Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978
39
sístarfandi alveg til dauðadags.
Valgarð var afar eljusamur maður
og hann skorti því aldrei verkefni.
Auk sinna föstu starfa gegndi
Valgarð Thoroddsen fjölmörgum
trúnaðarstörfum. Hann átti t.d.
sæti í stjórn Sambands íslenskra
rafveitna 1943—1961, var formað-
ur Rafmagnsverkfræðingafélags
Islands 1955, formaður Fegrunar-
félags Hafnarfjarðar 1951—1962
og Fimleikafélags Hafnarfjarðar
1959—1965. Þá átti Valgarð sæti í
byggingarnefnd Hafnarfjarðar
1952—1961. Þótt hér sé látið
staðar numið er margt ótalið, svo
mörg trúnaðarstörf voru Valgarð
falin.
Valgarð Thoroddsen var einn af
stofnendum Rótarýklúbbs Hafnar-
fjarðar og forseti hans 1955—1956.
Auk þess var hann umdæmisstjóri
rótarýhreyfingarinnar á Islandi
rótarýárið 1974—1975.
Fyrir mína hönd, konu minnar
og rótarýfélaga votta ég eftirlif-
andi konu Valgarðs, Maríu Thor-
oddsen og börnum hans dýpstu
samúð og bið góðan guð að veita
þeim styrk og huggun við hið
snögga fráfall ástkærs eiginmanns
og föður. Blessuð sé minning hins
góða drengs, Valgarðs Thorodd-
sens.
Gísli Jónsson
Kvcðja Rotaryumdæmis 136
Valgarð Thoroddsen, verkfræð-
ingur og fyrrum rafmagnsveitu-
stjóri, sem andaðist 10. þ.m.,
verður í dag kvaddur hinstu
kveðju frá Fossvogskirkju í
Reykjavík.
Með Valgarði Thoroddsen er
genginn óvenju fjölgáfaður og
mikilhæfur maður, sem markaði
heilladrjúg spor á fjölbreytilegum
starfsvettvangi sínum. Ég veit að
margir mér kunnugri og færari
munu verða til að minnast þessa
hugljúfa og gagnmerka dreng-
skaparmanns og rekja helstu
æviatriði hans. Læt ég það því
ógert í þessari fáorðu kveðju, en
get ekki látið hjá líða að minnast
starfa hans í þágu Rótaryhreyf-
ingarinnar hér á landi, sem
vissulega voru mikil og góð.
Valgarð gekk snemma til liðs við
Rotaryfélagsskapinn og lagði hug-
sjón hans og málefnum margvís-
legt liðsinni um áratuga skeið.
Hann var einn af stofnfélögum
Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar árið
1946. Gegndi hann ýmsum trúnað-
arstörfum í þágu þess klúbbs um
árabil og var forseti hans Rótary-
árið 1955—56. Umdæmisstjóri
íslenska Rótaryumdæmisins var
hann svo Rótaryárið 1974—75 og
rækti það starf af einskærri
ljúfmennsku og myndarskap, svo
að vart verður á betra kosið. Hann
var sífellt reiðubúinn til að leggja
af mörkum mikið og óeigingjarnt
starf í þágu þessara göfugu og
háleitu samtaka og gerði vissulega
að sínum boðskap félagsskaparins
um þjónustu ofar sjálfshyggju, svo
sem félagar hans í Hafnarfjarðar-
klúbbnum geta best um borið. En
hann kom miklu víðar við innan
samtaka okkar og lét sér raunar
ekkert óviðkomandi, sem til heilla
horfði fyrir Rótaryfélagsskapinn.
Sem- umdæmisstjóri heimsótti
Valgarð Thoroddsen alla Rótary-
klúbba landsins og lagði þeim
margvíslegt lið bæði þá og síðar
sem fulltrúi í Rótaryráði umdæm-
isins. Fyrir þessi fjölþættu og
óeigingjörnu störf vil ég fyrir hönd
íslenska Rótaryumdæmisins flytja
honum innilegustu þakkir.
