Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JUNI 1978 Skipstjórinn á Rainbow Warrior: Hefjum vart aðgerðir fyrr en á morgun \ „VIÐ komum á miðin hér vestur af íslandi í nótt <>g ætlum að taka lífinu með ró næstu tvo dagana, bæði ætlum við að hvfla okkur eftir siglinguna frá Hjaltlandi og cins að reyna allan okkar búnað, þannig að við hef jum vart aðgerð- ir fyrr en á miðvikudag." sagði skipstjórinn á Rainbow Warrior í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá var skip Greenpeace sam- takanna statt 10 mflur suður af Snæfellsjökli. „Því miður höfum við ekki séð neinn hvalbátinn enn, en hins vegar höfum við séð marga hvali," bætti skipstjórinn við. Hann var þá spurður hvort ekki væri gnægð af hvölum við ísland." Það teljum við ekki og við hefjum aðgerðir eftír 1—2 sólarhringa." Hjá Hval h.f. í Hvalfirði fékk Morgunblaðið það upplýst, að nú væru komnir 24 hvalir á land. 19 langreyðar og 5 búrhvalir, og var sagt að hvalveiðarnar hefðu geng- ið mjög vel, það sem af væri. Þeir hjá Hval vilja nú ekki gefa upp hvar hvalbátarnir halda sig og segja að þögnin muni hjálpa þeim bezt, vildu því ekki gefa aðrar upplýsingar um bátana. Margar erlendar fréttastofnanir hafa mikinn áhuga á aðgerðum Greenpeace á íslandsmiðum. Nú er t.d. komin írsk skúta til Reykja- víkur, sem belgíska sjónvarpið hefur tekið á leigu um þriggja vikna skeið. Á skútan, sem heitir Spirit of Labrador, og er 75 feta löng eða tæpar 40 rúmlestir, að fylgjast með mótmælaaðgerðum Rainbow Warrior næstu vikurnar og ætlun belgíska sjónvarpsins er að gera sérstaka þætti um mót- mælaaðgerðirnar. Ganghraðí skútunnar er 9 sjómílur fyrir eigin vélarafli, en þegar öll segl eru komin upp gengur hún 12—14 Seglskútan Spirit oí Labrador fylgir Rainbow Warrior eftir á Islandsmiðum á vegum belgíska sjónvarpsins. sjómílur. I áhöfn skútunnar eru 5 manns. „Við höfum engan sérstakan áhuga á þessum togara. Hann þarf að gera eitthvað af sér til að komast á blað hjá okkur," sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Land- helgisgæzlunnar, er Mbl. spurði hann í gær um komu Rainbow Warrior á íslandsmið. „Að sjálfsögðu kemur hann inn í heildarmyndina hjá okkur ein og öll erlend skip hér við land en við eltumst ekkert sérstaklega við hann," sagði Pétur. Eldingu laust nidur í kyifínga l.iiiKÍon 't. júní líiiitrr NÍU MANNS, þar á meðal sex kylfingar. voru fluttir á sjúkra- hús í dag eftir að eldingu laust niður á golfvclli. Einn hinna siösuðu var sagður alvarlcga særður cftir. Þetta gcrðist skammt frá Birmingham. — Vinstri stjórnin Framhald af bls. 3. uppi. að mcð málcfnasamn- ingnum hcfur rfkisstjórnin í þcssum cfnum markað sér ákvcðna stefnu. Hún hefur sagt það skýrt og skorinort, að hún ætli að láta varnarliðið hverfa frá íslandi í áföngum. Það er hennar stefna. Hverjir þeir áfangar eru eða verða. er ekki markað í málefnasamningnum. En hitt gcfur auga leið. að ef það cr ekki lcngur grundvöllur til þcss að koma fram þessari stefnu á skemmri cða lengri tíma. þá er grundvöllurinn fyrir þessari ríkisstjórn hrun- inn." TiJJaga um uppsögn í þessari sömu ræðu vék Olafur Jóhannesson að því, hvað gerast mundi, ef vinstri stjórnin næði ekki samkomulagi við Bandaríkjastjórn um þá endur- skoðun varnarsamningsins, að varnarliðið hyrfi af landi brott í áföngum og sagði: „Ég hef sagt það áður, að ég muni telja mér skylt skv. málefnasamningnum að leggja fyrir Alþingi tillögu um heimild til þess að segja varnarsamn- ingnum upp, ef ekki næst með endurskoðuh á honum viðunandi lausn og við það mun ég að sjálfsögðu standa." Ummæli Einars Agústssonar Þetta voru ummæli Ólafs Jóhannessonar þáverandi for- sætisráðherra vorið 1974. I viðtali, sem birtist í blaðinu „Reykjavík" sem ungir Fram- sóknarmenn gáfu út fyrir borg- arstjórnarkosningar fjallar Ein- ar