Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20: JÚtf£j:978' Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og félagsmálaráðherra: Iðnlánasjóður og lána- sjóður sveitarfélaga Hér verður fjallað um tvo sjóði, sem báðum hefur vaxið ásmegin að undan- förnu. Annar er aðalstofn- lánasjóður iðnaðarins og hinn lánastofnun sveitarfé- laga. Iðnlánasjóður Hlutverk iðnlánasjoasjóðs er að veita stofnlán til iðnaðarins, bæði til bygginga og til vélakaupa. Hann er aðalstofnlánasjóður iðnaðarins og hefur sívaxandi þýðingu fyrir íslenskan iðnað. Á fjórum árum hefur þessi sjóður verið efldur mjög. Fé hans til útlána iðnaðinum til handa hefur aukist miklu meira en nemur dýrtíð og verðbólgu. Að raungildi hefur útlánageta hans vaxið veru- lega. Á árinu 1974 var óafturkræft framlag ríkissjóðs til Iðnlánasjóðs 50 milljónir króna. Árið 1977 var það hækkað í 150 milljónir og nú í ár í 250 milljónir. Ríkissjóðs- framlagið hefur því fimmfaldast á þessum fjórum árum. Lánsfé, sem sjóðurinn hefur fengið til endur- lána handa iðnaðinum, hefur einnig fimmfaldast eða vel það á þessum tíma. Ráðstöfunarfé eða útlánageta sjóðsins var 318 milljónir króna árið '74, en í ár fer það upp í 1750 milljónir króna. Miðað við bygg- ingarvísitölu samsvara 318 mill- jónir árið 1974 rúmlega 1040 milljónum í ár, og hefur raungildi ráðstöfunarfjár sjóðsins því aukist um 68 af hundraöi á þessum tima. Þetta gerist á sama tíma sem útlánageta margra annarra sjóða hefur rýrnað að raungildi, þótt krónum hafi fjölgað. Iðnlánasjóður hefur þannig miklu meira fé til iðnaðarlána nú en áður. Fjárhagsstaða sjóðsins er sterk, eigið fjármagn hans hefur aukist ár frá ári og er hlutfall eigin fjár hans eitt það besta sem gerist um stofnlánasjóði hér á landi. Stjórn sjóðsins hefur stýrt honum af ábyrgð og fyrirhyggju. Auk Iðnlánasjóðs, sem er aðal- stofnlánasjóður iðnaðarins, hefur norræni iðnþróunarsjóðurinn fé til ráðstöfunar, sem nemur rúmum 1000 milljónum í ár. Þessi sjóður var stofnaður af frændum okkar á Norðurlöndum í sambandi við inngöngu íslands í Efta 1970. Samtals verða því útlán úr þessum tveimur sjóðum til iðnaðarins á þessu ári um 2.800 milljónir króna. Lánasjóður sveitarfélaga Það hefur löngum verið sveitar- félögum á íslandi fjötur um fót, að engin lánastofnun hefur sérstak- lega talið það sitt verkefni að sinna málefnum þeirra. Fyrir hálfum öðrum áratug var hafist handa um að undirbúa sérstaka lánastofnun fyrir sveitarfélögin. Árið 1965 var lagt fyrir Alþingi frumvarp um stofnun Lánasjóðs sveitarfélaga. Var það lögfest árið eftir. Sjóðurinn hefur lánað sveitar- félögum til gatnagerðar, skóla- bygginga, vatnsveitu- og hita- veituframkvæmda. Lengi vel var hann ekki mikils megnugur vegna fjárskorts. Tillógur og óskir höfðu alllengi verið uppi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um eflingu sjóðsins, en ekki náð fram að ganga. En eftir stjórnarskipti haustið 1974 var málið tekið upp, Iagt fram stjórnarfrumvarp um styrkingu sjóðsins og það lögfest í lok ársins. Með þessum lögum var sjóðurinn stórefldur, eins og sjá má af því, að árið '74 voru óafturkræf framlög til sjóðsins frá ríkissjóði og Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 23 milljónir, en verða í ár 337 milljónir. Fé sjóðsins til útlána hefur aukist á sama tíma úr 190 milljónum árið '74 upp í 1.050 milljónir nú í ár. Útlán sjóðsins hafa því aukist á þessum fjórum árum miklu meira en verðbólgunni nemur. 190 mill- jónir árið 1974 samsvara um 620 milljónum í ár og hefur því útlánageta sjóðsins aukist um 69 p^ss H^- 3 '*"^IB !