Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 41 „Meðmæhur föstu veiðibanni yfir páska" — segir Ríkhard Magnússon skipstjóri á Gunnari Bjarnasyni SH 25 „Nýliðin vertíð var mjög erfið, þar sem veðrasamt var svo til aila vertíðina. Frátafir voru kannski ekki beint miklar. en engu að síður var erfitt að stunda sjó- mannsstarfið, og því er ekki að neita að veiðibannið um páskana kom sér mjög vel. því bræla var yfir alla helgidagana," sagði Ríkharð Magnússon skipstjóri á Gunnari Bjarnasyni SH-25 þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Gunnar Bjarnason var aflahæst- ur Ólafsvíkurbáta í vetur, með 612 tonn, og var eini báturinn af rösklega 20 bátum sem fékk 600 lestir eða meira. „í vetur sóttum við í fiskinn að mestu á heimaslóðum, en þó var einnig farið í Víkurálinn, en það var sama hvert farið var, alls staðar var lítið að fá,“ sagði Ríkharð. Þegar Morgunblaðið spurði Ríkharð hvort friðaða svæðið á Breiðafirði, sem reyndar snæfellskir sjómenn höfðu for- gang um að friða, væri farið að hafa einhver gagnleg áhrif, sagði hann: „Þetta friðaða svæði á Breiða- firði er innarlega á friðinum og er kallaður Lænur, og hef ég grun um að þessi friðun hafi borið árangur i vetur, þar sem fiskurinn gekk inn á svæðið og við misstum af honum þangað. Fiskurinn sem fékkst fyrir utan svæðið var vænn og fallegur." „Því er ekki að neita að meðalfl- inn fer árminnkandi, þetta 10—20% milli vetíða. Hins vegar hef ég trú á að þær friðunarráð- stafanir sem gerðar hafa verið eigi eftir að bera árangur. A sumum sviðum mætti veiðitakmarkanir þó vera enn strangari, að mínu mati. Um friðun þorsks á þessu ári er það að segja, að ég er að mörgu leyti meðmæltur frekari friðun. Þegar rætt var um þorskfriðun í upphafi, leist mér eins og svo mörgum illa á þetta í framkvæmd i fyrstu, en reyndin varð sú, að það Alls eru nú 45 farskip í flutningum milli íslands og annarra landa og til viðbótar sigla tvö skip í eigu fslendinga undir fána erlends ríkis — annað þeirra hefur komið nokkrum sinnum til íslands en hitt ekki. Alls eru í áhöfnum þessara skipa milli 450 og 500 manns. Þá má nefna að á þeim fimm varðskipum, sem eru í eigu íslendinga eru 120 skipverjar. Ljósm. Mbl. Kristján. Rikharð Magnússon skipstjóri. var ekki eins erfitt að kljúfa þetta og maður hélt í upphafi. Og ég held að það verði vel þegið hjá sjómönnum eins og öðrum aö fá frí yfir páskavikuna." Línuútgerð hefur farið vaxandi á Snæfellsnesi á undanförnum árum. Gunnar Bjarnason var meðal þeirra báta sem voru á línu framan af vertíð og við spurðum Ríkharð um reynsluna sem fékkst af línunni. „Að mínu mati og eftir þá reynslu sem ég hef fengið, myndi ég leggja til að bátar fengju ekki heimild til þorskveiða með net fyrr en í byrjun marz. Fram til þess tíma gætu bátarnir verið á línu og um leið myndu útgerðarhættir manna breytast nokkuð. Veiðar með línu hafa komið nokkuð vel út hjá mönnum og fiskurinn sem fæst á hana er miklu verðmeiri en í netin og hjá okkur var útkoman góð en við vorum með línu í einn og hálfan mánuð og á þessum tima fengum við 170 tonn, og hlutfallslega var þessi afli miklu verðmeiri en netaaflinn," sagði Ríkharð að lokum. NÝJUSTU TÖLUR! 9060 HESTÖFL Á undanförnum 4 árum höfum við flutt inn yfir 9000 hestöfl af Chrysler utanborðsmótorum, sem er meira en nokkur annar, innflytjandi utanborðsmótora getur státað af. Við höfum lagt mikið kapp á að hafa góða varahlutaþjónustu, því sumarið okkar er stutt, og mikilvægteraðgeta þjónaðviðskiptavinum okkar vel. Gott verð og góð þjónusta gerir meðal annars það, að bestu kaupin eru í Crysler utanborðs- mótorum. Fást í stærðunum frá 4 HP upp í 140 HP. 12 BÁTAR Shetland Boats Ltd. er stærsti framleiðandi á fjölskyldubátum í stærðunum 14-21 fet í Evrópu. Shetland framleiðir hvorki meira né minna en 12 báta á dag. Við höfum flutt inn Shetland báta í meira en 4 ár og eru nú milli 40 til 50 bátarfráShetland ínotkun umallt land. Shetland eru framleiddir í verksmiðjum sem uppfylla Lloyds kröfum. Shetland hefur bát fyrir þig og það á góðu verði. Einnig seljum við Fletcher hraðbáta, bátavagna fyrir þá báta sem við seljum og ýmsan varning fyrir bátaáhugafólk, svo sem kompása, lensidælur, flotvesti, mæla af ýmsum gerðum, botnlit, ankeri, bátastýringar, stjórnkapla, stjórnbox, dýptarmæla, siglingarljós o.fl. TRYGGVAGATA 10, REYKJAVÍK, SÍMAR 21460 - 21286 „Nú erum við búin að fá okkur Philips litsjónvarpstæki, og ég get sagt þér það, að ég var búinn að ganga hús úr húsi að kíkja á litinn hjá kunningjunum, áður en ég skellti mér á Philips. Sko, maður þarf að geta borið saman, til þess að geta áttað sig á því hvað maður vill. Svo heyrir maður, að þetta sé allt sama tóbakið, að þetta sé allt eins en það er nú öðru nær ... Við vitum að Philips stendur fram- arlega í tækninni, nú, og svo sér maður það, sem maður sér. Litirnir eru svo eðlilegir að maður hefði bara ekki trúað þessu. Blessaðu líttu til okkar í kvöld og taktu konuna og krakkana með. Ég vil endilega að þið sjáið í okkar tæki áður en þið ákveðið hvað þið ætlið að kaupa. Geriði það ... Jón cr einn af okkar bcstu sölumönnum samt vinnur hann alls ckki hjá okkur Hann notar hvert tækifæri til að segja kunningjunum frá því, hvað Philips litsjónvarpstækið hans sé frábært. PHILIPS litsjónvarpstæki með eðlilegum litum. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.