Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 31 Karl G, Siggeirssort vélstjóri — Minning Það mun í fáum tilfellum vera erfitt að ákveða sig um hverja maður vill skrifa minningargrein um, því það er aðeins um þá sem eru manni hugstæðastir og því var ég strax ákveðin í að minnast þessa vinar míns og fjölskyldu minnar, þegar mér barst andláts- fregn hans. Með minningargrein- inni er ég að votta honum og eiskulegri fjölskyldu hans þá vinsemd og virðingu sem minning- argreinar yfirleitt túlka. „Og blómin fölna á einni hélu- nótt,“ þetta vísubrot kom í huga minn þegar vinkona mín hringdi tii mín á gamlársdagsmorgun sl. til að tjá mér lát eiginmanns síns Karls G. Siggeirssonar (Kalla) vélstjóra, sem hafði orðið bráð- kvaddur þá um nóttina. Karl var fæddur 6. júní 1933, sonur hjónanna Helgu Finnboga- dóttur og Siggeirs Stefánssonar skipstjóra og útgerðarmanns á Fáskrúðsfirði. Kalli ólst þar upp ásamt 5 systkinum sínum sem aðeins þrjú eru enn á lífi. Fljótt mótaðist hann af umhverfi sínu svo hugurinn var opinn fyrir starfi er að sjóstörfum hneig og var hann ekki með.mörg ár að baki er hann fór að beita línu og um fermingu fór hann að stunda sjómennsku á bátum. Veturinn 1952—’53 fór Kalli á vélstjóra námskeið og fékk réttindi sem vélstjóri. Stundaði hann sjóróðra frá 1952—'56 í Vestmannaeyjum, en fer síðan aftur á æskustöðvar sínar. Hinn 31. desember 1957 giftist hann Sæunni Þorleifsdótt- ur. Var því 20 ára brúðkaupsdagur þeirra er hann kveður þennan heim. Sæunn er frá Akranesi en þau bjuggu nokkur ár á Fáskrúðs- firði og fluttust svo suður. Þeim hjónum varð 5 barna auðið og eru þau eftirtalin: Aðalbjörg 20 ára, Ragnheiður 18, Daníel 16 ára, Harpa 13 ára og Finnbogi sem varð 10 ára á nýársdag sl. Öll eru þau í foreldrahúsum nema Ragn- heiður sem býr í Kópavogi með unnusta sínum Guðmundi Björns- syni frá Stokkhólmi í Skagafirði. Aðalbjörg er fráskilin og á einn dreng ársgamlan úr hjónabandi sínu og ber hann nafn foreldra hennar Karl Sæberg. Svo góður og stoltur sem afi hans og nafni var sínum börnum var dálætið og umhyggjan síst minni á nafna litla. Öll eru þau börnin og dóttursonurinn, sérstaklega elsku- leg og vel gerð og erfa tryggð og blíðlyndi foreldra sinna svo ríku- lega að sérstakt er og heillandi. Án þess að gera lítið úr öðrum get ég með hreinni samvisku sagt að jafn barngóð hjón og þau Kalla og Sæunni hef ég aldrei þekkt. Sæunn hefur lengi starfað. að eftirliti á yngri og eldri börnum og er þá góð „móðir“ sem með þau fer. Kalji fylgdist vel með hennar samstarfi við börn og var þeim hlýr og við sín börn var hann svo óvenjulegur faðir að unun var að kynnast, það var eins og þessi stóri, grófgerði sjómaður fyndi þá fyrst sanna gleði er hann hélt í litla hönd, kyssti mjúkan barnskoll eða hampaði þeim á annan hátt og ylurinn minnkaði ekki þó að börnin fullorðnuðust. Þessari Grieg Duo EDVARD Hagerup Gríeg er með talinn eitt af sérkennilegustu tón- skáldum heimsins og hóf norska tónlist til vegs. Eins og hann er sterkt tengdur norskri menníngu er pað sérkennilegt að langafi hans var Skoti að nafni Alexander Grieg, sem flúði Skotland 1746. Móðir Griegs var af Hagerup ætt frá Bergen og var sú ætt pekkt fyrir tónlistarhæfileika og kona Griegs, Nína var af pessari ætt og pekkt söngkona. Ole Bull fyrsti fiðlusnill- ingur Norðmanna hvatti Grieg til að fara til Leipzig til náms og er talið að Arthur Sullivan hafi par verið með honum i skóla. Sá sem er talinn hafa hvatt Grieg til aö nota norsk pjóðlög, var Rikard Nordraak. Sérkennileg hljómnotkun, hljóðfall og lagform norska pjóölagsins í höndum Griegs hafði mikil áhrif á tónsköpún seínni tónskálda. Grieg og Sibelíus eru pau norrænu tónskáld sem eiga sæti á bekk með frægustu tónskáldum heimsins og Norðmenn eru að vonum stoltir af sínum Grieg. Síðan á dögum Ole Bull hafa Norðmenn átt marga góða fiöluleikara, enda er fiölan eins konar pjóðarhljóöfæri peirra og pað fer vel saman, er ungir menn fara út í heim til að öðlast frægö og frama, að peir nesti sig sem bezt að heiman og kenni sig við fræga forfeður. Tónleikar Grieg Duo hófust með Sónötu eftir Jón Nordal. Það hefur ávallt verið talinn góður siöur gesta, að pekkja vel