Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 6. JUNI 1978 Bangladesh: Zia kjörinn med yfirburðum ZIAUR Rahman, yfirmaður herforingjastjórnar Bangla- desh og hæstráðandi í land- inu, var kjb'rinn forseti Bangladesh um helgina með miklum yfirburðum og hafði hann þegar aðeins voru ótalin um tvö prósent at- kvæða, fengið 15.4 milljónir atkvæða eða 77% á móti 4.4 milljónum aðalkeppinauts síns, Ataul Osmani. Zia hershöfðingi er 42 ára gam- all og hefur verið mestur áhrifamanna í Bangladesh um langa hríð. Um það bil 38.5 milljónir greiddu atkvæöi í fyrstu forseta- kosningum landsins og fóru kosn- ingarnar fram að mestu með friði, en meðal stjórnarandstöðu bar nokkuð á ólgu og óánægju. Zia hafði heitið að létta herlögunum í landinu og halda þingkosningar í desember n.k. en ekki eru allir á því að hann muni telja bráðaðkall- andi að standa við þau fyrirheit. Osmani, fyrrverandi forseti Bangladesh, var einn helztur baráttumanna Bangladesh í frels- isstríðinu 1971, þegar Bangladesh, Eiginmaður Liz náði ekki útnefningu líichmond. Viririnía. .">. júní. Kcutcr. JOHN Warner, eiginmaður kvik- myndaleikkonunnar Elizabeth Taylor og fyrrverandi flotamálaráð- herra Bandaríkjanna, náði ekki útnefningu sem frambjóðandi repú- l)!ikanaflokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Warner sem er íhaldssamur repúblikani og fyrrv. formaður flokksins hafði barizt mjög ákaft fyrir því að ná útnefn- ingu og eiginkona hans hafði veitt honum dyggilegan stuðning, en hvorugt dugði þó ti sem þá hét Austur-Pakistan, fékk sjálfstæði sitt. Zia gat sér og hetjulegan orðstír í þeirri baráttu og hann komst síðan til valda 1975 með byltingu þegar hann steypti af stóli Mujibur Rahman. Zia Rahman sagði í ræðu á útifundi í kvöld að 200 þús. flóttamenn sem hafa komið til Bangladesh frá Burma upp á síðkastið, yrðu að snúa aftur til heimkynna sinna. Hann kvaðst vona að stjórn Burma myndi stuðla að lausn málsins. Níu manna stjórnskipuð nefnd frá Bangladesh fer til Burma á morgun til viðræðna um þetta mikla flóttamannamál. Erlendir fréttamenn sem fylgd- ust með kosningunum segja að meiri samstarfsvilji hafi komið fram af hálfu opinberra aðila nú en áður til að greiða götu þeirra. Telja fréttamenn ekkert hæft í þeim staðhæfingum andstæðinga Zia, að kosningarnar hafi verið falsaðar að einhverju leyti. Kjörstaðir voru alls 21535 og kosning var leynileg. Bangladesh er eitt snauðasta land heims, og hefur þurft að glíma við ólýsan- lega erfiðleika síðan það hlaut sjálfstæði. vj „* ^f^. ^r^ x^ VEÐUR víða um heim Amsterdam 22 skýjaö AÞena 27 bjart Barcelona 23 skýjað Berlín 27 sól Briissel 25 skýjað Chicago 28 bjart Kaupmannah. 28 bjart Frankfort 29 rigning Genf 25 bjart Helsinki 21 sói Jerúsalem 24 skýjað Jóhannes.b. 18 bjart Lissabon 22 bjart London 26 skýjao Los Angeles 25 skýjað Madrid 27 bjart Majorka 27 skýjað Malaga 22 skýjað Miami 30 rigning Moskva 19 skýjaö Nýja Delhi 43 mistur New York 22 skýjaö Ósló 27 bjart París 24 skýjað Rómaborg 26 bjart San Fransico 17 skýjað Stokkhólrnur 23 bjart Tei Aviv 25 skýjað Tókíó 26 bjart Toronto 19 rígning Vancouver . 24 bjart Vínarborg 27 bjart Brezhnev, forseti Sovétríkjanna, og Gustav Husak, forseti Tékkóslóvakíu, sjást hér saman á hátíðarfundi í Pragkastala á dögunum, en þá var Brezhnev í opinberri heimsókn í Tékkóslóvakíu. Pólver jar tóku vestur- þýzkan bát í landhelgi Klel, VesturÞýzkalandi. 5. júní. Reuter. VESTUR^þýzkur fiskibátur var tekinn í dag að meintum ólöglegum veiðum innan 200 mílna landhelgi Póllands. I fréttum segir að báturinn, Capella, sem er 194 tonn að stærð, hafi verið færður til pólsku hafnarinnar Kolo- brzeg. Heimildir hjá strand- gæzlunni í Kiel sögðu, að báturinn hefði verið að veið- um á þessum slóðum ásamt um tuttugu dönskum fiski- bátum. Hefðu pólsku varð- skipin ekki skipt sér neitt af þeim. Pólska landhelgisgæzl- an tók annan vestur-þýzkan bát að meintum ólöglegum veiðum fyrir tveimur mánuð- um á svipuðum slóðum. Þá var skipstjórinn dæmdur í árs fangelsi og 30 þúsund marka sekt en fangelsis- dómnum var ekki fullnægt og skipstjóra og skipi skilað eftir að vestur-þýzka stjórnin hafði heitið því að greiða sektina. Sovéskir Gyd- ingar í andóf i Moskvu. "». júní. AP. HÓPUR sovézkra Gyðinga sem heíur undanfarið reynt að fá leyfi yfirvalda í Soyétrfkjunum til að flytjast til ísraels haíði uppi átta mínútna mðtmælaað- Palestínumenn gegn Arafat Vínarhorg. Itcirút. 