Tilgangur samtaka okkar
Rótarymanna er að stuðla að
kynningu, gagnkvæmum skilningi
og góðvild meðal manna um heim
allan í anda þjónustuhugsjónar-
innar. Valgarð Thoroddsen var
ótrauður liðsmaður þeirrar hug-
sjónar og sakir mikilla hæfileika
og manndyggða varð honum vel
ágengt í því að vinna málstaðnum
verulegt gagn óg styrkja hann á
alla lund. Fyrir öll þessi miklu og
góðu störf þökkum við íslenskir
Rótaryfélagar og kveðjum Valgarð
Thoroddsen, þennan virta og
ótrauða forystumann okkar, með
virðingu og þakklæti. Öllum ást-
vinum hans sendum við einlægar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Jón R. Hjálmarsson.
Umdæmisstjóri Rótary 1977 — 78.
Helgi Lárusson Klaustri:
Varnarliðið
VILTU SELJA?
VILTU KAUPA?
Komdu í Chrysler-salinn. Þar er bílaúrval
á boðstólnum. Ef þú vilt ekki notaðan bíl,
þá eigum viðeinnig nýja bílafrá CHRYSL-
ER. Við getum einnig selt notaða bílinn
fyrir þig í okkar bjarta og glæsilega sýn-
ingarsal.
Ekkert innigjald.
Þvottaaðstaða fyrir
viðskiptavini.
CHRYSLER
í
1^1
ö
l IIHIMIK Plijmnuth
SIMCA | Oadge
í Morgunblaðinu 7. þessa mán-
aðar er greint frá þeirri frétt að
enn muni standa til að aðilar þeir,
sem kalla áig „herstöðvarandstæð-
inga,“ ætli þann 10. júní næstkom-
andi að eigra um Keflavíkurveginn
hið heimskulega ráp sitt sem þeir
eða svipaðir „þátttakendur" hafa
áður drattast.
Það fyrsta sem þarf að gera,
gegn þessu kynduglega háttalagi,
er að krefja forsprakka þessa hóps
sannra sagna, hvaðan komi til
þeirra fyrirskipanir um slíkt
athæfi. — Koma fyrirmæli þessi ef
til vill frá Moskvu eða frá öðrum
svipuðum stöðum einum eða fleir-
um:
Hvaðan koma fyrirmælini
Sannleikurinn verður að koma
fram, því fyrr því betra, já strax.
Ilinn annar þáttur, sem upplýsast
þarf, er: Hvers vegna . hamast
menn þessir gegn því, að ísland sé
í NATO? Þriðji þátturinn, — sem
er ásamt öðrum þætti — mest
áríðandi atriðin, sem sé: Hvers
vegna vilja þessir vargar í véum,
hafa hér varnarlaust land? Hvað
er hér á bak við. Öllum ætti að
vera ljóst, hve hin ógurlegustu
ofbeldisöfl, eru nú ríkjandi víða á
jarðhnetti þessum.
Árið 1918 fengum vér íslending-
ar loksins fyrstu opinberu viður-
kenningu á sjálfstæði voru sem
fullkomnaðist árið 1944. Árið 1918
fengu þrjú önnur lönd einnig
viðurkenndan sjálfstæðisrétt sinn,
— þau Lettland, Lithauen og
Eistland. Þau nutu sjálfstæðis síns
um nokkurra ára skeið með góðum
árangri. Hvernig er nú komið
fyrir sjálfstæði þeirra? Það munu
flestir vita. Fyrir fáum árum
komu fréttir um, að þessi sjálf-
stæðu ríki væru öll svipt frelsi
sinu — með ofbeldi innlimuð í
Ráðstjórnarríkin — Rússland.
Allt útlit er fyrir að hið sama
hafi átt að gerast hér á íslandi.
