Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978
43
„Farmenn erlendis
aðeins á sjónum
átta mánuði á ári
— þurfum ad stefna aó hinu sama"
Rætt vid tvo skipverja á Laxá
Niður á Granda var vöru-
flutningaskipið Laxá í 'þann
mund að leggjast að. þegar
okkur bar að. Við lögðum leið
okkar upp í brúna og hittum
þar fyrir Sigurð Pálmason.
annan stýrimann. Sigurður er
fæddur og uppalinn á Skaga-
strönd en býr nú í Reykjavík.
ásamt konu og tveimur börn-
um. Við spurðum Sigurð um
fyrstu kynni hans af sjó-
mennskunni.
„Langar fjarvistir
frá fjölskyldunni
aðalgallinnu *
— Ég er uppalinn í sjávar-
plássi og byrjaði að þvælast í
bátunum strax og aldurinn
leyfði. Seinna fór ég sjálfur að
róa og 18 ára fór ég í Stýri-
mannaskólann Eftir skólann
fór ég á fiskibáta og var á þeim
í sjö ár og þá mest sem
stýrimaður en nú er ég búinn að
vera rétt tæpt ár á farskipum.
— Störf á fiskiskipunum er
alls ekki nógu vel launuð miðað
við þá miklu vinnu, sem menn
verða að leggja á sig og það var
ein helzta ástæðan fyrir því að
ég breytti til og fór á farskip.
Því er heldur ekki að neita að
allur aðbúnaður farmanna bæði
í launum og aðstöðu í skipunum,
er mun betri heldur en menn
eiga að venjast á bátunum.
— En farmennskan hefur
líka sína galla og aðalgallinn
eru þessar löngu fjarvistir frá
fjölskyldunni. Enda eru aðrar
þjóðir búnar að gera sér grein
Sigurður Pálmason, annar
stýrimaður, í brúnni á Lajjá.
Ljósm. Mbl. Kristján.
fyrir og þar eru farmenn ekki
orðnir á sjónum nema átta
mánuði á ári. Að hinu sama
hlýtur að verða að stefna hér og
það fyrr en seinna. Og það er
heldur ekki nóg að menn eigi
kost á fríum heldur verða menn
að hafa efni á að taka þau. Því
miður eru launakjör okkar nú
þannig að meðan menn eru að
koma sér fyrir verður vinnutím-
inn lengri en æskilegt er fyrir
þá og ekki síst fyrir fjölskyldur
þeirra.
„Höfum keypt skip
sem ekki henta
við aðstæður-hér“
— Síðustu kjarasamningar
gáfu stýrimönnum heldur lítið í
aðra hönd og þá bæði í saman-
burði við laun annarra starfs-
stétta hérlendis og gagnvart
stýrimönnum á annarra þjóða
skipum. Manni er líka alltaf að
detta í hug að hætta, þegar
samanburður fæst við laun í
landi. Sjómennskan hefur ýmsa
ókosti sem góð launakjör verða
að bæta upp eigi menn að tolla
við þetta. En við sjáum líka
hversu mikill fjöldi fer t.d. í
gegnum Stýrimannaskólann en
eftir það eru menn kannski ekki
á sjónum nema í eitt eða örfá ár
og fara þá í land.
— Ég er þeirrar skoðunar að
mörg þeirra farskipa, sem keypt
hafa verið til landsins á síðustu
árum séu alls ekki nógu góð skip
til siglinga á úthafinu. Það má
ekki skoða þessi orð mín svo að
ekki séu í íslenska flotanum góð
sjóskip, þvert á móti, en það
hafa hins vegar margir hrein-
lega furðað sig á því að leyfður
Sigurgeir Jðnsson háseti var að
undirhúa opnun framlestarinn-
ar.
skuli innflutningur á sumum
þessara skipa. Við verðum að
athuga að mörg þeirra skipa,
sem Islendingar hafa keypt
síðustu ár eru ekki byggð fyrir
okkar aðstæður heldur ætluð til
siglinga á innsævi. Ég get nefnt
sem dæmi að í vetur vorum við
einu sinni 11 sólarhringa á
leiðinni frá Islandi til Gauta-
borgar og þar af 3 sólarhringa
við sama olíuborpallinn á
Norðursjónum. Veðrið var á
móti og sennilega hafa verið um
10 vindstig á þessum slóðum en
þó vélarnar væru keyrðar á fullu
stóðum við í stað.
„Ríkið felli niður
tolla af mynd
segulböndum í skip“
— Við sjómenn fáum í litlu
notið íslenska sjónvarpsins, því
við erurn rétt komnir út úr
höfnum hér, þegar yið hættum
að sjá það. Eins og ástandið er
nú, eru næsta litlir möguleikar
til að verja þeim tómstundum,
sem gefast á sjónum. Ég held að
það mætti nota myndsegulbönd
mun meira í þessu sambandi.
Það hefur ekki ýkja mikinn
kostnað í för með sér að koma
upp slíkum tækjum í skipunum
og ég tala nú ekki um ef
ríkissjóður kæmi til móts við
sjómenn í þessu og felldi niður
tolla og opinber gjöld af þessum
tækjum. Útgerðarfélögin þyrftu
vitanlega að setja slík tæki í öll
sín skip og með einhverjum
hætti þyrfti að koma upp
aðstöðu til að taka upp efni úr
Framhald á hls. 62.
Þekjandi
Sadolin
fæst i 12 litum.
Tilvalið ef þér hyggist
skipta um lit eða áferð.
Hrindir frá sér vatni,stenst
íslenska veðráttu frábærlega vel.
Síðumúla15 sími 3 30 70