Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 47

Morgunblaðið - 23.05.1978, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1978 47 til Kolwesi löngu áður en innrásin hófst. „Við fórum í kvikmyndahús eitt kvöldið og þá var allt með kyrrum kjörum. Við sólarupprás næsta dag dundu ósköpin yfir,“ sagði einn flóttamannanna. Hann sagði enn fremur að innrásarmennirnir hefðu verið klæddir grænum kaki- búningum með mynd af tígrisdýri á ermum, berfættir og með Fidel Castro höfuðföt. „DIABLOS* Að sögn byrjuðu þeir á því að herja á Frakka en áður en langt um leið áttu allir hvítir menn fótum sínum fjör að launa. Flótta- fólkið segist hafa heyrt suma innrásarmennina nefna sjálfa sig „diablos" sem þýðir djöflar á portúgölsku en margir þeirra mæltu á þá tungu. Gæti það gefið vísbendingu um að þeir væru komnir yfir landamærin frá Ang- óla og Hklegast af þjóðerni Lúnda. Ekki er fullsannað hvort Kúbu- menn hafa verið í fylgd með innrásarmönnum en ýmislegt bendir til þess að svo sé, t.d. að þeir skyldu heimta að vera titlaðir „camarade" félagi og að þeir köstuðu fram nokkrum setningum um sósíalisma. Margir flóttamannanna töldu innrásarhermennina hafa notað sovézkar vélbyssur. Aðrir sögðu þá hafa verið með skotvopn, sem þeir hefðu líklega stolið frá Zaire-her. ROTNANDI LlK Nú þegar hvítu mennirnir eru sloppnir úr prísundinni er vel hægt að ímynda sér ástandiö í hinum evrópska hluta Kolwesi. Lík á götum úti rotna í steikjandi hita Afríkusólar. Auðugu koparnám- urnar eru óstarfræktar og velta margir flóttamannanna vöngum yfir því hvort þeir snúi nokkurn tíma aftur. Þeir vita að afrískir verkamenn eru enn í námunum en enginn þeirra kann að gera við biluð tæki. Flestir flóttamannanna höfðu á orði að ekki væri mögulegt að snúa aftur til Kolwesi nema í fylgd evrópskra hersveita því Zaire-her væri lítt treystandi eftir undan- gengna atburði. Zaire-her hefði ekkert gert til að vernda þá. Eitt fyrsta fórnarlambið, sem fréttamenn hittu, var ítali að nafni Gianolla, sem fór til dyra þegar innrásarmenn knúðu á og var skotinn niður um leið. Frakki að nafni Boni sagði að verst hefði verið að vita ekkert um viðbrögð umheimsins í þessu ástandi. „Allt símasamband rofnaði og við viss- um ekkert hvað tímanum leið. Engum hvítum manni er óhætt að snúa aftyr til Kolwesi," sagði Boni. HUGRAKKIR HERMENN Flóttafólkið var samdóma um hugrekki frönsku og belgísku fallhlífahermannanna og að þeir hafi bjargað lífi fjöldamargra. Að sögn barðist einn fallhlífarher- mannanna hraustlega í tvo sólar- hringa handleggsbrotinn. Annar barðist iila særður á auga. Einn Belganna kvaðst hafa séð innrásarmenn aka líki tvítugs Evrópubúa í hjólbörum um götur Kolwesi öðrum hvítum mönnum til hrellingar og þeim til viðvörun- ar. Þá hjuggu þeir að sögn hönd af Grikkja sem lagði handlegginn um barn sitt því til verndar. Maður, sem ekki vill láta nafns síns getið í fjölmiðlum, sagði að öllum hvítum konum hefði verið nauðgað og þrír hefðu nauðgað eiginkonu