Morgunblaðið - 16.06.1978, Side 14

Morgunblaðið - 16.06.1978, Side 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. JÚNI 1978 Ásgeir Lárus- son í SÚM Ungur listamaður er með sína fyrstu sýningu í Gallerí SUM þessa dagana. Að vísu hefur Ásgeir Lárusson komið fram með myndir sínar á samsýningu áður, en þetta er hans fyrsta einkasýn- ing. Þessi litla, en snotra sýning, lætur ekki mikið yfir sér, en samt er hún með því besta, sem ég hef séð í hinu fræga gallerí SUM. Þarna eru aðeins 15 verk til sýnis og sum þeirra frekar hugmyndir en unnin myndlist. Þetta atriði tilheyrir líðandi stund, og er ekkert við því, að segja. Ungir listamenn eiga að spreyta sig á nýjungum, og lítið mundi gerast í list, ef ekki væru hræringar, sem kæmu við hið hefðbundna, og flestar þessar hræringar hafa sitt gildi. En samt er það nú upp og ofan með það, eins og annað í þessum heimi. Ásgeir Lárusson hefur ótvíræða hæfileika, sem koma greinilega til skila í þeim verkum er hann sýnir nú í SÚM. Þarna er á ferð ungur maður, sem hefur viðkvæma til- finningu fyrir lit og formi, þegar hann til dæmis gerir vatnslita- myndir. Ég verð að játa, að sumt það, er Ásgeir kallar hluti, fer minna undir skinnið á mér, en samt er skemmtilegt að kynnast þessari hlið á Ásgeiri. Hann gerir á stundum myndraðir, eins og það er hann kallar „Dagbækur", og það líkar mér ágætlega, ennfremur hafði ég ánægju af annarri mynd- röð, sem er mjög ólik þeirri fyrri, Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON er ég nefndi. Hann kallar þá síðari „Án orða“, og það er aðallega formspilið, sem hann er að fást við þar. Éitt besta verkið á þessari sýningu að mínu mati er mjög snoturt verk, er Ásgeir kallar „Skýjum neðar“, og vonandi á hann eftir að þróast eitthvað í þá áttina. Það fer ekki milli mála, að hann hefur miklu meiri hæfileika til að fást við myndlist í orðsins fyllstu merkingu en hugmynda- fræðilegar vangaveltur. Hér á ég við það, sem eitt sinn var efst á baugi og var þá kallað á erlendum málum Concept. Öli góð verk eru frumleg, og öll vond listaverk eru ófrumleg. Á þessari sýningu Ásgeirs Lárusson- ar örlar meir á frumleika en oft áður á þessum stað. Hann hefur gott efni, og ég er ekki í nokkrum vafa um, að hann getur gert ýmislegt, ef hann heldur vei á þeirri vöggugjöf, sem hann hefur fengið. En engu skal ég spá sem stendur, hvorki góðu né vondu, allt er undir því komið, hver framvind- an verður hjá svo ungum og að sínu leyti ómótuðum listamanni. Það er hans einkamál, hver þróunin verður, og það er mikið undir því komið, hvar qg hvernig kynni þessa unga listamanns verða af litum á komandi tímum. Það þurfa allir að fá sína skólun og hana sem strangasta, ef hæfi- leikar eiga að ná árangri. Hæfi- leikar eru aðeins eitt atriði í mótun listamannsins, og það verðum við öll að skilja. Ég tíunda ekki frekar þau verk, sem Ásgeir Lárusson sýnir að sinni. En ég hafði óskerta ánægju af þessari sýningu, sem svo hljótt hefur verið um í öllu því umróti, er fylgir Listahátíð í Reykjavík 1978. Éitt enn, áður en ég slæ botninn í þessar línur. Það, sem einkennir verk þessa unga lista- manns, er viss hæverska, sem vandfundin er hjá ungum lista- mönnum í dag. Til dæmis stendur á sýningarskrá — nokkur verk- anna fást keypt fyrir vægt verð. — Þessi litla setning segir meir um Ásgeir Lárusson en langur pistill. Ég óska þessum unga manni sannarlega til hamingju með sína fyrstu sýningu, og látum oss sjá, hvað framtíðin ber í skauti sínu. Valtýr Pétursson Bókin um Erro í tilefni af yfirlitssýningu á verkum Erro á Listahátíð 1978 hafa Iceland Review og Almenna bókafélagið í sameiningu gefið út bók um listamanninn. Bókin er gerð bæði á íslenskri tungu og enskri. íslenska útgáfan seldist upp á svipstundu, en enn mun vera hægt að fá bókina á ensku. Þetta er í sjálfu sér mikið framtak hjá útgefendum, því að listaverkabæk- ur eru dýrar í