Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 25 rða vinn- irugglega munaði aö Pétri tækist að skora á 35. mínútu eftir aö hann hafði fengiö sendingu frá Kristni en hann skaut, rétt framhjá. En þaö var Kristinn sem innsiglaöi sigurinn á 43. mínúti. Kari Þórðarson haföi þá leikiö vörn Keflvíkinga sundur og saman og síöan sent knöttinn fyrir fætur Kristins, sem skoraði með þrumuskoti, gjörsam- lega óverjandi. Annað glæsimark Akurnesinga. Á síöustu mínútunni munaöi minnstu aö Þórði Karlssyni tækist að skora fyrir Keflavík og Jón Þorbjörnsson sýndi hvers hann er megnugur og varði stórglæsilega. Jón átti mjög góöan leik og í vörninni voru þeir Jón Gunnlaugsson og Jóhannes Guöjónsson mjög traustir. Pétur Pétursson var bezti maður framlínunnar en eins og svo oft áður var einn leikmanna liösins í sérflokki, Karl Þórðarson. Þau eru ófá mörk Skagamanna, sem hann hefur átt þátt í með leikni sinni og nákvæmum sendingum. Keflavíkurliðið lék oft á tíðum vel saman úti á vellinum en þegar upp að marki Akurnesinganna kom áttu framlínumenn liösins ekkert svar við sterkum varnarleik Akurnesinga. Er þetta ekki í eina skiptiö í sumar sem bitlaus sóknarleikur gerir möguleika þeirra til stigaöflunar nánast enga. í STUTTU MÁLI: Akranesvöllur 18. júní, lílandsmótið 1. deild, ÍA — ÍBK 3:0 (1:0) Mörk Akraness: Pétur F'étursson é 24. minúti, Matthías Hallgrímsson á 75. mínúti og Kristinn Björnsson á 88. mínúti. Áminning: Jón Allreosson bókaöur í s.h. Ahorfendur: 886. • Pétur Pétursson nýtir sér mistök Þorsteins markvarðar íltK og skorar fyrsta mark Akurnesinga. • Matthías Hallgrímsson skorar þrumuskalla eftir aukaspyrnu. annað mark Akurnesinga með Kristinn Björnsson á auðum sjó og skorar þriðja mark ÍA með þrumuskoti eftir að hafa fengið boltann frá Karli. Þorbergur björguðu KA mínútu fyrri hálfleiksins náðu þeir Jóhann Jakobsson og Sigbjörn Gunnarsson mjög laglegum sam- leikskafla, og tókst að leika snyrti- lega í gegn um vörn ÍBV og gefa síðan knöttinn vel inn í vítateiginn á Ármann Sverrisson sem skaut föstu vinstri fótar skoti og skoraöi út við stöng, illverjandi fyrir Pál Pálmason markvörö Í8V. Var undirbúningur aö marki þessu eins og hann gerist bestur, snilldarsamleikur og fallegt mark. Nú fóru Eyjamenn aö vakna af dvalanum og fóru aö sækja meira. Eftir aö hafa reynt töluvert af langspyrnum fram miöjuna, fór liðið aö beita stuttum samleik og þaö KA - IBV 1:1 Texti og mynd: Þórarinn Ragnarsson skilar alltaf árangri. Á 35. mínútu áttu Eyjamenn góða sóknarlotu sem endaði með sannkölluöum þrumu- fleyg frá Karli Sveinssyni, Þorbergur varöi skot hans mjög vel en þaö var svo fast að hann hélt ekki knettinum og Sigurlás kom aövífandi og náöi aö skjóta, en Þorbergur var ekki á þeim buxunum aö láta skora hjá sér og varöi aftur meistaralega. Var þaö mikil óheppni hjá ÍBV aö nýta ekki þessi góðu marktækifæri. Nú höföu Eyjamenn náö góðum tökum á miðju vallarins og sóttu stíft, vörn KA var þó vel á veröi og gaf ekkert eftir. í lok fyrri hálfletksins á 43. mínútu brunaöi Tómas Pálsson upp vinstri kantinn, tókst að leika