Agústsson utanríkisráðherra um þessi mál og segir m.a. að Framsóknarmenn hafi „beygt sig fyrir" þeim vilja Sjálfstæðis- manna, að varnarliðið yrði áfram. Utanríkisráðherra segir: „Við vorum kannski nokkuð seinir með þetta, en eins og þú veist er ákvæði í varnarsamn- ingnum við Bandaríkin um 6 mánaða uppsagnarfrest og við vorum búnir að nota hann kjörtímabilið varð bara 3 ár, en ekki 4 eins og við höfðum reiknað með. Auðvitað má segja að við höfum verið svifaseinir, sem var m.a. vegna þess algjöra forgangs sem landhelgismálið hafði á þessum tíma. Við vorum þó komnir það langt, að við vorum búnir að nota sexmán- aða frcstinn, búnir að Ieggja fram okkar tillögur um tilhög- un á vissri aðstoðu fyrir NATO cða Bandaríkin, scm miðuðust við að ísland væri áfram f NATO. I málefnasáttmála ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar, sem alþýðubandalagsmenn stóðu að, var þetta tekið fram orðrétt: „Að óbreyttum aðstæð- um skal Island halda áfram að vera aðili að NATO." Eftir kosningarnar 1974, reyndi Ólaf- ur Jóhannesson eins og kostur var að koma á stjórnarsamstarfi með fyrrverandi stjórnarflokk- um og bæta Alþýðuflokknum víð, því það var nauðsynlegt til að þingmeirihluti næðist. Þessar stjórnarmyndunarvið- ræður strönduðu fyrst og fremst á óeiningu Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Það er alveg sama hvað menn segja nú eftir á. Svona var þetta. Þegar málum var þannig komið stóð- um við frammi fyrir því að annað hvort yrði landið stjórn- laust eða við yrðum að ganga til samstarfs við Sjálfstæðísflokk- inn og það varð ofan á í þingflokki Framsóknarflokks- ins. Sjálfstæðismenn höfðu að miklu leyti háð kosningabarátt- una með skírskotun til varnar- málanna og margir úr röðum flokksins höfðu beitt sér fyrir undirskriftasöfnun í nafni sam- takanna Varið land. Og frá sjónarhorni Sjálfstæðismanna kom það ekki til mála að fyrri stefnu í hermálinu yrði fylgt fram og við beygðum okkur fyrir þcssu. í staðinn reyndum við að fá fram lagfæringar á sambúðinni við herinn. Þær lagfæringar fólust m.a. í því að hætta þessu samkrulli sem hefur viðgengist á Keflavíkur- flugvelli allt of lengi að almennt flug og herflug er þarna hvað innan um annað og við erum þarna í næsta nágrenni við hernaðartæki þegar við förum um völlinn. Þessum aðskilnaði miðar nokkuð vel áfram og ég held að allir geti verið sammála um það að stuðla að þessum áðskilnaði meðan ekki er meiri- hluti fyrir því á þingi að herinn fari. — Slysavarnar- félagið Framhald af bls. 19 geta sagt af sjósóknarárum sínum. ,.Ég held ég sé ekkert aö blása þaö út, þótt ég hafi veriö heppinn í l/finu og sloppiö viö stóráföll. Ég byrjaöi 14 ára, þá voru bátarnir opnir og skjól lítiö. Síöan var ég á togurum eftir 1940. Mér líst vel á þá þróun sem orðið hefur þar. Ég hef aö vísu aldrei komið um borð í skuttogara, þó að mér hafi verið boðiö það, en þaö er auðvitað mikill munur aö þurfa ekki að standa í göngum og standa af sér sjóganginn jafnhliða því sem unnið er." Guðmundur kvaöst hafa ákveöiö fátt varöandi það, hvað hann gerði er hann hætti störfum hjá Ríkisskip. „Nú er veriö aö stokka upp lífeyris- sjóðskerfið og reyna að fá lífeyrinn verötryggðan. Ég er nú reyndar búinn aö borga meira í lífeyrissjóö en ég á að borga, en auk þess hefur mér til dæmis boðist að vinna á netaverk- stæði hjá kunningja mínum. Og ég tók reyndar eitt árið meirapróf á bíl og gæti svo sem hugsaö mér að starfa við slíkt. Nú, reyndar hitti ég eitt sinn Alfreö Elíasson forstjóra Flugleiða og spurði hann svona í gríni um starf. Hann sagði að ég gæti áreiöanlega starfaö þar, jafnvel við að keyra hjólbörur." Guðmundur Eyjólfsson er kvæntur Matthildi Björgu Matthíasdóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn. — Fanney Framhald af bls. 2 mb Fanney ÞH 130, en bátur