Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐID. ÞRIDJUDAGUR 6. JUNÍ 1978 45 .11 w ~ ¦ ju VELVAKANDI SVARAR ÍSÍMA 0100KI. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI landsteinana og eyða þar gjaldeyri okkar, sem vissulega er aldrei nóg til af. Telja sumir aö ferðir til útlanda séu hinar mestu reiðileys- is- og eyðsluferðir sem beri að leggja af og næstum banna. Þessi hugsun finnst mér bera vott um að frekar skammt sé hugsað, því að hvaða þýðingu hefur það ekki í för með sér að geta haft samskipti við erlendar þjóðir? Og hvernig mynd- ast erlend samskipti nema fyrir ferðir milli landa? Hafa verður og það í huga að erlendir ferðamenn streyma hingað og eyða sínum gjaldeyri, sem þýðir að við getum keypt hann og farið til útlanda fyrir. Eru það ekki nokkuð jöfn skipti? Því að vera með læti þó að nokkrir fari til útlanda? Það er líklega rétt að fara að slá botninn í þessi skrif því þau eru orðin nógu löng. Aldraður." • Móðgun við kjósendur? „Það er heilög helgi og stærsti lífsréttur hvers fulltíða manns að neyta atkvæðisréttar síns í lýð- frjálsu landi og ber að setja hátíðarsvip á kjörstaðinn með okkar fagra og tignarlega þjóð- fána. En nú skeði það lágkúrulega smánarathæfi á kjórstað, að illa útlítandi, sóðaleg flaggstöng stóð þar fánalaus. Beint á móti yfir- kjörstjórn. Þetta er sá mesti ósómi og virðingarleysi við kjósendur og þjóðartáknið sjálft og andlegur dofi fyrir notkunarreglum fánans. Ef fáninn hefði verið skorinn niöur býst ég við aö strax hefði verið sett á laggirnar rannsóknar- nefnd í málið. En af hverju var fáninn ekki dreginn upp? . . . Saknaði enginn þessara topp- manna hans? Hvað veldur því? Við þessu óskast svar. K.K." Þessir hringdu . . • Hvaða fánar? Maður nokkur sagðist hafa tekið eftir að minjagripabúðir og aðrir aðilar flögguðu oft á sumrin hinum ýmsu fánum og veifum. Sagði hann að þessar veifur margar virtust vart þjóna neinum tilgangi og kvaðst vilja koma því á framfæri að reynt væri til dæmis að flagga kanadíska fánan- um í stað einhverra veifna og nefndi þann kanadíska sem dæmi því oft væru hér á ferð Vestur-ís- lendingar. • Góðir pistlar Konas — Ég vil bara fá með órfáum orðum að koma á framfæri þakk- læti til sr. Árelíusar fyrir pistil hans í Mbl. á dögunum og annað sem hann hefur látið frá sér fara í ræðu og riti. Gamalt fólk hefur orðið fyrir oft mjög miklum ágangi og ónæði af vöidum ung- linga, gamla fólkinu er ýtt til hiðar i verzlunum og verður fyrir vmsum átroðningi á stundum. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Róm í desember í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Toth, ítalíu, sem hafði hvítt og átti leik, og ungverska stórmeistarans Forintos 34. Hxe4! og svartur gafst upp. Eftir 34. ... fxe4 35. Df7+ Kh8 36. e7 er hann varnarlaus. Röð efstu manna á mótinu varö þessi: 1.—2. Vaganjan og A. Mikhailchisin (báðir frá Sovétr.) 8 v. af 11 mögulegum. 3. Mariotti (ítalíu) 7'/2 v. 4. Pfleger (V-Þýzkal.) 7 v. 5. Ostojic (Júgóslavíu) 6'/2v. 6.-8. Toth, Tatai (Báðir frá Italíu) og Forintos (Ungverjalandi) 5V6v. Veldur þessu e.t.v. lítið uppeldi, og þyrfti að gera eitthvað í þessum málum t.d. fá unglingana til að vinna landinu gagn og gæti ekki kirkjan haft einhverja forgöngu um það mál? Þá vil ég þakka Morgunblaðinu fyrir að birta pistlana um svar Billy Grahams, þeir eru mjög góðir og þar er að finna ýmsar þarfar ábendingar og ráðleggingar. • Húsmæðra- orlofið Önnur kona hringdi og kvaðst vilja benda á, vegna skrifa hjá Velvakanda nú um helgina, að til væri nokkuð sem héti orlof fyrir húsmæður að Hrafnagili í Eyja- firði. Þar væri hægt að fá vikudvöl. eða lengri og nánari upplýsingar væri að fá að Traðarkotssundi 6. HÖGNI HREKKVÍSI Í-IB &i) Heppinn varstu að vera með öryggishjálminn þinn! HREINUETISTÆKI fjölbreytt úrval Vatnsvirkinnrhl Ármúla 21 sími 864 55 EB CATERPILLAR Wmuwm^^. ¦ Ibi ¦ ¦ m^ ¦ Wmm Wm»m*^^m w Til sölu D7F jaröýta árgerö 1970 með rifkló og hallastrokk VELADEILD HEKLA hf. Lougovegi 170-172,- Sími 21240 Coterpikr. Cot, og O aru skrásett vörumerki RR RYGGINGAVÖRUR Suöurlandsbraut 4. Simi 33331. (H. Ben. húsiö) er besta fáanlega fúavarnamálningin á markaðnum rstt!*»5aS5y EFNI SEM HLEYPIR, RAKA jl GEGNUM SIG ^ OG VER y^ ^ ^ VIÐINN FUA. FJÖLBREYTT LITAVAL. ¦ RRRYGGINGAVÖRUR HE| Suöurlandsbraut 4. Simi 33331. (H. Ben. húsiö) L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.