Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 5 Utflutningur iðnaðarvara jókst um 42% að áli frátöldu FYRIR nokkru var haldinn árs- fundur Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins og greindi formaður hennar. Pétur Sæmundsen hanka- stjóri. frá starfi stofnunarinnar frá stofnun árið 1971 er hún tók við starfi Útflutningsskrifstofu Félags ísl. iðnrekenda er hafði verið stofnuð árið 1968. Einnig gat hann um fjárhags- vandræði stofnunarinnar og sagði að nokkuð vantaði á að fjármagn væri fyrir hendi er tryggði óbreyttan rekstur hennar á þessu ári. Þá var lögð fram ársskýrsla framkvæmdastjóra, Úlfs Sigur- mundssonar, og starfsmenn stofn- unarinnar fluttu erindi um ýmis verkefni. í ársskýrslu Úlfs Sigurmunds- sonar kemur m.a. fram að árið 1977 var óhagstætt iðnaðinum og afkoma fyrirtækja versnaði er á leið. Gengi Bandaríkjadals hækk- aði t.d. um 12% á árinu em ýmsir kostnaðarliðir t.d. þeirra fyrir- tækja er byggja á hráefnum um 40-60%. Við þessar örðugu aðstæður og sveíflur, sem iðnaðurinn hefur mátt búa við, má raunar teljast merkilegt að útflutningur iðnaðar- vara hafi aukist. Þannig nam útflutningur iðnaðarvara án áls samtals 7.4 milljörðum króna árið 1977, en hafði verið 5.2 milljarðar árið áður. Aukning í útflutningi hinna ýmsu iðnaðarvara að áli undanskildu nam því 42%. Ef ál er frátalið er ullar- og skinnaiðnaður langstærstu útflutningsgreinarn- ar. Þá gat framkvæmdastjórinn um útflutning einstakra vöruflokka og sagði að ullarvöruútflutningur hefði t.d. aukizt um 30% að magni til — að mestu í fatnaði og mest aukning orðið í útflutningi niður- suðuvara eða úr 963 tonnum árið ’76 í 1702 tonn ’77 eða úr tæpum 600 milljónum í 1206 milljónir. „Athugavert er,“ sagði Úlfur, „að af 7.4 milljarða útflutningi án áls eru 6.7 milljarðar fjórir vöruflokk- ar sem hafa það sameiginlegt að byggja á íslenzku hráefni. Þessir vöruflokkar eru ullarvara, skinna- vara, niðursuða og kísilgúr." Þá sagði Úlfur Sigurmundsson framkvæmdastjóri Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins: „Til þess að nýta þá möguleika, sem hafa skapast í helstu við- skiptalöndum okkar, m.a. vegna tollfrelsis í Evrópulöndum, er stóraukið markaðsátak nauðsyn- legt. Brýnt er, að Útflutningsmið- stöðinni verði gert betur kleift að sinna hlutverki sínu með því að auka fjárráð og mannafla hennar, sem gera aukna verkaskiptingu og þar með bætta þjónustu mögu- lega.“ Drengur fyrir bíl DRENGUR á reiðhjóli varð fyrir bíl á mótum Flókagötu og Þórólfs- götu í Hafnarfirði síðdegis í gær. Hann handleggsbrotnaði og hlaut auk þess minni háttar meiðsli. Frá ársfundi Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Tveimur mönnum bjargaðaf kili TVEIR menn voru mjög hætt komnir er seglbát þeirra hvolfdi úti á Skerjafirði snemma morguns á Sjömanna- daginn. Grásleppuveiðimaður bjargaði mönnunum af kili seglbátsins á níunda tímanum þá um morguninn og voru þeir þá orðnir mjiig hraktir og kaldir. Mbl. ræddi í ga“r við grásleppuveiðimanninn. sem bjargaði mönnunum. Björn Guðjónsson og son hans Ásgeir. sem var með honum í bátnum og tók einnig þátt í björgunar- aðgerðunum. „Þetta var nú eiginlega alger heppni. Ég ætlaði ekkert á sjó heldur taka það rólega á Sjó- mannadaginn, en eitthvað dró mig nú samt af stað og ég fór út um áttaleytið. Um klukkan sjö hafði ég séð seglbát sigla út á fjörðinn, en ég hugsaði nú ekkert meira um það. Svo nokkru eftir á ég var lagður af stað, sá ég einhverja þúst úti á miðjum firði og tók brátt eftir því að það hreyfðist eitthvað ofan á henni. Þá ákvað ég að kanna þetta nánar og sá þá hvers kyns var.“ „Þústin var þá kjölurinn á seglbátnum og hreyfingin sem ég hafði greint var að annar mannanna hafði veifað. Þeir voru mjög kaldir og virtust ekki geta snúið bátnum á réttan kjöl og við Ásgeir tókum þá upp í og eftir að við höfðum hjálpað þeim við að snúa bátnum, sigldu þeir rakleitt inn fjörðinn." „Mennirnir voru í björgunar- vestum og vel búnir að öðru leyti. Þetta var bara óhapp, sem eru ekki óalgeng hérna. Ég held að þetta hafi verið níundi og tíundi maðurinn sem ég aðstoða í einhverjum vandræðum hér fyrir utan.“ Meðfylgjandi mynd af þeim feðgum Birni og Ásgeiri, sem björguðu siglingamönnunum tveimur, tók Kristján ljósm. F A T er tækifærið Úrval nýlegra bfla Greiðslukjör við allra hæfi Bílaskipti — Aldrei meira úrval. Látið ekki happ úr hendi sleppa, og kaupiö góðan bíl fyrir sumarið. Opió laugardag FIAT EINKAUMBOO A ISLANDI Davíð Siííurðsson hf. SÍÐUMULA 35. SÍMAR 85855 — 85571.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.