þessi er farandgripur veittur fyrir hæsta skiptaverð á innlögðum bolfiski sl. ár og var það 73,70 kr. á kíló hjá Fanney. Næstir komu Kristbjörg og Aron. Síðan fóru fram ýmsar íþróttir og leikir og endað var með dansleik í báðum sölum félags- heimilsins. Stjórnandi og kynnir dagsins var Kristján Ásgeirsson. Fréttaritari * * *---------- — Frægur Framhald af bls. 48 iðnaðardeildarinnar einni og hálfri milljón dotlara, sem er jafnvirði 388,5 milljóna króna, en gagnstefnuupphæð Kinetic Fashion nemur tveimur milljón um -dollura. sem er jafnvirði 518 milljóna króna. Bergþór Konráðsson hjá iðnaðardeild Sambandsins sagði, að málaferlin væru tilkomin vegna viðskipta á síðasta ári. Kinetic Fashion hefði þá keypt vörur af iðnaðardeildinni fyrir um 250.000 dollara, sem • eru jafnvirði 64,7 milljóna króna. Þessa upphæð hefði fyrirtækið ekki greitt og því hefði iðnaðardeildin stefnt fyrir- tækinu. Þá hefði Kinetic Fashion gagnstefnt iðnaðardeildinni vegna ófullnægjandi afgreiðslu, þar sem í fyrstu hefði verið rætt um miklu meira magn en síðan var selt. Um það, hvernig upphæðir málaferlanna væru tilkomnar sagði Bergþór, að svo virtist sem í Bandaríkjunum væri ekki farið í mál upp á minni upphæð en milljón dollara. „Og við höfum tekið mið af því." — í málaferlum Framhald af bls. 2 til þess að komast á staði, sem erfitt er að ná til, t.d. að hreiðrum. Voru þeir með í bílnum kaðla og sigbúnað, stengur með lykkju á endanum, sem fróðir menn segja að notuð sé til að krækja í fálkaunga úr hreiðrum og ennfremur búnað til þess að halda eggjum heitum. Lögreglan lagði hald á þennan búnað en feðgarnir fengu bíl sinn á laugardag. Þeir eiga pantað far til útlanda á mið- vikudag. Eins og menn eflaust muna, fundust nokkrir fálkaungar í kassa á salerni flugstöðvarinnar í Keflavík vorið 1976. Var Ijóst að fálkaveiðimenn höfðu ætlað að koma ungunum úr landi en orðið að skilja þá eftir í flugstöðinni. Við athuganir á farþegalistum kom í ljós, að þennan sama dag hafði fyrr- nefndur Konrad Ciesielski farið af landi brott ásamt konu sinni og var talið víst að þau hjónin hefðu ætlað að smygla ungunum úr landi. — Starfsfdlkið Framhald af bls. 2 c) Sú nefnd bæjarfulltrúa, sem rætt hefur við deiluaðila, haldi áfram störfum fyrst um sinn og haldi fundi með þeim aðilum, sem hún hefur þegar rætt við og gefi síðan öðrum bæjarfulltrúum yfir- lit um gang þessara mála. d) Tekin verði upp hreyfanleiki starfsfólks við eftirlitsstörf í frystihúsinu. e) Bæjarfulltrúar eru að sjálf- sögðu ávallt reiðubúnir til við- ræðna við starfsfólk, fulltrúa þess og verkalýðshreyfinguna um allt, sem snertir hag Bæjarútgerðar- innar og samskipti og upplýsinga- miðlun milli þessara aðila. Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, fara allir bæjar- fulltrúar þess eindregið á leit við starfsfólk fiskiðjuversins, að það hefji störf sín að nýju í trausti þess, að framangreindar ráðstaf- anir nái tilætluðum árangri. Undir þessa sáttatillögu skrif- uðu allir bæjarfulltrúarnir, 11 að tölu, en eins og áður segir felldi starfsfólkið tillöguna með 68 atkvæðum gegn 43. Guðríður Elíasdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framtíðar- innar í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að um- ræddir verkstjórar, sem væru tveir, hefðu hafið störf um áramót eða rétt fyrir áramót. Komu þeir að fyrirtækinu í óeðlilegu ástandi, eftir að sagt hefði verið upp verkstjóra, sem . unnið hafði í Bæjarútgerðinni \im margra ára skeið. Var allri vinnutilhögun í fiskiðjuverinu breytt og komið á bónuskerfi. Sagði Guðríður að verkstjórarnir hefðu komið leiðin- lega fram við starfsfólkiðog hefðu þeir lagt þar ákveðið fólk í einelti lengi, t.d. konu, sem þeir ákváðu að færa til í starfi og sauð þá upp úr meðal starfsfólksins. „Við teljum, forystumenn