Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 Tónllst á Listahátíð eftir JÓN ÁSGEIRSSON Tutter Givskov, 1. fiðla, Mogens Durholm. 2. fiðla. Mogens Bruun, víola, Asger Lund Christiansen, selló. Kammertónleikar Strokkvartett Kaupmanna- hafnar hélt tónleika í Norræna húsinu s.I. sunnudag og lék tónlist eftir Mozart, Schubert og Þorkel Sigurbjörnsson. Undir- ritaður missti af 1. þætti Mozarts-kvartettins, sem er sá 19. í röð 23 kvartetta eftir Mozart. Yfir leik Kaupmanna- hafnar-kvartettsins var látlaus blær, hvergi tekið í en allt í góðu jafnvægi. Þorkell Sigurbjörns- son skilar hér einni af þeim pöntunum, sem Nomus nefndin úthlutar í formi starfslauna og greidd eru úr Menningarsjóði Norðurlanda, en hann er einnig ritari í íslensku nefndinni, sem er aðili að samnorrænu úthlut- unarnefndinni. Samkvæmt ný- útkominni skýrslu Nomus um úthlutun á pöntunum tónverka, fjármögnuðum af Norræna Menningarmálasjóðnum, virðist Þorkell vera vinsælasta tón- skáld Norðurlanda. Ef miðað er við Strokkvartett nr. 2, sem Þorkell leggur hér fram, má ætla að lítið komi í aðra hönd fyrir slíka vinnu. Verkið hófst með heittóns frávikum frá liggjandi tóni og smám saman breiddist steffrymið út og virtist ætla að leiða til einhvers. Einhvern veginn datt þetta upp fyrir og eftir nokkrar tilraunir með ýmis konar tóntiltektir, var gripið til nýjustu tískunnar, að vitna í eldri stíltegundir. Reisn- in náði svo hámarki með því að tína til eina og eina hendingu úr danska barnalaginu Der bor en Bager. Þetta verk er kyndugur bakstur og endaði með gamalli lummu frá Atla Heimi, að láta einn hljóðfæraleikarann hefja klapp og þar með sleppa við að ljúka verkinu. Ja, þarna lágu Danir í því. Tónleikunum lauk með Kvartett nr. 13 eftir Schu- bert. Fyrir smekk undirritaðs var flutningurinn átakslaus og laus við alla rómantík. Sem aukalag flutti Strokkvartett Kaupmannahafnar þátt úr kvartett eftir Niels W. Gade og væri vert að heyra þá flytja verkið í heild. Það væri meira nýnæmi í að heyra þau tónverk dönsk, sem þessi kvartett hefur haft forgöngu um að kynna, en miðevrópska klassík, sem hefur allt fram á okkar daga verið eins konar burðarok, sem fáir hafa þorað að kasta. Það skiptir ekki máli hvernig Danir leika Mozart, heldur hvað þeir hafa til að leika af danskri tónlist og þar búa Danir vek Jón Asgeirsson. Listahátíð 1978 Listahátíð 1978 var opnuð s.l. laugardag með meira tilstandi en nokkru sinni fyrr. Eftir tvær rigningarræður upphófst kát- legt tilstand stultuleikflokksins frá Múnc-hen, með alls kyns flírulátum og fettuni og á meðan gestir nutu listar Errós, var og til viðbótar öllum boðið upp á Ragtime-tónlist, er Jóhann G. Jóhannsson lék. Þó var ekki allt komið í fullan „sving" fvrr en um kvöldið á tónleikum Oscars Peterson. Peterson er frábær píanóleikari og er um margt ólíkur öðrum „jazzistum" ekki í stíl, heldur formskipan tilbrigð- anna. „Jazzimprovisation" er að formi til samstæö klassíska „variation“-forminu, þar sem sömu hljómarnir eru notaðir sem grunnur. Laggerðin í fyrir- myndinni skiptir ekki miklu máli í tilbrigðunum, en hrynræn mögnun og slökun eru grunn- þættir þeirra tónrænu átaka, sem eiga sér stað í jazztónlist- inni. Tilbrigðin hjá Peterson eru skýr í formi. Til að nefna eitthvað gæti leikur hans hafist á hægferðugri hljómaröð, með tilfinningu fyrir tvöföldun í hraða og smá stefi sem snöggu innskoti. I næstu tilbrigðum vex tónvefurinn og hrynmögnunin nær hámarki í smástígum skalastefjum. Þá kemur það fyrir, að hljóðfallinu er breytt og seinustu tilbrigðin eru með öðrum blæ, þar sem hrynmögn- unin