Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JUNI 1978 Guðmundur Jónsson o« Guðmundur Hagalín Guðmundsson, um borð í Heiðrúnu ÍS 4. Ráðleggjum öllum aðfaraásjó 1>AÐ IIAFÐI snjóað langt niður í hlíðar (jallanna umhverf;s Bolungarvík. en samt var kom- ið fram í síðustu daga maímán- aðar. Ekki voru sjómennirnir hrifnir af því. tiiluðu um það sumir að slíkur kuldi hlyti að vita á ís ekki margar mflur undan Vestfjörðum. í höfninni á Holungarvik lágu skipin Heiðrún og Dagrún og hiðu þess að fara á veiðar á ný. nýkomin af vciðum. Um horð i' Heiðrúnu hitti hlm. Mhl. tvo skipsmenn þá Guðmund Hagalín Guðmundsson og Guð- mund Jónsson. — Efí er búinn að vera hér í 3—4 sumur, segir Guðmundur Hagalín Guðmundsson, ojí er aðfluttur úr Önundarfirði, en hef stundað nám í Vélskólanum í Reykjavík. Guðmundur Jónsson sagðist einniíí hafa verið nokkur sumur á Bolungarvík og var þar einnig s.I. vetur og er hann háseti á Heiðrúnu en Guðmundur H. Guðmundsson er annar vél- stjóri. Þeir félagar voru spurðir um kjör sjómanna: — Þau eru ágæt þegar vel iiskast og ekkert yfir þeim að kvarta. Við höfum ákveðna kauptryggingu, og hún er að - segja skipsmenn á Heidrúnu vísu mjög lág, en við erum alltaf eitthvað yfir henni. — Við vörum á línu í vetur, en erum nýbyrjaðir á togveið- um. Túrarnir eru yfirleitt svona viku til 10 daga Iangir, en við komum inn í gær vegna brælu. Er mikill múnur á því að stunda sjó frá Vestfjörðum og annars staðar af landiriu? — Alveg tvímælalaust. Héðan er stutt á öll mið og af einhverjum ástæðum er mjög mikið um hálfgerða reiðileysis- útgerð að því er okkur finnst. Við getum miklu frekar siglt inn og landað heldur en þeir bátar sem sækja að sunnan, þeir verða að liggja í vari, t.d. undir Grænuhlíðinni meðan við förum inn og löndum og byrjum nýjan túr strax og brælunni linnir. Heiðrún Is-4 er 297 lesta skip smíðað á Isafirði og er áhöfn 15 manns. Skipstjórar eru Jón Eggert Sigurjónsson og Einar Hálfdánsson. Hverju er að þakka gott fiskerí, er það skipinu eða skipstjóranum? Þeir félagar hugsuðu sig nokkuð um og sögðu að þar spilaði margt saman: — Tækin eru orðin mjög góð og það hefur auðvitað mjög mikla þýðingu að vera kunnugur öllum hnútum, skipi og miðum. Heppni ræður einnig alltaf nokkru um árangur. Heiðrún er mjög vel útbúin til ýmiss konar veiða og það er gaman að vera á skipi sem getur verið á svona margs konar veiðum eins og Heiðrún er. Að Iokum voru þeir nafnar spurðir hvort þeir myndu ráð- leggja ungum piltum að fara á sjóinn. (Hins vegar gleymdist að fá álit þeirra á stúlkum sem sjómönnum): — Það er alveg óhætt að ráðleggja þeim að fara á sjó, a.m.k. ef menn ætla sér að ná í peninga, þá er þetta ágæt leið. Að vísu eru e.t.v svipaðir tekjumöguleikar í landi, t.d. ef mikil vinna er í frystihúsum, en á margan hátt er þetta án efa líflegra starf þótt tarnir geti orðið nokkuð strangar stundum. Rólegt var yfir smáhátabryggjunni þennan morgun, enda hafði snjóað í fjöll niður Undir byggð og tiildu sumir sjómannanna það vita á ís ekki langt undan landi. „Erfitt að reka skuttogarafrá — segir Birgir Sigurdsson skipstjóri EINN af skipstjórum okkar á Ilöfn í Hornafirði er Birgir Sigurðsson, sem nú er með Frey KE 98, en sá bátur var keyptur hingað til Hafnar í ágúst á síðasta ári. Birgir hefur verið hér skipstjóri um árahil og sjó- mennsku hefur hann stundað frá barnæsku. Skinney er hann kom hingað. Ingólfur Ásgrímsson, sonur Ásgríms tók þá við skipstjórn á Steinunni, en ég var aftur á móti með Skinney þar til báturinn var látinn ganga upp í kaupverð nýs togara sem við keyptum frá Noregi árið 1975. Fékk togarinn einnig nafnið Skinney. „Ég er fæddur á Djúpavogi árið 1938 og byrjaði mína sjómennsku þar, sem háseti á Víði, sem lengst af var kenndur við Akranes. Þegar fram liðu stundir dreif ég mig á stýrimannanámskeið, sem haldið var á Norðfirði að því er mig minnir árið 1958 og eftir það var ég stýrimaður á Sunnutindi frá Djúpavogi og Bergvík frá Kefla- vík,“ segir Birgir þegar við rædd- um við hann. I millitíðinni eða árið 1972 höfðum við keypt nýja og stærri Steinunni frá Noregi, og létum við lengja þann bát ári seinna. Gömlu Steinunni seldum við til Grinda- víkur og hét hún þar Pétursey. Skuttogarinn kom svo í júní 1975 og vorum við Þorleifur Dagbjartsson með hann til skiptis, allt þar til hann var seldur til Vestmannaeyja á síðasta ári.“ Freyr Ke 98 „Nú, ég fór í Stýrimannaskólann i Reykjavík veturinn 1963-64 og lauk þaðan fiskimannaprófi um vorið 1964. Ur skólanum lá leiðin til Hornafjarðar og réðst ég sem stýrimaður á Ólaf Tryggvason SF-60 en skipstjóri á Olafi var Tryggvi Sigurjónsson. Ég tók síðan viö skipstjórn af Tryggva á Ólafi Tryggvasyni um áramótin 1964-65 og var ég með þann bát i þrjú og hálft ár, eða þangað til við Ásgrímur Halldórsson stofnuðum ásamt fjölskyldum okkar útgerð- arfélagið Skinriey h.f. Fyrsti báturinri sem við keyptum var Steinunn frá Ólafsvík og var ég með þann bát þar til í desember 1970, að við keyptum Barða frá Neskaupstað og var hann skírður — Hvers vegna var Skinney seld til Eyja? „Rekstur á togara er á ýmsan hátt erfiður frá Hornafirði og réð það því að skipið var selt til Vestmannaeyja, þar sem það heitir nú Sindri. Nokkru eftir að togarinn var seldur keyptum við Frey KE og hef ég verið með hann síðan. Á þessum skipum hef ég stundað flestar veiðiaðferðir og gengið eftir atvikum vel.“ — Hvernig var vertíðin í vetur. „Vetrarvertíðin var góð og fengum við 720 tonn á Frey, í net og á línu. Nú er báturinn gerður út á humarveiðar, en ég hef tekið mér smáfrí, þar sem ég stend í húsbyggingu, eins og svo margir aðrir hér,“ sagði Birgir að lokum. Elías

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.