Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 37 grein um sturtuböð, að í lagi sé að nota sjó ef vatn er ekki fyrir hendi. Slíkt kæmi víst engum til hugar nú.“ — Hvaða augum líta sjómenn það að íslenzku skipafélögin kaupa í sífellu notuð skip til landsins á meðan þeir íslenzkir útgerðarmenn sem gera út fiskiskip líts helzt ekki við öðru en nýjum skipum? Of mikill munur á aðbúnaði undir- og yfirmanna á kaupskipunum. „Þetta mál hefur oft borið á góma, og sjómenn hafa vaxandi áhyggjur af þessari þróun. Síðasta kaupskipið, sem var sérstaklega smíðað fyrir íslend- inga, er Hvassafell en það var smíðað árið 1971. Öll skip sem komið hafa til landsins síðan hafa verið keypt notuð. Það versta við þessa þróun er, að sum þessara skipa eru þannig úr garði gerð, að munurinn á aðbúnaði undir- og yfirmanna er með ólíkindum, en sem betur fer er munur á aðbúnaði ekki jafn mikill í öllum skipanna, sem keypt hafa verið að undan- förnu.“ — Nú hefur þú verið fram- kvæmdastjóri sjómannadagsins mörg undanfarin ár, en ekki að þessu sinni. Hver er ástæðan fyrir því? „Astæðan er einfaldlega sú, að þegar ég varð formaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur, hlóðust á mig enn meiri störf, sem ég vil sinna eftir beztu getu og þar af leiðandi sá ég mér ekki fært að gegna framkvæmda- stjórastarfi sjómannadagsins áfram. Ég hafði gaman af þessu starfi, en það er ótrúlega mikil vinna á bak við ekki lengri dagskrá en er í Nauthólsvík. Það sem mér þótti verst og það er mál sem sífellt hefur orðið erfiðara, var hve erfitt var að ná til sjómanna og fá þá til að taka þátt í hátíðarhöldum sjómanna- dagsins, sem er ætlað að kynna starf sjómannsins. Þá er það svo, að okkur gengur æ verr að ná til landfólksins með málefni sjómannastéttarinnar, t.d. þeg- ar við erum að reka áróður fyrir okkar kröfupólitík. Það er okkur því áhyggjuefni hve lítils starf sjómannsins er metið þegar maður miðar við aðrar stéttir sem hafa komið sínum málum áfram með miklum áróðri." S — Ertu þá óánægður með hvernig fjölmiðlar segja frá störfum sjómanna? Ekki rétt mynd „Oft á tíðum er ég það og þá sérstaklega með þann fjölmiðil sem nær bezt til fólksins og þar á ég við sjónvarpið. Þegar myndir frá starfi sjómannsins eru sýndar, er yfirleitt sléttur sjór, fallegt sólsetur og harmonika í matsalnum það helzta sem setur svip á mynd- ina. Síðan kemur kannski ör- stutt mynd frá starfi á þilfari. Það er með sjómenn eins og aðrar stéttir, að það er reynt að hafa góðan félagsskap um borð og þegar frístundir gefast er reynt að ræða málin og taka í spil. Hér þarf að gera bragarbót á til að okkar málstaður falli ekki i gleymsku og við verðum að vera sífellt vakandi á verðinum. Það er ekki nægilegt að þeir einir sem starfa í landi vinni að framgangi málefna sjómanns- ins, starfandi sjómenn verða að gera það líka. Ég vil svo að lokum nota tækifærið og óska sjómönnum og fjöiskyldum þeirra til ham- ingju með daginn." Þ.Ó. Kaffisala Sjómannadagskaffi veröur aö Hlégaröi Mosfells- sveit í dag kl. 15—18. Allir velkomnir. S.M.F.Á. Plöntusala Sala á sumarblómum er byrjuö. Gróðrastöðin Birkihlíð, Nýbýlavegi 7, Kópavogi. + RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR Kosningagetraun Rauða krossins er einföld. Leikurinn er fólginn í því að giska á hvað flokkarnir fái marga þingmenn í komandi alþingiskosningum. Hveijir íá pottinn? Miðinn kostar 500 krónur og fara 20% af andvirði seldra miða.í vinn- inga þannig að seljist 50 þúsund miðar verður potturinn 5 milljónir króna, sem þeir getspöku skipta á milli sín. Seljist 100 þúsund miðar verður potturinn 10 milljónir, o.s.frv. Allir skilmálar eru á miðanum. Gottmálefni Félaginu er nauðsyn að efla hjálpar- sjóð sinn til mikilla muna svo hægt sé að bregðast við hjálparbeiðnum í skyndi innlendum og erlendum. Allar tekjur af getrauninni fara til þess að efla hjálparsjóðinn. í öllum kosningum getur hvert atkvæði vegið þungt - í kosninga- getrauninni vegur hver getrauna- seðill þungt fyrir Rauða krossinn - og hann getur líka fært getspökum eiganda drjúgan vinning. Sölukerfí /Sölustaðlr Félagar í Rauða kross deildum um land allt munu sjá um sölu miðanna alveg til kl. 18 á kjördag. Deildirnar auglýsa aðra sölustaði. Félagar verða á ferðinni um borg og bí, á mannamótum, við verslunarmið- stöðvar og víðar. í flestum apótek- um og víðar verða Rauða kross stampar til þess að skila getrauna- seðlum í. Hverju spáir þú um kosningarnar? Það er spurningin. Við spáum því að potturinn verði stór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.