Morgunblaðið - 23.05.1978, Page 36

Morgunblaðið - 23.05.1978, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAl 1978 Úr einu af „póstflunum“ rússneskra sendimanna sendiráðs Sovétríkjanna til íslands. Sendimennirnir víkja ekki frá farangri sínum og breiða ávallt yfir hann. Þegar myndin var tekin varð sá sem naer er mjög ókyrr. Þessir tveir heita Thervakov og Kholov. og póstflug rússneska sendiráðsíns til Islands á mámidögum Vegna tæknilegra erfið- leika í vinnslu þessarar greinar var hún mjög brengluð þegar hún birtist hér f blaðinu s.l. laugardag og nær ólæsileg. Er hún því birt hér aftur. Á nær hverjum mánudegi árið um kring koma tveir russneskir sendimenn frá Kaupmannahöfn til Keflavík- ur með ómældan þunga af „pósti" með flugvélum Flugfél- ags íslands. Farangurinn, sem allt að 8-10 menn þurfa að bera að og frá borði, flytja þeir ávallt með sér inn í farþegarýmið í flugvélunum og kaupa 1-2 sæti undir góssið. Þar er kyrfilega breytt yfir það með teppum og annað hvort sitja sendimennirnir sitt hvorum megin við „póstinn" eða báðir fyrir framan hann. Sætin sem rússarnir kaupa undir „póstinn" eru skráð á „Mr. Baggage". „Póstarnir" fljúga síðan út aftur til Kaupmannahafnar um miðja hverja viku til þess að gera klárt fyrir næsta „póstflug" til Islands. Fyrir skömmu var einn af blaðamönnum Morg- unblaðsins í sömu vél og rússarnir, en ýmsir farþeg- anna höfðu á orði að það væri nú meiri pósturinn sem rússn- eska sendiráðið í Reykjavík fengi á þennan hátt og eru þó venjulegar póstsendingar milli Norðurlanda fluttar mjög öruggiega. Um árabil hefur þetta „póstflug" rússneska sendiráðsins i Reykjavík átt sér stað án þess að nokkurn tíma hafi verið skoðað í farangur sendimannanna og er þó til þess full heimild. Til skamms tíma voru sendi- mennirnir hlekkjaðir við „póstsendingarnar" til ís- lands. Rússnesku sendimennirnir fara ávallt sömu leið út í íslenzku flugvélarnar á Kastrup og áhafnir vélanna, þ.e. án nokkurrar skoðunar eða vopnaleitar á Kastrup og er ekki vitað til að neinir aðrir úr hópi „diplómata" fari þessa leið, því að þeir fara venjulega í gegn um vegabréfaeftirlit og „Póstmönnunum" fylgja minnst þrír menn, en oft mun fleiri með farangurinn út að vélinni og þar koma sendi- mennirnir sér fyrir í sætum sínum með farangurinn áður en almennir farþegar eru kallaðir um borð í vélina. í umræddu flugi millilenti flugvélin í Glasgow og voru allir farþegar þá beðnir að fara inn í fríhöfnina og allir fóru nema rússnesku sendi- mennirnir, en þeir sitja ávallt sem fastast hjá farangri sín- um- sem fyllir 1-2 sæti og gólfplássið við þau. Þegar heim til Islands kom, fóru eins og fyrr segir Rússarnir síðast- ir út úr vélinni að vanda þegar nokkrir aðstoðarmenn úr rússneska sendiráðinu í Reykjavík voru komnir út í flugvélina til þess að hjálpa þeim við að bera „póstinn" úr vélinni og hersingin fer ávallt beinustu leið með allar tösk- urnar í gegn um tollskoðun án þess að litið sé í nokkra tösku. Um 100 sæti á ári fyrir póst til sovéska sendirásins er ótrúlegt, því að svo umfangs- mikil geta þau ekki verið skjölin sem rússneska sendi- ráðið þarf ef til vill að fá erlendis frá um íslenzk við- skipti. Rússnesku sendimennirnir eru mjög harðir á því að halda sætum sínum og víkja ekki frá farangrinum á meðan flugið stendur yfir. Til dæmis fyrir síðustu jól voru flugvélar fulibókaðar heim þannig að ekki komust allir með sem vildu. í einu slíku flugi voru tveir rússneskir sendimenn með tvö sæti auka skráð á „Mr. Bagg- age“. Voru þeir beðnir að láta sætin eftir fyrir námsfólk sem var að fara heim í jólaleyfi, en gáfu þvert nei þótt þeim væri boðið að ganga sérstaklega frá farangri sínum í farangurs- geymslu vélarinnar. Fyrir nokkrum árum varð Flugfélagsvél að lenda í Bret- landi þar sem ófært varð í Keflavík og Reykjavík og í vélinni voru rússneskir sendi- fulltrúar með „póst“. Allt fólkið varð að sjálfsögðu að yfirgefa vélina og gista í hóteli ytra, en Rússarnir neituðu harðlega og kváðust ekki yfirgefa vélina. Farangurinn vildu þeir ekki skilja eftir um borð og ekki taka hann með sér, því að þá hefðu þeir þurft að fara í gegn um tollskoðun í Bretlandi. Eftir mikið stapp gáfu þeir þó eftir, en ekki fyrr en lögreglan var komin í málið og gengu þeir þá vendilega frá farangrinum inni í vélinni og bundu óteljandi hnúta utan um kassana og töskurnar. Oft þurfa burðarmenn „póstsins" að rogast með þunga kassa og töskur sem farið er með eins og leyndar- dóma eða heilagra manna bein. Það er því ekki að undra þótt blásaklausir íslendingar velti því nú fyrir sér hvaða erindi góss þetta á eiginlega til þessa lands, þar sem ekkert leyndarmál er svo merkilegt, að það sé ekki á allra vitorði. - á.j. ■*r— Á rólegri vakt í fremsta sæti ríkjanna til íslands. vélarinnar yfir „póstflugi“ Sovét-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.