Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1978 i>- n *&*,.**.. r> ' :i:-'Á ¦'¦¦- -&i$í • Arnór Guðjohnsen á þarna í baráttu við tvo Framara um boltann. Annar þeirra er Raín Rafnsson, sem fylgdi Arnóri eins of skugginn allan leikinn. Til vinstri á myndinni er Lárus Guomundsson. 16 ára piltur sem lék sinn fyrsta leik með Víking. Stórgott Víkingi VÍKINGUR hefur byrjað verr í 1. deildinni að þessu sinni en menn áttu von á miðað við frammistöðu liðsins á síðustu árum. Því voru stigin tvö. sem Víkingur fékk í viðureigninni við Fram á laugardaginn. ákaflega kærkomin fyrir liðið. Víkingur vann 1.0 og enn einu sinni var það þrumuskot frá Gunnari Erni Kristjánssyni, sem færði Víkingi dýrma>t stig. Það voru alger kaflaskipti í leiknum á laugardáginn. Fyrri hálfleikurinn var mjög daufur, einn sá aldaufasti sem undirritað- ur minnist í leikjum 1. deildar, en seinni hálfleikurinn var alger andstæða. Þá léku bæði liðin opna og skemmtilega knattspyrnu og mikið var um marktækifæri á báða bóga. Víkingarnir höfðu sterkan vind í bakið í f.h. og sóttu þá nær látlaust. En ekki verður sagt að þessar sóknarlotur liðsins hafi verið árangursríkar, aðallega langspyrnur fram völlinn og síðan áttu framherjarnir að reyna að vinna úr þeim. Þetta er ekki leikmáti sem hentar hinum ungu og efnilegu piltum, sem Víkingarn- ir eru komnir með í lið sitt og eins hitt að miðverðir Fram njóta sín ákaflega vel þegar svona er leikið á móti þeim. Fáir miðverðir standa þeim Kristni og Sigurbergi á sporði þegar um er að ræða að taka við háum boltum upp völlinn. Víkingur fékk aðeins eitt umtals- vert tækifæri í hálfleiknum, hinn ungi Lárus Guðmundsson skaut yfir af stuttu færi á 29. mínútu. Framarar höfðu vindinn í bakið í s.h. og sóttu nú mun meira en í þeim fyrri. En Víkingarnir voru einnig sprækir og þeir sóttu mun meira gegn vindinum en Frömur- um hafði tekizt í f.h. Var leikurinn mjög opinn og skemmtilegur í seinni hálfleik. Strax á 6. mínútu átti Lárus stórgóða sendingu inn fyrir vðrn Fram og til félaga síns Arnórs Guðjohnsen en hann skaut framhjá markinu. Á 19. mínútu skaut Ásgeir Elíasson framhjá í góðu færi og skömmu síðar fékk Kristinn Jðrundsson boltann í t;óðu færi en hann var of lengi að athafna sig og Víkingarnir bægðu hættunni frá. Aðeins leið mínúta þá átti Sigurbergur skalla að Víkingsmarkinu, sem Diðrik varði mjög vel. Á 26. mínútu hálfleiksins kom markið. Víkingarnir brutust í gegn vinstra megin eins og svo oft í þessum leik. Jóhannes Bárðarson fékk boltann, lék upp að enda- mörkum og gaf fyrir markið. Lárus Guðmundsson skaut að markinu, Framarar vörðust og boltinn barst út í vítateiginn þar sem Gunnar Örn kom á fullri ferð og negldi knöttinn efst í mark- Fram - Víkingur 0:1 Texti: Sigtryggur Stgtryggsson Mynd: Ragnar Axelsson hornið, óverjandi fyrir Guðmund. Þetta var dæmigert mark fyrir Gunnar, sem sjaldan mistekst að skora úr færum eins og þessu. Skömmu síðar átti Gunnar annað skot að marki Fram eftir tíóðan undirbúning Lárusar en í þetta skipti skaut hann naumlega framhjá. En tvö beztu færin áttu eftir að falla Pétri Ormslev í skaut. I bæði skiptin stóð hann óvaldaður á markteig með boltann en í fyrra skiptið skaut hann framhjá marki og í seinna skiptið varði Diðrik mjög vel. Um leikinn í heild er það að segja að Víkingar voru meira með boltann og sóttu meira en Framar- ar fengu fleiri marktækifæri. Seinni hálfleikurinn var með því betra sem Víkingur hefur sýnt í ár enda hvíldu leikmennirnir sig aðeins á langspyrnunum og reyndu að leika saman. Tvær breytingar voru gerðar frá síðasta leik, 16 ára' piltur, Lárus Guðmundsson kom inn' fyrir Jóhann Torfason sem 'i . "III11.........1 II Islandsmöllð 1. delld Gunnars miðherji og stóð sig mjög vel í sínum fyrsta leik. Er þarna greinilega á ferðinni stórefnilegur piltur. Hann var mjög góður í framlínunni ásamt Arnóri Guð- johnsen, sem reyndar var eltur allan leikinn. Báðir þessir piltar léku í 3. flokki í fyrra. Adolf Guðmundsson kom í stöðu bak- varðar í stað Ragnars Gíslasonar og stóð sig mjög vel. Auk þeirra áttu þeir Diðrik markvörður og Gunnar Örn góðan leik. Framarar hafa einnig í sínu liði kornungan mann, sem svo sannar- lega lofar góðu, Guðmund Bald- ursson markvörð. Hann var bezti maður Fram í þessum leik ásamt „gömlu" brýnunum Sigurbergi Sigsteinssyni, Gunnari Guð- mundssyni og Ásgeiri Elíassyni. Óvenju lítið bar á Pétri Ormslev sem verið hefur bezti maður Fram í vor. f STUTTU MÁLI. Laugardalsvöllur 17. júní. íslandsmótið 1. deild. Fram Víkingur 0.1 (0,0). MARK VÍKINGS. Gunnar Orn Kristjánsson á 71. mínutu. ÁMIVNING. Adolt Guðmundssyni Víking sýnt gula spjaldið. AHORFENDUR. 