Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. JUNI 1978 Tæplega 4000 manns hö'fðu neytt atkvæðisréttar sins viö utankjörstaðaatkvæðagreiðslu í Miðbæjarskólanum í gærkvöldi og var Mbl. tjáð að það væri 12—14% meiri þátttaka en fyrir kosningarnar 1974. Þessi mynd var tekin í Miðbæjarskólanum í gær. Ólaf ur vill athuga til- lögur Ey jólfs Konráds Á FRAMBOÐSFUNDI á Blöndu- ósi lýsti Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins því yfir að hann teldi sjálfsagt að athuga tillögur Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Jóhanns Hafstein um breytt fyrirkomulag á greiðsl- Samið um formennsku í borgarráði ÞAD var ranghermi, sem sagði í Mbl. sl. laugardag, að varpað hafi verið hlutkesti um það hver meirihlutaflokkanna í borgar- stjórn hlyti formennsku í borgar- ráði fyrsta árið. Það var aðeins gert í fyrstu á meðan formanns- kjör hafði ekki farið fram. Alþýðuflokkurinn hlaut for- mann borgarráðs fyrsta starfsárið samkvæmt samningum milli meirihlutaflokkanna. Formaður- inn er Björgvin Guðmundsson. um þeim, sem til landbúnaðar eigi að renna, þannig að bændur fengju féð beint í hendur. I framboðsræðu sinni á Blöndu- ósi fjallaði Eyjólfur Konráð Jóns- son einungis um rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins og greiðslur útflutningsbóta og niður- greiðslna beint til bænda. Benti hann á að það fé, sem bændur fengju þannig í hendur milliliöa- laust mundi nema um 5 milljónum króna á meðalbú árlega eða um 400 þúsund krónum á mánuði og eðlilegast væri að greiða þetta fé mánaðarlega. Mætti þá segja að bændur fengju loks laun sín greidd í peningum eins og lögboðið var að því er sjómenn og verkamenn varðar fyrir nær hálfri öld með lögum nr. 28 frá 1930, sem fyrirskipa peningagreiðslur fyrir vinnu þessara stétta og banna innskriftakerfið, sem bændur búa enn við. Eyjólfur benti á ummæli Gunn- ars Guðbjartssonar, formanns Stéttarsambands bænda, sem sagði stjórnskipaða nefnd nú fjalla um þetta mál sem eitt hið Stef nan í land- helgismálinu - vard til þess ad Alþýðuflokkurinn hafnaði þátttöku í vinstri stjórn segir Magnús Torfi Ólafsson „SÁ málefnaágreiningur sem kom fram við stjórnarmyndunina Svavar Gestsson: Varnarmál- insettáodd- inn í stjórn- arsamstarfi SVAVAR Gestsson, sem skipar efsta sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykja- vík, segir í viðtali við Þjóðvilj- ann sl. laugardag, að hann telji engar líkur á því, að Alþýðubandalagið sé reiðubú- ið til þess að ganga inn í Framhald á bls. 30. er fólginn í afstöðunni til út- færslu fiskveiðilögsbgunnar," sagði Magnús Torfi ólafsson formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, er Mbl. spurði hann í gær um það atriði, sem Magnús hefur skýrt frá opinber lega að AJþýðufJokkurinn hafi hafnað þátttöku í vinstri stjórn- inni 1971 vegna andstöðu við útfærsluna í 50 mflur. „Það var sameiginleg stefna Framsóknarflokks, Alþýðubanda- lags og Samtakanna strax fyrir kosningarnar að færa fiskveiðilög- söguna út í 50 sjómílur og fella úr gildi samningana við Breta og V-Þjóðverja um málskot til Haag- dómstólsins ef til frekari útfærsJu en í tólf mílur kæmi," sagði Magnús Torfi. „Það var þessi stefna sem formaður