Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞMÐJUDAtfUR 23. MAÍ 1978
Ný stefna í atvinnumálum Reykjavíkur:
í þeim köflum, sem hér
fara á eftir úr atvinnu-
málasamþykkt Reykjavík-
urborgar er fjallað um
lóðamál, iðngarða, inn-
kaup o.fl.t
Lóðamál,
gatnagerðargjöld
Revkjavíkurborg mun kapp-
kosta að hafa á boðstólum lóðir
fyrir atvinnufyrirtæki í sem
flestum greinum. A þessu ári
verða lagðar fram í borgar-
stjórn tillögur um lækkun
gatnagerðargjalda af atvinnu-
rekstri, en jafnframt verður
lóðarleiga endurskoðuð til
hækkunar. I þessu sambandi
verður einnig athugað, hvort
unnt sé að veita frekari gjald-
frest á gatnagerðargjaldi en nú
er gert. Varðandi lóðarmál eru
að öðru leyti sett fram eftirfar-
andi fimm markmið:
a. Lóðir undir léttan þrifaleg-
an iðnað verði í tengslum
við íbúðarhverfin, en jafn-
framt verði séð fyrir svæð-
um undir þungaiðnað, sem
ekki á heima í nálægð við
íbúðarhverfin.
b. Settar verði strangari regl-
ur um, að iðnaðarhúsnæði
verði ekki breytt til ann-
arra nota.
c. Verzlunarlóðir verði skipu-
lagðar í tengslum við íbúð^
arhverfi eins og verið hefur,
en jafnframt lögð áherzla á
uppbyggingu í miðbænum
og gamla austurbænum til
að skapa frekari aðstöðu til
verzlunar og viðskipta sam-
hliða fjölgun íbúða.
d. Úthlutun íbúðarlóða verði
sem jöfnust milli ára, svo að
komið verði í veg fyrir of miklar
sveiflur í byggingariðnaði. Tek-
in verði upp úthlutun á stærri
byggingarsvæðum til bygging-
araðila og að samtök b.vggingar-
meistara fái skipulag slíkra
svæða til umsagnar. Miðist
úthlutun þessi við, að b.vgging-
araðilar fái samfelld verkefni til
lengri tíma. Með þessum hætti
er bæði stefnt að lækkun bygg-
ingarkostnaðar, aukinni hag-
ræðingu og auknu rekstrar-
öryggi byggingaraðila í Reykja-
vík.
e. Gerð verði könnun á eftir-
spurn eftir lóðum undir
framleiðsluiðnað með þarf-
ir viðkomandi fyrirtækja í
huga næstu árin.
Iðngarðar
Reykjavíkurborg taki nú þeg-
ar upp samstarf við samtök
iðnaðarins um byggingu Iðn-
garða, þar sem iðnfyrirtækjum
gefist kostur á að taka húsnæði
á leigu eða þeim boðinn leigu-
kaupsamningur. Verði á þessu
ári gerð greinargerð um eignar-
aðild, staðarval, skipulagningu,
leigukjör og annað rekstrarfyr-
irkomulag. Til greina kemur, að
fyrsta framkvæmd á þessu sviði
verði á iðnaðarlóðum í Breið-
holti III.
Innkaup, útboð
Borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkir, að stofnanir og
fyrirtæki borgarinnar beini við-
skiptum sínum eins og unnt er
til íslenzkra fyrirtækja, bæði
um kaup á rekstrar- og fjárfest-
ingarvörum.
Um öll meiri háttar innkaup
og útboð á vegum borgarinnar
er eftirfarandi stefna mörkuð:
a. Innkaupastofnun Reykja-
víkur er heimilt að taka
tilboði innlends framleið-
anda fram yfir erlenda
vöru, þótt verð hinnar
innlendu vöru sé allt að
15% hærra, enda sé um
sambærilega vöru og þjón-
ustu að ræða.
b. Við ákvörðun um af-
greiðslufresti og stærð ein-
inga ber jafnan að hafa í
huga, að unnt verði að
Gatnagerðargjöld
lækkuð—lóðar-
hækkuð
leiga
kaupa vörur og þjónustu af
innlendum aðilum.
c. I útboðslýsingum bygging-
arframkvæmda verði þess
jafnan gætt að setja nafn
íslenzkrar iðnaðarvöru sem
viðmiðun, enda standist
hún kröfur, sem gerðar eru.
d. Teknar v.erði upp viðræður
milli Reykjavíkurborgar og
samtaka iðnaðarins um
framangreind atriði og
komið á gagnkvæmri upp-
lýsingamiðlun.