380. Skagamenn innbyrí ingana létt og ör AKURNESINGAR halda áfram aö innbyrda vinningana í 1. deild létt og i örugglega. Á sunnudaginn komu Keflvíkingar í heimsókn upp i Skipaskaga og peir máttu pola stórt tap 3:0. Þetta var fyllilega veroskuldaður sigur hja Akurnesingum en prátt fyrir að sigurinn væri stór i léku Akurnesingar ekki eins og peir bezt geta. Attu Þeir lengi vel í basli með Keflvíkingana en eins og fyrri daginn var framlína Keflvíkinganna bitlaus og gat Því ekki nýtt Þau tækifæri sem buðust. Undir lok leiksins niðu Akurnesingar sínum bezta leikkafla og eftir Það lék aldrei vafi á Því hvoru megin sigurinn lenti. Þaö var nokkuð hvasst á Akranesi á sunnudaginn en sólskin. Akurnes- ingar léku undan vindinum í fyrri hálfleik. Fátt markvert geröist fyrstu 20 mínúturnar en sótt var á báða bóga. Á 24. mínútu tóku Skagamenn forystuna með marki af ódýra markaðnum. Karl Þórðarson, pottur- inn og pannan í sókn Akurnesinga, sendi þá stórgóða sendingu inn í teiginn fil Matthíasar sem skallaöi aö markinu. Þorsteinn markvörður ætl- aði aö grípa boltann en missti hann í gegnum klofið á sér til Péturs Péturssonar sem var óvaldaöur við marklínuna og skoraði auðveldlega. Eltir markið lifnaði heldur yfir Akumesingum og tvisvar munaöi litlu að þeir skoruöu. Fyrst var bjargað á línu frá Matthíasi og síðan bjargaöi Þorsteinn á ævintýralegan hátt skoti Péturs af stuttu færi. Héldu Akurnes- ingarnir því fram að boltinn hefði verið kominn inn fyrir línuna en línuvöröurinn lét ieikinn halda áfram. í upphafi seinni hálfleiks voru Keflvíkingarnir líflegri og vörn Akur- nesinga og Jón markvörður urðu í nokkur skipti aö taka á honum stóra sínum. Friðrik Ragnarsson komst í skyndisókn en missti boltann klaufa- lega frá sér, Rúnar Georgsson og Gísli Torfason áttu báðir skalla að marki Skagamanna en ekki tókst þeim aö skora. Hinum megin á vellinum komust Matthías og Kristinn Björnsson í góö færi en skutu framhjá markinu. Þá komst Pétur einn inn fyrir vörn ÍBK en var gróflega hindraöur af Gísla Torfasyni. Þarna var um augljósa bókun að ræöa en dómarinn dæmdi ekki einu sinni á brotiö! Annað mark Akurnesinga kom á 30. mínútu seinni hálfleiks. Brotið var á Kristni Björnssyni rétt utan víta- IA - IBK 3:0 Texti: Sigtryggur Sigtryggsson Myndir: FriðÞjófur Helgason teigs Keflvíkinga vinstra megin. Árni Sveinsson tók spyrnuna og sendi boltann beint á höfuð Matthíasar Hallgrímssonar, sem skoraöi með mjög föstum skalla. Glæsilegt mark hjá Matthíasi og óvanalegt að sjá hann skora svona skallamörk\ Við markið lifnaði mjög yfir heimarrípnn- um og það sem eftir lifði leiksins náðu þeir sínum bezta leikkafla. Litlu Heilladísirnar HEILLADISIRNAR og Þorbergur Atlason, markvörður KA, siu svo um að KA hlaut annað stigið í leik fiðsins á móti ÍBV í 1. deild í knattspyrnu i Akureyrarvelli síðast- liðinn sunnudag. Leikurinn fór fram við bestu hugsanleg skilyröi, stafa- logn var og mjög milt veður. Vestmanneyingar ittu urmul af góðum marktækifærum en voru ekki i skotskónum og nýttu ekki Þau mörgu tækifæri sem Þeim gifust. KA-liðið barðist vel fyrstu 20 mínútur leiksins en síðan dofnaöi mjög yfirleik liðsins. KA mi vel við una að hafa tryggt sér annað stigið í sínum fyrsta heimaleik. Vel hvattir áfram af fjölmörgum áhorfendum byrjuöu KA-menn leik- inn af krafti og léku oft vel saman. Eyjamenn náðu hinsvegar illa saman og virkuöu óöruggir. Máske hefur þeim brugðið við aö leika knatt- spyrnu í svona hagstæðu veðri. Fyrsta verulega marktækifæriö kom á 10. mínútu leiksins er KA fékk hornspyrnu og skallað var rétt yfir þverslánna. KA-liðið var öllu ákveön- ara og voru leikmenn yfirleitt fljótari á knöttinn og hreyfanlegri. A 15. *\ * Ull •%2 * UTINN ÍlUtVlJWi ;lt>tí) V/ t*^* • Hart barist á markteig Akureyringa. en Þorbergi tókst að handsama knöttinn eins og svo oft í leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.