Morgunblaðið - 02.06.1978, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978
Hafnarfjörður
Krókahraun
Til sölu glæsileg 4ra herb. íbúö á efri hæö í raöhúsi
viö Krókahraun. Bílskúrsréttindi.
Árni Gunnlaugsson hrl.
Austurgötu 10
Hafnarfirði
sími 50764.
Fyrirtæki — innflytjendur
Tökum aö okkur aö útbúa tollskýrslur og
verðútreikninga. Sækjum og sendum ef óskaö er.
Hringið í síma 41195 kl. 9 og 18. Geymið
auglýsinguna.
Sogavegur
Einbýlishús, sem er kjallari hæö og ris um
65 fm aö grunnfleti. Steinhús. Skiptist í: 3
svefnherb., 2 stofur ofl. Falleg lóö. Stór
bílskúr. Verö um 29 millj.
Eigrjc
mark
aðurinn
Austurstræti 6 sími 26933 Jón Magnússon hdl.
K * 2 rí
Látið okkur smyrja
bílinn reglulega
Audi 80
Audi 100
Opið frá kl. 8—6.
HEKLAhf.
SMURSTÖÐ
Laugavegi 172 — Simar 21 240 — 21 246.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Nýtt skip til
Grifidavíkur
NÝTT skip, Grindvíkingur GK
606, bættist í flota Grindvík-
inga í fyrrakvöld. Nýi Grind-
víkingur er tæplega 600 tonna
skip, smíðað í Gautaborg í
Svíþjóð og yfirbyggt í
Fredrikshavn í Danmörku. Það
mun geta borið rúmlega 1000
tonn af loðnu. Kaupverð skips-
ins voru rúmar 1000 milljónir
króna.
Grindvíkingur er búinn til
nóta- og togveiða. Reyndist
skipið mjög vel í reynslu-
siglingu. Skipið er með 2700
hestafla Wichmann aðalvél og
það er búið öllum nýjustu
siglinga- og fiskileitartækjum.
Grindvíkingur er í eigu
Fiskaness hf í Grindavík. Skip-
stjórar eru Björgvin Gunnars-
son og Willard Olason. Skipið
mun innan skamms halda til
loðnuveiða við Nýfundnaland.
Illt llllfI
11 ■ t J I m f'
J
Byggingu nýs sjúkrahúss á ísafirði miðar nokkurn veginn eftir áætlun. Verður langt komið með að steypa
húsið upp á þessu ári. Fremst á myndinni sést hvar framkvæmdir eru hafnar við grunn að íbúðum fyrir
aldraða. Hvíta húsið á milli er rækjuverksmiðja, sem flutt verður á næstunni.
Nýtt sjúkrahús tekið í
notkun á ísafirði 1980
— í ÞESSARI nýju byggingu
verður sjúkrahús, heilsugæzlu-
stöð og rannsóknarstofa, en
sjúkrarúmin verða 57 og á það að
þjóna norðanverðum Vestfjörðum
eða um 7000 manna byggð. Við
ráðgerum að það verði að nokkru
tekið í notkun á árinu 1980 en
sennilega verður það fyrst heilsu-
gæzlustöðin. sagði Bolli Kjartans-
son bæjarstjóri á ísafirði í stuttu
spjalli við Mbl. nýlega.
— í sumar verður haldið áfram
að steypa upp húsið og skv.
samningi á verktakinn að ljúka við
að steypa á árinu og gera húsið
fokhelt. Ekki er þó víst að^
fjármagnið sem ráðgert var tjf
byggingarinnar á þessu ári dúgi
alveg þar sem verðbólgan^ hefur
rýrt það nokkuð. Ertöll starfsemin
úr gamla sjýkráhúsinu á að
fl.vtjast hingað yfir og ég geri ráð
fyrir að fyrst fari inn heilsugæzlu-
stöðin og rannsóknaraðstaðan.
Gamla sjúkrahúsið verður síðan
e.t.v. notað sem ráðhús og safnhús.
Á Torfnessvæðinu, skammt frá
byggingu hins nýja sjúkrahúss, er
verið að ljúka við að gera grupn
undir íbúðir fyrir aldraða og
sagðist Bolli gera ráð fyrir að nú
á næstunni yrðu tilboð áthuguð, en
í þessu húsi verðuf 31 íbúð á
þremur ha'ðum’ Rækjuverksmiðj-
an sem er -milli þessara tveggja
bygginga verður flutt á næstu
árum og sagði bæjarstjórinn að
“^samningar um það mál stæðu nú
yfir.
Nú er verið að byggja upp nýtt
hverfi á ísafirði, Holtahverfi, sem
er innarlega í firðin
■ — Á þessu svæði er skipulögð
600 manna byggð, sagði Bolli, og
er úthlutun þess nú lokið að mestu
leyti. Þarna eru raðhús, einbýlis-
hús og fjöjbýlishús og eru þegar
um það bil 15 fjölskyldur fluttar
eða nálægt 10% væntanlegra íbúa.
Næsta svæði sem við þurfum að fá
til úthlutunar í janúar næstkom-
andi verður í landi Seljalands.
Bolli sagði að s.l. 5 ár hefði
tekizt að anna eftirspurn eftir
lóðum bæði til einstaklinga og
byggingarfyrirtækja. Um önnur
verkefni á dagskrá um þessar
mundir sagði Bolli að unnið væri
að gerð aðstöðu fyrir dráttarbraut
í Suðurtanga og viðgerðarkanti
þar og unnið væri að stækkun
viðlegukants í aðalhafskipahöfn-
inni auk ýmissa verkefna á sviði
gatnagerðar og lagna í nýrri
hverfum.
Iloltahverfið innst í Skutulsfirði. Þar verður 600 manna byggð í einbýlishúsum, raðhúsum og
fiölbýlishúsum og er um þessar mundir verið að flytja í mörg húsanna.