Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978
45
Notíð réttu
garðverkfærin
frá byrjun
Jarðhakar, sköft og hausar
Sleggjur 1 - 7 kg
Stungugafflar
Heykvíslar 2 og 3 arma
Garðhrífur 6 og 12 tinda
Garðhrífusköft
Arfasköfur
Undirristuspaðar
Kantskerar
Heyhrífur
Stauraborar,
Greinaklippur
Grasskæri
Orf Ijáir og brýni
Vatnsúðarar
Slöngukranar
Slöngutengi
Garðslöngur1/2" - 3/4"
Plastfötur,tvær gerðir
Járnfötur
Handslátturvélar
Malarskóflur
Garðbörur
Plasthúðuð garðanet.(græn og gul)
Aluminíum garðstaurar
Galvanhúðaðir girðingarstaurar
Byggingavörur
Sambandsins
Suóurlandsbraut 32 • Símar82033 • 82180
„Útkoman hefur
alltaf orðið
betri hjá mér
á sjönum en
í landi"
fíætt við Jón Kiartansson, háseta á Fjalnossi
VIÐ vorum á rölti eftir hafnar-
bakkanum í Sundahöfn. Það
var verið í óða önn að losa eina
þrjá Fossa Eimskipafélagsins.
Einn var nýverið kominn í höfn
og annar var senn tilbúinn til
brottfarar. Um borð í Fjallfossi
komum við auga á einn úr hópi
hinna eldri sjómanna á farskip-
unum. Aðspurður kvaðst hann
heita Jón Kjartansson og vera
háseti. Jón fór fyrst til sjós,
þegar hann varð 17 ára og var
þá á 50 tonna fiskibáti, Ingi-
mundi gamla, sem leigður var
af ríkinu til landhelgisgæzlu-
starfa. Frá 1942 hefur Jón að
mestu verið á farskipum fyrir
utan 5 ár, sem hann var á
dráttarbátnum Magna.
Byrjaði hjá
Eimskip 1942
— Sjómennska mín byrjaði á
varðbát. Rikið leigði 50 tonna
fiskibát Ingimund gamla og á
sumrin vorum við úti fyrir
Vestfjörðum en á veturna í
Faxaflóa og þá aðallega í
Garðsjónum. Það var eiginlega
hrein tilviljun að ég komst á
Ingimund en skipstjóri á honum
var Þorvaldur Gíslason frá
Papey. Hann leigði hjá föður
mínum og réð mig á bátinn. Ég
kunni vel við mig í þessu og árin
á Ingimundi urðu fjögur. Eftir
það fór ég í land og var við
verkamannavinnu á Eyrinni.
I stríðinu var gott að fá
skipsrúm á farskipunum en
fyrir stríð hafði verið atvinnu-
leysi og minna um að skipsrúm
losnaði. Ég byrjaði á Selfossi
gamla 1942 og var á honum allt
til 1953 en fór þessu næst á
Tungufoss og var á honum í
fimm ár. Eftir þetta breytti ég
til og fór á dráttarbátinn Magna
og eftir fimm ára starf á honum
var ég um hálfs árs tíma við
vinnu í Sundahöfn, en byrjaði
þá aftur hjá Eimskip og fór á
Lagarfoss. Þegar Lagarfossi var
skilað í fyrra fór ég yfir á þetta
skip.
— Aðstæðurnar á skipunum
eru orðnar allt aðrar heldur en
þær voru á mínum fyrstu árum
á farskipunum. Þá voru t.d. bara
segl yfir lestunum en nú eru
komnar rennilokur. Á gamla
Selfossi vorum við fimm saman
í herbergi en nú eru allir í eins
manns herbergjum. Lestun og
losun skipanna gengur líka mun
hraðar en áður og þá sérstak-
lega eftir að gámarnir komu til
sögunnar.
— Það hefur ýmislegt borið
við á þessum árum. Ég man t.d.
þegar við vorum einu sinni að
sigla til Halifax og vorum með
sand í lestunum sem ballest. Úti
fyrir Kanada lentum við í
ofsaveðri og ballestin kastaðist
út í aðra hliðina.'Þetta var á
Jón Kjartansson háseti á Fjall-
fossi sýslar við víra.
Við í áhöfninni vorum allir
sendir niður til að moka en tveir
af þremur kyndurum skipsins
neituðu alveg að fara niður
vegna hræðslu, því að þeir voru
sannfærðir um að skipið væri að
sökkva. Eftir nær hálfan sólar-
hring hafði okkur tekist að rétta
skipið af. Ég neita því ekki að
ég varð hræddur, en annað
hvort var að fara niður og moka
eða dagar skipsins voru taldir.
Sigraði í sund-
keppni á Sjómanna-
daginn 1945 og ‘46
— Sjómannadagurinn hefur
alltaf verið mikill hátíðisdagur
fyrir okkur sjómenn, þó hátíða-
höldin hafi um margt breytzt
með árunum. Ég tók sjálfur þátt
í hátíðahöldunum hér fyrr á
árum og sigraði árin 1945 og ‘46
í stakkasundskeppninni á Sjó-
mannadaginn í Reykjavík og
einnig í björgunarsundi. Við
syntum frá Faxagarði og yfir að
Ingólfsgarði en það var Erlingur
Pálsson, lögregluþjónn, sem
startaði. Ég man að annað árið
lá Líran við Ingólfsgarð og um
borð í henni var fjöldi áhorf-
enda. Líran hallaðist vegna
þunga fólksins um nær 40
gráður og munaði minnstu að
maður missti sundið af hræðslu
við að skipinu hvolfdi.
— Ég hef tvisvar í starfinu
þurft að færa mér í nyt sund-
þjálfun mína. í fyrra tilvikinu
var ég á reknetabát frá Akra-
nesi og átti að binda belginn í
stertinn en teygði mig of langt
og féll í sjóinn. Hitt atvikið
gerðist við Grænland en þá
vorum við á gamla Selfossi að
Framhald á bls. 62.
Jón Kjartansson sigraði í sund-
keppni á Sjómannadaginn (
Reykjavík á árunum 1945 og
1946 og hér er hann með
verðlaunagripi fyrir stakka-
sund og björgunarsund en
hann sigraði í báðum greinun-
um 1946.
gamla Selfossi og hann hallaðist
svo mjög á bakborðshliðina að
bátadekkið fór alveg niður í sjó.