Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, StJNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978
35
Friðrik Ásmundsson skólastjóri þakkar Guðna Hermansen fyrir
góða gjöf, en það er málverkið á bak við þá félaga.
Ljósm.i Sigurgeir.
Stýrímannaskólan-
um íEyjum s/itid
Vestmannaeyjum 31. maí.
Stýrimannaskólanum í Vest-
mannaeyjum var slitið þann 27.
mai' s.l. í skólanum voru 25
nemendur á 1. og 2. stigi. Við
skólaslit voru skólanum færðar
nokkrar góðar gjafir, þar á
meðal stórt og mikið málverk,
scm Guðni Ifermansen og frú
gáfu.
Af þeim, sem luku við 2. stig,
urðu þessir hæstir< Sævar
Sveinsson Vestmannaeyjum,
ágætiseinkunn 9.17. annar
varð Arnar Jónas Jóhannesson
frá Þórshöfn með 8.55 og þriðji
Árni Kristinsson frá Ilrísey
með 8.36.
Á 1. stigi varð Róbert Guð-
finsson frá Siglufirði efstur með
8.81, annar Guðmundur A.
Adolfsson, Vestmannaeyjum,
með 8.06 og þriðji Magnús
Jónasson, Þórshöfn með 7.94.
Skólastjóri stýrimannaskól-
ans er Friðrik Ásmundsson, þrír
fastakennarar eru við skólann
auk stundakennara.
S.J.
Friðrik Ásmundsson afhendir Sævari Sveinssyni prófskírteinið.
ar
OFT ER rætt um hina miklu
gjaldeyrisöflun sjávarútvegsins
fyrir þjóðarbúið, en það eru líka
margir sem hafa gagnrýnt of
hraða fjárfestingu í sjávarútvegi
eins og t.d. öli skuttogarakaupin.
En hvað aflar þá meðal skuttog-
ari fyrir landið? Til að grennslast
fyrir um þetta fékk Morgunblað-
ið útreiknaða verðmætasköpun
skuttogarans Runólfs SH 135 frá
því að skipið hóf íyrst veiðar árið
1975. í þessu dæmi er reiknað
útflutningsverðmæti af heildar
afla skipsins og ennfremur hver
kostnaður hefur verið við rekstur
skipsins í erlendum gjaldeyri.
Arið 1975 aflaði Runólfur fyrir
93.3 millj. kr. og útflutningsverð-
mæti aflans var 205 millj. kr. og
er þá gert ráð fyrir að innlend
fjármögnun hafi verið 135 millj.
kr. Næsta ár aflaði Runólfur fyrir
179.5 millj. kr. og þá var út-
flutningsverðmæti aflans 369
millj. kr. og þá var innlend
fjármögnun 340 millj. kr. Á
síðasta ári aflaði Runólfur fyrir
814 mil|. kr. gjald-
eyrishagnaður af
rekstri góðs skut-
togara í 3
262 millj. kr. og útflutningsverð-
mæti aflans var þá 500 millj. kr.
og innlend fjármögnun 330 millj.
kr. Aflaverðmæti Runólfs hefur
því verið 534.8 millj. kr. á þessum
þremur árum, útflutningsverð-
mætið 1.074 millj. kr. og innlend
fjármögnun 705 millj. kr.
Þótt gjaldeyristekjur af skipinu
séu 1.074 miilj. kr. þá er það ekki
í raun nettó-innkoma gjaldeyris,
því að sjálfsögðu þarf að greiða af
erlendum lánum, kaupa olíu,
veiðarfæri sem að hluta til koma
erlendis frá og alltaf er nokkuð
keypt til togara frá útlöndum
vegna viðhalds. Afborganir af
erlendum lánum voru 150 millj. kr.
þessi þrjú ár, olíukostnaður var 70
millj. kr., veiðarfæri kostuðu 35
millj. kr. og viðhaldskostnaður var
5 millj. kr. eða alls 260 millj. kr.
Samkvæmt þessu er hreinn gjald-
eyrishagnaður 814 millj. kr. og ef
innlendri fjármögnun er bætt við
verður efling þjóðartekna 1.520
millj. kr.