laglega á varnarmann og senda knöttinn fyrir markið á Sigurlás, sem var ekki aö tvínóna við hlutina, heldur lét ríða af hörkuskot sem stefndi beint í netiö en á síöustu stundu náði Þorbergur aö verja af hreinni snilld. Svo fast var skotiö aö knötturinn hrökk af Þor- bergi út í miðjan vítateiginn og Karl Sveinson kom á fullri ferö sveiflaöi hægra fæti og negldi á mannlaust markið. Þorbergur var ekki búinn aö standa á fætur eftir fyrra skotiö. Ekki lék lánið viö Karl því skot hans hafnaöi í þverslánni og hrökk knött- urinn svo aftur fyrir markið. Lengi á eftir hristist þversláin svo fast var skotiö. Þarna skall aftur hurö nærri hælum hjá KA-mönnum. Alloft í fyrri hálfleiknum tókst KA-mönnum aö leika Eyjamenn rangstæöa og tóku oft þannig mesta broddinn úr sókn þeirra. f síöari hálfleik var um algera einstefnu aö ræöa á mark KA, og ekkert nema lukkan og frábær markvarsla hjá Þorbergi bjargaði því að ekki var skoraö nema eitt mark hjá KA í síðari hálfleiknum. Kom markiö á 33. mínútu hálfleiksins eftir vel framkvæmda hornspyrnu. Sigur- lás Þorleifsson var á réttum stað og náöi aö skalla efst í markhorniö. Litlu síöar komst Sigurlás aftur í gott marktækifæri er hann komst einn inn fyrir vörn KA en var of seinn á sér aö skjóta og hættunni var bægt frá. Slík var pressan á mark KA að síöustu 5 mínútur leiksins áttu Eyjamenn ekki færri en 5 hornspyrn- ur í röð en allt kom fyrir ekki. Rétt í lok leiksins náðu svo KA-menn skyndisókn er Elmar brunaöi upp kantinn og náöi að gefa fyrir markiö en framlínumenn KA náðu ekki að vinna úr sendingunni og var þaö ekki í fyrsta skipti í leiknum. Liö ÍBV var svo sannarlega óhepp- iö aö fara ekki meö bæði stigin heim með sér eftir þennan leik, því er líða tók á leikinn tóku þeir öll völd á vellinum, samt gekk þeim illa aö ráöa viö betri hluta KA-liösins þar sem vörnin var og Þorbergur markvörður sem var mjög góöur allan leikinn, þá var kornungur leikmaöur Gunnar Gíslason hjá KA fastur fyrir og ákveöinn og átti góðan leik. f STUTTU MALI Akureyrarvöllur, 1. deild 18. júní. KA — ÍBV 1-1 (1-0). Mark KAi Armann Sverrisson á 15. minútu, Mark ÍBV. Sigurlás Þorleifsson á 78. mfnútu. Áminning. Engin ÁKorfendur. 1260. FH-ingar upp- skáru eitt stig FH-INGAR tryggðu sér dýrmætt stig í fallbaráttunni sem framundan er. þegar þeir hb'fðu stig af Þrótti á Laugardalsvellinum á sunnudaginn. Þá brá all oft fyrir skemmtilegum samleiksköflum í leiknum og heldur oftar hjá FH-ingum, en hins vegar virðist lið Þróttar vera mun jafnara og virkaði því sterkara er á heildina er litið. Hitt er svo annað mál. að FH átti stigið sannarlega skilið. Svo er það ein sagan enn. að leikurinn var á köflum afar grófur og tíðum drógu menn ekkert úr spyrnum sínum, þótt boltinn væri víðs fjarri og aðeins fótleggur andstæðings þeirra. Mátti nokkrum sinnum sjá móthcrjana tvo og tvo saman hér og þar á vellinum að ræða málin í litlu vinfengi. Voru þeir jafnvel að sýna hver öðrum hnúana. Leiðinlegt að horfa á menn láta svona eins og krakka. þó að mikið sé í húfi. Framan af sendu leikmenn knöttinn einkum til mótherja eða út