Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978- „Afhendum okkar ráð ekki í hendur embættismanna sem líta á Hrafnistu sem þrep í færibandakerfi spítala" —segir Pétur Sigurðsson formaður Sjómannadagsráðs — Nú er verið að ljúka við fullnaðarteikningar að hjúkrunarheimilinu, sem á að rísa við Hrafnistu í Hafnarfirði og á yfirstand- andi fjárlögum eru veittar 50 millj. kr. til þessa verks. Það gerðist nú í fyrsta sinn að veitt er fé úr ríkissjóði til uppbygging- ar Hrafnistuheimilanna, en á þeim eru nú á sjötta hundrað manns, sagði Pét- ur Sigurðsson alþingis- maður og formaður Sjó- mannadagsráðs þegar Morgunblaðið ræddi við hann. I dag verður Hrafnista í Hafnarfirði í fyrsta sinn opin almenningi að sögn Péturs, og verður sjómannadagsráð með kaffisölu þar, en ágóðinn á að renna til skemmti- og ferðasjóðs vistfólks. í viðtalinu við Pétur kom það fram í upphafi, að nú er verið að fuligera þann áfanga sem lókið er við, að utan og innan. Verið er að setja upp handrið, búið er að malbika og tyrfa lóð og lokaátakið vantar til að ljúka við vinnusali á jarðhæð og 1. hæð, en þeir verða margir og stórir. — Þessir vinnusalir verða ekki aðeins fyrir vistfólk heldur einnig fyrir þá sem eru á dagheimilinu, þá sem verða til sumardvalar og þá sem verða á hjúkrunarheimil- inu, sagði Pétur. Við spurðum Pétur um helztu nýmælin varðandi Hrafnistu í Hafnarfirði, og kvaðst hann einfaldlega vilja vitna til Sjó- mannadagsblaðsins, en þar seg- ir Pétur í viðtali: — Helztu nýmælin varðandi Hrafnistu í Hafnarfirði er dagheimili aldraðra. Þar ætlum við öldruðu fólki úr nágrenninu að koma á morgnana og ef til vill líka fólki lengra að, og fær það alla þá þjónustu sem vistfólkið fær: Allar máltíðir, þá vinnu sem unnt er að útvega heimilinu, aðgang að bókasafni, setustofum, og þegar fram í sækir að hljómlistarherbergjum og tómstundastofum. Auk þess sem það fær þvegna þvotta, hársnyrtingu, fótsnyrtingu og þegar það fer heim á kvöldin fær það með sér matarpakka, einnig helgarnesi ef það kemur ekki í mat þá. Læknar og hjúkrunarfólk er til staðar ákveðna daga vikunnar. Þá standa til þess vonir að við getum spannað yfir ákveðið íbúðasvæði, þar sem við fylgj- umst með gamla fólkinu. Við höfum í hyggju að koma upp tilkynningarskyldu fyrir það. Ef t.d. fólk sem er á skrá hjá okkur mætir ekki á morgnana, þá verður hringt í það, eða farið heim til þess og athugað verður hvað er að. Þetta er mikið öryggisatriði, sem þarfnast ekki frekari skýringa. — Við teljum að þetta starf geti verið þáttur þess að aldrað- ir geti dvalist lengur í heima- húsum, sem auðvitað er ákjósanlegt fyrir alla aðila, meðan kostnaður og heimahjálp leyfir. Aðkomufólkið á dagdeildinni getur fengið þarna læknishjálp, því læknir og hjúkrunarkona verða á staðnum. Það verður séð um að fólkið fái sín meðul og taki þau inn, og við verðum með heilsuræktarmiðstöð, þar sem reynt verður að veita þjálfun, sem þarf til þess að halda líkamanum við, svo menn stiðni ekki fyrir aldur fram, eða missi óeðlilega mikið líkamsþrek vegna aðgerðaleysis. Fólk tekiö til skemmri dvalar Þá höfum við í hyggju að taka við öldruðu fólki til skemmri dvalar, t.d. þar sem fólk kemst ekki í sumarleyfi vegna þess að það er bundið yfir öldruðum, en mikið er um að þeir sem hafa aldraða í heimili, komist í raun og veru ekkert frá til þess að hvílast frá dagsins önn. I skipulagi næsta byggingar- áfanga okkar er um enn frekari þjónustu að ræða. Þá er m.a. gert ráð fyrir göngudeild og fullkominni aðstöðu lækna, hjúkrunarfólks, sjúkraþjálfara og félagslegri aðstöðu. — Vistgjöldin eru ákveðin af opinberum aðilum. Gjaldið fyrir