Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 I>RÓTTUR frá Neskaupstað sótti okki gull í greipar KR-inga er liðin léku saman á Laugardals- yellinum á laugardag f 2. deild Islandsmótsins í knattspyrnu. Sigur KR, 4—0. var verðskuldaö- ur og hefði getað orðið mun stærri eftir gangi leiksins. Veður var ekki knattspyrnumönnunum hagstætt á laugardag. úrhellis- rigning var svo til allan tímann oíí áttu leikmenn af þeim sökum erfitt með að fóta sig á hálum vellinum. En lítum á gang leiks- ins. Fyrri hálfleikur var frekar jafn fyrstu 15 mínuturnar, en þá tókst KR-ingum að ná betri tökum á leiknum þó ekki sé hægt að hrósa þeim fyrir góða knattspyrnu. Of mikið var um tilviljunarkenndar langspyrnur sem framherjarnir áttu að vinna úr. Það sama var uppi á teningnum hjá leikmönnun- um Þróttar. KR-liðið sótti mun meira og um tíma var um algera KR-ingar unnu Þrótt- arana mjög verðskuldað einstefnu að ræða á mark Þróttara en þeim tókst þó alltaf að bjarga sér út úr ógöngunum og koma í veg fyrir mark. Einu sinni skall þó hurð nærri hælum er bjargað var naumlega á línu. ¦ , .„ ,, . Markið la í loftinu, og á 30. mínútu leiksins kom fyrsta og eina mark fyrri hálfleiks. Sverrir hafði gefið inn í vítateiginn og markvörður Þróttar sem stóð sig mjög vel í leiknum kom út á móti en missti af knettinum. Stefán Örn Sigurðsson náði boltanum, komst einn innfyr- ir og var ekki í vandræðum með að renna knettinum í markið. Var þetta frekar ódýrt mark, og varð fyrir slæm mistök í vörn Þróttar. Staðan í leikhléi var því 1—0. Leikmennirnir höfðu rétt hafið síðari hálfleikinn, er KR nær sókn og Stefán á gott skot, sem bjargað er á línu, og knötturinn hrekkur út og fyrir fætur Sigurði Péturssyni sem spyrnir viðstöðulaust í netið, 2—0. Þetta mark kom á 46. mínútu leiksins. Eftir þetta mark dofnaði heldur yfir leiknum. Leikmenn Þróttar reyndu að sækja en gekk frekar illa að ná skipulögðum samleik og áttu engin verulega góð markfæri. Upp úr miðjum síðari hálfleik lifnaði verulega yfir leiknum og áttu þar KR-ingar stærri hlut að máli. Náðu þeir nú sínum besta leik- kafla og léku oft ágætlega saman. Þriðja mark leiksins og það fallegasta kom upp úr þessum leikkafla. Eftir góðan samleik var •Wm-mtv Haukarnir gerðu góða ferð norður ®&msm$m& HAUKARNIR úr Haínarfiröi gerðu góða ferð til Akureyrar á laugardag þegar þeir sigruðu Þórsara með tveimur mörkum gegn engu. Þórsarar hafa komið mjög á óvart í upphafi mótsins, vakið athygli fyrir slaka frammi- stöðu. Það er slakt að lið sem í fyrra lék í I, deild skuli aðeins hafa hlotið þrjú stig eftir fjóra lciki í 2. deild. Að vísu hafa orðið miklar mannabreytingar frá í fyrra. cn langt í frá að um nokkra nýgræðinga á knatt- spyrnusviðinu sé að ræða. Haukar Iéku í fyrri hálfleiknum undan nokkurri golu, en þrátt fyrir það voru Þórsararnir öllu atkvæðameiri í upphafi, án þess þó að skapa sér veruleg marktæki- færi. Það var því í hróplegu ósamræmi við gang leiksins þegar Haukarnir skoruðu fyrra mark sitt. Það var Daníel Gunnarsson sem skoraði eftir hornspyrnu frá vinstri. Um miðbik hálfleiksins juku Haukarnir síðan forystu sína. Vignir Þorláksson bakvörður, skaut þá þrumuskoti af um 35 metra færi. Markvörður Þórsgerði þá reginskyssu að reyna að grípa boltann í stað þess að slá hann yfir eða framhjá, en mistókst og í netið lak boltinn. í síðari hálfleiknum sóttu Þórs- ararnir stíft, en afar óskynsam- lega. Byggt var upp á löngum boltum fram og háum inn í teiginn sem ýmist höfnuðu fyrir aftan mark eða strönduðu á Ólafi Jóhannessyni, sem var einn besti maður vallarins. Nær hefði verið fyrir Þórsara að reyna að leika' saman í gegnum vörn Haukanna, en það var lítt sem ekki reynt og því fór sem fór. Mark Haukanna komst þó á tíðum í uppnám, sérstaklega einu sinni þegar tví- vegis í sömu andrá var borgið á línu og þeirri orrahríð lauk með skoti Jóns Lárussonar í þverslá. Inn á milli náðu Haukarnir skyndiupphlaupum, en tókst ekki að skapa sér færi. Tilþrifalitlum