verka- lýðsfélaganna," sagði Guðríður, „aö þarna sé ekkinema ein lausn til, og það er að mennirnir séu látnir fara." Nauðsynlegt sé á slíkum vinnustað að gott and- rúmsloft ríki milli verkstjóra og starfsfólks. Nauðsynlegt sé jafn- framt að taka ýmsa mannlega þætti á mildilegan hátt. „Var reynt að gera leiðindamál út af öllum hlutum og hefi ég verið með annan fótinn hjá forstjóra og útgerðarráði meirihlutans síðan um áramótin. Því hef ég ekki átt að venjast hér í Hafnarfirði, því að verkstjórar hér í Hafnarfirði hafa verið indælis menn yfirleitt. Hef ég átt ánægjuleg samskipti við þá alla og hef fundið hvað þeim hefur verið mikið í mun að laða fólkið að sér, en ekki hrinda því frá sér. Þannig eiga verkstjórar að vera," sagði Guðríður Elíasdóttir. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við verkstjórana og ætlaði að fá þeirra hlið á málinu, en þeir vildu ekkert um það segja að svo stöddu. — Parísarfundur Framhald af bls. 1 Briissel. Sovézka fréttastofan Tass tók í dag mjög í sama streng og sakaði Vesturlönd um að undirbúa stofnun hernaðarbandalags eins og NATO í Afríku og væri tal um stofnun sameiginlegs herafla Af- ríkuríkja einn liður í þeim undir- búningi. Fyrstu hermenn Marokkóstjórn- ar komu í dag á vettvang í Lubumbashi í Shaba-héraði í herflutningaflugvélum sem Bandaríkjastjórn lagði til og á næstu dögum er ráðgert að komnir verði til Zaire 900—1000 marok- kanskir hermenn, af þeim 1500 sem fyrirhugað er að senda til landsins. Síðar er búizt við að um 500 hermenn frá Togo, Gabon, Miðafríska keisaradæminu, og e.t.v. Senegal og Fílabeinsströnd- inni komi til liðs við Marokkó- mennina. Frakkar hafa að undanförnu lagt mikla áherzlu á að komið verði á fót sameiginlegu herliði margra Afríkuríkja, en Frakkar hafa 14 þúsund manna herlið í ýmsum löndum Afríku sem m.a. hefur tekið þátt í bardögum með stjórnarherjum ríkja sem vinveitt eru Frökkum, eins og Chad og Máritaníu auk Zaire. V-Þýzka- land Framhald af bls. 1 V-Þýzkalands og leiðtogi frjálsra demókrata sagði í dag að kosn- ingaósigur flokks síns væri alvar- legt áfall og stærstu stjórnmála- flokkar landsins kæmust nú ekki hjá því að taka flokk umhverfis- verndarmanna alvarlega eftir þann árangur sem hann hefði náð í kosningunum. Um leið sagði Genscher að frjálsir demókratar myndu þegar í stað hefja sókn til undirbúnings næstu fylkiskosn- ingum í landinu, en þær verða haldnar í Bæjaralandi og Hesse í haust. Orðrómur var á kreiki um það í Bonn í dag að Werner Maihofer innanríkisráðherra landsins, en hann er úr flokki frjálsra demó- krata og hefur sætt harðri gagn- rýni að undanförnu, verði látinn segja af sér í kjölfar kosningaúr- slitanna, en ekkert hefur verið staðfest í því efni enn. Helmut Schmidt kanslari lét svo um mælt er honum barst fregnin um fylgistap samstarfsflokksins í ríkisstjóm að þessi úrslit gætu gert stjórn sinni erfitt fyrir, en Willy Brandt formaður jafnaðar- mannaflokksins sagði að frjálsir demókratar hefðu orðið óeðlilega mikið fyrir barðinu á framsókn umhverfisverndarmanna. Helmut Kohl, leiðtogi kristi- legra demókrata, sagði að flokkur sinn mætti vel við úrslitin una, einkanlega í Neðra Saxlandi þar sem fylgi hans hefði aukist. Endanleg úrslit í kosningunum tveim urðu þau að frjálsir demó- kratar fengu 4.2% atkvæða í Neðra Saxlandi, en höfðu 7% áður. I Hamborg fengu frjálsir demó- kratar 4.7% atkvæða en höfðu 11% áður. Til þess að fá fulltrúa kjörna á fylkisþing í V-Þýzkalandi þarf flokkur að fá a.m.k. 5% greiddra atkvæða. Jafnaðarmenn fengu 51.5% atkvæða í Hamborg og 42.2% í Neðra Saxlandi. Þar fengu kristilegir demókratar 48.7% atkvæða en þeir fengu 37.5% atkvæða í Hamborg. Um- hverfisverndarmenn fengu 4.5% atkvæða í Hamborg og 3.9% atkvæða í Neðra Saxlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.