útgáfu, og það kemur fyrir, að þær seljast ekki eins og við var búist. Því hefur það verið heldur lítið af listaverkabók- um, sem út hafa verið gefnar hér hjá okkur að undanförnu, ef frá er talin hin myndarlega bók um Sverri Haraldsson, sem út kom í vetur, sem leið. Bragi Ásgeirsson skrifar for- mála að þessari bók um Erro, og Matthías Johannessen skrifar í samtalsformi um iistamanninn sjálfan og umhverfi hans. Þetta er, eins og allir vita, það form, sem Matthíasi Johannessen er líklegast kærast. Hann hefur oft brugðið þessu formi fyrir sig, er hann hefur ritað um listamenn og verk þeirra. Honum tekst mjög vel í þetta sinn að sameina persónu- leika Erro og gera nokkra grein fyrir hinni táknrænu myndlist hans. En það er ekki heiglum hent, þar sem myndverk Erro eru hlaðin af táknum og mótsögnum, sem sameinað eru í eina heild. Að Borg verður til REYKJAVÍK MIÐSTÖÐ ÞJÓÐLIFS 334 hls. , Kristín Ástgeirsdóttir sá um útgáfuna. Siigufélag Rvík. 1978 REYKJAVÍK er sá partur lands- ins sem þenkir og ályktar. um það er cngum hlöðum að fletta< þetta erindasafn Sögufélagsins miðast nánast allt við þá stað- reynd. en það er framhald ritsins Reykjavík í 1100 ár sem kom út ‘74; höfundar að nokkru leyti hinir sömu. Hér eru á ferðinni fjórtán ritgerðir, flestar um kaupstaðinn eða borgina Reykjavík en fáeinar almennara eðlis. Hefst ritið á Miðstöð hlaða og funda í Reykja- vík eftir Vilhjáim Þ! Gíslason. Hann hefur líka sent frá sér bók um sama efni og munu nú fáir fróðari um blaðaútgáfu í höfuð- staðnum fyrr og síðar. Vilhjálmur hlaut eins konar blaðamannsupp- eldi hjá föður sínum, Þorsteini Gíslasyni, sem var ritstjóri og útgefandi margra blaða og bóka eins og kunnugt er — eða má ekki gera ráð fyrir að á því heimili hafi oft verið minnst á blöð? Hákon Bjarnason skrifar þátt- inn Drög að sögu trjáræktar í Reykjavík. Fáir embættismenn hafa verið jafnvökulir í starfi og Hákon meðan hann gegndi em- bætti skógræktarstjóra. Honum er líka einkarsýnt um að skrifa ljóst og skýrt um þetta hjartansmál sitt. Hákon upplýsir að til séu í ríkisskjalasafni dana frá seinni hluta átjándu aldar »mörg bréf, sem bera það með sér, að hingað til lands var sent mjög mikið af trjáfræi og trjáplöntum á kostnað stjórnarinnar, meðal annars lerki- fræ frá Arkangelsk ásamt fræi úr norðanverðum Noregi« Þetta má nú koma á óvart. Kannski hefur áhugann ekki vantað því búnaðar- eldmóður var hér mikill, að minnsta kosti meðal þeirra sem ortu og skrifuðu um landbúnað. Og þeir voru margir. En kunnáttuna vantaði. Svo fágætt var að sjá hér í Reykjavík lifandi hríslu við hús að erlendir ferðamenn tíunduðu slík undur fram undir síðustu aldamót. Löngum var sú skoðun útbreidd að tré þrifust ekki hér. Schierbeck landlæknir virðist fyrstur manna hafa glætt trú Reykvíkinga á að hér mætti, þrátt fyrir allt, koma trjáplöntum til nokkurs þroska. Verka hans sér enn óræk merki. Þáttur Hákonar Bjarnasonar e'r ekki aðeins skemmtilegur vegna þeirrar sögu sem þar er rakin, hann má líka vera fræðandi fyrir þá sem langar að planta trjám í garðinn sinn en vita naumast hvað best hentar hér um slóðir. Næstur er þáttur Sigríðar Th. Erlendsdóttur, Reykvískar konur í atvinnulífinu 1880—1914, síðan erindi Jónasar Gislasonar, Kirkjuleg yfirstjórn á íslandi fiyst til Reykjavíkur, þá erindi Adolfs J. E. Petersens, um Samgönguleiðir til Reykjavíkur að fornu og nýju. Hugleiðing Adolfs er nokkuð almenns eðlis en þó eru þar dregnar fram í dagsljósið staðreyndir sem mörg- um mun ieika forvitni á að vita. Til dæmis segir Adolf sögu brúar- smíða yfir Elliðaár og vegalagn- inga um Kamba. Forvitnilegast þótti mér þó að lesa það sem hann segir um Þingvallaveginn gamla. Lagning hans hófst 1886 (eða 1888, ekki verður glöggt ráðið af þætti Adolfs hvort árið heldur var) og var að fullu lokið 1891. Telur Adolf REYKJAVÍK MIÐSTÖÐ ÞJÖDLtFS_ SAFN TIL SOGUREYWVIKUR hann hafa verið »einn besta þjóð- veg landsins á síðustu áratugum nítjándu aldar.