Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JUNI 1978 19 voru Guðmundur Guðjóns- son, Tómas Guðjónsson, Guð- mundur Eyjólfsson, Magnús Guðmundsson og Guðmund- ur Þórðarson. Þá afhenti Garðar Þorsteinsson einnig svonefndan Fjalarbikar, sem gefinn er af vélasölufyrir- tækinu Fjalar til þess sem nær beztum árangri í vél- fræði 3. stigs í Vélskóla íslands. En að auki fær handhafi bikarsins einnig silfurpening til eignar. Örn Ingólfsson frá Breiðdalsvík hiaut bikarinn að þessu sinni, en hann hóf nám við skólann 1975. Örn er nú vélstjóri á skuttogaranum Hegranesi, sem nú er á veiðum. Örn gat því ekki verið viðstaddur og veitti Guðmundur Ottósson bikarnum viðtöku fyrir hans hönd. Að síðustu var kappróður á seglbátum, kappróður, koddaslagur, björgunar- og stakkasund. Og Björgunar- deildin Ingólfur sýndi ýmis atriði úr starfsemi sinni. aukin sókn skilaði ekki auknum afla, var minnkun þorskstofns- ins. Þannig hefur heildarstofn- inn minnkað úr 2.6 millj. tonna árið 1955 í 1.2 millj. tonna árið 1978. Hrygningarstofni þorsksins hefur hrakað enn meira, úr um 1 millj. tonna á árunum 1957—1959 í 180 þús. tonn árið 1978.“ Það skal því engan undra, að vertíðaraflinn, sem er úr hinum kynþroska hluta stofnsins skuli dragást saman. Sé miðað við sömu sókn á þessu ári og á árinu 1977, má gera ráð fyrir því, að þorsk- aflinn verði um 350 þús. tonn eða 70—80 þús. tonnum meiri en fiskifræðingar leggja til og er umframaflinn að mestu 3—4 ára fiskur. Ef sú verður raunin, að framangreindur afli náist á þessu ári, þá verður aflinn á árinu 1979 m.v. sömu sókn. 320 þús. tonn og verður að fara aftur um þrjátíu ár til að finna sambærilegar aflatölur. ' Eins og fram kemur hér að framan þá nemur hlutdeild sjávarútvegs í heildarútflutn- ingi landsins 73—78 0/0 á síðustu árum. Af þessu hlutfalli eru þorskaf- urðir u.þ.b. helmingur eða tæp 40 % af heiidarútflutningnum. Þessi staðreynd sýnir betur en mörg orð, að allt er undir því komið, að ' viðgangur þorsk- stofnsins sé tryggður í framtíð- inni. Það er rétt, að á undanförnum árum hefur margt verið gert af hálfu stjórnvalda t.d. stækkun möskva, skyndilokanir veiði- svæða og tímabundin þorsk- veiðibönn, en þó er það mat útgerðarmanna, að ekki hafi nóg verið að gert af hálfu stjórn- valda. Þegar fram líða stundir verð- ur árið 1976 minnisstætt vegna þess að á því ári sigldu Bretar út fyrir 200 mílna fiskveiðilög- sögu Islands. Sé litið til baka nú og þróun landhelgismálsins skoðuð nán- ar, má í raun furðulegt teljast, hve miklu hefur verið áorkað á skömmum tíma. Þegar Islendingar færðu út fiskveiðimörkin í 50 mílur 1. september 1972 má hiklaust segja, að íslendingar hafi gerzt forustuþjóð í baráttu strand- ríkja fyrir víðtækari rétti til fiskveiðilögsögu. Nokkrar þjóðir höfðu að vísu fært út landhelgi sína í 200 mílur, en þar var áhrifagildið ósambærilegt við það, sem hér var. Við færðum út landhelgina, þrátt fyrir harða andstöðu nokkurra helztu út- hafsveiðiþjóða í heimi og þar á ég sérstaklega við Breta og Þjóðverja. Það er skammt stórra högga í millum. Strax í