þá sem dvelja á vistheimilinu er nú kr. 4.100 á sólarhring. Innifalið er húsnæði, fæði og öll sú þjónusta sem veitt er og á þarf að halda. Læknishjálg, hjúkrun og þess háttar. Á hjúkrunardeildunum er nokkru dýrara, eða 5.300 kr. grunngjald á Hrafnistu í Reykjavík, en borgað að fulla eins og á spítala væri. Þótt þetta kunni að v'irðast há fjárhæð, þá hrekkur hún skammt og gæta verður ráð- deildar á öllum sviðum. Ég vil þó benda á, að inni í þessu gjaldi er ekki kostnaður af mannvirkj- um og fjárfestingum. Heimilin eru byggð fyrir sjálfsaflafé. Þjóðin hefur af örlæti sínu gefið fé í einu eða öðru formi, með því að styrkja fjáröflun sjómanna- dagsins. Ég veit ekki hvað raunverulegur kostnaður væri, ef daggjöldin þyrftu að standa undir fjármagni, byggingalán- um og öðru. En þá væri óhugs- andi að reka slíkt heimili á þessum daggjöldum. Til skamms tíma var það einkum ágóðinn af DAS-happ- drættinu sem stóð undir bygg- ingarkostnaðinum en við njót- um þó ekki lengur nema hluta hans, hinn hlutinn rennur til bygginga aldraðs fólks víðs vegar um land, eða 40% af ágóðanum. Úr þessum sjóði hefur nú verið veitt fé til ýmissa heimila sem verið er að byggja úti á landi. Vinnulaun stærsti Þátturinn Ef daggjöldin eru skoðuð nánar, þá verða menn að gera sér grein fyrir að vinnulaun eru stærsti þátturinn, því aldrað fólk þarf mikla umönnun. Laun hinna lægstlaunuðu eru 7—800 kr. á tímann og hver vistmaður þarf að fá umönnun nokkurn tíma á dag. Sérfræðiþjónusta er svo dýrari. Það hljóta því allir að sjá að það er fljótt að koma upp í þessa upphæð. Það er hægt að rekja tölur og sýna fólki fram á að ekki er unnt að veita þessa þjónustu fyrir minna en þarna er gert.,Ef við t.d. tökum ýmsa staði úti á landi, þar sem aldrað fólk er á sjúkrahúsum, þá kostar sam- bærileg þjónusta þar margfalda þá upphæð, sem nemur dag- gjöldum Hrafnistu. Ég er ekki þeirrar skoðunar að það eigi að kosta minna að þjóna öldruðum en öðrum borg- urum þessa lands, sem ekki eru færir um eigin forsjá. En við erum fáir og smáir og þess vegna er ráðdeild nauðsynleg. Neyðin kenndi okkur ráð- deildina og að finna nýjar tekjuöflunarleiðir til að mæta rekstrarhalla sem við fengum úthlutaðan af þeim sem gjöld- unum réðu, því endum urðum við að ná saman. Til samanburðar má geta þess að daggjöld á stóru sjúkrahús- unum munu nú vera komin á fjórða tug þúsunda á sólarhring. Reynum aö skapa heimilisbrag — Við höfum lagt áherzlu á að skapa heimilisbrag, að dvölin minni fremur á stórt, mann- margt heimili, frekar en t.d. hótel eða geymslustofnun. Þess vegna höfum við frá fyrstu tíð lagt áherzlu á það við starfsfólk- ið, að það umgangist fólkið, bæði veikt og heilbrigt, eins og gert er á heimilum en ekki t.d. á spítala, sem hefur það eitt æð’sta mark að ná dvalartíma sjúklinga niður í sem fæsta legudaga. Það verður að vinna hjúkrunarstörfin af alúð, en um leiö að muna eftir sálinni. Margt hefur verið gert til þess að gera Hrafnistu í Reykjavík viðráðanlegri að þessu leyti. Við höfum t.d. fækkað vistmönnum. Pétur Sigurðsson alþingismaður og formaður Sjómannadagsráðs Meðan við þurftum að ná endum saman með því að auka vist- mannafjöldann, þá vorum við með 450—460 vistmenn, en nú eru þeir 425, en það er 8% fækkun. Við gerum ráð fyrir að fækka enn á næstu árum, til þess að geta veitt meiri þjónustu og til að gera dvölina bærilegri. Á síðasta aðalfundi sjó- mannadagsráðs voru samþykkt- ar tillögur um að stefna að því að taka heila hæð í elzta húsinu og búa þar til á baðstofuloftinu samkomusal, en þar eru þakíbúðir núna. Jafnframt er fyrirhugaður tómstundasalur og þar verða varðveittar