Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 RENSENBRINK HEFUR LIT- IÐ ÁLIT Á ERNST HAPPEL í BLAÐINU Politikcn birtist fyrir skömmu mcrkileK grcin ásamt viðtali við hollcnska knattspyrnumanninn Rob Renscnbrink sem talinn cr mcðal bcstu leikmanna hcims í dag og í fyrsta leik Ihdlendinga á IIM. skoraði hann þrennu Kcjín íran. Ilér fara á cftir úrdrættir úr fyrrncfndu viðtali og grein. Potturinn og pannan í leik hollenska landsliðsins undan- farin ár hefur verið knatt- spyrnusnillingurinn Johan Cruvff, en nú hefur hann dregið sig í hlé þrátt fyrir fjölda áskorana og verða Hollendingar því að legjýa forinjyahlutverkið á axlir nýs leikmanns. Ernst Happel ætlaði Wim Van Hanegem hlutverkið, en sá þreyttist á ofríki Happeis og dró sig út úr landsliðshópnum. Aðstoðarmaður Happels, Jan Schwartkruis, hafði Rensenbrink í sigtinu og féllst Happel að lokum á það. „Holland á enga möguleika án Johans Cruyff," segja efasemda- menn, en Johan Neeskens, félagi Cruyff hjá Barcelona, er á annarri skoðun, hann segir: „Auðvitað er það mikið áfall fyrir liðið að Cruyff skuli ekki vera með, en fyrir vikið verður mikil byrði lögð á axlir Rensen- brinks og hann er nógu góður knattspyrnumaður til þess að bera þá byrði." Duncan McKenzie sem nú iéikur með Everton, en lék áður um skeið við hlið Rensenbrinks í liði Anderlecht, er einn af efasemdarmönnunum, hann segir: „Rensenbrink er húðlatur og kúrir venjulega í einhverju skúmaskoti og bíður eftir að knötturinn komi til hans. Hann hefur ekki sömu yfirferð og Johan Cruyff og getur því ekki tekið stöðu hans nema að hugarfarsbreyting komi til.“ Sjálfur segir Rensenbrink að hann sé bjartsýnn á útkomuna, ef hann hljóti stuðning félaga sinna í landsliðinu. Og Rensen- brink heldur áfram: „Annars dreymir mig ekki lengur um HM-titil í knattspyrnu, sá draumur brást hinn 7. júlí 1974 er við töpuðum fyrir Vestur-Þjóðverjum 1-2. Þegar við hlupum inn á Olympíuleik- vanginn fannst mér það vera hápunktur lífs míns og við vorum allir vongóðir um sigur. Þegar leiknum var lokið var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og ég ákvað þá að leika aldrei aftur í HM-keppni. Það kom einkum til af tvennu, í fyrsta lagi hafði ég ekki áhuga á að verða fyrir öðrum eins vonbrigðum í bráð og í öðru lagi reiknaði ég ekki með að verða valinn aftur i liðið eftir 4 ár. En ég má breyta um skoðun eins og aðrir.“ Viðtalið heldur áfram og m.a. ræðir Rensenbrink um þá skoð- un sína og fleiri að stjórnmál séu komin fram úr hófi með fingurna í knattspyrnuna og hann er persónulega á móti Argentínu sem vettvangi fyrir mótshald af þessu tagi. Og við látum Robbie Rensenbrink Ijúka þessari grein með áliti sínu á Ernst Happel, þjálfara hol- lenska liðsins, og framtíðar- áformum sínum: „Það versta við HM-keppnina, var að þurfa að eyða sex vikum fyrir keppnina í æfingabúðum með Ernst Happel. Þegar jafn óþolandi persónuleiki og maður með jafn neikvæðar skoðanir á knatt- spyrnu fer að ná árangri, sviptir það mann drjúgu af þeirri ást sem maður hefur á íþróttinrji. Hann er bjáni og tilfinningalaus einræðisherra. Eg vona einungis að hann leyfi mér að leika óbundinn við einhver varnar- kerfi, því að slíkt á ekki við mig og ég óttast hverjar afleiðing- arnar kunna að verða. Eg vil eins og hann gjarnan vinna, en ekki með því að beita öllum brögðum, ég er fyrst og fremst maður sem lifir fyrir það að leika knattspyrnu, en ekki eitt- hvert vélmenni sem fer í gang sé settur í það tíkall." „Ég vonast til þess að ljúka ferli mínum með félagi í Banda- ríkjunum og er Cosmos efst á blaði. Ég hef heyrt því fleygt að möguleiki sé á því að græða tvær milljónir dala á ári og ef tilboð berst mér verð ég fljótur að panta mé% flugfar, því get ég lofað.