Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 4
36 Rætt við Guðmund Ha/ivarðsson form. Sjómannafélags Reykjavíkur MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JUNI 1978 Ucssar tvær myndir voru teknar fyrir skömmu í hófi sem Sjómannasamband íslands hélt til heiðurs Jóni Sigurðssyni fyrrverandi forseta Sjómannasambandsins. Á cfri myndinni eru þeir með Jóni, Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands og Guðmundur Hallvarðsson. Á neðri myndinni eru nokkrir stjórnarmenn úr Sjómannafélagi Reykjavíkur ásamt Jóni, talið f.v.i Pétur Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Ililmar Jónsson, Guðmundur Hallvarðsson og Sigfús Bjarnason. „Okkar málstaður má ekkifallaígleymsku" ,.Á þessum hátíðisdegi sjó- manna er eðlilegt að sjómenn staldri við og líti yfir farinn veg og gleðjist um leið yfir þeim áföngum, sem náðst hafa á liðnum árum,“ sagði Guð- mundur Hallvarðsson formað- ur Sjómannafélags Rcykjavík- ur þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Við höfum náð tveimur stórum áföngum á stuttum tima. þ.e. í kaup- og kjaramál- um og sameiginlegt átak sjó- manna í Reykjavík og Hafnar- firði í byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða. Ennfremur má minnast á rekstur barnaheimil- isins og orlofshúsa sem sjó- mannasamtökin eiga og reka að Hrauni í Grímsnesi." Lagfæra Þarf kjör manna á stóru skuttogurunum — Hvernig standa kjaramál sjómanna um þessar mundir? „Sá samningur, sem við gerð- um síðast við Landssamband íslenzkra útvegsmanna um kaup og kjör fiskimanna á hátum og minni skuttogurum var merkur áfangi, sem verður í minnum hafður um ókomna framtíð, en þá náðum við því fram að gert sé upp á bátaflotanum mánaðarlega. llm kjör manna á stóru skuttogurunum er það að segja, að það hefur lítið verið hróflað við þeim samningum síðan þeir voru gerðir á árinu 1974, einu breytingarnar sem gerðar hafa verið eru hinar sömu og orðið hafa á heildarkjarasamningum landsmanna. Er nú svo komið, að verulegar breytingar þarf að gera á þessum samningum til samræmis við aðra samninga fólks sem á jafn lángan vinnu- dag og togarasjómenn. Um kaupskipin er það að segja, að í síðustu samningum náðu farmenn allverulegri kjarabót en það var á s.l. ári, og nú áður en hvalvertíð hófst, náðust nokkuð hagstæðir samn- ingar fvrir þá sem eru á hvalbátunum. Þannig tel ég okkar samningamál standa nokkuð vel um þessar mundir að frátöldum samningum sjó- manna á stærri skuttogurum, eins og áður greinir." Sjaldan munað eftir sjómönnum „Hins vegar er það svo, að við þurfum sífellt að vera vakandi yfir launamálum sjómanna- stéttarinnar og því miður er það ekki nema stöku sinnum, að munað er eftir sjómönnunum og þá helzt þegar vel gengur, því þá talar fólk í landi um laun þeirraj sem mest bera úr býtum. Þegar illa árar, eru þeir fáir se hugsa um kaup sjómanna og kjör. Það má bæta því hér við, að fiskverðsákvörðun hvers tíma er 'stór liður í kaupi sjómanna á fiskiskpum og nú þessa dagana er verið að ræða um nýtt fiskverð, en það gengur illa að ná samkomulagi." — Það er oft rætt um félags- mál sjómanna og yfirleitt verka- lýðsstéttanna í landinu. Kvartað er undan lélegri fundarsókn og félagsdeyfð. Er þetta mál ekki enn erfiðara hjá sjómannafélög- unum, þar sem stór hluti stéttarinnar er fjarverandi mik- inn hluta ársins? Erfitt að halda námskeið fyrir sjómenn „Hvað félagsmálin snertir þá er því ekki að neita að við glímum við sama vandamál og önnur verkalýðsfélög á landinu, það er hve fáir koma á fundi. Eg vil ekki kenna um félagsdeyfð sjómanna, heldur hve fast er nú sótt á togurunum, engin hrein vertíðarskil þekkjast lengur á bátaflotanum og viðdvöl kaup- skipanna í heimahöfn styttist sífellt með fullkomnari lestun- ar- og losunartækni. Við höfum lengi átt við eitt félagslegt vandamál að glíma, sem greinir okkur nokkuð frá öðrum verkalýðsfélögum og stéttasamtökum. Um alit land eru nú haldin alls konar nám- skeið og fræðslufundir fyrir vinnandi fólk, en það getum við ekki gert fyrir okkar félags- menn. Ef við færum út í eitthvert námskeiðahald, þýddi það einfaldlega að þeir sem hafa sjómennsku að ævistarfi þyrftu að taka sér frí, sem einfaldlega hefði í för með sér mikla tekjurýrnun hjá viðkomandi. Viö höfum engu að síður rætt um að koma á laggirnar ein- hvers konar námskeiðum og fræðslufundum þegar sjómenn eru helzt í fríi. Ég hef einnig heyrt marga ræða um fullorð- insfræðslu, en ég hef engan heyrt tala um að sjómenn þyrftu á þessari fræðslu að halda. Þeir gleymast þarna eins og oft áður. Aðrir geta sótt svona fræðslu í vinnutíma eða eftir að vinnu- tíma lýkur. Þá vil ég benda á, að hin ýmsu fyrirtæki hafa viðurkennt nauð- syn námskeiða fyrir trúnaöar- menn o.fl. og þar sem svona námskeið hafa verið samþykkt af VSI teljum við að fulltrúar útgerðarmanna í Vinnuveit- endasambandinu hafi einnig samþykkt þetta mikilsverða mál. Við þurfum að kanna það ásamt VSÍ hvernig bezt er að koma á slíku námskeiðahaldi fyrir sjómenn og í komandi kjarasamningum sjómanna hlýtur að verð rætt um þetta mál, og lausnin verður að finnast." — Nú ert þú fyrir Sjómanna- samband íslands í sérstakri nefnd sem fjallar um aðbúnað manna um borð í fiski- og kaupskipum. Hvernig miðar starfi nefndarinnar? Ný reglugerö um um aðbúnað um borð í skipum „Við síðustu heildarkjara- samninga landverkafólks var ákveðið að vinna að betri aðbúnaði og meiri hollustuhátt- um á vinnustöðum. Á svipuðum tíma var stofnuð nefnd út- gerðarmanna og sjómanna, sem fjallar um aðbúnað um borð í skipum og er formaður nefndar- innar Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri. Sú reglugerð sem í gildi er um aðbúnað um borð í skipum er frá árinu 1953 og er því löngu úrelt og reyndar er það svo, að enginn maður hefur látiö smíða skip nú í mörg ár, sem miðast við þessa reglu- gerð. T.d. má benda á, að í gömlu reglugerðinni segir í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.