Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNI 1978 27 ÞAÐ VAR mál margra, að Skotar væru fram úr hófi bjartsýnir á að þeir ynnu ekki aðeins Perú léttilega, heldur sjálfan heimsbikarinn. Þótti mörgum sem Skotar væru búnir að vinna titilinn áður en keppn- in sjálf hófst. En þeir voru færðir harkalega niður á jörðina á ný, er hið „slaka" og „út- brunna" lið Perú vann mjög sannfærandi sig- ur yfir þeim. Þjálfari Skota, Ali McCleod, hafði sagt, að tækist Skotum að ná völdum á leiknum þegar í upphafi og að skora mark eða mörk snemma í leiknum, myndi eftir- Fall Skota var hátt leikurinn verða auðveldur. Þetta tókst Skotum, þeir léku mjög vel framan af og komu vörn Perú hvað eftir annað í mikinn vanda og snemma leiks voru báðir þeir Hartford og Masson nærri þvíað skora. En Skotar þurftu ekki að bíða lengi eftir markinu, því að á 14. mínútu skoraði Joe Jordan eftir að markvörður Perú hafði hálfvariö skot Bruce Rioch. En eftirleikurinn var síður en svo auðveldur, Skotar misstu nú öli tök á leiknum og Perúmenn létu sóknirnar dynja á marki and- stæðinganna og leikmenn eins og Martin Buchan og Stewart Kenne- dy sem léku bakvarðastöðurnar voru grátt leiknir af þeim Cubillias, Munante og Oblitas. Það kom því ekki á óvart þegar Perú jafnaði með marki Cueto. Skotar byrjuðu af krafti í síðari hálfleik og fljótlega fengu þeir dæmda vítaspyrnu, Don Masson tók hana og skot hans var gott, en mark- vörður Perú, Ramoa Qviroga, Iét það ekkert á sig fá og varði snilldarlega. Skömmu síðar skall- aði Joe Jordan í stöngina. En síðan fóru Perúmenn að síga á á ný og á 70. mínútu skoraði Teofilo Cubillias glæsilegt mark og sex mínútum síðar var hann aftur á ferðinni er hann skoraði þriðja mark Perú beint úr aukaspyrnu og var vörn Skotanna vægast sagt sofandi við það tækifæri. Það komu engin fjörbrot frá Skotum og Perúmenn yfirspiluðu þá loka- kaflann og sigurinn var vís, enn ein óvænt úrslit í HM. Lið Skotlands, Rough, Kennedy, Burns, Forsyth, Buchan, Rioch, Masson, Hartford, , Jordan, Dalglish og Johnstone. Macari og IUFOU Gemmill komu inn á fyrir þá Rioch og Masson í' síoari hilfleik. Lið Perúi Quiroga, Manzo, Duarte, loíL-niiiri Avaint ^. Chumpitaz. Diaz. Velasquez. Cueto * Cubillias, Munante, La Rosa. Oblitas. Dómarii Ericson frá Svíþjóð. • Þriðja mark Perú- manna er staðreynd. Cubillias (lengst til hægri) hefur fundið smugu í varnarvegg Skota og þeir horfa lostnir í allar áttir. Skotar töpuðu 1. Símamynd AP. íranir stóðu í Holiendingum EINS og vænta mátti, unnu Hollendingar öruggan sigur yfir liði írans, en það tók þá næstum allan fyrri hálf- leikinn að finna leiðina fram hjá varnarmúr Persanna og í netið hjá þeim. Og Iranir voru tvívegis nærri því að skora snemma í leikn- um. Hollendingar hófu þegar í stað stórsókn, en íranir komu þeim verulega á óvart með góðum varnarleik og á áttundu mínútu komu þeir þeim næstum til að fá hjartaáfall, er skot frá Paraki breytti um stefnu af Rijsbergen, en rúllaði aðeins þumlung fram hjá stönginni. Fáeinum mínútum síðar voru íranir enn á ferðinni, en Sadeghi skaut naumlega fram hjá markinu. Síðan tóku Hollendingar öll völd í sínar hendur, en vörn írana barðist grimmilega og það var ekki fyrr en á 42. mínútu að markið kom. Þá var Rene Van Der Kerkhov barinn gróflega niður í vítateig og Rob Rensenbrink skoraði úr vítinu. í síðari hálfleik voru yfirburðir Hollendinga hinir sömu og á 62. mínútu skoraði Rensenbrink aftur og nú með skalla og fjórum mínútum síðar einlék Rep inn í vítateig írana og var þar felldur harkalega. Og úr vítaspyrnunni skoraði Rensenbrink þriðja mark sitt og er því markhæsti leikmaður HM eins og er. • Rensenbrink skoraði þrennu. Lið Hollandsi Joongbloed, Suurbier, Rijsbergen, Krol, Van Der Kerkhov, Neeskens, Haan Jansen, Van Der Kerkhov, Rep, Rensenbrink. Lið íran, Hajzi. Nazari, Abdollahie, Kazerani, Eskaandarian, Parvin, Pour, Sadeghi, Agha. Faraki, Fahani. Dómarii Archundia fri Mexíkó. | lIkamsþjálfunartækid i vj^ V^ •; v^ Þeir hafa skorað á HM Rcnsenbrink (Hoiland) 3 Cubillias (Perú) 2 Cuetu (Perú) 1 Jordan (Skotland) 1 Krankl (Austurríki) 1 Dani (Spánn) 1 Schachner (Austurríki) 1 Reinaldo (Brasilía) 1 Sjoberg (Svíþjóð) 1 Rossi (ítalía) 1 Lacombe (Frakkland) Zaccarelli (ítalía) Vazquacz (Mexíkó) Kaabi (Túnis) Dhouib (Túnis) Gommidth Csapo (Ungverjaland) Luque (Argentína) Bcrtoni (Argentína) BullworkeR er einstakt fyrir tog- og þrýstibún- aðinn og einfalda æfingakerfiö sem því fylgir. Vilt Þú halda viö líkams- hreysti þinní? verða vödvastæltur? Þá ættir þú aö kynna þér nánar kosti Bullworkertækisins sem milljónir manna um allan heim dásama fyrir skjótan og ótvíræðan árangur meo aöeins 5 mínútna æfingu á dag. Hvers viröi er heilsa Þín? útlit Þitt? Taktu á þig rögg og póstsendu afklippinginn hér að neðan í dag og við munum senda þér stóran litmyndabækling ásamt öörum upplýs- ingum þér aö kostnaöarlausu og án skuld- bindinga um hæl, eða tækið ásamt litmynda- bæklingnum og æfingakerfinu ef þú vilt frekar panta strax POSTVERZLUNIN HEIMAVAL BOX 39, KÓPAVOGI ? SENDU AFKLIPPINGINN SEM BEIÐNI UM NANARl UPPLÝSINGAR ÁN SKULDBINDINGAR EÐA SEM PÖNTUN GEGN POSTKRÖFU MEÐ 14 DAGA SKILARETTI FRÁ MÖTTÖKU TÆKISINS. SENDIÐ MER: ? D UPPLÝSINGAR NAFN. D___STK BULLWORKER HEIMIHSFANG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.