Morgunblaðið - 23.05.1978, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978
25
IBV fær sín
fyrstu stig
á útivelli
Vestmanneyingar hlutu sín fyrstu stig f islandsmótinu er Þeir sóttu
Keflvíkinga heim síðast liðinn laugardag. Ekki verður annað sagt en að
Þeir hafi verið vel að sigri sínum komnir. Þeir sýndu allan tímann meiri
baráttu og kraft í leiknum. Fyrri hálfleikur var bráðvel leikinn af báðum
liðum og fjörugur en er leið á leikinn dofnaði mjög yfir honum og hann
varð Þófkenndur. Lokatölurnar urðu 3:2
Vestmannaeyingar
fyrri til að skora
ÍBV lék í fyrri hálfleik undan sterkum
sunnanvindi og náöu þeir strax
nokkrum vel útfærðum sóknarlotum.
sem þó enduöu ekki meö marki,
enda vörn Keflvíkinga vel á veröi og
Þorsteinn var öruggur í markinu.
Fyrsta markiö kom á 15. mínútu
leiksins. Dæmd var hornspyrna á
ÍBK, úr hornspyrnunni kom góð
fyrirgjöf og barst knötturinn út úr
vítateignum. Einar Friðþjófsson var
ekkert aö tvínóna viö hlutina, kom
aövífandi á fullri ferö og skaut föstum
jarðarbolta af um 30 metra færi í
bláhorn marksins. Var þetta vel gert
hjá Einari og jafnframt var þetta
laglegasta mark leiksins. Ekki létu
Keflvíkingar þó neinn bilbug á sér
finna og náöu nú sinum besta
leikkafla, og léku oft Ijómandi vel
saman, dreiföu spili sínu vel út á
kantana og síöan sköpuöu góöar
fyrirgjafir hættu viö mark ÍBV. Þaö
var Gísli Torfason sem byggöi upp
svo til allt spil liðs síns og voru
sendingar hans margar hverjar
hárnákvæmar og fallegar. Á 22.
mínútu leiksins kom sókn sem gaf
ÍBK hornspyrnu og upp úr henni
myndaðist þvaga við mark ÍBV, var
skallaö að markinu og Sveinn
Sveinsson átti þann kost einan aö
IBK - ÍBV
bjarga á línu meö hendinni. Góöur
ðomari leiksins, Guömundur Har-
aldsson, dæmdi umsvifalaust víta-
spyrnu, sem Gísli Torfason fram-
kvæmdi af öryggi, negldi hann
knöttinn í netmöskvana, óverjandi
fyrir Pál Pálmason, markvörö ÍBV.
Keflvíkingar meira
með knöttinn
Eftir aö hafa jafnaö metin, þó leikiö
væri á móti sterkum vindi, hresstust
Keflvíkingar enn, og voru þeir mun
meira meö knöttinn, hins vegar var
vörn Eyjamanna hörö í horn að taka
og gaf ekkert eftir, Friöfinnur átti alla
skallabolta og yfir höfuö var góður
leikur hjá þeim Erni Óskarssyni og
Einari Friðþjófssyni í varnarleiknum,
völduöu þeir vel og gáfu sóknar-
mönnum IBK aldrei frið, þá var Óskar
Valtýsson sívinnandi. Alveg í lok fyrri
hálfleiksins fengu Keflvíkingar
dæmda á sig óbeina aukaspyrnu út
viö hliöarlínu, eftir óþarfa brot á
Sigurlási. Knötturinn var sendur fyrir
markiö og þar var Tómas Pálsson
óvaldaður á markteig og afgreiddi
hann knöttinn í markið af stuttu færi.
Var þetta snaggaralega gert, skotið
snöggt og fast og staöan því í leikhléi
2-I fyrir IBV.
Þófkenndur síðari
hálfleíkur
í síöari hálfleik átti maöur von á aö
Keflvíkingar myndu sækja stíft undan
vindinum og taka leikinn í sínar
hendur en svo varö ekki. Liöið reyndi
um of aö sækja upp miöjuna og
auöveldaöi það ÍBV vörnina. ÍBV náði
annaö slagiö hættulegum sóknarlot-
um og strax á 6. mínútu leiksins tókst
Tómasi Pálssyni fyrirliöa IBV aö
brjótast í gegn og var hann í opnu
færi til aö skora en Þorsteinn
Bjarnason, markvöröur bjargaöi vel
meö úthlaupi og náöi aö spyrna
knettinum frá, en ekki þó betur en
svo aö Karl Sveinsson náði til
knattarins og átti ekki í erfiðleikum
meö aö skora þriöja mark IBV af
stuttu færi. Mark þetta er hægt aö
skrifa á varnarmenn ÍBK sem þarna
uröu á gróf mistök og voru sofandi
á verðinum.
Eftir mark þetta dofnaöi verulega
yfir leiknum og virtist sem áhugaleys-
is gætti hjá Keflvíkingum. Leikurinn
fór aö mestu fram á vallarmiöjunni,
þar sem knötturinn gekk mótherja á
milli og mikið var um háspyrnur sem
sköpuðu litla hættu. Þaö var ekki fyrr
en rétt fyrir lok leiksins sem Keflvík-
ingar náöu smá spili og tókst aö
ógna í fáein skipti. Á lokamínútunum
tókst svo Rúnari Georgssyni, lagnum
leikmanni ÍBK aö skora annaö mark
liösins, og þrátt fyrir örvæntingarfull-
ar tilraunir í lokin tókst ÍBK ekki aö
jafna.