sinni. Itali að nafni Maz Sidis, sagði: „Ég sá ótal lík á götum úti. Uppreisnarmennirnir skutu allt kvikt og hvítt. Þeir réðust inn á heimili mitt og við> sluppum með því að afhenda allt fémætt og héldum til innan dyra, þar til belgísku fallhlífahermennirnir komu okkur til hjálpar." „HRYLLILEG ILLMENNI Augusta Werx, 52 ára belgísk kona, sagði að uppreisnarmennina hafa ruðst inn á heimili sitt, heimtað allt fémætt, sparkað tennurnar úr eiginmanni sínum og barið hana. Hún sagði að þeir hefðu allir verið drukknir. „Hrylli- leg, viðbjóðsleg illmenni," bætti hún við grátandi. „Við hefðum öll verið stráfelld Framhald á bls. 30. Fyrirhugað fjöldamorð París, 22. maí. AP. ÞRÍR hryðjuverkamenn úr sam- tökum, sem nefna sig „Synir Suður-Líbanons“ réðust á laugar dag á farþegaþotu frá ísraelska flugfélaginu E1 A1 á Orly-flug- velli við París, og virðast hafa ætlað sér að myrða þá, sem tækju sér lar með þotunni. Lögregla flugvallarins skarst í leikinn og felldi alla árásarmennina, en einn lögreglumaður var skotinn til bana í átökunum. Christian Bonnet innanríkisráð- herra Frakklands segir að ekkert bendi til þess að fleiri hafi átt aðild að árásinni. Atökin við hryðjuverkamennina stóðu í hálfa klukkustund, og særðust sex væntanlegir farþegar skotsárum. Einn árásarmannanna var frá Líbanon, en hinir tveir frá Túnis. Þeir komu allir til Parísar 10. maí. Innrásar- herinn heim Jerúsalem, 22. maí. AP TALSMAÐUR ísraelsstjórnar hefur skýrt frá því að allur innrásarher fsraels í Suð- ur-Líbanon verði farinn þaðan fyrir 13. júnf. Israelsmenn réðust inn í Líban- on 15. marz s.l., og hafa haldið 10 kilómetra breiðu belti meðfram landamærunum. Á sunnudag til- kynnti Arieh Naor, ráðherra í stjórn ísraels, að landsvæði þessu yrði skilað aftur án nokkurra skilyrða, en ísrael ætlaði þó að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi íbúanna á þessu svæði. Naor sagði ennfremur að þessi ákvörðun ísraelsku stjórnarinnar fæli í sér viðurkenningu á starfi gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna. I Líbanon er um 4.000 manna lið SÞ undir stjórn finnska hershöfðingj- ans Ensio Siilasvuo. Rannsókn á að- búnaði Bhuttos Þrír Rússar hjá SÞ uppvísir að njósnum Rawalpindi, 22. maí. Reuter. AÐ BOÐI hæstaréttar í Rawal- pindi verður rannsakað hvort kvartanir Ali Bhuttos, fyrrum forseta Pakistans, um lélegan aðbúnað í fangelsi eigi við rök að styðjast, en dómarinn í áfrýjunar- máli Bhuttos vegna dauðadóms kveðst ætla að fylgja rannsókn- inni eftir þannig að hún verði ekki til þess að tefja framgang réttvísinnar. Bhutto hóf hungurverkfall fyrir viku í mótmælaskyni við lélegt mataræði í fangeisinu og það að hann fái hvorki tækifæri til að hreyfa sig utan dyra né ganga til salernis nema i viðurvist fanga- varða. Hitabylgja Nýju Delhi, Indlandi, 22. maí. AP. AÐ MINNSTA kosti 70 manns hafa farizt í mikilli hitabylgju, sem gekk yfir Indland um helgina. Komst hitinn víða upp í 47 stig, og segir veðurstofan í Nýju Delhi að