« Mig langar að skjóta því hér inn í að vegurinn er prýðisgönguleið, útsýni af honum er víða tilkomumikið. Fyrir Al- þingishátíðina 1930 var svo lagður nýr vegur eftir allt annarri leið með þeim afleiðingum að hætt var að halda gamla veginum við að hátíðinni lokinni. Fróðlegt hefði verið að fá fram rökin fyrir því hvers vegna gamla Þingvallaleiðin var lögð af. Sýnist mér að um sömu mundir hafi orðið stefnu- biæyting í vegamálum hérlendis og ekki að öllu leyti til bóta. Bergsteinn Jónsson á erindið Aðdragandi bankastofnunar í Reykjavík og Heimir Þorleifsson ritar um Samskipti skólapilta í Lærða skólanum og Reykvíkinga á iildinni sem lcið. Heimir telur að þau samskiþti hafi yfir höfuð verið vinsamleg. Stundum tóku piltar sér fyrir hendur að skemmta bæjarbúum og telur Heimir að þeir hafi »viljað brýna fyrir bæjarmönnum málvöndun, fram- faratrú almennt örlæti, víðsýni í hjúskaparmálum, efahyggju í trú- málum, bindindi og andúð á hégómlegum fréttaburði.« Hið síðast talda hefur vart verið ófyrirsynju miðað við stærð bæj- arins í þá daga. Þá koma þrjár »miðstöðvar« ritgerðir: Miðstöð skjalasafna og fróðleiks eftir Jón E. Böðvarsson, Leitin að stjórnmálamiðstöð eftir Gunnar Karlsson og Reykjavík sem verslunarmiðstöð 1875-1945 eftir Helga Skúla Kjartansson. Sigurður Líndal skrifar Nokkrar athuganir á þjóðfélagsgcrð stjórnmáiahreyfinga í Reykjavík 1900—03. Sigurður segist nota orðið þjóðfélagsgerð »sem þýðing á ensku orðunum social structure«. Eru athuganir hans bæði ýtarleg- ar og yfirgripsmiklar. Næstur kemur Lýður Björnsson og fræðir okkur um Vinnudeildur á 18. öld. Sem við heyrum orðið vinnudeilur koma okkur auðvitað í hug kaup- kröfur og verkföll. En átjánda öldin var enginn verkfallstími. Vinnudeilur þær, sem Lýður segir frá, voru fremur persónulegs eðlis, árekstrar yfir- og undirmanna. Nú skyldi maður ætla að í gamla daga — löngu fyrir daga lýðhyggju og verkalýðsfélaga — hafi yfirvöld undantekningarlaust tekið svari þeirra sem meira máttu sín. En af þætti Lýðs er ljóst að sú hefur ekki ætíð verið raunin. Til dæmis var Ragnheiði nokkurri Jónsdóttur spunakonu í Innréttingúnum vísað úr starfi. Ragnheiður kærði brott- vísunina fyrir amtmanni með þeim árangri að »uppsögn hennar var afturkölluð«. Lýður bendir á að fólki hafi þótt hentara »aö kæra beint til hinna æðstu yfirvalda. Þetta kann að benda til, að almenningur hafi treyst þeim betur en jæim yfirvöldum sem nær sátu« segir Lýður. Lýði Björnssyni er lagið að sjá út smáatriði sem bregða ljósi yfir hið daglega líf og Bókmenntir eftir EELEND JÓNSSON er þáttur hans bæði fróðlegur og læsilegur. Að lokum eru svo þættir sem heita Ritun Reykjavíkursögu fram til 1974 eftir Inga Sigurðs- son og Ornefnalýsing Laugar- ness, Klepps og Rauðarár eftir Guðlaug R. Guðmundsson. Páll Líndal segir í formála um hinn síðarnefnda að »birting þessarar greinar er fyrir sérstök tilmæli frá mér, en höfundur sjálfur er með vasana fulla af varnöglum um þessa skrá.« Ekki má láta undir höfuð leggjast að nefna að nokkrar gamlar og dýrmætar myndir eru birtar í bókinni. Páll Líndal boðar að næsta rit þessarar tegundar komi væntanlega út »áður en langur tími líður«. Skulum við vona að sá draumur rætist því hér er á ferðinni fróðleikur sem á erindi til lærðra jafnt sem leikra. Ærið starf hefur hvílt á herðum umsjónarmanna útgáfunnar, Kristínar Ástgeirsdóttur, sem sá um fyrstu útgáfu, og síðan Helga Þorlákssonar sem haft hefur umsjón með þessari endurbættu og leiðréttu annarri útgáfu. Ein- hver mun spyrja hví bók, sem var fyrst gefin út í desember síðast- liðnum, skuli komin í annarri útgáfu strax að vori. Ástæðan er ekki sú að hin fyrsta hafi selst upp svo brátt heldur hentu hana fáein slys sem Sögufélagsmönnum þótti hlýða að bæta fyrir strax.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.