Framsóknar- flokksins meðal annars kynnti Alþýðuflokknum í bréfi er hann bauð flokknum til þátttöku í viðræðum um stjórnarmyndun en því boði hafnaði Alþýðuflokkur- inn. Ég hef svo nefnt þá ástæðu Alþýðuflokksins, að vísa einnig til sameiningar jafnaðarmanna í svarbréfi sínu, tylliástæðu og við það skal ég standa hvar og hvenær sem er." Hér fer á eftir svarbréf Gylfa Þ. Framhald á bls. 30. mikilvægasta og orð Inga Tryggvasonar, þingmanns Fram- sóknarflokksins, bæði á Alþingi og í sjónvarpi sl. miðvikudag um hinn mikla vanda bænda, sem skapaðist af því hve seint þeir fengju fjármuni sína í hendur. „Ingi Tryggvason skilur hvar skórinn kreppir," sagði Eyjólfur, „og það er meira en sagt verður um frambjóðendur Framsóknar- flokksins í þessu kjördæmi." Þessu svaraði Ólafur Jóhannes- son á þann veg að Eyjólfur væri hugsjónamaður, sem berðist fyrir þessu máli og sjálfsagt væri að skoða tillögur hans gaumgæfilega. Milljóna- þjófnaður upplýstur RANNSÓKNARLÖGREGLAN upp- lýsti um helgina þjófnað úr húsi f Breiðholti í fyrrahaust, en þar var stolið einni og hálfri milljón króna í peningum, erlendum gjaldeyri og skuldabréfum. Rannsóknarlögreglan fékk nýjar upplýsingar í málinu nú nýverið og Jeiddu þær til handtöku manns á þrítugsaldri, sem nú hefur játað á sig þjófnaðinn. Maður þessi var handtekinn nokkru eftir þjófnaðinn og hafður í gæzluvarðhaldi um tíma vegna gruns um aðild að málinu. Hann neitaði þá stöðugt og var sleppt eftir tæpan hálfan mánuð. Öllum verðmætunum var búið að eyða að undanskildum erlendum gjaldeyri sem fannst á manninum og félaga hans við handtökuna í fyrra. Aðalfundur Arnarflugs hf; Nettóhagnaður 8,2 milljónir kr. í fyrra AÐALFUNDUR Arnarflugs hf var haldinn að Hótel Sögu í Reykjavík í gærkvöldi. Formaður stjórnar Arnarflugs, ViJhjáJmur Jónsson forstjóri, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir árið 1977 og kom þar m.a. fram að veltuaukn- ing á árinu var tæplega 300% og nettóhagnaður 8,2 milljónir. I ræðu sinni sagði Vilhjálmur m.a: „Árið 1977 var ár mikilla breytinga fyrir Arnarflug. Félagið hóf starfsemi sína á árinu með 12 fasta starfsmenn og rekstur einn- ar vélar en í lok ársins 1977 voru fastráðnir starfsmenn orðnir 52 og 90 manns komust á launaskrá á árinu. Félagið hafði þá 2 flugvélar af gerðinni Boeing 720 í rekstri. Umfang starfseminnar jókst hægt og sígandi eftir því sem líða tók á árið, stjórnin hélt með sér tólf fundi og félagið festi kaup á húseigninni Skeggjagötu 1 fyrir starfsemi sína. . Heildarvelta fé- lagsins nam 847.828.165 krónum en var á sl. ári 227.369.452 krónur eða tæplega 300% aukning. Laun og launatengd gjöld voru árið 1977 Ekkert svar frá Alþýðu- bandalaginu „Alpýðubandalagiö hefur ekki svarað okkur ennÞá Þannig ao vió förum að Ifta svo á sem peir vilji ekki Þennan fund," sagði Gunnar Guftni Andrésson efsti maour é lista Kommúnistaflokksins í Reykjavík í samtali við Mbl. í gær. „Við sendum þeim bréf með formlegri áskorun fyrir meira en viku en höfum ekkert svar fengio," sagði Gunnar. „Okkur þykir miður ef ekkert verður af því að fólk fái aö heyra í okkur þessum flokkum sem kennum okkur viö verkalýoshreyfinguna og erum svona á róttækari vaengnum." 