upphafi árs 1975 hófust umræður um að færa landhelgina út í 200 mílur og kom sú útfærsla til fram- kvæmda 15. október sama ár. Endanlegur sigur vannst með samkomulaginu, sem gert var við Breta í Osló, sem leiddi til þess að þeir sigldu út fyrir 200 mílna landhelgina 1. desember 1976. Þó var eitt atriði, sem skyggði á sigur Islendinga. Isfiskmark- aðir okkar í Bretlandi voru áfram lokaðir fyrir ísl. skipum og var þar um að kenna andstöðu brezku verkalýðs- og sjómannasamtakanna og ekki voru brezkir togaraeigendur ákafir á því að fá landanir úr ísl. skipum. í lok síðasta árs fékk L.I.U. boð um viðræður við brezka verkalýðsleiðtoga um möguleika á löndunum úr skipum okkar. Nokkrir fundir voru haldnir um mál þetta og er skemmst frá því að segja, að markaðurinn í Hull var opnaður fyrir ísl. skipum í marz s.l. og nokkrum dögum síðar landaði fyrsta ísl. skipið afla sínum þar. Að lokum vil ég fyrir hönd útgerðarmanna, árna íslenzku sjómannastéttinni allra heilla í starfi sínu í framtíðinni. Slysavarnafélagi íslands veittur heiðursbikar fyrir 50 ára störf , —og fímm aldraðir sjómenn heiðraðirá Sjómannadag i Reykjavik Frá afhendingu heiðursmerkja á Sjómannadaginn. F.v.: Magnús Guðmundsson, Guðmundur Eyjólfsson, ' Guðmundur Ottósson, Gunnar Friöriksson, Pétur Sigurðsson, Guðmundur Guöjónsson, Tómas Guöjónsson og Magnús Guðmundsson. AÐ LOKNUM ræduhöldum á hátíöisdegi sjómanna á sunnudaginn var fimm sjómönnum voitt heiöursmerki sjómannadagsins í Reykjavík. Einnig var Slysavarnafálagi íslands afhentur sérstakur heiöursbikar í tilefni pess, aö félagið hefur nú stundaö björgunarstörf á höfum úti í 50 ár. Slysavarnafélag íslands var atofnað 29. janúar 1928 og hefur upp frá pví stundað skipulögð björgunarstörf og félagsstarfsemi til varnar slysum. Á síöustu 12 árum hefur til dæmis 232 mönnum veriö bjargaö í land úr björgunarstól. Viö afhendingu heiöursbikarsins gat Pétur Sigurösson alpíngismaöur og formaöur Sjómannadagsráös Þess, að fjöldi sjóslysa hefói farið ört lækkandi hin síöustu ár, og ætti par hvað stærstan hlut aö máli Slysavarnafélag íslands. Gunnar Friöriksson, forseti Slysavarnafélagsins, veitti bikarnum móttöku. Auk pess fékk Örn Ingólfsson, vélstjóri frá Breiödalsvík, Fjalarsbikarinn svokallaöa fyrir frábæran árangur á velstjóraprófi. i fjarveru Arnar tók Guömundur Ottósson viö bíkarnum. Morgunblaöinu tókst ekki aó ná tali af öllum peim sem hlutu heiðursmerki Sjómannadags að pessu sinni, en orð og umsagnir um pá fara hér á eftir. Guömundur Guöjónsson skipstjóri var einn þeirra félaga sem tók viö heiöursmerki Sjómannadagsráös á sunnudaginn. Guömundur er fæddur 31. ágúst aldamótaárið á Ljúfustööum í Strandasýslu, en foreldrar hans voru Guöjón bóndi þar og alþingismaður Strandamanna frá 1893 til 1914 og kona hans Jóney Guömundsdóttir. Guömundur var ungur þegar hann hélt fyrst til sjós og lauk farmanna- prófi frá Stýrimannaskólanum f Reykjavík áriö 1921. Fram til ársins 1926 var hann háseti á ýmsum verzlunarskipum og stýrimaður á dönsku skipi, en þaö ár hóf hann störf sín hjá Landhelgisgæzlunni