er ofin í hvasst og hljóm- rænt ferli. Þessi formmótun er nijög skýr hjá Peterson og fær auk þess sérstakt inntak, vegna margbreytileika í stíl, sem minnir oft sterklega á gamla snillinga. Sú hrynræna spenna og slökun, sem einkennir jazz, er mjög sterk hjá Peterson, en auk þess felld inn í lag og hljómferli, sem er ljóst og skýrt, þannig að hlustandinn verður ekki aðeins endum finnist Peterson ekki leika jazz, heldur aðeins tónlist. Sveiflunni sé fórnað fyrir flókið tónferli, sem þeir kalla tækni- sýningu, og áorkanin sé ekki vegna sveiflunnar, heldur tæknilegra yfirburða hans sem píanista. Fyrsta degi Listahátíð- arinnar, sem hófst með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur (sem indíánar myndu kalla regnsveit) svo veðurguðirnir héldu ekki vatni og alls konar nútímalegu tilstandi í látæði, tónlist og myndum, lauk með hörku sveiflu í Laugardalshöllinni. Listahátíð sem aðeins er daga- munur fyrir þá sem hafa þjálfað sig i að upplifa list á sérstakan hátt, verður máski ákaflega fín, en með því að sem flestir fái tækifæri til aö gera sér daga- mun, verður listahátíð sótt af almenningi, sem mun vaxa frá átrúnaðargoðum sínum og draumamyndin þoka fyrir raunverulegri upplifun. Jón Asgeirsson fyrir „mótorískum" áhrifum, heldur þarf hann að greina flókið tónferli. Margir þeir, sem aðeins vilja upplifa tónlist í gegnum sterkt áreiti hljóðfalls, geta ekki hlustað sér til ánægju á tónlist, þar sem tónferlið geri kröfu til vitsmunalegrar grein- ingar. Þessi munur b.vggist á því, að í fyrra tilfellinu er áorkan tónlistarinnar aðalatrið- ið, en í því seinna er vitsmuna- leg greining undirstaða upplif- unarinnar. Þarna er að finna skýringuna á því hvers vegna styrkur og hljóðfall eru mikil- vægir þættir í allri árhifamögn- un. Oscar Peterson er meira en hrynmagnari. Hann skírkostar til vitsmunalegrar upplifunar og hefur það meira að segja heyrst, að mörgum einlægum jazzunn- Gísli og Hall- dór Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson hafa verið duglegir við að halda uppi merki ís- lenskra píanóleikara undanfarin ár. Þeir hafa undanfarið leikið nokkur tvíleiksverk fyrir píanó og má þar, auk þeirra verka er þeir léku nú, nefna La valse eftir Ravel. Nú frumflytja þeir hér á landi Vorblót, eftir Stravinskí. Vorblót er stórfenglegt verk og sem ballett var það ekki aðeins nýstárlegt að gerð, fyrir París- arbúa 1913, heldur og heiðið og grimmt. Undirritaður las með hljómsveitargerð verksins og er píanóútfærslan ótrúlega ná- kvæm. Þar sem hljóðfallið er sterkt, er hljómur píanósins sannfærandi, en marglit hljóm- Gísli Magnússon Ilalldór Haraldsson sveitarútfærslan gerir saman- burð svolítið gráan fyrir píanó- ið. Allt um það. Gísli og Halldór léku verkið mjög vel, þó síðasti kaflinn, þar sem í ballettinum er gert ráð fyrir að stúlkan fórni sér með því að dansa sig í dauðann, hefði mátt vera tryllt- ari. Seinna verkið á tónleikun- um var Sónata fyrir tvö píanó og ásláttarhljóðfæri eftir Bela Bartok. Þetta verk hafa þeir leikið áður og einnig með Sinfóníuhljómsveit Islands í konsertgerð Bartoks. Það var auðheyrt að verkið lék þeim í hendi. Gísli og Halldór hafa með samleik sínum ekki aðeins gefið hlustendum tækifæri til að upplifa þessi meistaraverk í lifandi gerð, heldur lagt ís- lenskri tónmennt lið og aukið metnað og álit íslenskra hljóm- borðsmanna. Þeim til aðstoðar í seinna verkinu léku Oddur Björnsson, ungur og efnilegur tónlistarnemi, og Reynir Sig- urðsson á slagverk og áttu þeir sinn þátt í áhrifaríkum flutn- ingi. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.