Ekki er langt að huga aftur í
tímann að fréttist um fjölda
rússneskra herskipa sem lengi
voru að sveima hér um Norð-
ur-Atlantshafið í kring um ísland,
einkum og sér í lagi á sjávar-svæði
þess. Talið var að herskipin hefðu
verið að minnsta kosti 50 -fimm-
tíu-, að tölu. Einnig var talið, að
rússneskir kafbátar værí í sjónum
um sama leyti en á miklu stærra
svæði enda líklega meira en
helmingi fleiri að tölu heldur en
m i-ttt i"<| rij. í asgú.r i
herskipin. Mörgum var tíðrætt um
þennan mikla hernaðar-
tækja-bægslagang og virtist sýni-
legt, að tilgangurinn hefði fyrst og
fremst átt að vera að hertaka
Island eins og Lettland, Lithauen
og Eistland. Þessi dálaglegu
„tæki“, munu hafa verið hér að
flækjast um margra vikna skeið —
líklega svo mánuðum skipti —.
Þar sem bandaríska varnarliðið
var hér var dokað við með
framkvæmdir en jafnframt líklega
reynt að fregna sem nákvæmast
um varnarsamninginn á milli
íslands og Bandaríkjanna. Þegar
svo kom á daginn að staðreyndirn-
ar myndu vera að hver sú þjóð eða
aðilar, sem réðust á varnarliðið á
íslandi væru þar með búnir að
segja Bandaríkjunum stríð á
hendur þá lögðu „árásaröflin"
skottin niður, eins og sneyptar og
hræddar rottur og snautuðu í
burtu. Ekki munu „öfl“ þessi hafa
sést hér síðan svo að sögur fari af.
Nú virðist eiga að nota þá aðferð
— með lævísum áróðri og erlendri
og innlendri skipulagningu — að
reyna að sannfæra íslendinga um,
að best og sjálfsagðást sé, að hafa
hér varnarlaust land — láta
Varnarliðið fara og .hafa hér
galopnar dyr. Allar rottur fara inn |
um minnstu smugur hvað þá
heldur opnar dyr. Þær allra
grimmustu, aumustu og viðbjóð-
legustu rottur sem til eru í
heiminum, — fyrr og síðar — eru:
Kommúnistar allra landa. að
Kína-veldi undanskildu. Slík nag-
dýr eru sí og æ nagandi, grafandi,
tístandi og eyðileggjandi allt sem
unnt er, sérstaklega það sem er
nauðsynlegast, nytsamast og hag-
kvæmast frjálsum ríkjum með
blessunarríku lífi ásamt fullum
mannréttindum í fyrirrúmi.
Allar góðar og gáfaðar þjóðir
velja sér að grundvelli til að
byggja
Frjálst líf og frið
Grundvöllurinn má hvergi bila
ef að vel á að fara á lífsbrautinni.
Hann er fjöreggið sjálft sem engin
eyðingaröfl mega snerta.
Þau pésamenni hér á íslandi,
sem virðast vera á annarlegum
mála hjá Moskvu-valdinu, ættu að
kynna sér, hvernig fór fyrir
föðurlandssvikurunum í Póllandi,
— sem hjálpuðu Moskvu-valdinu
Framhald á bls. 34
Suðurlandsbraut 10. Sítnar 83330 - 83454
SJALFSTÆÐI GEGN SOSIALISMA
ÚTIFUNDUR
SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK
Á LÆKJARTORGI
fimmtudaginn 22. júní kl. 18
Dagskrá:
Fundurlnn hefst meö ávarpi Birgis ísl. Gunnarssonar
borgarfulltrúa, sem veröur fundarstjóri.
Þá munu þau Geir Hallgrímsson, forsætisráöherra,
Pétur Sigurösson,. alþingismaöur og Ragnhildur
Helgadóttir, alþingismaöur, flytja stutt ávörp
Lúörasveitin Svanur leikur frá kl. 17:30
FRAM TIL SIGURS SXT 1J
iiflmiiBH mm me
aigiiavraiiamuatiiuBáatfliiié