og Skipaútgerð ríkisins sem stýrimaöur á varðskipinu Þór, þeim elsta. Skiþstjórl á v.s. Þór II varó hann 1942 til ársins 1946. Hann haföi eftirlit meö smíði m.s. Heröubreiðar og Skjaldbreiöar í Skotlandi og sigldi þeim skipum heim og var meö Skjaldbreiö til ársins 1952, er hann tók viö Esju og síöan Heklu sem hann stýrði til ársins 1966, er skipiö var selt úr landi. Þá hætti Guðmund- ur siglingum vegna aldurs, en hann starfar nú hjá Sjómælingum íslands. Guömundur kvæntist áriö 1929 Ingibjörgu Þóröardóttur frá Gnúpu- felli í Eyjafiröi, en hún er nú látin. Guömundur kvaöst hafa verið farsæll á sjónum og þegar hann liti til baka gæti hann ekki greint neina stórvægilega galla á ferli sínum. Best heföi hann notið sín á Heklunni, en ekki síður þó kunnaö viö sig á Esjunni og Skjaldbreið. Á rúmlega 20 ára starfi viö Landhelgisgæzluna hefói hann lent í litlum væringum, en „tekiö þá sem sekir voru en sleppt hinum". Hann hefur átt þátt aö björgun margra skipa og báta og veri heiöraður fyrir, en áriö 1941 stjórn- aöi hann björgun belgíska skipsins Persíer, 8000 brúttólesta skipi, sem strandaö haföi austan viö Kötlu- tanga. Aðspuröur um eftirminnilegan at- burö fró fyrrl tíö rifjaöi hann upp atvik frá árinu 1928 er elsti Þór lá inni á Siglufiröi. Þá kom um borö dr. Alexander Jóhannesson og fór þess á leit aö hann fengi mann til aóstoöar viö eftirlitsflug meö síldarskipunum á Húnaflóa og víöar. Þaö varö úr aö Guðmundur tók þaö starf aö sér í vikutíma og varö þannigfyrsi maöur- inn frá Gæzlunni sem haföi meö hendi fluggæzlu viö íslandsstrendur. Tómas Guöjónsson vélstjóri er fæddur á Dísastöóum í Árnessýslu, sonur hjónanna Guöjóns Tómasson- ar bónda og konu hans Þuríöar Hannesdóttur. Tómas fluttist til Reykjavíkur 1924 og réö sig 17 ára sem hjálparkokk um borö í togarann Menju, en sigldi síöan á Skallagrími og togaranum Baldri. Áriö 1932 lauk hann prófi viö lönskólann í Reykjavík og vélstjóra- prófi árið 1934. Réð hann sig þá á togarann Ólaf í tvö ár, en fór af honum skömmu áður en skipiö fórst meö allri áhöfn árið 1924 í Halaveðr- inu svokallaöa en sá sorglegi atburð- ur er honum hvað eftirminnilegastur. Tómas hefur alls þrisvar borið sig í land úr skipum sem skömmu síðar fórust. Tómas var vélstjóri á Gullfossi um tíma þar til skipiö lokaöist inni í Kaupmannahöfn í síóara stríði. í næst síöustu ferð sinni með því skipi komust skipverjar heldur betur í hann krappan er skipiö festist í ís í níu sólarhringa á leiö frá Óslóarfiröi til Kaupmannahafnar. Þar sem skort- ur var á vatni þurfti aö grípa til þess ráðs við smíða sleða til að fá vatnsföng úr næstu skipum sem voru föst í hnapp. Fyrir fullt og allt hætti Tómas sjómennsku áriö 1942 og hóf störf hjá Olíuverzlun fslands h.f. Hann hefur mikið starfað að félagsmálum og m.a. átt sæti í stjórn vélstjórafé- lagsins, en í dag starfar hann sem bókari í Lífeyrissjóði vélstjóra. Tómas hefr starfaö mikið aö uppbyggingarstarfi Hrafnistu en þar hefur hann starfaö frá árinu 1957, lengst af í stjórninni. Tómas er kvæntur Ingu Sigríöi Pálsdóttur frá Hnffsdal og eiga þau hjónin fjögur börn. Tómas kvaöst eiga nóg land til aö ganga á, vera hraustur og hress, en hann á sér fjölda áhugamála, þ.