Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 Sigrún Eiín fyrsti íslenzki kvenstýrimaðurinn: „Gerði fyrst út með pabba 14 ára gömul" siglinfíum fiskiskipa af hvaða stærð sem er og á verzlunarskipi allt að 400 rúmlestum, þegar fullnægt hefur verið ákveðnum skilyrðum um siglingatíma. Skipstjóraréttindi fæ ég síðan eftir 18. mánaða stýrimanns- tíma. Hvað varðar framtíðina er ég ákveðin í að fara næsta vetur í 3. stigið og fá með því full réttindi á verzlunarskip, en ég hef mikinn áhuga á að reyna fyrir mér á því sviði. Hirlgað til hef ég eingöngu verið á fiski- „Afskipti mín af sjómennsku hefjast strax þegar ég er 11 ára gömul heima hjá foreldrum nu'num á Djúpavogi. Uað sumar gerðum við pahhi út saman 3'/g tonna trillu og komst ég þá þegar á hragðið. og hef haldið mig við sjóinn alla tíð síðan." sagði Sigrún Elín Svavarsdótt- ir. sem nýverið útskrifaðist f.vrst íslenzkra kvenna með full skipstjórarréttindi á iill fiski- skip. Eins og ég sagði komst ég á bragðið strax fyrsta sumarið sem ég var til sjós og síðan hef ég verið öll sumur á sjónum að viðbættum tveimur vetrarver- tíðum, áður en ég fór í skólann, en þar hef ég síðan verið undanfarna tvo vctur. Fór fyrst i fyrsta stig skólans og fékk með því stýrimannaréttindi á allt að 120 rúmlesta fiskiskipi í innan- landssiglingum. í vetur var ég svo í 2. stigs náminu sem gefur stýrimanns- réttindi í innan-og utanlands- Við útskriftina, Jónas Sigurðsson skólastjóri óskar Sigrúnu til hamingju. skipum. Svo er líka bara gott að Ijúka því af meðan tími og aðstæður leyfa. Það er alltaf erfiðara að fara að byrja aftur hafi maður hætt námi, eins og svo mörg dæmi eru um hjá fiskveiðisjómönnum sem hafa farið í 3. stigs námið löngu eftir að þeir hafa lokið fiskiskiparétt- indunum. Ert þú fyrsta konan sem innritast í skólan almennt? Já, það hefur engin kona til þessa komið þangað, en það hlýtur að verða tilbreyting þar á, sérstaklega þegar fordæmið er komið. Þetta starf er allt eins fvrir okkur konur eins og karla. Það voru~að vísu önnur viðhorf hér áður fyrr þegar störfin til sjós voru til muna erfiðari en nú er, og á stærri skipunum í dag er líkamlegt erfiði mjög lítið. Annars er sjómennskan al- mennt töluvert erfið, t.d. hef ég jafnan átt við erfiðleika að stríða vegna -baksins. Maður stendur borginn í baki marga tíma á dag í aðgerð, þannig að maður er ansi slappur eftir heila vertíð eins og t.d. þá síðustu sem ég var á. Þá gat ég varla hreyft mig töluverðan tíma á eftir vegna bakverkja. Hvað finnst þér um að vera svona stöðugt að heiman? — Það er allt í lagi. Á þeim bátum sem ég hef verið á til þessa hafa útilegur ekki verið meiri en um hálfur mánuður, svo það er nú allt í lagi. Ég á nú ekki heldur von á því, að ég verði í þessu ævilangt frekar en Framhald á bls. 63. Margar tegundir aff Barock sófasettum, mismunandi mikiö útskorin. Skoöiö okkar fjölbreytta úrval aff því bezta á heimsmarkaönum. Lítið í gluggana sjón er sögu ríkari. húsgögn Grensásvegi 12, sími 32035. mm '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.