til allra siða peirra sem sóttir eru heim, pegar reynt er Tónllst Á LISTAHÁTÍÐ eftir JÓN ÁSGEIRSSON að ná sambandi við heimamenn. Þess vegna voru pað nokkur vonbrigði hversu ógætilega var staðið að flutningi sónötunnar eftir Jón Nordal. Hún var nánast eins og lesin af blaði. Annaö verkið var sónata nr. 2 eftir Grieg. í pví verki var margt fallega gert. Eftir hlé var svo flutt Krauzersónatan eftir Beet- hoven. Það getur verið að Beethov- en hafi verið erfiöur i skapi, en í tónlist sinni er hann aldrei geðillur. Þunglyndi og skapofsi er allt annaö en geðillska. Grátvæl eins og kom fram í miðpættinum á ekkert skylt við tilfinningar Beethovens, sem var alltaf karlmannleg í beztu merkingu orðsins. Ole Böhn er um margt fær fiðluleikari en hann á margt eftir ólært og ef hann ætlar að vinna sérrægð og frama, ætti hann að temja sér hjartahlýju Griegs, svo nafn dúosins veröi ekki öfugmæli. Einar Sten-Nökleberg er röskur píanóleikari en samvinna hans og fiöluleikarans t.d. í Beethoven var svo ópyrmileg að undirritaður minnist varla meiri hrottaskapar í meöferð tónverks. miklu ást og umhyggju vildi hann einnig umvefja konu sína og tel ég það fremur hafa aukist en dvínað eftir því sem samvistarárum þeirra fjölgaði. Það var gaman að heyra ferðasögur þeirra þegar þau komu úr siglingum og sýndu myndir af því sem til voru, eða af börnunum. Kynni mín af Kalla hófust með komu þeirra hjóna eftir að þau flytja frá Fáskrúðsfirði því að við Sæunn kynntumst þegar við erum við sameiginlegt nám á hús- mæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði veturinn 1951—‘52 og tengdumst við þeim vináttubönd- um sem aldrei hefur borið skugga á og þess vegna leiddi það til þeirra eðlilegu afleiðingar að vinátta skapaðist og þróaðist með fjölskyldum okkar líka. Flest sumur hafa þau komið hingað „í sveitina“ og þá er nú létt á hjalla, og þegar við förum „í bæinn“ er sem annað heimili bíði manns þar hjá þeim. Eitt.dæmi um umhyggju Kalla fyrir konu sinni get ég ekki stillt mig um að tala hér um og það er það þegar hann frétti að við hjónin hér létum eina dóttur okkar heita í höfuðið á Sæunni. Þá færði hann henni sérlega þægilega og fallega skó næst er hann kom úr siglingu, alveg án þess um það hefði verið talað við hann til að hún gæti gefið litlu nöfnu sinni. Já, Kalli var sannur vinur eins og einn vinur hans (Olgeir Jóhannsson) er búinn að minnast hans í minningargrein fyrir nokkru, og allt viðmótið var svo bjart, falslaust og fullt af tryggð og hvernig sem ég hef núna reynt, man ég aldrei eftir að hann reiddist, en bros var svo fljótt að kvikna og lýsti þá svo vel innri manni hans. Mér er svo margt í huga af minningum liðins tíma í samvistum við þessa fjölskyldu, en ætla að láta hér staðar numið og þakka Kalla og fjölskyldu hans allt okkur sameiginlegt og fjöl- skylda mín biður þess sama. Við hér vonum að fjölskylda Kalla eigi sem oftast eftir að koma hingað og rifja upp gamlar stundir og bæta við nýjum , því lífið heldur áfram rás sinni í tímans hjóli og eins lifir bjarta minningin um Kalla og lýsir harmastundir okkar nú. I mörgum skólaminningarbókum er þessi fallega vísa hjá börnunum mínum, sem mér finnst eiga hér við. Allar stundir okkar hér, er mér Ijúft að muna, fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. Guð blessi minningu hans og framtíð barna hans og eiginkonu, dóttursonar og annarra náinna ættingja. Fjóla Lsleld. & n\ itms 1 % EX X c. ce 7 8 9 4 5 6 1 2 3 o OO (btvnc)3;?PQ m m r ■ lomic: 312 Pog 312 PD Ny reiknivel byggð eftir forskrift Skrifstofuvéla ht Reynsla Skrlfstofuvéla h.f. og ósklr vlð- sklptamanna okkar var höfð til hllðsjónar. þegar hin nýfa OMIC reiknivél var h&nnuð. Vlð lögðum áherslu á lipurt talnaborð, hraðvlrka prentun, lausan strimil, greini- legar Ijósatölur í grænum tit, tólf stafa út- komu, og sfáifstætt mlnni, auk allra nýjustu tækniþátta. Útkoman er OMIC: Létt (2,1 kg) falleg og áreiðanleg relknlvél tll ffölbreyttustu verkefna OMIC kostar aðeins kr. 55.100,—(312P) kr. 59.900,— (312 PD) O ja!eí*<e. SKRIFSTOFUVELAR H.F. HVERFISGATA + — -f Hverfisgötu 33 s“2(*60 Vlð byggjum upp framtíð fyrirtækis þfns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.