leik lauk því með sigri Haukanna, tvö mörk gegn engu. Sig. G. • Sigurður Indriðason skoraði þriðja mark KR með skalla. knötturinn sendur út á kantinn til Friðriks Þorbjörnssonar sem brunaði upp að endamörkum og sendi háan bolta inn í vítateiginn, þar sem Sigurður Indriðason kom á fullri ferð og skallaði laglega í markið. Á 85. mínútu leiksins kom svo lokamarkið. Vilhjálmur Fredrikssen átti gott skot, en markvörður Þróttara missti hálan knöttinn frá sér og Sverrir Herbertsson, sem fylgdi fast á eftir, náði knettinum og skoraði auðveldlega fjórða markið. Lið KR sigraði mótherja sína verðskuldað í þessum leik en þrátt fyrir stóran sigur lék liðið ekki nægilega vel. Bestu menn liðsins voru þeir Guðjón og Ottó svo og Stefán Örn sem átti góða spretti. Lið Þróttar náði ekki saman í leiknum, ein- staklingsframtak var fyrir hendi svo og ágætis barátta hjá einstaka leikmönnum, en það dugar skammt. Varnarleikurinn var óöruggur á köflum og of oft voru framlínu- menn KR-inga óvaldaðir. Liðið verður að ná betri samleik ætli það sér að ná langt í deildinni. Bestu menn liðsins í þessum leik var markvörður liðsins og Njáll átti ágætis leikkafla. Þr islandsmðtlð 2. delld y *m Námskeið í meðferð íþróttameiðsla DAGANA 27.-28. maí var haldið námskeið í meðferð íþróttameiðsla á vegum Læknafélags íslands og íþróttasambands íslands. Námskeiðið var haldið í Domus Medica í Reykjavík og sóttu það 30 læknar og sjúkraþjálfarar. Kennari á námskeiðinu var norski læknirinn dr. Svein Nilson, en hann hefur starfað mikið að málefnum íþróttalæknisfræði í landi sínu. Dr. Nilson hefur m.a. skrifað bækur um íþróttir og slys og meðhöndlun þeirra. Námskeiðið tókst mjög vel og er vonandi upphaf skipulegs starfs á þessu sviði. ¦ 1 1' ~**«~,' -& • Armenningurinn Einar Guðnason nýtti sér grátleg mistök í vörn IBI rétt fyrir leikslok og innsiglaði sigur Armanns, 2:0. Ljósm. RAX Ármenningar ósigraðir ARMANN hcldur áfram sigurgbngu sinni í 2. deild. A sunnudaginn I/igðu Ármcnningar ísfirðinga að velli á Laugardalsvellinum og hefur Ármann þá unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni. í leiknum á sunnudaginn vann Armann 2i0 og var það sanngjarn sigur. Fyrra mark Ármanns kom strax á fyrstu mínútu. Einar Guðnason, hinn eldsnöggi framlínumaður Ármanns, komst þá í gott færi í yítateig og þegar markvörður ísfirðinga reyndi að verja tókst honum ekki betur en svo að hann felldi Einar og var vítaspyrna dæmd. Úr spyrnunni skoraði Þráinn Ásmundsson. Armenningarnir voru betri í fyrri hálfleik og litlu munaði að Einari tækist að skora en hann varð aðeins of seinn að ná til boltans. Isfirðingarnir voru með slakasta móti og náðu þeir illa saman úti á veilinum. Þeir fengu eitt gott færi í f.h. en Finnbjörn Hermannsson markvörður Ár- manns bjargaði þá mjög vel. I seinni hálfleik var leikurinn jafnari en þó gekk Ármenningum sem fyrr betur að skapa sér tækifæri. Á 36. mínútu seinni hálfleiks skoruðu Ármenningar seinna mark sitt og innsigluðu sigurinn. Var markið gjöf eins varnarmanns ísfirðinga, sem ætl- aði að gefa boltann til markvarð- arins en áttaði sig ekki á því að Einar Guðnason stóð einn og óvaldaður í teignum. Sendi hann boltann beint til Einars, sem þakkaði gott boð og skoraði framhjá undrandi markverðinum. Á síðustu mínútu leiksins fengu ísfirðingar sitt bezta tækifæri er miðherja þeirra tókst að skalla boltann yfir þegar mannlaust markið blasti við. Sigur Ármanns var sem fyrr segir verðskuldaður. I liðinu eru nokkrir ágætir einstaklingar en einnig áberandi veikleikar. í þess- um leik voru Finnbjörn markvörð- ur, Einar Guðnason og Egill Steinþórsson beztu menn liðsins. Undirritaður hefur ekki séð ísfirð- inga í leik fyrr á þessu ári en ef miðað er við leiki liðsins í fyrra, sem undirritaður sá, iéku þeir nú langt undir getu. Skaraði enginn framúr í liði þeirra. Sævar Frímannsson frá Akur- eyri dæmdi leikinn og gerði það mjög vel. - SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.