“ • ♦ v.#' • Robbie Rcnsenbrink — Verður hann arftaki Johans Cruyff? TAP Skota gegn Perúmönnum var í mcira lagi óvænt og er að vonum lítil glcði í hcrhúðum Skotanna. Ali McCleod, þjálfari Skota, sagði cftir leikinn að hans mcnn hcfðu Icikið mjög vel fyrsta stundarf jórðunginn og hann skildi ekkert í því hvers vegna leikur liðsins hrundi eins og hann gerði. Það yrði þó ekki af Perúmönnum skafið, að þeir hefðu leikið mjög vel og átt hrós skilið fyrir. Calderon, þjálfari Perúmanna, sagði einfaldlega, að sigur þeirra hefði verið sigur tæknilegs fót- bolta yfir kerfisbundnum krafta- fótbolta. Þá lofaði Calderon mjög markvörð sinn, einkum fyrir að verja vítaspyrnu frá Don Masson í síðari hálfleik. „Við unnum leikinn þegar Quiroga varði vítið," sagði Calderon. Hollendingar voru ekki ánægðir með leik sinn gegn Irönum. Eftir leikinn fullyrtu þeir, að undir eðlilegum kringumstæðum hefðu þeir hrúgað inn mörkum, en völlurinn var eins og svampur og kom það niður á leik þeirra. Það var einkum þjálfarinn Ernst Happel sem lét þessi orð falla en fyrirliðinn Ruud Krol tók einnig í sama streng. Það er engu líkara en Gaman væri að skora marksegir Nordqvist EINN clsti lcikmaður IIM-keppn- innar í Argcntínu er Svíinn Björn Nordqvist sem lék sinn 109. landslcik á móti Brasilíu á laugardag og setti þar með nýtt landsleikjamet. Gamla metið átti enski íeikmaðurinn Bobby M(K>re, 108. leikir. Ekki fékk Björn neinar gjafir fyrir leikinn eða að honum væri sýndur einhver sérstakur sómi. — Það er ekki vegna þess að við séum eigingjarnir, heidur að hann hefur ekkert gaman af slíku, sagði sænski landsliðsþjálfarinn Aby Eriksson. Leikurinn var honum mikilvægari en nokkrum öðrum í liðinu. Björn hefur verið í iands- liðinu í 14 ár samfellt, og um tíma var hann í atvinnumennsku í Hollandi þar sem hann lék með hollenska liðinu PSV Eindhoven. — Það var ánægjulegt að þetta verður í HM-keppni, sagði Björn. Þetta er þriðja HM-keppnin sem hann tekur þátt í. Hann hefur leikið á móti stjörnum eins og Eusebio, Gerd Múller og Cruyff — Það er alltaf hætta á feröum ef Múller er með knöttinn, segir Björn og bætir því við, að enginn sé jafn mikill listamaður með knöttinn og Cruyff. Nordqvist leikur miðframvörð í liði Svía og stjórnar varnarleikn- um, og þykir hano gera það mjög vel. — Hann hefur mjög glöggt auga fyrir því hvað er að gerast á vellinum, og áttar sig fljótt á sóknaraðgerðum andstæðinganna, segir Aby þþjálfari. Að því leyti minnir hann á Bobby Moore. Hvert skyldi svo vera hans næsta takmark? Jú, hann langar til að skora mark í landsleik. En það er ekki auðvelt fyrir varnarleikmenn. — Máske fæ ég eð taka vítaspyrnu eða auka- spyrnu sem gefur möguleika á marki, segir Björn og brosir. • Á Þessari mynd sést formaöur sænska knattspyrnusambands- ins Tore Brodd afhenda Birni Nordqvist blómvönd er hann lék sinn 108. landsleik. að slæmum velli sé alltaf um kennt er Hollendingar leika illa, en skemmst er að minnast þess er þeir unnu naumlega hér á Laugar- dalsvellinum eigi alls fyrir löngu og voru fljótir að kenna vellinum um. Þjálfari írana, Moherjani, var bitur og sagði að síðari vítaspyrn- an hefði aldrei átt að dæmast og lið hans væri mun sterkara en fram