148.632.350 krónur á móti 38 milljónum rúmum árið 1976. Nettó ágóði á þessu ári samkvæmt rekstrarreikningi er 8.249.430 krónur." Þá sagði Vilhjálmur ennfremur: „Eins og fram kom hér áðan hefur aukning á starfsemi félags- Framhald á bls. 30. Kjartan og Steingrím- ur vilja vinstri stjórn STEINGRÍMUR Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins, og Kjartan ólafsson, ritstjóri bjóðviljans, lýsa því báðir yfir f viðtali við dagblaðið Vfsi sl. föstudag, að þeir vilji stefna að myndun nýrrar vinstri stjórn- ar. Steingrímur Hermannsson: „... og ég hef ekkert farið leynt með þá skoðun mína, að ég tel eðlilegt fyrir Framsóknarflokkinn, frjáls- lyndan umbótaflokk, að vinna með þessum svokölluðu vinstri flokkum." Steingrímur segir ennfremur, að hann telji að vinstri stjórn verði ekki mynduð án forystu Framsóknarflokksins en bætir því við, að það verði að öllufn líkindum ákaflega erfitt að ná samstarfi við Alþýðuflokk- inn og Alþýðubandalagið. Kjartan Ólafsson segir: „Mér sýnist að niðurstöður bæjar- Framhald á bls. 31 Talsverð ölvun við Austurbæj- arskóla á 17. júní „ÉG álít að forsendur fyrir kvölddansleik á 17. júní séu endanlega brostnar," sagði Margrét S. Einarsdóttir, formað- ur þjóðhátíðarnefndar, er Morgunblaðið innti hana álits á útidansleikjum á þjóðhátíðardag- inn. Margrét kvað þjóðhátíðar- nefnd áður hafa rætt það, að jafnvel væri tímabært að leggja Einar Agústsson: „Liður í því að losa herinn" Framsóknarflokkurinn vill vinna ad brottf ör varnarliðs farið fram án röskunar á starfsemi íslendinga á Keflavík- urflugvelli. í viðtali þessu ítrekar utan- ríkisráðherra að Framsóknar- f lokkurinn vilji vinna að því að varnarliðið hverfi af landi brott. EINAR Ágústsson utanríkisráð- herra, segir í viðtali við dag- blaðið Tfmann sl. laugardag að stefna sú sem hann hafi rekið í utanrfkis-og varnarmálum á liðnu kjörtímahili hafi verið „liður í því að losa herinn", þannig að brottför hans geti slíkt dansleikjahald niður, og eftir reynslu af dansleik við Austurbæjarskóla á laugardags- kvöld virtist það skoðun nefndar- innar að vafi léki á um framhald dansleikjanna. Bjarki Elíasson yfirlögreglu- þjónn játaði að mjög mikil ðlvun hefði verið á áðurnefndum dans- leik við Austurbæjarskóla, en hins vegar hefði dagskrá þjóðhátíðar farið vel fram að öðru leyti, og ástand á laugardagskvöld hefði engan veginn verið jafnslæmt og það var 1972, í síðasta skiptið sem dansleikur var haldinn í miðborg- inni. „Það er reynsla undanfarinna ára, að ölvun verður einkum á einum ákveðnum stað, og svo var einnig nú," sagði Bjarki. „Og þess ber að geta að hér var ekki bara um að ræða reykvísk ungmenni, heldur komu einnig unglingar úr nágrannabæjum Reykjavíkur, svo sem alla leið frá Keflavík og Akranesi. Það má því segja að Reykjavík taki kúf frá nágranna- byggðunum, og það er ekki gott að segja hvort ástandið væri nokkuð betra ef enginn væri útidansleik- urinn. Það urðu engin stór óhöpp að þessu sinni, og lögreglan reyndi að koma drukknum unglingum heim til sín eða láta sækja þá eins og hægt var." Bjarki sagðist að öðru leyti vera ánægður með framkvæmd hátíða- halda á 17. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.