Karnabær
11 H Hl IIII
Fyrir 2 plötur ókeypis buröargjald.
Fyrir 4 plötur10% afsláttur og
ókeypis buröargjald.
City
City
to
Við viljum benda öllum tónlistarunnendum, sama hvar í flokki standa, á þessa plötu Gerry
Rafferty — CITY TO CITY. Þaö er samdóma álit allra, sem heyrt hafa hana, aö hér sé á
ferðinni- einhver besta, frábærasta og-,-(lýsingarorö eftir vali), sem komið hefur
fram langa lengi. Enda hefur hún og lag af henni „Baker Street“ öölast geysilegar vinsældir
beggja vegna Atlantshafsins og viö trúum því aö ekki líöi á löngu þar til viö hér á því miöju
förum aö gera viðlíka uppgötvun. Væri ekki rétt að athuga máliö?
í takt við tímann
í takt viö tímann er ekki eingöngu aö eiga alltaf til allar nýjustu og vinsælustu plöturnar,
heldur hugsum við af jafn mikilli ákefö um að eiga einnig nýjar plötur, sem hafa varla neina
möguleika á að seljast í þúsundum eintaka, en eru mikið þjónustuatriöi fyrir þann stóra
hóp, sem reglulega kemur í verzlanir okkar til aö fylgjast meö í hnotskurn hvaö sé aö eiga
sér staö úti í hinum stóra tónlistarheimi.
Hér að neðan gefur aö líta sýnishorn af plötum sem viö tókum upp nú fyrir helgina. Kennir
hér margra grasa og ættu allir að geta fengið eitthvaö fyrir sig, en allar eiga þær tvennt
sameiginlegt þessar plötur þ.e. að þær eru allar splunkunýjar og aö hljómplötudeildir
Karnabæjar eru fyrstu verzlanir á íslandi, sem hafa þær á boðstólum.
Nýjar Jazz/ Prógressív-
ar plötur
□ Al Di Meola — Casino
□ John McLaughiin — Electric Guitarist
□ The Writers — The Writers
□ Bobbie Humphrey — Freestyle
□ Hubert Laws — Say it With Silence
□ Mtume — Kiss this World Goodbye.
□ This Van Leen — Nice to Have Met You
□ Stanley Clarcke — Modern Man
□ Brian Auger & Julie Tibbets — Encore
□ Lonnie Liston Smith — Loveland
□ George Duke — Don’t Let Go
Rokk þungt og þróað
□ Climax Blues Band — Shine On
□ Television — Adventure
□ Sad Café — Misplaced Ideals
□ Graham Parker — Parkerilla
□ AC/AC — Power Age
O Footmaker — Footmaker
□ Van Halen — Van Halen
□ The Pirates — Skull Wars
□ Todd Rundgren — Hermit of Mink Hollow
□ Cheap Trick — Heven Tonight
□ Jim Kruger — Jim Kruger
□ Iggy Pop — TV Eye
□ Stranglers — Black And White
Soft Rokk/ Country o.fl.
O Carly Simon — Boys In The Trees □ Bonnie Tyler — Natural Forces
□ Johnny Mathis — You Light Up My Life □ Demis Rossons — Ný Plata
□ Al Stewart — Early Years □ Engilbert Humperdink — Last of the Romantics
□ Ringo Starr — Bad Boy □ Way on Jennings — Willie Nelson — Waylon & Willie
,r'(f \ □ Country Festival — Ýmsir þeir bestu (Aðeins kr. 5.400 fyrlr 2 plötur)
Ou *>£ '. □ Maria Mauldar — Southern Winds
®*v.4. \ □ john Hall — John Hall
* '' \ □ Tom T. Hall — New Train Same Rider.
\ □ Hand Reel: — Earl O’Moray
□ Fairport Convention — Tipplers Tales
□ Earl Scruggs Revue — Bold and New
□ Mel Brooks — Greatest Hits
□ David Bowie — Peter & The Wolf
V Hljómplötudead
V
o.
4».
o*. \ Laugavegi 66
\ S28155
Austurstræti 22
S. 28155.