Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNI 1978
53
raðauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
Gróðrarstöðin
Grænahlíð
Bústaðavegi
Glæsilegt úrval af stjúpum og öörum
sumarblómum. Petúníur og Dahlíur, mikiö
litaval. Fjölærar plöntur og kálplöntur.
Sími 34122.
Til sölu
Hesthús í Víðidal
Um er aö ræöa helmings eignarhluta í allt
aö 10 hesta húsi. Tilboö óskast. Upplýsing-
ar í síma 81353 og 66688.
Miðstöðvarketill
óskast
3ja—4ra fm. miðstöðvarketill meö inn-
byggöum spíral og háþrýstibrennara,
óskast til kaups.
Upplýsingar í síma 43646.
Timbur til sölu
Upplýsingar í síma 74155, eftir kl. 7.
húsnæöi í boöi
Atvinnuhúsnæði til leigu
ca. 630 fm á 2. hæö aö Grensásvegi 11.
Uppl. veittar á skrifstofu vorri frá kl. 10—12
f.h. næstu daga.
vinnuvélar
Grensásvegi 11.
Til sölu
JCB-6C beltagrafa, 14 tonn, 1 fl. ástand
JCB-3D árg. ‘74 og FORD 4550 árg. ‘72
hjólagröfur.
MF-55C liðstýrö vélskófla. 13 tonn, árg. ‘74.
ALLEN 15 og 18 tonna kranabílar
KRÖLL og LINDEN byggingakranar, ýmsar
stærðir
Úrval vinnuvéla á söluskrá
Hraöafgreiösla á varahlutum í vinnuvélar
Ragnar Bernburg — Vélar og varahlutir
Laugavegi 22, s. 27020, kv.s. 82933.
Vinnuvélar
Eftirfarandi vinnuvélar eru til sölu ef
viöunandi tilboö berst.
LUKSTA mulnings- og hörpunarsamstæða.
CATERPILLAR jaröýta 1957.
CHASESIDE payloader 1966 / 3/2. c.y.
RAFSTÖÐ 120 Kv.
FORBRJÓTUR
Upplýsingar um ofangreindar vélar gefur
Sigurjón Magnússon s. 74323, Reykjavík.
Almennur
stjórnmálafundur
veröur haldinn 8. júní kl. 8.30 að Hótel Borgarnesi, Vínarsal.
Ræöumenn:
Friöjón Þórðarson, Jósep Friöþjófsson, Valdimar Indriöason og
Óöinn Sigþórsson.
Fyrirspurnir og umræöur.
Félag ungra sjálfstæöismanna Borgarnesi.
Hverfisskrifstofur
Sjálfstæðismanna í
Reykjavík
á vegum fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og
hverfafélaga Sjálfstæöismanna eru starfandi eftirtaldar
hverfisskrifstofur:
Nes- og Melahverfi:
Lýsi, Grandavegi 42, símar 25731 og 25736.
Vestur- og Miðbæjarhverfi:
Ingólfsstræti 1 A, sími 20880.
Austurbær og Norðurmýri:
Hverfisgata 42, 3. hæö sími 19952.
Hlíða- og Holtahverfi:
Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 85730, 82900.
Laugarneshverfi:
Bjarg, v/Sundlaugaveg, sími 37121.
Langholt:
Langholtsvegi 124, sími 34814.
Háaleitishverfi:
Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 28144 og 82900.
Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi:
Langageröi 21, kjallara. Sími 36640.
Árbæjar- og Seláshverfi:
Hraunbær 102 B, (að sunnanveröu) sími 75611.
Bakka- oo Stekkiahverfi:
Seljabraut 54, 2. hæö, sími 74653.
Fella- og Hólahverfi:
Seljabraut 54, 2. hæð, sími 74311.
Skóga- og Seljahverfi:
Seljabraut 54, 2. hæö, sími 73220.
Skrifstofurnar eru opnar alla virka daga, frá kl. 16 20 og
laugardaga frá kl. 14—18. Stuðningsfólk D-listans, er hvatt til að
snúa sér til hverfisskrifstofanna, og gefá upplýsingar, sem dð gagni
geta komiö í kosningunum. Svo sem upplýsingar um fólk sem er
eða veröur fjarverandi á kjördag o.s.frv.
Týr F.U.S. Kópavo
auglýsir
Fund um komandi alþingiskosningar
þriðjudaginn 6. júní kl. 20.30 í Sjálfstasöis-
húsinu Hamraborg 1, 3. hæö. Hannes H.
Gissurarson hefur framsögn um kosninga-
undirbúninginn. Allir ungir sjálfstæöis-
menn eru velkomnir, en fulltrúaráösmenn
Týs eru sérstaklega boöaöir.
\l f.LVSINt; \
SÍMINN KR:
22480
Þorvaldur Fahning
— Minningarorö
Að morgni kosningadagsins
varð vinur minn og svili, Þorvald-
ur Fahning, bráðkvaddur að heim-
ili sínu.