allar líkur bendi til að hitinn haldist enn um skeið. Flestir fórust í ríkinu Bihar, eða 36 en þar og í ríkinu Andra Pradesh mældist mesti hitinn. í Andra Pradesh er vitað um á annan tug manna, sem hafa farizt, margir á sömu slóðum við ströndina og fellibylur varð 13.500 manns að bana í nóvember í fyrra. Dómstoll í Lahore dæmdi Bhutto fyrir morð fyrir tveimur mánuðum, og verður hann hengd- ur nema hæstiréttur landsins hnekki dómnum. VEÐUR víöa um heim Amsterdam 17 skýjaó Apena 29 skýjaó Berlín 23 skýjaó BrUasal 10 bjart Chicago 12 bjart Frankfurt 19 skýjaó Qanf 18 skýjaó Halsínki 19 sólskin Jóhannesarborg 21 sólskin Kaupmannahöfn 21 sólskin Lissabon 19 bjart London 14 skýjaó Los Angelea 23 skýjaó Madrid 16 rigning Manila 21 lóttakýjaó Miami 28 skýjaó Moskva 18 bjart Naw York 27 bjart Ósló 22 skýjaó Palma 22 lóttskýjaó París 15 skýjað Róm 24 skýjaó Stokkhólmur 20 skýjaó Tel Aviv 25 bjart Tókýó 25 bjart Vancouver 16 skýjaó Vínarborg > , 21 skýjaó New York, 22. maí. Reuter. TVEIR sovózkir starfsmenn Sameinuðu pjóðanna, sem hand- teknir voru tyrir meintar njósnir í págu Sovótríkjanna í New York á laugardaginn var, koma fyrir rátt á priðjudaginn í næstu viku, aó pví er talsmaður bandarísku alríkislög- reglunnar skýrði frá í dag. Sovétmennirnir, Rudolf Petrovits Chernjajev, 43 ára, og Jaldik Alexandrovits Enger, sem er 39 ára, eiga yfir höfði sér lífstíðardóm veröi þeir sekir fundnir, en Vladimir Petrovíts Zinjakin, 39 ára, sem talinn er vitorðsmaður þeirra, hefur ekki veriö handtekinn þar sem hann er sendiráösstarfsmaöur og nýtur því þeirra forréttinda aö ekki er hægt aö stefna honum fyrir rétt. Alríkislögreglan telur sig hafa áreiöanlegar sannanir fyrir því aö Sovétmennirnir þrír hafi í ágústmán- uöi í fyrra haft sig mjög í frammi á ýmsum stööum í New Jersey til aö afla sér leynilegra upplýsinga um smíöi vopna, sem ætluð eru til kafbátahernaðar, og aö þeir hafi greitt samtals 16 þúsundir dala í mútur vegna þessara upplýsinga. Chernjajev er fulltrúi í starfs- mannadeild aöalstööva SÞ en Enger er ráögjafi í þeirri deild stofnunarinn- ar, sem fjallar um stjórnmál og málefni Öryggisráös SÞ. Zinjakin er hins vegar þriöji sendiráösritari hjá sovézku fastanefndinni hjá Samein- uöu þjóöunum. Af hálfu alríkislögreglunnar var frá þvi skýrt í dag, aö mennirnir heföu verið handteknir aö lokinni tíu mánaöa rannsókn, og hafi einn þeirra Bandaríkjamanna, sem Rússarnir leituðu upplýsinga hjá, aöstoöaö viö þá rannsókn. Bandaríska utanríkis- ráöuneytiö hefur komiö mótmælum vegna þessa framferöis á framfæri við sovézk yfirvöld, en einnig hefur Kurt Waldheim framkvæmdastjóra Sameinuöu þjóöanna verið tilkynnt um málið. Þegar fulltrúi sovézku sendinefndarinnar hjá SÞ var stefnt í bandaríska utanríkisráöuneytiö vegna þessa máls var honum meðal annars tjáö aö Bandaríkjastjórn vænti þess aö Zinjakin hyrfi úr landi þar eð hann heföi misnotaö dipló- matísk forréttindi sín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.