Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 6. JUNI 1978 25 irika á laugardaginn. Hér sést hann skora eitt þriggja marka sinna. Markið fulls. I KAPLAKRIKA léku Idur iti í Jum ður. tinn i frá gaí usar ferö >st í Þor- 5SSU :1 eiks ark. aö Btta röu ann ann ms- Lék indi 9 " n a ið á son igar þar i og oga jnni yfir ök í naöi íöan boltann til vinstri á Matthías, sem lék á markvörðinn og sendi góöa send- ingu fyrir markiö til Péturs í dauða- færi. Pétur skallaöi aö markinu og bakvöröurinn Pálmi Jónsson átti ekki aðra vörn en slá boltann meö hendinni. Vítaspyrna var dæmd og úr henni skoraöi Pétur Pétursson af öryggi. 6:1 Síöasta markiö kom á 30. mínútu. Þá komust framlínumenn Akraness í gegn hægra megin, Matthías fékk boltann yzt í markteignum, lék laglega á bakvöröinn og skoraöi meö þrumuskoti úr mjög þröngri aöstööu. Friðrik Jónsson, sem kominn var í markiö fyrir Þorvald Þórðarson, kom engum vörnum við. 7:1 Þaö sem ettir var leiksins sóttu bæði liðin af kappi og fengu FH-ingar þrjú dauðafæri, Leifur Helgason tvö og Ólafur Danivalsson eitt en þau voru öll misnotuð. Við hinn endann skapaðist eitt sinn mikil hætta og Matthíasi tókst að skora eftir að hafa fengið boltann frá Pétri Péturssyni en markið var dæmt af vegna rang- stööu. Liðin Akurnesingarnir spiluöu oft á tíðum mjög góða knattspyrnu þrátt fyrir að völlurinn væri glerháll og erfiður og ekki verður annaö sagt en framlínumennirnir hafi unnið vel úr þeim sendingum, sem þeir fengu. Liðið var mjög jafnt að þessu sinni og allir leikmennirnir áttu þátt í þessum stóra sigri. Þó skaraöi einn leikmaöur framúr eins og svo oft áður, Karl Þórðarson. Hann var maöurinn bak viö flestar sóknarlotur liösins og hann kom við sögu í flestöllum mörkunum. Jón Þor- björnsson var mjög traustur í mark- inu að vanda, Árni Sveinsson virkur í spilinu, Jón Gunnlaugsson traust- astur í vörninni og í framlínunni unnu Pétur og Matthías mjög vel og Matthías var auk þess meö skot- skóna meöferðis aö þessu sinni. Guðbjörn Tryggvason og Jóhannes Guðjónsson komu inn á sem vara- menn og stóöu sig mjög vel. Mun Jóhannes án efa styrkja vörn liösins. FH-ingarnir léku oft vel saman úti á vellinum en slæm varnarmistök og slök markvarzla varö þeim dýrkeypt í þessum leik. Janus Guölaugsson var sem fyrr bezti maður liösins en Viöar Halldórsson átti einnig góöan leik. í STUTTU MÁLI: Kaplakrikavöllur laugardaginn 3. lúni, Islandsmótio 1. deild, FH-ÍA 1:7 «k2). Mark FH: Janus Guölaugsson é 55. mínútu. Mörk ÍA: Jón Alfreðsson á 12. minútu, Matthías Hallgrímsson á 19., 58. og 75. mínútu, Karl Þórðar- son á 52. mínútu, Jón Áskelsson á 64. mínútu og Pétur Pétursson (vítaspyrna) á 70. mínútu. Áminning: Engin. Áhorfendur: 349. BLIKARNIR NÚ EINIR OG YFIRGEFNIR Á BOTNINUM VÍKINGUR vann mikilvægan sigur yfir Breiðabliki úr Kópavogi á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöldið. Bar leikurinn mjög keim af því, að þarna áttust við tvö lið sem gengið hefur illa í stigasöfnun undanfárið. Var leikurinn í stuttu máli ein allsherjar leikleysa frá upphafi til enda, einkum var þó fyrri hálfleikur slæmur og ofan á þetta allt bættist, að ýmsir leikmanna virtust hafa meiri áhuga á að hæfa andstæðinga sína með spörkum sínum en boltann. Og Rafn Hjaltalín dómari hefði að ósekju mátt draga gula spjaldið úr vasa sínum í nokkrum