5. júní. AI\ SÍÐDEGIS í dag benti ýmislegt til þess að Palestínumenn myndu ekki hlíta boði Yassirs Arafats yfirmanns PLO að gera ekki árásir á ísrael frá Suður-Líban- on. Talsmenn ýmissa arma PLO gáfu út skelcggar yfirlýsingar um að Arafat hefði ekki umhoð neins utan sjálfs síns til að gefa 1976 - J. Paul Getty, talinn auðugasti maður heims, andast, 83 ára gamall. 1975 — Bretar samþykkja- í þjóðaratkvæði að vera áfram í EBE. 1973 — Vestur-Þjóðverjar full- gilda samning við Austur-Þjóð- verjá. 1968 — Robert Kennedy deyr af skotsárum. 1967 - Egyptar loka Sú- ez-skurði. 1944 — Innrásin í Normandí hefst. 1942 — Naziatar brenna Lidice til ösku - „Yorktown" sökkt í orrustunni um Mtdway. 1919— Pinnar segja Rússum stríð á hendur. 1916 — Kitchener ferst — Hafnbann á Gríkkland. 1884 — Annam viðurkennt' franskt verndarsvæðjk' 1882 — 3ja mílna landhelgi ákveðin í Haag-sáttmála. 1871 — Þjóðverjar ínnlima Elsass. 1840 -^Karlistastríðum á Spáni lýkur. 1797 — Napoleon stofnar Liv- ornolýðveldið í Genúa. 1660 - Friðurinn í Kaup- mannahöfn bindur enda á stríð Svía og Dana. 1654 — Kristín Sviadrottning ieggur riiður vold. Afmæli dagsins. Robert Palcon Scott, brezkur heimskautafari (1868 - 1912), Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta (1935 — —), Thomas. Mann, þýzkur rit- höfundur (1875 — 1955), Aram Katsjaturian, r'ússneskt tón- skáid (1903 - 1978). Innient> F. Guðmundur Kamb- an 1888. Orð dagsinsi Ég hef þá trú að sannleikurinn sigri að lokum. — John Wycliffe, enskur trúarum- bótasínni (1320 - 1384). út slíkar yfirlýsingar og Palestínumenn myndu hafa boð hans að engu. Opinber talsmaður PLO í Vínar- borg sagði í dag að hin ógeðfellda útþenslustefna ísraels myndi leiða til styrjaldar innan mánaöar milli Palestínumanna og ísraels og myndi þessi nýja styrjöld ekki aðeins hafa hinar hörmulegustu afleiðingar fyrir fólkið í Miðaust- urlöndum, heldur væri þetta ógn- un við heim allan. Mættu Banda- ríkjamenn teljast ábyrgir fyrir því að meiri styrjaldarhætta væri nú í þessum heimshluta en um langa hríð áður. í yfirlýsingu ýmissa arma PLO sem gáfu út yfirlýsingar í dag sagði að það væri gallhörð ætlan þeirra að halda áfram baráttunni við ísrael og myndi aðeins verða höfð samvinna við Friðargæzlu- sveitir Sameinuðu þjóðanna ef Palestínumenn treystu því að þeir hefðu aðeins með höndum hlutlaus eftirlitsstörf. Fleira benti til að spenna í Líbanon væri að aukast þar sem tveir armar hægri sinnaðra krist- inna manna lentu í átökum í austurhluta rústaborgarinnar Beirút í dag. Er ekki ljóst hvort manntjón hefur orðið í þeim átökum. gerð í miðborg Moskvu á sunnudagskvöld en lögregla kom síðan á staðinn og tók andófsmennina með á lögreglu- stöð til yfirheyrslu. Meðal þeirra sem héldu uppi mót- mælaspjöldum á Trubnaya- torgi voru Boris og Natalya Katz með átta mánaða gömlu barni sínu, Jessicu, sem ritað hefur verið um vegna þess, að barnið þjáist af óvenjulegum sjúkdómi sem aðeins hefur tekizt að meðhöndla með árangri á Barnasjúkrahúsinu í Boston í Bandaríkjunum. Hafa þeir foreldrarnir árangurs- laust reynt að fá að fara með barnið til lækninga en fengið neitun. Eftir fjiigurra stunda yfir- heyrslur var andófsfólkinu sleppt og fékk það að fara óáreitt ferða sinna. Portúgalir herða port- vínsdrykkju Lissabun. 5. júní. Rcutpr. PORTÚGALAR hafa undanfarið ár hert mjög portvínsdrykkju og koma þeir nú næstir á eftir Frökkum sem mestu aðdáendur og neytendur portvíns í heiminum. Portvínsstofnun Portúgals sagði í dag að innanlandsportvínsneyzla hefði aukizt á s.l. ári um 38,2 prósent. Frakkar drukku þá 192.221 hektólítra og síðan komu þá Portúgalir með 86.132 hektó- lítra og í þriðja sæti eru Bretar með 82.585 hektólítra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.