Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 63 — Það hressir. . Framhald af bls. 47. koma sér í gegnum skyldunámið og helzt lengra, því ekki hafa allir úthald ævilangt á sjónuro. Er fiskurinn að verða búinn? — Ekki er það að sjá, sögðu þeir félagar, við trúum því ekki sjómennirnir, því við fáum alltaf eitthvað. Loðnan minnkar e.t.v. eitthvað, en það er ekki nema eðlilfegt því henni er mokað upp áður en hún hrygnir og því er ekki ótrúlegt að hún hverfi einn daginn rétt eins og síldin gerði hérna um árið. Eru einhver fleiri hagsmuna- mál, sem þið teljið brýnt að fá framgengt? — Við viljum gjarnan fá að sjá eitthvað til sjónvarpsins. Til dæmis væri fengur að því að fá sendi sem næði út á miðin hér út af Vestfjörðum, því það eru ótrúlega margir að veiðum hér. Annars væri frekar ráð að fá myndsegulbandasafn eða segul- bandabanka starfræktan við sjónvarpið. Ef komið væri upp slíku safni gætu skipin haft um borð myndsegulbandstæki til sýningar og þá getur mann- skapurinn haft sína hentisemi með hvenær hann vill horfa á sjónvarpið. Við getum ekki endiiega horft á venjulegar útsendingar á kvöldin, það geta komið pásur hvenær sem er að deginum og þá væri þetta mjög hentugt, og án efa vinsæl dægrástytting fyrir sjómenn. — Annað atriði mætti nefna en það eru helgarfríin, nú fáum við eitt helgarfrí í mánuði á sumrin einungis, og þyrfti þetta að vera svo allt árið. Nú var Hlíðar búinn að yfirfara allar birgðir og skrifa pöntunarseðilinn og því tími til að koma honum í búðina. — Eitt máttu nefna í viðbót, sögðu þeir að lokum, en það eru samgöngumálin. Héðan er mjög erfitt að komast og verðum við að treysta að mestu á flugið. Það er hins vegar svo með það að nú verður að panta með margra daga fyrirvara og þegar dagur- inn er e.t.v. runninn upp og við búnir að sleppa túr, þá er allt í einu ófært. Það sem við Vest- firðingar leggjum áherzlu á er að fá gerðan upphækkaðan veg yfir Þorskafjarðarheiði, en þar vantar ekki mjög miklar fram- kvæmdir til að vegurinn verði fær nokkrum mánuðum lengur á hverju ári en nú er. Slík samgöngubót er mjög nauðsyn- leg fyrir okkur, sögðu þeir Stefán Bjarnason og Hlíðar Kjartansson og skunduðu upp bryggjuna til að gera sig klára áður en haldið væri út síðar þann dag. — Ekki hægt að beita. . . Framhald af bls. 49. stunda hrefnuveiðar í mjög miklum mæli og Danir einnig og senda þeir allt að 200 tonna skip á þessar veiðar. Við getum ekki þurrkað út fiskstofnana eins og verið er að gera með loðnuna, t.d. þar sem hún er sótt lengst út í haf. Því þarf endilega að fara hundruð mílna á móti henni út? Er ekki alveg eins hægt að bíða eftir að hún komi nær landi og taka hana þá? Það er líka alltaf verið að stækka skipin og með því verður kostnaðurinn meiri að viðbætt- um þessu miklu vegalengdum. Það þarf enga pólitík til að sjá þetta, flestir vita um ástandið og gera sér grein fyrir því hvernig þessum málum er hátt- að, en það sem skortir er á sviði skipúlagningar og stjórnunar. Jón Helgason fluttist til ísa- fjarðar 1947 og hefur verið * búsettur þar síðan. Hann er fyrir nokkru hættur sjósókn en hefur eins og hann orðaði það sjálfur fengizt nokkuð við fólks- flutninga á sumrin: — Eg er nýbúinn að taka bátinn niður núna og er svona að gera hann kláran fyrir sumarið. Venjulega fer ég á hverju sumri allmargar ferðir yfir á Strandir, ýmist inní Veiðileysufjörð eða Hesteyrar- fjörð og gengur þá fólkið yfir í Hornvík og allt suður í Furu- fjörð og síðan yfir í Hrafnsfjörð þar sem ég tek það aftur. Eða ég fer öfugan hring, fyrst í Hrafnsfjörð og sæki fólkið að viku liðinni í Hesteyrarfjörð. Þetta eru ýmsir hópar, sem ég hef farið með, stundum fólk frá Útivist eða aðrir hópar, og hef ég mjög gaman af að stunda þessar siglingar og nota tæki- færið á milli þegar ég get til að leika mér á færið. — Gerði fyrst út. . . . Framhald af bls. 48 aðrir. Það er mjög algengt að menn fari í land á aldrinum 40 til 50 ára og eru þá búnir að fá alveg nóg. Hvernig hefur þér nú verið tekið í skólanum sem eina kvenmanninum? — Alveg prýðilega, ég hef ekkert fundið það að ég hafi verið litin hornauga fyrir að vera kona, og ég hef heldur ekki kynnst því að mér væri mismun- að í starfi á sjónum til þessa, sagði Sigrún Elín að síðustu. blómcnjol markaðstorq á íslandi Nýtt grænmeti Sumarblóma salan er hafin Stjúpmæöur Flauelsblóm Morgunfrú Levköj Dahlíur Tóbakshorn Kornblóm Nemesia Tómatar Stórlækkaö verö pr. kg. kr. 810 H eimilisblómavöndurinn þessa helgi er: 5 stk. rósir á aöeins kr. 950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.