Morgunblaðið - 08.06.1978, Side 7

Morgunblaðið - 08.06.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1978 7 Verkalýös armurinn hornreka. Hörð átök urðu í Al- Þýðubandalagínu í Reykjavík um val fram- bjóðenda flokksins, bótt fátt eitt hafi komið upp á yfirborðið vegna peirrar baktjaldastarfsemi, er einkennir innviði hans. Öllum Reykvíkingum er Þó kunnugt um, að Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ, sagði sig úr uppstill- ingarnefnd flokksins vegna ágreinings um skipan efsta sætis á framboðslistanum. Vildi Snorri að Ásmundur Stefánsson, hagfræöing- ur ASÍ, skipaði efsta sætiö sem nokkurs konar fulltrúi „verkalýðsarms" flokksins, en flokksklíkan fylgdi hvítflibbaprinsin- um Svavari Gestssyni, ritstjóra Þjóðviljans, sem hreppti hnossið. Átökin milli sófa- sósíalistanna í Alpýðu- bandalaginu, sem gjarna vílja kalla sig „mennta- mannaarm“ flokksins, til aðgreiningar frá „verka- lýösarminum", hafa farið vaxandi meö árunum, og Ásmundur Stefánsson. Svanur Kristjánsson. nú virðist svo komið, aö „verkalýösarmurinn" sé algjör hornreka í „flokksapparatinu". Þeirra eigin orö um flokks- þróunina. Svanur Kristjánsson, lektor, flutti á sínum tíma erindi í Reykjavíkurdeild Alpýðubandalagsins um Þessa Þróun, sem birtist í endursögn í Þjóðviljan- um 16. maí 1976. Þar leggur Svanur áherzlu á að fram til 1949 hafi verkamenn skipað rúm- lega fimmtung (20%) framboössæta hjá Sósíalistaflokknum. Orð- rétt segir hann: „Síðan hefur Þetta hlutfall lækk- að (hjá AIÞýðubandalag- inu) og náði ekki 10% í kosningunum 1971 eöa 1974 ...“ Enn segir Svan- ur: „Stærstir hópar fram- bjóöenda AlÞýöubanda- Snorri Jónsson lags og fyrirrennara Þess eru: 1) kennarar og skólastjórar, 2) rithöf- undar og blaðamenn, 3) framkvæmdastjórar og forstjórar stofnana og fyrirrækja. Síðan 1956 hefur hlutur Þessara hópa aukist nokkuð jafnt og pétt 1974 vóru peir 72% frambjóóenda." Kaldar kveöjur til unga fólksins. Svanur segir: „Mér sýnist að minna fari fyrir æskufólki í AlÞýðu- bandalaginu nú en var um tíma; sumt af Því unga fólki sem kom inn í allríkum mæli 1967—71 fór aftur úr flokknum. Hluti Þess hefur unnið í pólitísku starfi í há- skólanum, iðnnemasam- tökum eða Þá í samtök- um sem talin eru „til vinstri" við AlÞýöubanda- lagið, Þóff sú stadsetning gefi orkaö tvímælis— Enn segir Svanur um unga fólkið: „Það er vissulega Þýðingarmikið að gera sér grein fyrir Þessu brotthvarfi og af- leiðingum pess að Þetta fólk segir heldur neikvæð tíðindi af reynslu sinni í AIÞýðubandalaginu." Síðan kemur athyglis- verð úttekt AlÞýðu- bandalagsins á Þessu unga fólki. Svanur segir: „Nú má segja sem svo, að Það hafi hvort sem var ekki verið neinn ávinn- ingur í mörgum Þeirra, sem kjósa að starfa „til vinstri". Það fólk er gjarnan í leit að sálu- félögum, nýrri fjölskyldu; afstaða Þess er meira eða minna trúarleg ... “ Þessi orð Svans eru eftirtektarverð. Atkvæði unga fólksins skulu Þegin en áhrif Þess eiga helst að vera í samræmi við Þaö. „Mennta- mannahroki“ Menntun er máttur. Vel menntað og sérhæft fólk er ein bezta fjárfesting, sem Þjóðin getur stofnað til, og hún skilar sér fyrr og beur en önnur fjár- festin. Lítið brot sér- menntaös fólks hefur fyllst Því sem kallaö er „menntamannahroki", sem m.a. kemur fram í vanmati á gildi frum- greina atvinnulífs Þjóðar- innar og Því fólki, sem Þar vinnur hörðum hönd- um að verðmætasköpun í Þjóöfélaginu. Þetta „litla brot“ hefur ekki hvað sízt setzt að í AlÞýöubanda- laginu, Þar sem Það hefur ýtt launamönnum frá Framhald á bls. 25. I I I I I 1 I Japanska Gæðavaran Crown Verð: 298.675- Útboraun: ca. 100.000- _ . ... Eftirstöövar: 6 mánuðir Tækmlegar upplýsingar PLÖTUSPILARI: Full stærö, 33 og 45 snúninga hraðar. Belt-drifirtn. DC-rafeindastýrður mótor. Hátfsjálfvirkur. Mótskautun og magnetískur tónhaus. SEGULBAND: Hraöi 4,75 cm/sek. Dolby System. Bias filterar. Tíön>svörun venjul. kasettu er 40-10.000Hz. Tfðnisvörun Cr02 kasettu er 40-12.000HZ. Tónflökt og blakt er betra en o,3% RMS. Upptökukerfi AC bias 4 spora 2-rása sterio. Afþurrkunarkerfi AC afþurrkun. MAGNARI: 5-IC. 47, transistorar. 23 díóöur 80 musikwött (2x25 RMS) Meö loudness. ÚTVARP: FM. LW. MW. SW. HÁTALARAR: 20 cm bassahátalari af kónískri gerö. Miö- og I BOÐI N / Skípholti 19, sími 29800. hátíðnihátalari 7,6 cm af kónískri gerð. kJíðnisvörun 50—20.000Hz 4 Ohm. Tryggðu þér eintak af bókinni um ^ ERRO áður en það verður of seint Bókaklúbbur AB seldi sinn hluta útgáfunnar upp á svipstundu. Upplag Iceland Review af þessari sömu bók var takmarkað — og það þrýtur líka fyrr en varir. Fæst í bókaverslunum — kostar aðeins kr. 5.940.-. Iceland Review Sími 81590 — Stóragerði 27. Onduline þakplötur Mismunandi gerðirí rauðum og grænum lit. Laufléttar í notkun, auðveldar í uppsetningu. W Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTIG 1. SÍMI 18430 — SKEIFAN 19. SIMI 85244 Læriðvélritun Ný námskeiö hefjast þriöjudaginn 13. júní n.k. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.00. Vélritunarskalinn Suöurlandsbraut 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.