tilvikum. Fyrsta mark leiksins skor- ekkert fyrr en á 17. mínútu, aði Gunnar Örn fyrir Víking. Var það á 15. mínútu og það fyrsta markverða sem gerðist inni á vellinum. Hann fékk knöttinn rétt fyrir utan vítateiginn og skaut föstu skoti sem hafnaði neðst í markhorninu og gerði Sveinn markvörður vel að vera nærri því að verja skotið. Varnarmenn Blikanna voru þarna sem prúðir áhorfendur og höfðust ekkert að sem truflað gæti Gunnar Örn. Næstu tvö færi áttu Blikarn- ir, en hvorugt þeirra var gott, enda skoruðu þeir ekki. A 33. mínútu tók Gunnar Örn aukaspyrnu sem endaði næstum með ósköpum fyrir Svein markvörð, því að hann missti boltann klaufalega frá en sem betur fóf fyrir en þá náðu Blikarnir sinni bestu sóknarlotu, sem lauk með því, að Helgi Helgason sendi knöttinn fyrir markið frá vinstri og hinn 17 ára gamli Benedikt Guðmunds- son skaut þrumuskoti sem skall á markvinklinum. Fjórum mínútum síðar bættu Víkingar sínu öðru marki við. 'ík. - UBK 3:1 Toxtii Guðmundur Gu< jónsson Myndi Ragnar Axclsson ser, hann var enginn Víkingur á næstu grösum. Skömmu síðar skaut Hinrik Þórhallsson rétt fram hjá Víkingsmark- inu og á sömu mínútunni komst Jóhann Torfason í gott færi hinum megin, en Sveinn varði þá meistaralega. í byrjun síðari hálfleiks átti Viðar Elíasson þrumu- skot að Blikamarkinu af löngu færi, en Sveinn varði glæsilega og síðan gerðist Jóhann Torfason sendi góða stungusendingu inn fyrir vörn Blikanna á Arnór Guðjohnsen sem lék á Svein í markinu og skoraði örugg- lega. Fallegt mark. Og enn fjórum mínútum síðar voru Blikarnir skyndilega komnir inn í dæmið á ný, er Jón Orri Guðmundsson skoraði eftir fyrirgjöf Vignis Baldursson- ar, en Diðrik var klaufi að koma ekki í veg fyrir markið. Síðasta stundarfjórðunginn sóttu Blikarnir ákaft, en án árangurs og það eina sem þeir höfðu upp úr því, var að á síðustu mínútunni lék Helgi Helgason Víkingur upp vinstra megin, gaf fyrir þar sem Arnór var í góðu færi, Sveinn varði vel skot hans, en knötturinn hrökk til Óskars Tómassonar sem renndi honum aftur til Arnórs sem þakkaði fyrir að fá annað tækifæri og skoraði nú af öryggi af stuttu færi, 3—1, og Blikarnir steindauðir. Víkingarnir léku sinn venjulega „pumpufótbolta" og virðast þeir ekki kunna annað en að þruma knettin- um fram þar sem þeir Arnór og Jóhann eiga síðan að elta. Er hætt við að betri lið en UBK muni sigrast léttilega á þeim vanda er slík knatt- spyrna skapar. Arnór verður þó ávallt erfiður, en hann var langfrískasti Víkingurinn í leiknum. Blikarnir voru hvorki fugl né fiskur og eins og þeir léku á sunnudaginn, mega þeir teljast heppnir að þeir voru ekki að glíma við sterka framlínu. Eini maðurinn sem reis upp úr meðalmennsk- unni í þeirra herbúðum var markvörðurinn Sveinn Skúlason. í stuttu málii Laugardalsvöllur 4. júní, 1. deild Víkingur - UBK. 3-1 (1-0) Mörk Víkingsi Gunnar Orn Kristinsson á 15. mín. og Arnór Guðjohnsen á 67. og 90. mínútu. Mark UBK. Jón Orri Guðmundsson á 70. mínútu. Áminningi Engin. Áhorfendur. 656. lótlð 1. delld i • Þriðja mark Víkings á lokamínútunni. Arnór Guðjohnsen skorar auðveldlega. enda liggur Sveinn Skúlason markvörður UBK eftir að hafa varið annað skot augnabliki áður. Hannes Lárusson er hinn Víkingurinn á myndinni, en Blikinn með angistarsvipinn er Olafur Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.