Morgunblaðið - 23.05.1978, Page 24

Morgunblaðið - 23.05.1978, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978 ÞAÐ voru frískir og velleikandi Valsmenn sem sigruðu Víkinga með 5 mörkum gegn 2 í 1. deild á Laugardalsvellin- um síðastliðið sunnudagskvöld. Að vísu er sigurinn of stór eftir gangi leiksins og tvö af mörkum Vals voru hrein gjafamörk af hálfu Víkinga, en sigur Valsmanna var verðskuldaður. Þeir léku betur og oft á tíðum sýndu þeir stórgóða knattspyrnu. —Viö erum lagðir af stað í átt að meistaratitlinum og höldum ótrauðir áfram, sagði Ingi Björn Albertsson fyrirliði Vals eftir leikinn. — Þetta var sigur sam- heldni og baráttu bætti hann svo við. Víst er að ekki verður auðvelt að stoppa Val sýni þeir jafn góða takta og í leiknum á móti Víkingi. — Þessi leikur var jaínteflis- leikur. Við skoruðum tvö mörk fyrir Val, sagði fyrirliði Víkinga, Róbert Agnarsson. Dómararnir eru almennt alltof góðir við Valsmenn, í þessum leik fá þeir t.d. 80% af öllum aukaspyrnum í leiknum og oft á tíðum finnst mér eins og búið sé að dæma Víkings- liðið áður en það kemur inn á völlinn bætti Róbert við. — Ég er bjartsýnn á mótið þrátt fyrir tapið í leiknum, við leikum síst verri knattspyrnu en Valur eða Akranes sagði Róbert. Gróf mistök Ragnars Valsmenn hófu leikinn af mikl- um krafti og sóttu stíft strax í upphafi leiksins og fyrsta markið lét ekki standa á sér. Eftir talsverða þvögu inni í teig Víkinga fékk Ragnar Gíslason bakvörður knöttinn við markteigs- Víkings renna í hálu grasinu og missa Atla framhjá sér, og pilturinn var ekki lengi að notfæra sér það heldur skoraði af mark- teigshorni framhjá Diðrik. Eftir þetta mark tókst liðunum ekki að skapa sér umtalsverð tækifæri það sem eftir var hálfleiksins og staðan í leikhléi var 2—1. Fjörugur síðari hálfleikur Ahorfendur voru tæpast búnir að koma sér fyrir á pöllunum og í stúkunni eftir leikhléið er fyrsta mark hálfleiksins kom. Á 47. mín. Ingi Björn lék upp kantinn alveg að endamörkum og sendi knöttinn vel fyrir markið og inn í markteig Víkinga, þar sem Guðmundur Þorbjörnsson var óvaldaður og skoraði hann laglega. Mikil rang- stöðulykt var af markinu og virtist undirrituðum Guðmundur vera vel einn og hálfan metra fyrir innan öftustu varnarmenn Víkings er fyrirgjöfin kom. En hvorki línu- vörður eða dómari gerðu neina athugasemd við markið. Eftir leikinn sagði Ingi Björn að sér hefði fundist vera rangstöðulykt að markinu en þó var hann ekki alveg viss. Víkingarnir voru þó hornið og í stað þess að spyrna í horn freistaði hann þess að hreinsa frá markinu en ekki tókst betur til en svo að hann skaut beint í fætur Alberts Guðmunds- sonar og af honum hrökk knöttur- inn beint í markið og gat Diðrik engum vörnum komið við. Var þetta á 5. mínútu leiksins. Þetta mark var hreint heppnismark hjá Val, og má skrifa á reikning Ragnars, sem tók þarna gróft tækifæri til að hreinsa frá marki. Á 7. mínútu á Ingi Björn hörkuskalla yfir markið, og áfram dynja sóknirnar á Víkingi. Það er ekki fyrr en á 12. mínútu fyrri hálfleiks að Víkingar fara að ná betri tökum á leiknum og snúa vörn í sókn. Víkingar jafna Er Víkingar höfðu náð betri tökum á leiknum og spilinu var dreift meira út á kantana lét árangurinn ekki á sér standa. Eftir laglegt samspil upp vinstri kantinn á 15. mínútu átti Helgi Helgason hörkufast skot fyrir utan