Liðin
Þaö verður aö segjast eins og er
að lið Keflavíkur virkaöi nokkuö
óöruggt í þessum leik, það vantaði
aö ná meira út úr leik sínum, liöiö lék
ágætlega framan af en svo var eins
og botninn dytti úr leik þess. Er þetta
umhugsunarefni fyrir leikmennina,
þaö sama geröist á móti FH í fyrsta
leiknum og nú endurtekur sagan sig.
En það er skoöun undirritaös að
liöiö, þurfi ekki aö kvíöa neinu takist
því aö ná upp meiri krafti og baráttu,
leikmenn veröa aö skila meiri vinnu
á vellinum.
Besti maður ÍBK var tvímælalaust
Gísli Torfason, sem þó virkaöi
þungur á köflum. Liö ÍBV sýndi aö
þaö veröur ekki auðsigrað á þessu
keppnistímabili, leikmenn liösins eru
mjög ákveðnir og gefa ekkert eftir,
og það frekar en annaö færöi þeim
bæöi stigin í Keflavík. Varnarleikur
liösins var góöur með Friðfinn sem
besta mann. Framlínumennirnir
mættu gjarnan vinna betur og hreyfa
sig meira boltalausir. Tómas og
Sigurlás eru báöir tveir sókndjarfir og
skapa ávallt hættu þegar þeir eru
með knöttinn. Karl Sveinsson sem
sýndi svo stórgóöa leiki í fyrra með
liðinu viröist vera frekar æfingalítill,
eöa máske var hann bara í daufara
lagi.
í stuttu máli:
íslandsmótið I. deild, grasvöllurinn
í Keflavík, 20. maí ÍBK—ÍBV 2—3
(1-2)
Mörk ÍBK: Gísli Torfason úr víta-
spyrnu á 22. mín. og Rúnar Georgs-
son á 90 mín.
Mörk ÍBV: Einar FriðÞjófsson á 15.
mín., Tómas Pálsson á 45. mín. og
Karl Sveinsson á 57. mín.
Áminningar: Gísli Grétarsson ÍBK
og Friðfinnur Finnbogason ÍBV
bókaðir.
Áhorfendur: 791.
vörnum við. Ýmsir héldu því íram að Guðmundur hefði verið rangstæður þegar hann fékk boltann frá Inga
taðí
Lim
manna sem léku vel. Mikil barátta
var í liðinu og var samvinna
leikmanna mjög góð. Erfitt er að
gera upp á milli leikmanna liðsins,
þeir stóðu allir vel fyrir sínu. Hjá
Víkingi bar Arnór Guðjohnsen
nokkuð sf og sýndi og sannaði að
þar er mikið efni á ferðinni, ef
hann hefði fengið meiri stuðning í
leiknum af samherjum hefði geng-
ið betur. Um of reyndu Víkingar
langar spyrnur fram á Arnór sem
oftast var einn fyrir og mátti gott
teljast hverju hann fékk áorkað.
Varnarleikur Víkinga var ekki
nægilega ákveðinn og varnar-
mennirnir of svifaseinir. Fyrir
áhorfendur sem voru fjölmargir
var leikurinn hin besta skemmtun.
Dómari í leiknum var Arnþór
Oskarsson og orkuðu sumir dómar
hans vissulega tvímælis. Tvívegis
dæmdi hann andstætt línuverðin-
um sem þó var í mun betri aðstöðu
en hann sjálfur til að sjá á hvorn
brotið var.
• Fyrsta mark Vals í uppsiglingu. Ragnar Gíslason gerir þá
reginskyssu að reyna að spyrna boltanum frá markinu í stað þess að
setja hann út fyrir endamörk. Boltinn fór beint í fætur Alberts eins
og myndin sýnir og rakleitt í markið.
• Og hér sjáum við Atla Eðvaldsson skora annað mark Vals. Hann
nýtti sér til hins ýtrasta mistök í Víkingsvörninni og skorar framhjá
Diðrik.
í stuttu málii
íslandsmótið 1. deild Laugar-
dalsvöllur 21. maí Valur —
Víkingur 5—2 (2—1)
MÖRK VALSi Albert
Guðmundsson á 5. mínútu, Atli
Eðvaldsson á 35. mínútu,
Guðmundur Þorbjörnsson á 47.
mínútu, Jón Einarsson á 81.
mínútu. Ragnar Gíslason á 86.
mínútu, sjálfsmark.
MÖRK VÍKINGS. Arnór Guð-
johnsen á 15. mínútu, Gunnar
Örn Kristjánsson úr vítaspyrnu á
74. mínútu.
ÁMINNINGAR. Hörður
Hilmarsson Val fékk að sjá gula
spjaldið.
ÁHORFENDUR. 2363.
• Albert Guðmundsson og Jón Einarsson fagna fjórða marki
sem Jón skoraði eftir enn ein mistökin í vörn Víkings.
Vals,