Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SlDNA ÍÞRÓTTABLAÐI 117. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Skip sækja kín- verska f lótta- menn í Víetnam Tokyo. 5. júní. Reuter. VÍETNAMSTJÓRN til- kynnti í dag að hún hefði ákveðið að heimila kínversk- um skipum að koma til hafna í landinu til að sækja þangað kínverska borgara sem vildu komast úr landi og aftur til Kína. Frétta- stofa Víetnams sagði í til- kynningu að ákveðið hefði verið að hafnirnar yrðu opnar kínversku skipunum frá og með 20. jíiní. Talið er að um 90 þúsund Kínverjar hafi yfirgefið Víet- nam undanfarnar vikur og Moro morðið: Sex ákærðir KíimahurK. •">¦ júní. Koutor. PRENTSMIÐJUEIGANDI og fimm aðrir menn sem eru grunaðir um að eiga aðild að ráni og ntorði á Aldo Moro fyrrv. forsætisráðherra Italíu, hafa nú verið formlega ákærð- Þeir eru fyrstu aðilarnir sem eru ákærðir í tengslum við morðið á Moro, en hann fannst látinn hinn 9. maí eftir að hafa þá verið 54 daga í haldi hjá skæruliðum Rauðu herdeild- anna. Einn þessara sex sem ákæra hefur verið lögð fram gegn er ekki fundinn en hinir fimm voru handteknir í Róma- borg í síðasta mánuði. Meðal þessara sex er hálfþrítugur maður, Enrico Triaca, sem rak litla prentstofu í Rómaborg. Maður sá sem enn er leitað er Mario Moretti, rúmlega þrítug- ur að aldri. Hann hefur áður komið við sögu í hryðjuverkum Rauðu herdeildanna. Moretti er grunaður um að hafa verið tengiliður milli prentsmiðjueig- andans og skæruliða Rauðu herdeildarinnar. stjórnin í Peking hefur ásak- að Víetnama um að ofsækja kínverska minnihlutann í landinu. Að því er heimildir í Japan herma, hefur stjórn Kína ákveðið að minnka mjög efnahagsaðstoð sína við Víet- nama í framhaldi af þessum ofsóknum. í tilkynningu víetnömsku fréttastofunnar segir að sendiherra Kína hafi verið afhent orðsending þar sem segir að kínversk skip megi koma til landsins í ofan- greindum tilgangi og jafn- framt sé ásökunum Kínverja um ofsóknir harðlega mót- mælt. í orðsendingunni er skorað á Kínverja að taka upp vinsamleg samskipti að nýju við Víetnam. Mstislav Rostropovits, sellóleikarinn heimsfrægi, við komuna til Keflavíkur í gær. í kvöld leikur hann ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Vladimirs Ashkenazy í Laugardalshöll. Rostropovich hefur skamma viðdvöl á fslandi að þessu sinni, en förinni er heitið til Lundúna þegar á miðvikudagsmorgun. <i.j,vm. ói. k. MaKn.) Flokkur Indiru vinnur þingsæti Nýju Delhi. -rt. júní. Reuter. KONGRESSFLOKKURINN á Indlandi, flokkur Indiru Gandhi fyrrum forsætisráðherra, vann þingsæti af Janata flokknum scm nú fer með völd í landinu í aukakosningum sem haldnar voru í tveimur kjördæmum skammt frá Nýju Delhi í dag. í öðru kjördæminu hélt Janata flokkurinn þingsæti sínu. Parísarfundurinn um Afríku: Styðja Vesturveldin sameig- inlegan herafla Afríkuríkja? I'arís. I.uhiimhashi. .r>. júní. \P. Reuter. HÁTTSETTIR embættis- menn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, V-Þýzkalandi og Belgíu komu í dag saman til f undar í París um vandamál Zaire og tillögu Frakka um stór- aukna efnahagsaðstoð við þjóðir Afríku og sameigin- Fylkiskosningar í V-Þýzkalandi: Frjálsir demókrat- ar bíða afhroð líunn. f>. júní. AP. Reuter. FLOKKUR frjálsra demókrata í Vestur-Þýzkalandi, sem aðild á að ríkisstjórn Helmuts Schmidts kanslara, beið mikið afhroð í fylkiskosningum í Hamborg og Neðra Saxlandi um helgina. Flokkurinn tapaði öllum fulltrú- um sínum á báðum stöðum, jafnaðarmenn héldu meirihluta sínum í Hamborg og Kristilegir demókratar juku þingstyrk sinn í Neðra Saxlandi þar sem þeir hafa meirihluta. Það vakti mikla athygli í kosningunum að flokk- ur umhverfisverndarmanna, „Græni flokkurinn". fékk umtals- vert fylgi í báðum kosningunum og var nærri því að fá menn kjörna. Leiðtogar frjálsra demókrata komu saman til fundar í Bonn í gær til að ræða kosningaáfallið, en úrslit þessara kosninga munu ekki hafa nein bein áhrif á stjórnar- samvinnu jafnaðarmanna og frjálsra demókrata á sambands- þinginu í Bonn. Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra Framhald á bls. 30. legan herafla Afríkuríkja sem nyti stuðnings vest- rænna þjóða. Athygli manna á fundinum beindist fyrst og fremst að hinum aðkallandi vandamálum í Zaire, en þangað komu í dag nokkur hundruð marokkanskir her- menn til að leysa af hólmi frönsku útlendingaherdeild- ina sem þar hefur gætt öryggis hvítra manna frá því innrás var gerð í landið í maímánuði. Á fundinum í París vildu Banda- ríkjamenn, Belgar og Bretar leggja höfuðáherzlu á málefni Zaire og þann fjárhagsvanda sem landið á við að stríða, en Frakkar vildu fjalla á breiðari grundvelli um málefni Afríku allrar og möguleika á aukinni efnahags- og hernaðaraðstoð við lönd álfunnar. Þá er fjallað sérstaklega um á hvern hátt Vesturlönd eigi að bregðast við stórauknum afskipt- um Sovétmanna og Kúbumanna af málefnum álfunnar. Leiðtogar innrásarmannanna í Zaire hafa harðlega fordæmt ráðstefnuna í París, en hreyfing þeirra, FNLC, hefur skrifstofu í Framhald á bls. 30. Engisprettu- faraldur í Eþíópíu Nairobi. 5. júní. AP. ENGISPRETTUFARALDUR herjar nú á nokkrum svæðum í Eþíópíu og stefnir. í stór- hættu uppskeru í landinu og bætist þetta við fæðuöflunar- vandamál Eþíópíumanna sem voru ærin fyrir. Embættismenn hafa farið fram á aðstoð annarra þjóða í baráttunni við engispretturnar, en stríðið sem Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.