssonar, sem skaut í
þverslá og þaðan fór knötturinn til
Matthíasar, sem renndi honum af
öryggi í markið.
EINSTEFNA
Kirby þjálfari Skagamamma
hefur sennilega lesið sínum mönn-
um pistilinn í hálfleik, því það var
engu líkara en nýtt lið kæmi þá
inn á.
Hver sóknarlotan af annarri
dundi á Blikuríum og á 52. mín.
bætti Matthías öðru markinu við,
eftir skemmtilegan samleik Krist-
ins og Karls Þórðarsonar, sem
síðan gaf knöttinn vel fyrir markið
til Péturs sem skallaði að markinu
til Matthíasar, sem eins og í fyrra
markinu renndi knettinum af
öryggi í netið.
Afram sóttu Skagamenn og 4
mín. síðar, eða á 56. mín., skoraði
Kristinn Björnsson gott mark með
skalla, eftir að vörn Blikanna
hafði verið leikin grátt.
Blikunum tókst lítið að komast
áleiðis í síðari hálfleik, nema hvað
þeir náðu stöku sinnum skyndi-
sókn, sem enduðu flestar án þess
að nokkur hætta skapaðist við
mark Skagamanna.
Síðasta orðið í leiknum hafði
Matthías er hann skoraði á 89.
mín. Kristinn Björnsson var með
knöttinn hægra megin og gaf lausa
sendingu inn í vítateiginn þar sem
Matthías var alveg frír og skoraði
hann örugglega með skalla.
isiandsmöllO 2. delld
Þunnur þrettándi
á Kaplakrikavelli
ÞAÐ var ekki rismilil knattspyrna sem FH ög KA sýndu á
Kaplakrikavellinum á laugardaginn. Ekkert mark var skorað og lítið
um marktækifæri og það verður að segjast eins og er að fátt af því
sem leikmenn beggja liða gerðu úti á vellinum yljaði áhorfendum í
nepjunni. Virtist rikja almenn ánægja meðal leikmanna og áhorfenda
þegar dómarinn fiautaði leikinn af.
Um fyrri hálfleikinn er það að
segja að FH-ingar sóttu þá mun
meira og þau tækifæri, sem
sköpuðust í fyrri hálfleik, urðu við
mark Akureyringanna. Á 7. mín-
útu komst Logi Olafsson í dauða-
færi eftir hornspyrnu en skot hans
fór rétt framhjá. Og á 16. mínútu
fékk sami leikmaður bezta tæki-
færi leiksins. Viðar Halldórsson
tók hornspyrnu frá vinstri. Bolt-
inn barst fyrir fætur Loga, sem
stóð fyrir miðju marki, aðeins
metra frá marklínunni, en á
einhvern óskiljanlegan hátt tókst
honum að klúðra þessu tækifæri
og skjóta framhjá. Það sem eftir
var hálfleiksins fengu FH-ingar
tvö færi, fyrst Janus Guðlaugsson
og síðan Benedikt Guðbjartsson en
skot þeirra fóru framhjá markinu.
í seinni hálfleik snerist dæmið
við og nú voru það Akureyringarn-
ir, sem sóttu meira, en þeim tókst
ekki að skapa sér verulega hættu-
leg tækifæri ef undan er skilið gott
skot Eyjólfs Ágústssonar, sem fór
rétt 'framhjá. FH-ingar sóttu af
krafti síðustu mínútur leiksins og
FH - KA 0:0
Texti.
Sigtryggur Sigtryggsson
Myndr
Ragnar Axelsson
munaði litlu að þeim Loga og
Janusi tækist að skora en Þorberg-
ur var vel á verði. Einu sinni tóks
FH-ingum að koma boltanum í
markið en það var dæmt af vegna
þess að Þorbergi markverði var
hrint.
Sem fyrr segir bauð leikurinn
ekki upp á mikla knattspyrnu en
þess meiri baráttu. FH-ingarnir
voru beittari uppi við mark
andstæðingsins en KA var jafn
mikið með boltann úti á vellinum.
Telja verður að miðað við gang
leiksins hafi úrslitin verið sann-
gjörn.
Ekki er gott að dæma liðin eftir
þessum slaka leik. Þau hljóta bæði
að geta miklu betur. Margir hafa
spáð þessum tveimur liðum falli
niður í 2. deild en þau hafa bæði
byrjað vel, hlotið tvö stig úr fyrstu
tveimur leikjunum. Sérstaklega
hafa Akureyringarnir komið á
óvart, en þeir hafa leikið þessa tvo
leiki á útivöllum. Beztu menn FH
í þessum leik voru þeir Janus
Guðlaugsson, sem virðist stöðugt
vera í framför, og Jón Hinriksson
bakbörður, en hann var mjög
fastur fyrir og öruggur í leiknum.
Hjá KA báru þeir af Eyjólfur
Ágústsson í vörninni og Gunnar
Blöndal í framlínunni. KA-liðið er
blanda ungra og „gamalla" leik-
manna, sem fróðlegt verður að
fylgjast með í sumar. Elmar
Geirsson kom inn á sem varamað-
ur í s.h. og mun hann vafalaust
styrkja liðið þegar hann verður
búinn að ná sér fullkomlega eftir
meiðslin.
í STUTTU MÁLI.
Kaplakrikavöllur 20. maí, ís-
landsmótið 1. deild, FH — KÁ 0.0
Áminning. Engin.
Áhoríendur. 291.
LIÐIN
Aðstaða til knattspyrnu á Akra-
nesi er ekki góð þessa dagana, því
eins og fram hefur komið í blöðum
er grasvöllurinn þar nær ónýtur.
Af þeim sökum er vart hægt að
ætlast til þess, að leikmenn sýni
þar stórleik.
Blikarnir léku svipað og þeir
hafa gert. Þeir gera margt laglegt
úti á vellinum, en það vantar allan
brodd í sóknarleikinn og vörnin er
heldur ekki sterk. Ég hef áður
minnst á markvörðinn, en besti
maðurinn að þessu sinni var hinn
kornungi Benedikt Guðmundsson.
Þar er mikið efni á ferðinni. Þá
komst Þór Hreiðarsson ágætlega
frá leiknum og sömuleiðis Einar
Þórhallsson.
Matthías Hallgrímsson virðist
vera að finna sig á ný eftir slaka
leiki í vor. Annars var Árni
Sveinsson besti maður liðsins
ásamt Karli Þórðarsyni. Það fór
lítið fyrir Pétri að þessu sinni og
Kristinn Björnsson er alltof eigin-
gjarn á knöttinn og seinn að koma
honum frá sér.
Óli Ólsen dæmdi leikinn og gerði
það mjög vel.
í STIITTU MÁLI
1. deild 20. maí Akrancsvöllur
ÍA - UBK 4.0 (1.0)
Mörkin.
Matthías Ilallgrimsson ÍA á 13.,
52., 89. mín. Kristinn Björnsson
ÍA á 56. mín.
Gult spjald.
Pétur Pétursson ÍA
Áhorfendur. 653.
m
■4r*n
SfSSSSirv*,: ’■ -i-
m. w
#■ lypfL' &*$■*
m v. B
• Bezta tækifærið í leiknum. Logi Olafsson fékk boltann dauðafrír
fyrir miðju marki en honum tókst að koma boltanum framhjá eins
og sjá má.