^r w\j£m ***£& WBk y^H lyl Gunnar Thoroddsen af hundraði að raungildi á þessum tíma. Efling Lánasjóðs sveitarfélaga hefur greitt mjög fyrir margvís- legum framkvæmdum sveitar- félaganna, og ber þar einkum að nefna hitaveitur, vatnsveitur, gatnagerð og skóla. Fjárhagsstaða sjóðsins hefur styrkst og eigið fé hans því orðið verulegt. Sjóðurinn hefur eflst undir traustri forystu sjóðsstjórnarinnar, en formaður hennar er Jónas Rafnar, banka- stjóri, og framkvæmdastjóri Magnús E. Guðjónsson. Steinþór Gestsson: S j álfstæðisflokkur inn eða vinstri stiórn j Á ÞEIM fundum sem frambjóð- endur hafa til þessa haldið í Suðurlandskjördæmi, hafa tals- menn vinstri flokkanna orðið til þess að biðla sérstaklega til bænda um fylgi við stefnumál sín. Ef til vill hefur þeim, sem kunnugastir eru landbúnaðinum, þótt furðuleg- ast að hlýða á ræðu andstæðinga núverandi ríkisstjórnar, og þá aðallega vegna þeirrar vanþekk- ingar, sem kemur fram í máli þeirra. Meðal þessara talsmanna er efsti maður á svonefndum L-lista, Gunnar Guðmundsson, skóla- stjóri, sem telur að naumast sé hægt að tala um markaðsvanda- mál hér innanlands. Lækning við því meini sem við er að fást, sé næsta einföld. Mestu máli skipti að menn borði meira kjöt og að Alþýðuflokkurinn hafi sem allra minnst áhrif á gang löggjafar- mála. Það verður að viðurkennast að þegar forusta landbúnaðarmála er veik, þá er Alþýðuflokkurinn óþurftar flokkur og erfiður eðli- legri þróun landbúnaðarmála. En í þessu sambandi er rétt að vekja á því athygli, að þegar Sjálfstæðis- flokkurinn réði landbúnaðarmál- unum, þá geipuðu ráðherrar Alþýðuflokksins um landbúnað, en ráðherra Sjálfstæðisflokksins réði stefnunni. Þannig skýrist munur flokka og afstaða þeirra: heilbrigð skynsemi og staðgóð þekking ráða úrslitum í hverju máli og skyldu A-listamenn og L-lista hafa það í huga þegar rætt er um landbúnað og málefni bænda. Alþýðuflokkurinn hefur gefið út rauða bók, sem hefur að geyma stefnu Alþýðuflokksins frá flokks- þingi hans 1976. Þessi bók mun hafa að geyma þær nýjustu hugmyndir þessa nýja flokks, sem þó byggir á gömlum grunni. Um landbúnað má finna í þessari bók stuttan kafla sem væntanlega á að svara til hugmynda flokksins í þessum málaflokki. En þar er um margskonar þversagnir að ræða. í stefnu flokksins er lögð áhersla á það að efla beri íslensk- an landbúnað og endurskipuleggja markaðskerfi hans þannig að framtak bænda og hagsýni nýtist þjóðarbúinu. — Þetta er fallega sagt og ber vitni um frómar hugsanir sem settar eru fram og skýrðar fjórða hvert ár. En hvað má segja um þetta orðafar þegar það er nánara skilgreint. — Þegar tekið er mið af því, að talsmenn Alþýðuflokksins hafa á framboðsfundum lagt áherslu á að meiri rækt þyrfti að leggja við fiskirækt í ám og vötnum þykir mér rétt að skyggn- ast aðeins í frumvarp Alþýðu- flokksmanna frá síðasta þingi um eignarráð á landinu, gögnum þess og gæðum. Þar segir m.a.: „Ár og vötn eru sameign þjóðarinnar, svo sem önnur gögn og gæði landsins ... Frjálst skal þó veiðiréttareiganda, þegar Iög þessi öðlast gildi að velja á milli framangreindra bóta eða halda veiðiréttinum í allt að 20 ár ... og lækkar þá bótaskylda ríkis- ins um 1/20 við hvert ár sem líður og fellur niður eftir 20 ár." Hvað skyldi þetta þýða í fram- kvæmd? Hyggja Alþýðuflokks- menn að bændur kynnu að vinna með meiri áhuga að hverskonar fiskirækt í ám og vötnum, vitandi það að ríkið gæti hrifsað til sín þessi hlunnindi? Og ef það kynni að dragast í 20 ár þá fái bóndinn, þ.e. eigandi hlunnindanna, enga greiðslu fyrir. — Ég tel að ríkisrekinn hlunnindabúskapur og hlunnindaræktun af þessu tæi sé fjarstæðukenndur óskapnaður og að menn sem ætla að vinna að hagsæld bænda, þeir eigi ekki að flytja þeim slíka stefnu sem þessa. Alþýðubandalagið hefur að undanförnú leitast við að gera hosur sínar grænar fyrir bændum. Það hefur nú sent frá sér nokkur atriði til athugunar, sem fram- bjóðendur þess hafa reynt að skýra nánar. Það er einkum þrennt sem frambjóðendurnir hafa lagt áherslu á: 1. að hækka almenn laun í landinu svo almenningur hafi efni á að neyta landbúnaðarafurða. 