Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JUNI 1978 47 Colombia: Tvísýn úrslit í forsetakosningum BuKuta. Colombia. 5. júní. AP. í KVÖLD henti allt til þess að Julio Cesar Turbay Ay- ala, frambjóðandi Fráls- lynda flokksins í Colombia í Suður-Ameríku, yrði kjör- inn forseti landsins með naumum meirihluta at- kvæða. Töluverð spenna var í Bogota, hö'fuðborg lands- ins, og fleiri borgum vegna þess hve úrslit virtust tvísýn og óviss og fyrirskipaði ríkisstjórnin í kvöld að hermenn tækju sér stöðu á helztu stöðum í höfuðborg- Enn dregur úr vinsældum Carters Now Vurk. ">. júní. Kcutor. TRAUST bandarísks almennings á Carter Bandaríkjaforseta hefur enn minnkað og hefur nú aldrei verið jafn veikt að því er segir í niðurstöðu Loui Harris-stofnunar- innar í dag. Þar sagði að 61% spurðra í maímánuði hefðu sagt að þeir hefðu ekki trú á störfum Carters í Hvíta húsinu. Sextíu og fimm prósent sögðu að þeir hefðu orðið fyrir sárum vonbrigðum með Carter í forsetaenibætti og að af þeim sem kusu hann árið 1976 töldu 54 prósent að hann hefði valdið þeim vonbrigðum. Þó létu flestir í ljós þá skoðun að kannski kæmi síðar betri tíð fyrir Carter. í niðurstöðum Gallupskoðana- könnunar sem einnig var birt í gær, sunnudag, þótti koma fram vísbending um að hagur Carters hefði vænkast ögn, en þó væri það ekki svo að til tíðinda teldist. inni til að koma í veg fyrir að ólgan fengi útrás. Voru hermennirnir vopnaðir og höfðu táragassprengjur til- búnar ef til tíðinda drægi. Frambjóðandi íhaldsflokksins, Belisario Betancur, hafði fyrr í dag lýst yfir sigri sínum, en skömmu síðar kom í ljós að Ayala hafði nauman meirihluta. Þegar níutíu og fimm prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Ayala fengið 2.226.163 atkvæði en Betan- cur 2.137.987 atkvæði. Fjórir aðrir voru í framboði en koma ekki við þessa sögu. Ekki hefur verið jafn mjótt á mununum í kosningum í Colombia í átta ár. En það er í minnum haft þegar Gustavo Rojas Piiiilla, einræðisherra landsins í kringum 1950, tapaði í kosningum 1970 og munaði þá aðeins 60 þús atkvæðum. Turbay Ayala er fyrrverandi sendiherra lands síns í Washing- ton. Fráfarandi forséti landsins, Alfonso Lopez Michelsen, sem er frjálslyndur, gat ekki gefið kost á sér á ný vegna ákvæða í stjórnar- skrá landsins. Desai í viðskipta- viðræðum í Belgíu lirilsM'l. r>. júnf. AP. MORAJI Desai hinn aldurhnigni forsætisráðherra Indlands kom til Briissel í morgun í tveggja daga heimsókn og munu viðskipti Ind- lands og Belgíu einnig verða rædd á fundum hans og ráðamanna í Belgíu. Leo Tindemanns forsætis- ráðherra Belgíu fagnaði Desai við komuna en þetta er lengsta ferðalag sem Desai hefur tekizt á hendur síðan hann tók við embætti forsætisráðherra Indlands. Ind- verjar hafa gert sérstakan við- skipta- og samvinnusamning við Efnahagsbandalagið en hafa nú áhyggjur af ráðstöfunum sem bandalagið hefur ákveðið fyrir skömmu sem miða að því að takmarka innflutning tiltekinna framleiðsluvara frá þróunarlönd- unum, einkum er þar átt við vefnaðarvöru, og gæti það komið óþyrmilega niður á Indverjum. Frá Belgíu fer hann síðan til Bretlands og Bandaríkjanna og heim kemur hann 17. júní. Bhutto verð- ur ekki sleppt Islaniabad. Pakistan. !i. júní. AP. RÍKISSTJÓRN Pakistans bar í dag, mánudag, þær íregnir til baka að hún myndi leyfa Zulifikar Ali Bhutto, fyrrverandi forsæt- isráðherra landsins, að hverfa frá Pakistan í útlegð. Opinberar heimildir sögðu að þessar fréttir væru alger- lega úr lausu lofti gripnar. Fréttamaður BBC í Pakist- an hafði látið það frá sér fara um helgina að Zia forseti hefði ákveðið að leyfa Bhutto að fara ef hann héldi sig frá ölium stjórnmálaaf- skiptum. Bhutto var dæmd- ur til dauða þann 18. marz sl. eins og frá var sagt en hann hefur áfrýjað dómnum og er ekki vitað hvenær hæstiréttur landsins kveður upp úrskurð sinn. 3daáar tilaðrasla Risaborturn á siglingu. — Á myndinni má sjá nýjasta „sjóskrímsli" í Norðursjó, olíuborunarpall Chevron-olíu- félagsins sem verið er að flytja á sjó út. Turninn er 225 metrar á hæð og með gífurlega umfangsmiklar undirstöður. Gert er ráð fyrir að turninn byrji að dæla olíu í lok mánaðarins. Dublin Tlugfarií: Hétól.og írskurrYVjn^Mrim.: M\s: 4f #*• \km\t: (prifrjucfciQ, 13-juní kl.l8~ y< amvinnu- ~ LANDSYN AUSTURSTRÆTI 12 SÍMI 27077 ^-Cf*- SKOLAVORDUSTIG 16 ^SP^ S,MI28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.