Morgunblaðið - 16.06.1978, Side 28

Morgunblaðið - 16.06.1978, Side 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JUNÍ 1978 14» £>>' ll\ _ -N MORÖdlv-v^ kafr/Nö m ^ ((»' n r^’P GRANI göslari Annað hvort áttu flugferð í vændum eða fluga hefur komizt inn í spákúluna mína! Ék vona að ég hafi opnað augu yðar fyrir barnalegu trausti yðar og náungakærleik! Góðan daginn! — Ég sel beztu þjófalykla landsins. SUSÚ — samtök Þjóðviljans BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Slagurinn um töluna í bútaspil- unum er alltaf skemmtilegur. Þegar ástæða er til teygja menn sig í töluna eða sætta sig við að tapa lágri tölu hafi andstæðing- arnir átt möguleika á hærri tölu í eigin samningi. Barátta af þessu tagi er hættuleg og lítið má út af bera. í leik íslands gegn Svíþjóð í opna flokknum á norræna bridge- mótinu skiptu lágar tölur um eigendur í fyrstu spilunum. En svo fékk ísland óvænt 300 í lokaða herberginu. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. KDG84 H. 105 T. ÁG107 L. G3 Vestur S. 10962 H. DG76 T. D6 L. K54 Austur S. Á53 H. Á94 T. 32 L. Á10876 Suður S. 7 H. K832 T. K9854 L. D92 Suður Vestur Noröur Austur pass pass 1S pass 1G pass 2T dohl 3T 311 allir pass íslendingarnir sátu í norður og suður og voru sagnir þeirra eðlilegar. En Sviarnir vildu vera með en þetta var ekki besti tíminn til þess. Dobl austurs sagði frá stuðningi við ósögðu litina og varð því iokasamningurinn í harðara lagi. Sjálfsagt hefur suður, Örn Arnþórsson, borið of mikla virð- ingu f.vrir andstæðingum sínum þegar hann ákvað að dobla ekki. Ut kom spaðakóngur og vörnin fékk sjö slagi. Á sýningartöflunni sátu íslend- ingarnir í austur-vestur og sögðu alltaf pass. Norður varð sagnhafi í þrem tíglum og austur spilaði út laufás og aftur laufi. Vestur tók með kóng og skipti í hjarta, sem austur tók og spilaði þriðja laufi. Sagnhafi spilaði síðan spaða og þegar í Ijós kom að austur átti þriðja ásinn var eðlilegt að stað- setja tíguldrottninguna hjá vestri. Þrír tiglar slétt unnir en í allt 190 og 5 impar til íslands. Hávaöi? — Enginn hávaði hér. Þetta er kafli úr Valkyrjum Wagners gamla! Hér fer á eftir bréf frá „Útvarpshlustanda“, sem á í orðastríði við svonefnd SUSÚ- samtök. „í framhaldi af orðsendingu minni, sem ég sendi þér í gær, var búizt við að SUSÚ-mcnn Þjóðvilj- ans (SAMTÖK UM SÓSÍALISTA- ÁRÓÐUR ÚTVARPSINS) sætu, um það leyti sem þau orð voru skrifuð, með sveittan skallann á fundum. til að freista þess að komast til botns í orsökum þeirra freklegu mistaka. sem reyndur auðkenna róttæklingaáróður rík- isútvarpsins á marseringardegi Keflavíkurgöngunnar 10. júní. — Einkum þó það íerlega feilpúst sem við kvað. þegar morgunþulur lét sig hafa það að spila „RÍS ÍSLANDS FÁNI" af fóninum, um leið og hinir SEXTÁN blóðrauðu Sovétfánar voru á loft hafnir fyrir göngusveitinni. • Mistök — eða engin mistök Þjóðviljinn hefur nú upplýst að undirritaður átti þar kollgát- una: Fundur SUSÚ var nefnilega snarlega boðaður strax sunnudag- inn 1. júní og án tafar tekið til við að stúdera (með aðstoð segul- bandsupptöku) í hverju ósóminn mundi nú helzt liggja, og spunnust brátt deilur harðar með fundar- mönnum og sýndist sitt hverjum, og niðurstaðan óljós. Voru all- margir