vítateig, sem Sigurður mark- vörður heldur ekki, og hin stór- efnilegi Arnór Guðjohnsen fylgdi fast á eftir og skoraði örugglega af stuttu færi. Sjálfstraust Víkinga og ákveðni varð nú meiri, en hins vegar gætti nokkurrar ónákvæmni í sendingum þeirra. Leikurinn varð nokkuð jafn en þó var öllu meiri broddur í sóknarleik Vals. Guðmundur Þorbjörnsson átti hörkugott skot af kantinum á 31. mínútu sem Diðrik rétt náði að slá yfir þverslá. Aðeins fjórum mínút- um síðar er Atli Eðvaldsson á ferðinni og einleikur inn í teig Víkinga, virtust varnarmenn Skoraði Gunnar Örn Kristjánsson örugglega úr spyrnunni. Áfram hélt spennan, nú áttu margir von á því að Víkingar myndu jafna leikinn, en svo var ekki. Strax tveim mínútum síðar er Guðmundur Þorbjörnsson felldur inni í vítateig Víkings og dæmd vítaspyrna. Ingi Björn framkvæmdi spyrnuna en Diðrik gerði sér lítið fyrir og varði skot hans sem virtist vera frekar laust þó svo að það væri alveg úti við stöngina. Eftir leikinn sagði Ingi Björn ekki fráleitt, að Diðrik hefði verið kominn af stað er hann skaut. En þetta var skammgóður vermir fyrir Víking. Fimm mínútum síðar, á 81. mínútu leiksins, verða Róbert á afdrifarík mistök er hann missir frá sér knöttinn fyrir fætur hins eldsnögga Jón Einarssonar rétt utan yítateigshornsins. Jón brunaði upp og í gegn og skoraði yfir Diðrik sem reyndi að bjarga með úthlaupi. Síðasta markið kom svo rétt fyrir leikslok er Valsmenn tóku aukaspyrnu utan við vítateig. Albert lyfti knettinum yfir varn- arvegg Víkinga og Diðrik var lagður af stað í hornið fjær er knötturinn hrökk í Ragnar og í gagnstætt horn, sjálfsmark. Við þetta var allur vindur úr Víkingunum og endaði leikurinn eins og áður segir 5—2. Góður leikur Í heildina tekið var þetta góður leikur, sérstaklega af hálfu Vals- • Guðmundur Þorbjörnsson skorar þriðja mark Vals án þess að Diðrik Ólafsson markvörður Vfkings kom Birni en dómari og línuvörður gerðu enga athugasemd og dæmdu markið gilt. • Gunnar Örn Kristjánsson sést hér skora annað mark Víkings af öryggi úr vítaspyrnu. Sigurður Ilaraldsson átti enga möguleika á því að verja skotið. ekki á að gefast upp heldur börðust vel og gerði hinn ungi sókndjarfi leikmaður Arnór Guð- johnsen hvað eftir annað mikinn usla v vörn Vals. A 60. mínútu munaði minnstu að honum tækist að skora er hann brunaði upp vinstri kantinn og komst inn að Valur-Vík.5:2 e I Textii I Þórarinn Ragnarsson I Myndir. Friðþjófur Ilelgason og ^ Ragnar Axelsson____' markteig en skaut í hliðarnetið. Jóhann Torfason fær gott tæki- færi á 66. mínútu en laust skot hans var auðveldlega varið. Um miðjan síðari hálfleikinn kom eitt besta marktækifæri leiksins og enn var það Arnór sem var á ferðinni. Hann einlék upp allan kantinn og var farinn í gegn um þrjá varnarleikmenn Vals er hann renndi knettinum á Óskar Tómas- son sem var í dauðafæri, en hann skaut í stöngina utanverða og framhjá. Ekki er gott að segja hvað hefði gerzt ef Víkingar hefðu uppskorið mark úr þessu upp- hlaupi. Aðeins tveim mínútum síðar er dæmd vítaspyrna á Val og á Arnór allan heiðurinn af því. Var hann búinn að einleika inn í vítateiginn og kominn í gott færi er Dýri slæddi hendinni í knöttinn,- og réttilega var dæmd vítaspyrna. (sianasmftlifl 1. flelid „Við erum lagðir af si átt að meistaratitlini

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.