sjóminjar og annað markvert, sem heimilið hefur eignast gegnum tíðina. Auk þess er ætlað þarna bænaherbergi og viðtalsherbergi fyrir sálusorg- ara heimilisins og aðra slíka, sem koma í heimsókn. Við stefnum þannig markvisst að því að bæta aðstöðuna, en jafnframt munum við reka heimilið af ráðdeild og hagsýni, eftir því sem unnt er. Enginn tími fyrir gamla fólkið -t Aldrað fólk fylgist auðvit- að misjafnlega með hlutunum. Það gerum við hin líka. Margir hafa verið iðnir við að stytta fólkinu stundir. Listamenn koma í heimsókn, fólkinu er boðið á sýningar o.fl. Það sem mér finnst á vanta er að aðstandendur eru ekki nógu duglegir við að heimsækja gamla fólkið, þótt vissulega séu undantekningar á því. I heimi vaxandi hraða á öllum sviðum, virðist þessi þáttur málsins vera nokkuð vanræktur. Það er einmitt þess vegna, að fólkið hefur ekki orðið tíma fyrir gamla fólkið — og reyndar ekki börnin heldur — sem það er svo mikilvægt að aldrað fólk geti verið samvistum við jafn- ingja sína og það fólk sem það deilir kjörum með. Jafnöldrum og ef til vill gömlum kunningj- um, sveitungum og öðrum sem bjuggu við lík áhugamál og aðstæður. Gestir okkar eru alls staðar að. Þetta er ungt fólk og aldrað fólk, kórar, hljómlistarmenn og skemmtikraftar. Áhugamenn og konur, sem við metum mikils. Vil ég nota tækifærið og senda því kærar þakkir fyrir komuna. En sumir eiga sérstak- an heiður skilinn fyrir endur- teknar og árlegar heimsóknir sínar. Ég vil sérstaklega minnast á Kiwanisklúbbinn Heklu, sem hefur það m.a. á málefnaskrá sinni að hlynna að fólkinu á Hrafnistu. Þeir skemmta fólk- inu, fara með það í stutt ferðalög og þeirra starf verður seint ofmetið að mínu mati, því það er stór partur af hinu svokallaða eðlilega lífi að hafa 'tækifæri til að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða — jafnt í elli sem æsku. Þetta er ástæðan fyrir því m.a. að margir vilja heldur vera á Hrafnistu en heima hjá sér, jafnvel þótt húsrými og aðrar aðstæður leyfi annað. Unglingar eru hávaða- samir á heimilum og þar er oft ömurleg einvera, þegar heimilis- fólkið er allt bundið allan daginn við störf eða nám. — Við höfum aðeins lokið hluta af Hrafnistu í Hafnar- firði. Heimilið þarf að full- byggja og framkvæmdir að hefjast sem fyrst við næsta áfanga, sem nú er verið að teikna eins og áður er getið, sem verður hjúkrúnarheimili fyrir 90 manns, ásamt fjölbreyttri þjónustumiðstöð. Til þess þarf mikið fé, því bendum við enn á happdrætti DAS, en sambæri- legar framkvæmdir úti um land njóta nú í vaxandi mæli góðs af happdrættinu. Við leitum eftir samstarfi við sveitarfélög, áhugafólk og félagasamtök, sem vilja eitthvað á sig leggja fyrir sína öldruðu félagsmenn. Við viljum fá slíka aðila til samstarfs, aðildar og ráðgjafar um lausn þessara vandamála, en við munum ekki afhenda okkar ráð í hendur embættismanna- nefndar, sem líta á Hrafnistu- heimilin sem þrep í færibanda- kerfi spítalanna. Þær hugsjónir sem í upphafi voru bundnar við dvalarheimili aldraðra sjómanna eru nefni- lega enn Í fullu gildi. — Strax og hjúkrunarálman verður uppsteypt verður hægt að snúa sér að innréttingu hefinar, þar sem við höfum lokið við svo marga sameiginlega áfanga, en þrjár efstu hæðirnar verða íbúðir, en alls er áætlað að hjúkrunarsjúklingar verði 90 talsins, og ef ekki skortir fé á þessi áfangi að verða tilbúinn eftir tvö ár. Á jarðhæð og fyrstu hæð hjúkrunarálmunnar verður frekari þjónusta fyrir hina öldruðu í Hafnarfirði, sérstak- lega fyrir þá sem eru hrumir og lasburöa og jafnframt þjónustu- Framhald á bls. 62. Hrafnista í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.