Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.06.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1978 39 um brú, en reynslan er sú aö það | elzta í skipinu er það bezta,“ sagði Jón Magnússon þegar Morgun- blaðið ræddi við hann. „Það má geta þess, að ég lét gera þykktar- mælingu í skrokk Garðars í fyrra og þá kom í ljós á % hlutar skrokksins eru 9 mm að þykkt, ennfremur er Garðar allur hnoð- aður sem gerir styrkleikann enn meiri. Enda er það svo að það sést ekki ein einasta dæld á skrokknum eftir öll þessi ár. Það eina sem vantar í Garðar — miðað við nútímaskip — er harð- viðurinn, annars eru íbúðir og reyndar allt um borð hið þokkaleg- asta. Garðar hefur líka reynst vel i minni eigu, enda er það stað- reynd að menn fiska ekki betur, þótt þeir hafi harðviðarinnrétting- ar um boð.“ ÓÞarfi að kasta milljónum í nýtt skip Við spurðum Jón hvers vegna hann hefði keypt Garðar á sínum tíma: „Halldór Snorrason var eiginlega hættur að geta gert skipið út, þar sem illa gekk að manna það. Hins vegar hefur mér tekizt að gera Garðar út með góðum árangri. Aflinn í vetur var 740 tonn, og hann hefur áður verið betri. Það er því ljóst að það er óþarfi að kasta milljónum í ný skip, og Garðar kostaði mig ekki meira en ljósavél í nýjum skuttog- ara. Þá hef ég ekki orðið var við annað en að áhöfnin hafi farið ánægð frá borði, enda er Garðar gott sjóskip og fer vel með menn. Að vísu fer hann ekki hratt yfir hafið, en hann hefur alltaf komizt á áfangastað." — Ætlarðu að eiga Garðar eitthvað áfram? Ætla að eiga Garðar áfram „Ég hef hugsað mér að eiga hann þar til yfir lýkur, það er að segja þar til annar hvor okkar gefst upp, og á ég von á að ég verði á undan. Mér þykir vænt um þennan bát, enda er það svo með þessi gömlu skip, að þau hafa sál. Ég hef alla tíð kunnað vel við mig á gömlum skipum. Við skipstjórn hef ég verið í 30 ár og þegar ég byrjaði skipstjóri var það á 30 ára gömlu tréskipi, en það var á vetrarvertíð frá Patreksfirði. Þá var ástandið hér þannig, að flestir höfðu gefizt upp á að róa héðan á bátum, en mér tókst að sýna fram á það þennan vetur, að hægt var að fiska héðan. Það er aðalatriðið að gangverkið í skipunum sé í lagi.“ Fiski fækkar í sjónum í hlutfalli viö fjölgun togaranna Um vertíðina í vetur sagði Jón: „Nýliðin vertíð var erfið, tíðarfar var leiðinlegt og fiskur í sjónum fer síminnkandi og að mínu mati fækkar fiski í sjó í hlutfalli við aukningu togaraflotans. Sem dæmi má nefna að fyrir tveimur árum fékk ég 1000 lestir á Garðari, i fyrra fengum við 900 tonn og í vetur ekki nema 740 tonn og þótti gott. Aflinn minnkar því um meira en 10% á ári, þrátt fyrir að fiskileitartækin batni sífellt og sama er að segja um veiðarfærin. Þær aðgerðir sem gerðar hafa verið til að friða þorskinn duga engarin veginn, því sóknin eykst sífellt með nýjum skipum. Ég er ekki á móti togurunum, en þeir eru alltof margir á þorskveiðum nú. Að mínu mati þarf að skipa togaramönnum að stunda vissar veiðar eins og t.d. kolmunnaveiðar a.m.k. einhvern tíma á hverju ári.“ — Hvað á að gera í sumar? Hvílum okkur i sumar — Ég og Garðar gamli ætlum að hvíla okkur, en það höfum við alltaf gert á sumrin. Annars er ég með annan bát, Vestra, og enn- fremur fiskverkun, þannig að ég hef í nógu að snúast yfir sumarið. Það var líka þannig þegar ég keypti Garðar, að ég keypti bátinn ; vegna þess hve ódýr hann var, þannig að ég get gert hann út eftir geðþótta. Skipstjórastarf mitt er að verða hálfgert tómstundagam- an yfir veturinn," sagði Jón Magnússon að lokum. Nokkrir kennarar og forráða- menn Fiskvinnsluskólans í kennslufrystihúsi skólans. Inntökuskilyrðii Inntaka nemenda í Fiskvinnslu- skólann fer eftir hve mörgum stigum þeir hafa lokið í tilteknum námsgreinum og fer nám þeirra í skólanum eftir þeim stigafjölda. Fyrst um sinn eða meðan talin er þörf á, er heimilt að leyfa þeim sem eru 25 ára og eldri og unnið hafa við fiskvinnslu a.m.k. í 5 ár að stunda nám við Fiskvinnslu- skólann og útskrifast þaðan sem fiskiðnaðarmenn, þá án þess að stunda nám í frumgreinum, þ.e. almennum greinum. Almenn inntökuskilyrði í skól- ann eru þau, sem menntamála- ráðuneytið setur um inntökuskil- yrði nemenda í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla. Þar sem námið í Fiskvinnsluskólanum hefst eftir að ákveðnum áföngum er lokið í Flensborgarskóla, eða annars staðar setur sá skóli ákvæði um hvernig náminu í frumgreinum skuli háttað, þ.e.a.s. með hvaða hraða hægt er að ná tilskildum stigum. Utanborðs- mótorar 2-235 hestöfl Evinrude framleiðir utanborðs- mótora í mörgum stærðum, þann- ig að allir geta fundið þá stærð (og styrkleika) sem þá vantar, hvort heldur er fyrir fiskibáta, hraðbát, gúmmíbát eða litla kænu. Kraftmikill og öruggur Það er ekkert eins ánægjulegt og að þjóta eftir vatnsfletinum, láta andvarann leika um sig - og njóta EVINRUDE til fullnustu. Evinrude er öruggur mótor, sem gerður er fyrir áreynslu, og honum er hægt að treysta. Evinrude öðrum fremri Framleiðendur Evinrude hafa hugsað fyrir öllu, og á 70 árum, hafa þeir full- komnað utanborðsmótorinn svo mjög, að þeir geta boðið meiri gæði, en verðið segir til um. Nú getur EVINRUDE orðið allra eign. Evinrude þjónusta Fullkomin vara- hluta og viðgerð- arþjónusta, sem tryggir enn frekar örugga notkun Evinrude. ÞÚRf SÍMI 81500■ÁRMÚLA11 Rockwell Delta 90 'H ELECTRICALS 12“—14M sög G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Ármúla 1. — Sími 8 55 33. Frábær gseði fyrir litið verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.