SUSÚ —manna þeirrar skoðunar að alls engin mistök hefðu orðið hjá morgunþul, þegar ÍSLANDSFÁNARNIR SEXTAN risu yfir göngunni, og raunar stórlega ámælisvert að kvæðið SOVÉT-ÍSLAND, ÓSKALANDIÐ, HVENÆR KEMUR ÞÚ skyldi ekki upp lesið strax í sömu andrá. — Lá nú við að fundurinn endaði í uppnámi í hörkudeilum um málefnið. • Bara Valdimar Þegar öldurnar lægði nokkuð, benti einn fundarmanna á annað mistakadæmi — þegar morgun- MAÐURINN Á BEKKNUM Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði 68 það var ekki hægt. I fyrsta lagi er ég ekki orðinn myndugur og verð því að fá samþykki for eldra minna. En þó að ég hefði fengið það. hefði frú Thouret aldrei fallist á að fá mig sem tengdason. þar sem ég hafði enga vinnu. Hr. Thouret réð mér eindregið frá því að ræða málið við konu sína. — Sagðir þú honum frá því að þið Monique ættuð með ykkur fundi á ýmsum hótelum í París. — Nei. ég fór ekkert út í smáatriði. Aftur roðnaði hann. — Ég sagði honum bara að hún væri barnshafandi. Andlit Maigrets var svip- brigðalaust og hann sýndi ekki merki undrunar. Og þó hafði honum brugðið í brún. Þetta hafði aldrei hvarflað að honum. — Hvað er hún komin langt á leið? — Itúmlega tvo mánuði. — Hafið þið verið hjá lækni. — Ég fór ekki með hcnni. — En hún hefur farið til læknis? - Já. — Iteiðst þú fyrir utan? — Nei. Maigret hallaði sér aftur á bak í stólnum og tr»')ð sér í eina pipuna enn. — Hvað ætlaðir þú að gera í Suður-Ameríku? — Ilvað sem til hefði fallið. Ég kvíði engu. Ég hefði getað fengið vinnu sem kúreki. Hann sagði þetta graíalvar- legur og vottaði jafnvel fyrir stolti í rödd hans og lögreglu- foringinn sá hann fyrir sér í því hlutverki. — Kúreki. endurtók hann. — Eða ég t].-'ði getað fengið vinnu í gulla SlUiuxm. — Já. ég spyr nú ekki að! — Ég hefði örugglega staðið mig. — Og síðan hefðir þú gifzt Monique? — .lá. það er sennilega auð- veldara að ganga frá því þar. — Elskar þú Monique? — Hún er mín kona. er það ekki? Mér er sama þó við höfum ekki formlega látið vígja okkur ... — Og hvað sagði Thouret þegar hann heyrði þetta? — Ilann sagðist fyrst ekki trúa því að dóttir hans hefði getað hcgðað sér svona. Ilann grét. — Meðan þú varst hjá hon- um? — Já. En ég fullvissaði hann um að ég myndi koma heiðar- lega fram. — Já. náttúrlega. Og síðan? — Þá lofaði hann að vera okkur innan handar. Ilann hafði ekki nógu mikla peninga þann daginn en lét mig fá dálítið. — Ilvar eru þeir peningar? — Monique geymir þá. Ilún hefur þá í Lestri skúffu í skrifborðinu sínu. — Og það sem eftir var? — Hann lofaði að láta mig fá þá á þriðjudaginn. Ilann'sagð- ist búast við stórri innhorgun. sagði hann. — Frá hverjum? — Ég veit það ekki. — Sagði hann þér hvað hann starfaði? — Nei. það gat hann skiljan- lega ekki gert. — Því ekki? — Vegna þess að hann hafði enga fasta vinnu. En ég komst aldrei að því hvernig hann aflaði fjárins. Þeir voru tveir saman. — Ilcfurðu séð félaga hans? — Já. einu sinni. — llár. magur maður. sem minnir á sirkustrúð? - Já. — Ilann var hérna á skrif- stofunni minni fyrir fáeinum mínútum. Það var handa hon- um sem koniakið er. — Svo að þér vitið allan sannleikann? — Mig langar líka að vita hvað þú veizt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.