kom í leiknum. Túnisbúar eru í skýjunum eftir óvæntan sigur liðsins gegn Mexíkó og þeir ætla sér ekkert annað en sigur gegn Pólverjum í dag. Þjálfari þeirra, Chetali, sagði að ef Pólverjar og Vestur-Þjóðverjar lékju gegn þeim eins og þeir léku í opnunarleiknum, væru Túnisbú- ar þegar bókaðir í milliriðil. Þjálfari Brasilíu, Coutinou, sagði eftir jafnteflið gegn Svíþjóð, að ýmsir af leikmönnum hans hefðu verið fram úr hófi tauga- óstyrkir, en Svíar hafi hins vegar leikið eins og hann bjóst við, þ.e. sterkir í vörn og snarir í skyndi- sóknum. „Svíar verða öllum erfið- ir,“ sagði Coutinou að lokum. George Ericson sagði um sama leik, að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit og hann vildi hrósa velska dómaranum Clive Thomas fyrir frammistöðuna, en Thomas dæmdi mark af Brasilíu- mönnum, er þeir skoruðu augna- bliki áður en að lokaflautan gall við. Er sagt, að einhver óvinsæl- asti maður í Brasilíu sé nú leikmaðurinn sem hornspyrnuna tók, sem markið var skorað úr. Var hann að sögn óeðlilega lengi að stilla knettinum upp. Lyfja- hneyksli á HM FYRIR hvern leik sem fram fer á HM eru tveir leikmenn úr hverju liði teknir til sérstakrar meðferðar og gengið úr skugga um hvort einhver lyf hafi verið innbyrt. Þetta var einnig gert fyrir leik Skota og Perú eins og vera ber og voru þeir Ken Dalglish og Willie Johnston látnir ganga fram fyrir hönd Skota. Það reyndist allt vera í himnalagi með Dalglish, en öðru máli gegndi um Johnston og kom í Ijós að hann hafði eitthvaö veriö að þefa úr lyfjum. Hófst nú umfangsmikil rannsókn á vegum FIFA og voru m.a. gerðar frekar tilraunir á kappanum. Sögöu Skotar í fyrstu, að Johnston þjáöist af ofnæmi og hefði hann líklega tekið eitthvað inn gegn því. Síðar viður- kenndi Johnston þó að hafa tekiö inn tvenns konar örvandi lyf og var hann þá samstundis dæmdur frá allri frekari keppni á HM og sendur heim með næstu vél. Þarf ekki aö fjölyrða um þaö hversu gífurlegt áfall þetta er fyrir Skota, sem nýverið steinlágu í sínum fyrsta leik gegn Perú. „Ég skil ekki af hverju leikur liðsins hrundi" sagði Ali McCleod einvaldur skoska liðsins HM í K N A T T S P Y R N U ,‘:?r,»-Ti (Fvitiev )=ei-)KiA,(o S>'60ic. ? EIOC-V SE M T*F=vÆ>o- PYe'lC ^-VUue. 'i íx-tya. - LjfSKMÍMIiSOTVAOO t-\. MAWCVáecxOR- r^'aKT-rXsHÍu Mo2r=ie •>, TV&IH 150Í-TUH ‘l Fer Keegan til Barcelona? NÚ GENGUR sú saga fjöllum hærra, að Kevin Keegan, fótbolta- maðurinn góðkunni, muni senn fara til Barcelona fyrir gífurlega peningaupphæð. Keegan hefur viðurkennt, að Rinus Michels, þjálfari Barcelona, hafi talað við sig um hugsanlegan samning og hafa svimandi tölur eins og 3600000 dalir verið nefnd í því sambandi, upphæð sem myndi gera Keegan að larigdýrasta leik- manni í heimi. Samningur Keeg- ans hjá Hamburger rennur út eftir eitt ár og segir Keegan að hann muni að öllum líkindum virða samning sinn, en eftir ár væri hann sannarlega til umræðu um Spánardvöl. Þá er það spurningin hvort Barcelona hefur enn áhuga. % jti Met hjá Suurbier HOLLENSKI leikmaðurinn Wim Suurbier setti áreiðanlega ein- hvers konar met er hann fór í lyfjapróf fyrir leik Hollands gegn íran. Einn þáttur lyfjaprófsins er skoðun á þvagsýnum, en það tók Suurbier 255 mínútur að fylla tvö Iítil tilraunaglös af þvagi og var hann þó þambandi gosdrykki, bjór og líkjör allan tímann. ■—t O'bítdíscAVAE- Lfi’iKA Af= «t)ÍLL(5 „ssæsss^ AFive. iA MÍY, FYKIK,-jé.KKoKJ. 65./"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.