Ég kynntist Þorvaldi eða Valda,
eins og hann var alltaf kallaður,
fyrst er ég kenndi honum reikning
í Iðnskólanum, en atvikin höguðu
því þannig að seinna giftist hann
mágkonu minni og tókst þá með
okkur vinátta, er ekki hefur borið
skugga á síðan.
Auðvitað á ég bágt með að sætta
mig við að svona skildi fara,
sérstaklega þegar þess er gætt að
loks stóð til að hann færi út til
Englands í júní í hjartaaðgerð. En
ef til vill myndi hann sjálfur hafa
lýst þessu með orðatiltæki er hann
notaði oft, en það var: „Það gengur
nú svona til manni minn
Valdi var fæddur í Reykjavík 17.
ágúst 1929. Sem kornabarn var
hann tekinn í fóstur og ættleiddur
af hjónunum Margréti Þorvalds-
dóttur og Fredrik Fahning, járn-
smið. Þau gengu honum í foreldra
stað og reyndust honum í hvívetna
vel, en þau eru nú bæði látin.
Valdi lærði járnsmíði undir
handleiðslu fóstra síns í Stál-
smiðjunni.
Þann 19. des, 1953 gekk hann að
eiga eftirlifandi konu sína, Sigríði
Eyjólfsdóttur, sem var fráskilin
með tvo unga syni, er hann
ættleiddi og gekk í föður stað.
Reyndist hann þeim sem besti
faðir. Með Sigríði eignaðist hann
eina dóttur, sem skírð var Margrét
í höfuðið á fóstru hans.
Valdi var sérstaklega dagfars-
prúður, samviskusamur og þægi-
legur í allri umgengni og góður
starfsmaður í alla staði. Nú síðast
eftir að hann veiktist vann hann,
sem vaktmaður hjá Iðnvogum og
bað stjórnin mig að koma á
framfæri þökkum fyrir sérstaka
trúmennsku í störfum og fyrir
frábær störf að öllu leyti.
Valdi var vinur vina sinna og
sérstaklega hjálpsamur við alla, ef
hann gat því við komið.
í tómstundum sínum tefldi hann
dálítið og meðan hann vann í
Stálsmiðjunni tefldi hann þar á
fyrsta borði. í smiðjukeppni tefldi
hann t.d. við Arinbjörn Guð-
mundsson þáverandi landsliðs-
mann með tiltölulega góðum
árangri. Hann var ásamt mér í
skákklúbb með 5 góðum skák-
mönnum.
Þar tefldi hann margar fallegar
skákir, en minnisstæðastur verður
hann okkur þó áreiðanlega fyrir
prúðmennsku sína við taflborðið,
en í hraðskák vill oft hitna í
kolunum og margur maðurinn
skiptir þá skapi, en Valdi var
alltaf jafn hógvær og kurteis.
Valdi var heimagangur á mínu
heimili og var þar alltaf auðfúsu-
gestur og söknum við hjónin því
góðs vinar.
Um leið og ég kveð Valda vin
minn í síðasta sinn bið ég guð að
veita konu hans, börnum og
barnabörnum styrk í sorg þeirra.
Gunngeir Pétursson.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Hvers vegna níðast sumir menn á skepnum og svelta þær?
Mér finnst að kristnum mönnum beri skylda til að sýna
þessum dýrum, sem Guð hefur skapað. umhyggju.
Ég álít, að kristnir menn ættu að finna til ábyrgðar
gagnvart öllum skepnum, sem Guð hefur skapað.
Eðlilegu fólki þykir vænt um dýr. Það er ekki aðeins
ókristilegt að fara illa með dýr, heldur ómannlegt. Jesús
sagði: „Eru ekki tveir spörvar seldir fyrir einn
smápening? Og þó fellur ekki einn þeirra til jarðar án
vilja föður yðar“. Það er ekki svo, að sá, sem verður
kristinn, verði þá fyrst dýravinur, heldur eflist og eykst
elska okkar á allri sköpun Guðs.
Þó vil ég bæta við þetta, að ég tel ekki, að ást okkar
á dýrum ætti að vera meiri en ást á mönnum og elskan
til Guðs. Sumu fólki hættir til að fara með gæludýr sín
eins og þau væru hjáguðir. Guð gaf son sinn fyrir
mannheim — af því að það var mannheimur, sem hafði
syndgað og glatað andlegum arfi sínum.
Ég á nokkur gæludýr, og nýlega fékk ég fleiri. En Guð
hefur skapað í mér elsku til manna, og það er þessi elska
til þeý-ra, sem Kristur dó fyrir, sem knýr mig til að
yfirgefa heimili, fjölskyldu og gæludýr.
Gott er að láta sér annt um dýrin sín. En það má ekki
slæva ábyrgð okkar gagnvart mönnunum