2. að bændur semji við ríkisvaldið um verðlag og kjör og 3. að bændur hafi náið samstarf við verkalýðinn. Lítum á þetta nánar. Ef horfið verður að því ráði að hækka almenn laun, þá munu fram- leiðsluvórur bænda hækka að sama skapi og því orkar mjög tvímælis að af þvílíkri ráðstöfun yrði árangur. Þá er lagt til að haft verði náið samstarf við verkalýð- inn. Enginn getur mælt á móti því að gildandi lög gera ráð fyrir nánu og virku samstarfi bænda og verkamanna. Hinsvegar verður að harma það að samtök verkamanna hafa hafnað því samstarfi og neitað að tilnefna fulltrúa sinn í sexmannanefnd. Allt þetta hjal Alþýðubandalagsmanna um sér- stakar tillögur þeirra um nýja og betri landbúnaðarstefnu, er hald- laust og þversagnakennt, eins og lítillega hefur verið dregið hér fram í dagsljósið. En það er í fleiri málaflokkum, sem Alþýðubandalagið veður í villu og reyk. Þegar litið er til stjórnskipu- lagsins sjálfs, lýðræðisins, eins og talsmenn Alþýðubandalagsins skýra það fyrir almenningi, þá kemur í ljós að íslensk stjórnvöld og íslensk þjóð er stödd á vegamót- um, þar sem öllu máli skiptir að þjóðin velji rétta stefnu, þegar hún leggur línurnar á kjördegi 25. júní n.k. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi framsóknarmaður, sam- takamaður og núverandi alþýðu- bandalagsmaður, skrifaði grein í Þjóðviljanum 23. október 1977. í henni segir hann m.a.: „Það er því nauðsynlegt að öllum verði ljós sá afgerandi veruleiki að landinu verður ekki stjórnað nema í pólitísku samstarfi við verkalýðs- hreyfinguna og önnur samtök verkafólks. Það er hægt að tala hátt og fagurlega um ágæti hinna hefðbundnu vinnubragða þing- ræðisins þar sem ríkisstjórn Steinþór Gestsson. ráðskast með málefni þjóðarinnar í krafti þingmeirihluta. Slíkt tal ber hins vegar ekki vott um raunsæi. Stöðvunarvald verkalýðs- hreyfingarinnar er staðreynd. Stjórnkerfi landsins verður að laga sig að þeim veruleika." Hvað er talsmaður Alþýðu- bandalagsins að segja okkur í þessum orðum? Er það ekki það, að ofbeldið skuli ráða en lögum og reglum lýðræðisins skuli varpað fyrir róða? Ég skil það svo og alþjóð þarf að átta sig á því að sá skilningur er augljóslega sá rétti. Vinstri stjórnir hafa ævinlega kafsiglt efnahagsmál þjóðarinnar, eins og dæmi sanna. Efnahagsmál má rétta við, þótt aflaga fari. En ef þeirri stjórnskipun, sem byggir á siðgæðisþroska þegnanna og færir þeim frelsi til orða og athafna, er kastað á glæ, þá ætla ég að mörgum íslendingi þyki vera orðið þröngt fyrir dyrum. Þessi orð eru ekki sett á blað til þess að benda á meinfangalausan hlut í stefnumálum Alþýðubandalagsins, heldur til þess að vara alþjóð við þeirri vá, sem okkur býður ef ekki er verið vel á verði þegar lævísum áróðri er beitt. íslendingar eiga eina brjóstvörn þegar stjórnmálaleg átök eru framundan og það er Sjálfstæðis- flokkurinn. 25. júní er aðeins um tvennt að velja: Sjálfstæðisflokkinn eða sundurleita vinstri stjórn. Sporin hræða. Sameinumst um Sjálf- stæðisflokkinn. Kjósum D-listann. Blindum eiginlega meinað að kjósa utankjörstaðar — segir Arnór Helgason „Mig Iangar að vekja athygli á því að blindum er eiginlega meinað að neyta kosningarréttaT síns í utan- kjörstaðaatkvæðagreiðslu", sagði Arnór Helgason í samtali við Mbl. í gær. „Blindrafélagið hefur barizt fyrir leiðréttingum á þessu, meðal annars var öllum þingmönnum send orðsend- ing um þetta í arsbyrjun 1977 og sjálfur átti ég samtöl við nokkra þing- menn, en ekkert gerist. Pétur Sigurðsson flutti að vísu tillögu á Alþingi um að veita mætti aðstoð við utankjörstaðaat- kvæðagreiðslu en hún var kolfelld, enda er hægt að leysa málið með öðrum og betri hætti," sagði Arnór. „Við utankjörstaðaat- kvæðagreiðslu verður kjósandinn að rita staf þess flokks sem hann kýs á seðil með ritblýi en slíkt getur, eins og menn hljóta að skilja, farizt blindum misjafnlega úr hendi og hætta er á mistökum sem eyðileggja atkvæðið. Bent hefur verið á þá leið að taka í notkun sérstaka stimpla með listabókstöfum sem lægju þá frammi á kjörstað sem hver önnur kjörgögn eða að tekin verði upp sérstök stafamót, sem kjósandinn getur þá fylgt þegar hann strikar listabókstafinn á kjörseðilinn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.