á m. hefur hann stundaó fiskirækt. Talaö hefur veriö um aö þaö sé honum „aö kenna" aö lax finnst nú í nokkrum ám hér á landi en hann byrjaöi að fást við þetta starf um 1950 og er nú aö koma upp laxarækt noröur í Strönd- um. Guðmundur Þóröarson bryti kem- ur úr mikilli sjósóknarafjölskyldu. Hann var 5. í röð 8 barna Þóröar sjómanns Þórðarsonar og Ingibjarg- ar lllugadóttur í Geróum. Meöal bræðra Guömundar voru þekktir sjósóknarar, og sjálfur byrjaöi hann sjómennsku 15 ára eftir að hann haföi flutzt til Reykjavíkur, þá sem vikapiltur á varðskipinu Óðni. Guðmundur réðst til starfa hjá Eimskipafélagi íslands árió 1933, og hjá því félagi hefur hann starfaö til þessa dags. Fyrst var hann þjónn og síöar matsveinn á Dettifossi fyrsta, en siöan bryti a ýmsum skipum Eimskipafélagsins, fyrst á m.s. Lag- arfossi. Áriö 1949 átti hann þátt í því aö hinn nýi Dettifoss var sóttur heim, en síöan hóf hann störf sem bryti á Gullfossi. Á Gullfossi var Guömundur bryti frá komu skipsins 1950 og allt þar til aö skiþið var selt úr landi 1973. Guðmundur er nú við önnur störf í landi hjá Eimskipafélagi íslands, og er starfsferill hans hjá félaginu því nú orðinn 45 ár. Guðmundur Þóröarson er kvæntur Sæmundu Pétursdóttur, og eiga þau 5 börn á lífi. Magnús Guömundsson hefur tekiö drjúgan þátt í félagsmálum sjómanna auk þess aö hafa gegnt störfum háseta og matsveins á togurum, bátum og línuveiðurum. Magnús er fæddur 1909 en hóf sjómannsferil sinn á Þingeyri ferm- ingaráriö 1927. Þar var hann á togaranum Clementine, sem þá var stærstur togara hér á landi, en síðan var hann á ýmsum skipum, lengst af á nýsköpunartogaranum Röðli eöa á annan áratug. Magnús geröist á sínum tíma aðalforystumaöur í hagsmunamálum matsveina á fiskiskipum og var hvatamaður aö stofnun stéttarfélags þeirra 1952. Formennsku í því félagi gegndi hann svo hátt á annan áratug. En auk þess var hann einn forvígis- manna aö stofnun Sjómannasam- bands íslands 1967 og meöal baráttumanna þess, aö sambandiö fengi fulla aóild aö Alþýóusambandi íslands. Magnús sat í stjórn SSÍ á annan áratug og á þingum þess og ASÍ um langt árabil, en auk þess sat hann á annan áratug í Sjómannadagsráöi. Magnús Guömundsson er kvæntur Önnur Elíasdóttur og eiga þau hjón þrjú uppkomin þörn á iífi. Ég verö örugglega ekki í vandræð- um meö aö finna mér eitthvað aö gera þegar ég hætti, sagöi Guðmundur Eyjólfsson, háseti á m.s. Heklu, en hann hefur stundaö sjómennsku í 44 ár og hyggst ekki hætta því fyrr en hann nær 65 ára aldri.Guömundur hefur lengst af veriö háseti á togurum, en frá 1960 hefur hann stundað hásetastörf á skipum Skipaútgerðar ríkisins. „Ég er nú meiri fiskimaöur í mér en farmaður," sagði Guömundur, „og þetta er auðvitað sjómennska í öörum anda, - hún snýst um annaö en fiskveiöar. En ég hef kynnst mörgum ágætum mönnum hjá Ríkis- skip, og ég kann vel viö þetta." Guðmundur kvaöst næsta fátt Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.