fyrir hliðarlínu en er líða tók á fór að bregða fyrir knattspyrnu hjá báðum liðum. Þróttarar áttu fyrstu færin og var það Baldur Hannesson sem tvívegis var nærri því að skora, á 1. og 16. mínútu. Svöruðu FH-ingar því með þrumu- skoti Þóris Jónssonar af löngu færi sem fór naumlega yfir markið og tveimur mínútum síðar eða á 32. mínútu skaut Páll ðlafsson þrumuskoti beint úr aukaspyrnu af 35 metra færi en Þorvaldur varði meistaralega. En fjórum mínútum síðar var ekki sami meistarabragur á Þorvaldi, er hann missti boltann klaufalega undir sig er Páll sótti að honum og var eftirleikurinn léttur fyrir þann síðarnefnda, 1—0 fyrir Þrótt. Vörn FH átti einnig ríflegan skerf af sökinni. Það var nú skammt stórra högga á milli og á 42. mínútu kom fallegasta mark leiksins og fyrra jöfnunarmark FH. Andrés lék upp miðjuna, sendi knöttinn út á hægri vænginn til Ólafs, sem renndi honum til Þóris þjálfara. Þórir sendi góðan bolta fyrir markið þar sem Leifur Helgason kom aðvíf- andi og skoraði með glæsilegu skoti. En mínútu síðar voru FH-ingar aftur marki undir því að þá skoraði Baldur Hannesson með skalla eftir hornspyrnu. Þorvaldur var nærri því að verja, en tókst aðeins að slá knöttinn í stöngina og þaðan rúllaði hann inn fyrir línuna. FH-ingar voru frískara liðið í byrjun síðari hálfleiks og strax á j 3. mínútu varði Rúnar vel lúmsktj langskot frá Janusi. Og á 64. \ mínútu átti Þórir hörkuskot sem | dóniarinn taldi að hafði lent í hendi Sverris Einarssonar. Víti þótti mörgum strangur dómur en það þýðir ekkert að munnhöggvast við þann svartklædda og Janus jafnaði fyrir FH en Rúnar mark- vörður var átakanlega nærri því að verja laust skot Janusar. Þróttarar sóttu mun meira það sem eftir var en FH-ingar börðust grimmilega og voru hættulegir í skyndisóknum inn á milli. Pálmi Sveinbjörnsson skoraði og í mikl- um darraðardansi fór knötturinn inn fyrir línu Þróttara en í báðum tilvikum voru mörkin dæmd ógild vegna brota gegn markverðinum. 2—2 urðu því lokatölur þessa leiks og getur hvorugt liðið nagað sig í handarbökin yfir því vegna þess að bæði uppskáru það sem þau áttu skilið fyrir frammistöðuna. Lið Þróttar er skipað afar jöfnum leikmönnum og þar skarar enginn fram úr öðrum, þeirra styrkleiki byggist fyrst og fremst á þessari breidd, ljóst er þó að Óttar Hróarsson er alltaf að verða betri og betri. Öðru máli gegnir um lið FH, þar snýst allt um þá Janus, Þóri, Viðar og Ólaf Dani- vals. Þeir léku allir mjög vel og einnig var Leifur Helgason góður, en hann átti við meiðsli að stríða og lék ekki með í síðari hálfleik. í STUTTU MÁLI. 1. deild. Laugardalsvöllur 18. jiini. Þróttur - FH 2-2 (2-1). MÖRK ÞRÓTTAR. Páll Ólafsson (36. mín.) og italdur Hannesson (43. mín.). MÖRK FH. Leifur Helgason (42. mín.) og Janus Guðlaugsson (víti á 64. mín.). ÁMINNINGAR, Þórir Jónsson FH. ÁHORFENDUR, 232. m • Leifur Helgason (lengst til vinstri) skoraði glæsilega fyrra mark FII rétt fyrir leikhlé. Rúnar Sverrisson. markvörður Þróttar sýndist eiga litla möguleika á því að verja skot Leifs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.