Jöfn aðstaða
fyrirtækja
Borgarstjórn Reykjavíkur
leggur áherzlu á, að fyrirtæki í
Reýkjavík og á höfuðborgar-
svæðinu sitji jafnan við sama
borð og fyrirtæki annars staðar
á landinu, að því er fjármagns-
f.vrirgreiðslur varðar. Stöðva
ber það misrétti, sem átt hefur
sér stað í þessum efnum hjá
ýmsum sjóðum ríkisvaldsins,
sem úthluta fé til uppbyggingar
atvinnulífsins.
Framkvæmda-
sjóður Reykja-
víkurborgar
Tillögum þessum fylgir upp-
kast að samþykktum um Fram-
kvæmdasjóð Reykjavíkurborg-
ar, sem á að gegna því hlutverki
að efla alhliða atvinnulíf í
Reykjavík.
Meðal verkefna sjóðsins verði:
a. að taka tímabundinn þátt í
stofnun og rekstri fyrir-
tækja í borginni.
b. að ábyrgjast lán til fyrir-
tækja, sem hafa sérstaka
þýðingu fyrir atvinnulíf í
borginni.
c. að veita styrki til rann-
sókna á nýjum atvinnu-
tækifærum í Reykjavík.
d. að veita Bæjarútgerð
Reykjavíkur nauðsynlega
fj ármagnsfy rirgreiðslu.
Borgarstjórn Reykjavíkur
mun stuðla að eflingu sjóðsins á
næstu árum, þannig að hann
geti sem bezt sinnt því hlut-
verki, sem honum' er ætlað
samkvæmt reglum sjóðsins.
Leit að nýjum
atvinnu- og
framleiðslu-
tækifærum
Framkvæmd atvinnumála-
stefnu Reykjavíkurborgar mun
m.a. beinast að virkri leit að
nýjum atvinnu- og framleiðslu-
tækifærum. Skrá þarf allar
hugmyndir um slík ný tækifæri
og vinna á kerfisbundinn hátt
að athugun einstakra mögu-
leika. Meðal verkefna, sem rétt
væri að taka til athugunar á
næstunni, má nefna:
1. Sérstök könnun fari fram á
því, hvort unnt sé og
hagkvæmt að framleiða
innanlands ýmsar rekstr-
ar- og fjárfestingarvörur,
sem nú eru fluttar inn í
þágu borgarstófnana. Leita
skal samstarfs við reykvísk
iðnfyrirtæki í þessu skyni.
2. Hefja skal viðræður um
sam starf við rannsóknir og
þróunarstofnanir um nýj-
ungar og eflingu fram-
leiðslustarfsemi í borginni.
Vitað er, að sumar þessara
stofnana vinna markvisst
að þróun nýjunga.
3. Lokið verði á árinu athug-
unum á endurvinnslu úr-
gangs á vegum borgarvehk-
fræðings.
4. Rannsókn fari fram á því,
hvort grundvöllur sé fyrir
stofnsetningu fiskkassa-
verksmiðju í Reykjavík.
Þegar verkefnum samkv.
framansögðu er lokið er tima-
bært að taka ákvörðun um
einstök framhaldsverkefni, enda
er eðlilegt, að verkefnaval eigi
sér stað á grundvelli forkönnun-
ar.
Sumarvinna
skólafólks
Borgarstjórn leggur áherzlu á
að reynt verði að sjá því
skólafólki, sem kemur til sumar-
vinnu, fyrir verkefni við hæfi.